Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989 Stóra síldin enn ófundin: Astæða til að leita víðar með skipulögðum hætti - segir Jakob Jakobsson forsljóri Hafrannsóknastoftiunar „EINHVERS staðar við landið er stór síld sem menn hafa ekki komist í kast við,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri’ Hafrannsóknastofnunar, í samtali við Morgunblaðið. Fimmtán bátar leituðu að síld á miðviku- dag og fimmtudag frá Snæfellsnesi að Vestmannaeyjum en fundu enga. Þar sem háhyrningar fylgja oft síldinni leitaði flugvél að háhyrn- ingum í Skeija-, Faxallóa- og Jökuldjúpi á miðvikudag en sú leit bar ekki árangur, að sögn Jóhanns Siguijónssonar hjá Hafrannsóknastofh- un. Þorsteinn Pálsson „Ýmislegt bendir til þess, að Alþýðuflokkur- inn sé að taka upp hinn gamalkunnu vinnu- brögð framsóknar- manna, að lýsa yfir and- stöðu við umdeild stefiiuatriði ríkisstjórn- ar á fundurn úti í bæ eða í blöðum en standa svo allra manna þéttast að þeim umdeildu ákvörðunum, þegar at- kvæði eru greidd á Al- þingi.“ Ágreiningnr innan stjórnarflokkanna Átök af þessu tagi eiga sér ekki einungis stað ’á milli stjórnarflokk- anna. Athyglisvert er að innan stjórnarfiokkanna er að koma upp ágreiningur um ýmsa höfuðþætti stjórnarstefnunnar. Þannig sam- þykkti Framsóknarfélag Reykjavík- ur nýlega harðorð mótmæli gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að skattleggja spamað fólksins í landinu. Forsætisráðherrann greindi hins vegar frá því á Al- þingi, að þingflokkur framsóknar- manna ætlaði að virða þessi mót- mæli að vettugi og fylgja einarðlega fram stefnunni um skattlagningu sparnaðar. Greinilegt er að formað- Matthías vék í ræðu sinni að ör- yggisaðgerðum vegna Reykjanes- brautar, breytingum á tengibraut- um, viðhaldsaðgerðum á veginum sem til greina koma, nýjum aksturs- leiðum sem tengjast Reykjanes- braut og loks tvöföldun brautarinn- ar, þ.e. hraðbraut með aðskildum akstursstefnum og tveimur akrein- um í hvora átt, eins og tillaga Hreggviðs og Inga Björns stendur til. Matthías sagði að ef lagður væri Ofanbyggðarvegur [ofan Hafnarfjarðar] myndi draga mikið úr umferð þegar komið væri suður að Hafnarfirði og suður fyrir byggðina ur Framsóknarflokksins telur meira virði að taka tillit til sjónarmiða Alþýðubandalagsins í þessum efn- um en Framsóknarfélagsins í Reykjavík. Þegar stærsti ríkis- stjórnarflokkurinn klofnar um eitt helsta átakamál sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir má ljóst vera að hún er ekki til mikilla átaka. Endurgreiðsla á söluskatti Þegar söluskattur var lagður á matvæli að tillögu Alþýðuflokksins haustið 1987 gerði Sjálfstæðis- flokkurinn þá kröfu að skatturinn yrði að fullu endurgreiddur á inn- lend matvæii. Samkomulag tókst þá um fulla endurgreiðslu á mjólk og kjöt en að hluta til á fisk. Al- þýðuflokkurinn hafnaði alfarið kröfu okkar um að endurgreiðslan tæki einnig til grænmetis. Þrátt fyrir tilraunir Alþýðuflokksins til að tjúfa það samkomulag sem gert var um þessa endurgreiðslu hélst það óbreytt meðan sú stjórn sat. Síðan hefur endurgreiðslan minnk- að í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það