Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989
Sameig-narfyrirtæki íslands og Ungverjalands stofnað:
Hugsanlega upphafið
að víðtæku samstarfi
Iiúdapest. Frá Oddnýju Björgfviiisdóttur,
FYRSTA sameig'narfyrirtæki ís-
lands og Austur-Evrópuríkis var
stofnað við hátíðlega athöfn í
salarkynnum ungverska verslun-
arráðsins í gærmorgun. Nýja fyr-
irtækið Geoterm er hlutafélag
og skiptist hlutaíjáreign til helm-
blaðamanni Morgunblaösins
inga. Að isienska hlutanum
standa ráðgjafafyrirtækin Virk-
ir-Orkint og íslenska þróunarfé-
lagið. Hlutaféð er 1,2 milljónir
ungverskra fórinta. Ungverskir
eigendur eru samvinnufyrirtæk-
ið Geotermal sem sérhæfír sig í
Loðnuflotinn leitar
enn að stórri loðnu
LOÐNUFLOTINN leitar nú að stórri loðnu við Vestfirði og norður
af Kolbeinsey. Um 10 skip voru á miðunum við Kolbeinsey aðfara-
nótt föstudags en þar virðist ekki vera verulegt magn af stórri loðnu.
Þar sem hnúfubakur fylgir oft
loðnunni var ætlunin að flugvél
Landhelgisgæslunnar leitaði að
þessari hvalategund við hafísrönd-
ina á föstudag en fresta varð leit-
inni vegna lélegra skilyrða.
VEÐUR
Albert GK landaði um 500 tonn-
um af loðnu á Siglufirði á föstudag
og Kap II. VE fór þá með 500 tonn
af loðnu til Vestmannaeyja en skip-
in fengu aflann við Kolbeinsey.
ráðgjöf og nýtingu á jarðvarma
og nokkrir stjórnendur þess.
Athöfnin í gærmorgun hófst með
ræðu framkvæmdastjóra ung-
verska verslunarráðsins en að svo
búnu talaði Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra. Hann sagði
samninginn merkan áfanga í sam-
skiptum ríkjanna tveggja. Báðar
þjóðirnar byggju yfír mikilvægum
auðlindum sem nú hefði tekist sam-
starf um að nýta.
Þá afhenti utanríkisráðherra
framkvæmdastjóra Geotermal,
Jeno Balogh, stofnframlagið fyrir
hönd hinna íslensku aðila. Svavar
Jónatansson stjórnarformaður
Virkis-Orkint rakti aðdraganda að
stofnun fyrirtækisins og sagði að
ef til vill væri hér um ræða upphaf
að víðtæku samstarfi milli ríkjanna
sem næði víða um heim. Þau verk-
efni sem þegar lægju fyrir væru
hitaveituframkvæmdir í sex ung-
^ tT
-# •#
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
í DAG kl. 12.00:
VEÐURHORFUR íDAG, 4. NÓVEMBER:
YFIRLIT í GÆR: Búist er við stormi á Noröurdjúpi, Suðurdjúpi og
Suðvesturdjúpi. Um 300 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 983ja
mb lægð sem mun fara austur með suðurströndinni í nótt en vax-
andi 987 mb lægð fyrir austan land hreyfist norður. í nótt fer að
kólna, fyrst vestantil á landinu.
SPÁ: Norðanátt, víða allhvöss, snjókoma eða éljagangur norðan-
lands, slydda á Austurlandi en léttir smám saman til sunnanlands.
Kólnandi veður.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðan- og norðaust-
anátt, allhvöss víða norðanlands, en hægari annars staðar. Bjart-
ast sunnan- og suðaustanlands en víða él eða slydduél í öðrum
landshlutum. Hiti um frostmark.
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
•JQ Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
= Poka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—þ Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma. hiti veður Akureyri -4 léttskýjað Reykjavík 2 slydda
Bergen 12 rigning
Helsinkl 4 skýjað
Kaupmannah. 8 rigning
Narssarssuaq +8 snjókoma
Nuuk +7 skýjað
Osló 8 rigning
Stokkhólmur 9 skýjað
Þórshöfn 7 súld >
Algarve 18 léttskýjað '
Amsterdam 12 léttskýjað
Barcelona 18 hálfskýjað
Berlin 9 rigning
Chicago -s-6 léttskýjað
Feneyjar 13 þokumóða
Frankfurt 12 rigning
Glasgow 11 skúrir
Hamborg 11 skýjað
Las Palmas 24 léttskýjað
London 12 skýjað
Los Angeles 14 heiðskírt
Lúxemborg 9 alskýjað
Madrid 12 léttskýjað
Malaga 20 skýjað
Mallorca 21 skýjað
Montreal 4 rigning
New York 10 rigning
Orlando 17 léttskýjað
Parfs 11 skýjað
Róm 21 hálfskýjað
Vín 12 þokumóða
Washington 9 rigning
Winnipeg r9 snjókoma
Interfoto
r hj
"... . -
■■SrlWlMHlsliC,
Frá undirritun samningsins í Ungverjalandi í gærmorgun.
verskum borgum og stefnt væri að
byggingu heilsuhótela. Síðastur tal-
aði Jeno Balogh, sem ásamt Sva-
vari er framkvæmdastjóri hins ný-
stofnaða fyrirtækis. Hann taldi að
verið væri að leggja réttan grund-
völl að framtíðinni þar sem hefð-
bundinn orkukostnaður myndi stór-
hækka á næstu árum.
í öllum ræðunum var lýst mikilli
ánægju með ákvörðun Norræna
fjárfestingabankans að fjármagna
þessar framkvæmdir að veruíegu
leyti. Undir samninginn skrifuðu
framkvæmdastjórar nýja fyrirtæk-
isins ásamt Gunnlaugi Sigmnunds-
syni og Heimi Hannessyni.
Fyrr í vikunni lýsti Guyila Horn,
utanríkisráðherra Ungveijalands,
því yfir að Ungvetjar stefndu nú
að vestrænu markaðskerfi, engin
önnur leið væri fær til að koma
efnahagslífinu á réttan kjöl. „Náin
samvinna við íslendinga er okkur
mikils virði, ekki einungis að þessu
leyti, heldur fysir okkur einnig að
kynnast lýðræðishefðinni á íslandi,"
sagði ráðherrann.
13% hækkun í nýj-
um virkjanasamningi
SAMNINGAR tókust í fyrrinótt um nýjan virkjanasamning og á fundi
í gærkveldi átti að bera hann upp til samþykkis eða synjunar meðal
starfsmanna Við Blönduvirkjun. Auk þeirra þurfa trúnaðarráð verka-
lýðsfélaga á því svæði sem virkjað er að samþykkja sanmingana og
framkvæmdastjórnir landssambanda iðnaðarmanna.
Samningurinn felur í sér 13%
launahækkun frá gildistöku, en hann
gildir frá 16. október og er til tveggja
ára. Þá taka laun samkvæmt honum
breytingum í samræmi við launa-
breytingar hjá öðrum launþegum,
en miðað er við átta kjara samninga
verka-, iðnaðar-, og tækjamanna.
Taki þrennir samningar breytingum
hefur það áhrif í sömu veru á virkj-
anasamninginn.
í þessari 13% hækkun er innifalin
hækkun á staðaruppbót og ferðapen-
ingum. Benedikt Davíðsson, formað-
ur Sambands byggingarmanna,
sagði að í því fælist viðurkenning á
að laun til fjalla ættu að vera hærri
en í heimabyggð, eins og verið hefði
við virkjanaframkvæmdir á Tungn-
ársvæðinu. Undanfarið hefði þetta
bil minnkað, en það væri reynt að
leiðrétta það með þessum samning-
um.
Fiskiþing:
Þorsteinn og Guðjón
A. kjörnir til forystu
ÞORSTEINN Gíslason, fiskimálastjóri, var einróma endurkjörinn til
þess starfa til fjögurra ára á Fiskiþingi í gær. Guðjón A. Kristjáns-
son, forseti FFSÍ, var þá einnig einróma kjörinn varafiskimálastjóri.
Þorsteinn Gíslason hefur gegnt
stöðu fiskimálastjóra síðan Már Elís-
son lét af því og varð framkvæmda-
stjóri Fiskveiðasjóðs. Guðjón tekur
hins vegar við af Jóni Páli Halldórs-
syni, framkvæmdastjóra Norðurt-
angans á ísafirði, en hann gaf ekki
kost á sér til starfans nú.
Þá voru 10 manns kosnir í stjórn
Fiskifélagsins. Þeir eru Aðalsteinn
Valdimarsson, Eskifirði, Kristján
Ásgeirsson, Húsavík, Reynír
Traustason, Flateyri, Sævar Frið-
þjófsson, Hellissandi, Eiríkur Tóm-
asson, Grindavík, Hjörtur Her-
mannsson, Vestmannaeyjum, Sigur-
björn Svavarsson, Reykjavík, Kristj-
án Ingibergsson, Keflavík, Tómas
Þorvaldsson, Grindavík, Stefán Run-
ólfsson, Stokkseyri og Árni Bene-
diktsson, Reykjavík.
Umræður um fiskveiðisljórnun:
„Sælla að gefa en þiggja“
ÞAÐ vakti nokkra kátínu meðal FiskiþingsfiiIItrúa í umræðunni
um fiskveiðstjórnun í gær, að útgerðarmenn í hópi þeirra greiddu
atkvæði gegn tillögu um breytingu á fyrstu grein núgildandi laga
um stjórnun fiskveiða. Samkvæmt tillögunni átti fyrsta setning
laganna að hljóða svo: „Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign
útgerðarmanna", ekki íslenzku þjóðarinnar eins og stendur í lög-
unum.
Tillögu þessa fluttu þeir Reynir
Traustason frá Flateyri og Kristj-
án Ingibergsson úr Keflavík. Til-
laga þeirra var flutt sem táknræn
mótmæli við álitsgerð sjávarút-
vegsnefndar þingsins, sem þeim
þótti full höll undir útgerðarmenn
enda þar gert ráð fyrir úthlutun
aflakvóta til skipanna.
Einar K. Guðfinnson frá Bol-
ungarvík var einn þeirra, sem
atkvæði greiddu gegn tillögunni
og skýrði afstöðu sína með tilvitn-
un úr Biblíunni: „Sælla er að gefa
en þiggja“. Reynir lagðist gegn
ályktunum sjávarútvegsnefndar
um stuðning við frumvarpsdrög
um stjórnun fiskveiða með
ákveðnum breytingum og greiddi
atkvæði gegn þeim öllum.