eru áform þessarar ríkis- stjómar að endurgreiða virðisauka- skatt á innlend matvæli að hálfu. Forsætisráðherra var látinn flytja þann boðskap í stefnuræðu sinni.' En um leið og forsætisráðherra hafði flutt stefnuræðuna tilkynnti fjármálaráðherra að hann hefði um þetta aðrar hugmyndir. Endur- greiðslan ætti aðeins að taka til mjólkur og lambakjöts. Augljóst er að ijármálaráðherrann er með vinnubrögðum af þessu tagi að sýna hver hefur húsbóndavaldið í ríkis- stjórninni. Samstaðan úti Hér hafa verið nefnd örfá dæmi sem öll komu upp í þessari viku og varpa ljósi á sundurlyndi á milli stjórnarflokkanna og innan þeirra um stjórnarstefnuna. Að þessu leyti hafa orðið mikil umskipti frá síðasta þingi. Þá virtist vera órofa sam- staða á milli stjórnarflokkanna um að færa íslenskt þjóðfélag lengra til vinstri en nokkru sinni fyrr og lengra aftur í tímann en nokkum gat órað fyrir. í eldhúsdagsumræð- um í vor sem leið var formaður Alþýðúílokksins til að mynda aðal talsmaður andstöðunnai' við frjáls- lyndi í efnahagsmálum. Nú þegar að ríkisstjórnin er ekkert orðið nema hræðslubandalag óttans fara hins vegar þverbrestir af þessu tagi að koma í ljós. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Reykjaneskjördæmis hafa látið vinna greinargerð um Reykjanesbraut [Vegagerð ríkis- ins]: umferð um veginn, slys á veg- inum, ástand hans og viðgerðar- þörf. Þar kemur fram að ráðgerðar framkvæmdir á Reykjanesbraut 1989-92 eru: 1) Stefnugreining gatnamóta við Krýsuvíkuiveg (1991), 2) Lýsing á 2 km kafla frá Ásbraut að Bæjar- hellu (lokið 1992), 3) Klæðing á axlir frá Hafnarfirði að Flugstöð Leifs Eiríkssonar (lokið 1992) og 4) Byrjunarframkvæmdii' við end- urbætur á Reykjanesbraut (hefjast Jakob Jakobsson sagði að sér fyndist ástæða til að önnur svæði yrðu einnig könnuð með skipulögð- um hætti, til dæmis Húnaflói. Hugs- anlegt er að flugvél leiti aftur að háhyrningum við Suðvesturland um 20. nóvember næstkomandi, að sögn Halldórs Ibsen, formanns Ut- vegsmannafélags Suðumesja. Síldin, sem veiðst hefur í haust, TILLAGA að torgi í Kringlunni milli Borgarleikhússins og Kringlunnar 4, 6, og 8 til 12 hef- ur verið kynnt í borgarráði og skipulagsneíhd Reykjavíkur- borgar. Gert er ráð fyrir útileik- húsi á torginu og að sett verði upp vatnslistaverkið „Vatnsaug- að“ eftir Kristin E. Hrafnsson. . Að sögn Þorvaldar S. Þorvalds- sonar forstöðumanns Borgar- skipulags eru uppi hugmyndir um að Borgarbókasafiiið fái aðra lóð og að ekki verði af frekari byggingarframkvæmdum á svæðinu. Kostnaðaráætlun ligg- ur ekki fyrir en stefnt er að fram- kvæmdum við fyrsta áfanga á næsta ári. í greinargerð sem fylgir tillög- unni segir að markmiðið sé að skapa aðlaðandi borgarumhverfi með möguleika á fjölbreyttu mannlífi og að gefa aðliggjand byggingum til- hlýðilegt andrými. Lokað verður með glerskála milli verslunarhús- anna við Kringluna 6 og 8 til 12 en þar myndast sterkur norðan- strengui'. Að auki eru uppi hug- myndir um glerskála framan við húsin og veitingastaðina sem þar eru á neðstu hæð og snúa að toi'g- inu. Hæðarmunur er á milli Borgar- leikhússins og verslunarbygging- anna og verður hann nýttur með bogadregnum stöllum sem mynda áhorfendapalla í útileikhúsi. Pall- arnir snúa- að mestu undan sólu og ættu aðstæður fyrir götuleikhús og rokktónleika að vera ákjósanlegar. Hringflötur leikhússins er tveimur þi-epwm «eðai'<»rk toBgið.og er Jiugs-< - er aðallega millisíld, sem hentað hefur til söltunar á Rússlandsmark- að. Hins vegar er enn ósarnið við Sovétmenn um saltsíldarkaup þeirra og fer síldin því aðallega í frystingu og bræðslu. Seldar hafa verið 72 þúsund tunnur af saltsíld til Svíþjóðar, Finnlands, Póllands, Bandaríkjanna og Kanada en búið var að salta í um 53 þúsund tunnur anlegt að setja vatn á sviðið eða skapa aðstöðu til leikja eins og til dæmis fyrir hjólabretti. Þá mætti gera útileikhúsið þannig úr garði að auðvelt verði að tjalda yfir það. Neðan við torgið á milli verslun- arbygginganna verður komið upp vatnslistaverkinu Vatnsaugað. Listamaðurinn, Kristinn E. Hrafns- son segir, um verk sitt að hann leitist við að fanga sem flesta eigin- leika vatnsins og nýta það á form- * rænau * eg, iákm'ænan . bátt,. „Lákt» á fimmtudag. Frystihús, sem aðild eiga að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, eru bú- in að frysta um 1.000 tonn fyrir Evrópu- og Japansmarkað. Sam- bandsfrystihús eru búin að frysta um 500 tonn fyrir Evrópumarkað en hafa hins vegar sáralítið fryst fyrir Japansmarkað. SH gerir ráð fyrir að geta selt 3.600 tonn af frystri síid til Japans og svipað magn til Evrópu, að sögn Gylfa Þors Magnússonar hjá SH. Sam- bandið gerir hins vegar ráð fyrir að geta selt 2.000-3.000 tonn af frystri síld til Japans og 2.400 tonn til Evrópu, að sögn Páls Maríssonar hjá sjávarafurðadeild Sambandsins. og við föngum vatnið úr iðrum jarð- ar og dælum þvi í leiðslum í allar áttir, er það dregið úr uppsprettum verksins, vatnsauganu, og leitt í rörum að einingum þess þar sem það er virkjað á ýmsa vegu. Brunn- formið sjálft myndar op eða sprungu sem sýnir okkur svolítið af því hvernig er „unihorfs" neðan- jarðar í þessari vatnsmiklu borg.“ Hönnuðir torgsins eru landslags- arkitektarnir Reynir Vilhjálmsson m temwt »-,» Matthías Á. Mathiesen um Reykjanesbraut: Slysatíðni mest of- an Hafnarfjarðar Dagsumferð 8 til 10 þúsund bifreiðir REYKJANESBRAUTIN [Reykjavík-FIugstöð Leifs Eiríkssonar] er í senn tengibraut byggðarlaga sem 65% landsmanna byggja og þjóðveg- ur til útlanda, sagði Matthías Á. Mathiesen (S-Rií) í þingræðu á fimmtu- dag um tillögu Hreggviðs Jónssonar (FH-Rn) og Inga Björns Albertss- sonar (FH-Vl) um tvöföldun Reykjanesbrautar. Slysatíðni á Reykjanes- braut, sem hefur 8-10 þúsund bifreiða meðal dagsumferð frá Breið- holtsbraut til Krýsuvíkur og 5 þúsund bifreiða meðal dagsumferð milli Njarðvíkur og Keílavíkur, er mest ofan Hafiiaríjarðar, sagði Matthías. Úrbætur eru injög aðkallandi. Rennandi heitt og kalt vatn og gufubólstrar munu einkenna vatnslistaverkið sem sett verður upp á torg- inu framan við verslanirnar í Kringlunni. Útileiksvið og vatns- listaverk í Kringluna Hugmyndir um að Borgarbókasaftiið fái aðra lóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.