Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 16
?t 16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER 1989 4- Sovétríkin: * Ahorfendur taka KGB á beinið í sjónvarpsþætti Moskvu. Reuter. SOVÉSKA öryggislögreglan, KGB, sem annast hluta njósnastarfsem- innar erlendis en aðallega hefur innanlandsöryggi á sinni könnu, hefur siðustu mánuði staðið að herferð til að bæta drungalega ímynd sína í hugum almennings. Hámarki náði herferðin á fímmtudags- kvöld með 90 mínútna sjónvarpsþætti þar sem þrír hershöfðingjar og tveir ofúrstar úr þjónustunni sátu fyrir svörum í beinni útsend- ingu og almenningur fékk að bera fram spurningar símleiðis. Spurn- ingarnar voru margar afar beinskeyttar og opinskáar en sama er ekki hægt að segja um öll svörin. Er spurt var hvort það væri bráð- nauðsynlegt að vera kynþokkafúllur og kunna hvílubrögð til fúlln- ustu til að verða góður njósnari hliðruðu mennirnir sér við að svara, vandræðalegir á svip. Undanfarna mánuði hafa blöð birt viðtöl við KGB-menn þar sem gert er lítið úr þætti öryggislögregl- unnar í að bæla niður andóf gegn stjómvöldum og fylgjast með upp- reisnarseggjum en því meiri áhersla lögð á baráttuna gegn hermdar- verkum um allan heim, fíkniefna- sölu og glæpaflokkum. Foringjamir sögðu aðspurðir að KGB hefði ekki sent andófsmenn á geðsjúkrahús. „Þegar fólk var þvingað til slíkrar vistar var það ákveðið af dómstól- um,“ sagði Alexander Karbajnov ofursti. Hann var háttsettur hjá fimmtu deild lögreglunnar er ann- Nicaragua: Mikil sókn hafin gegn kontra-liðum Santo Domingo. Reuter. DANIEL Or- tega, forseti Nicaragua, sagði á fimmtu- dag að stjórnar- her Iandsins hefðu hafið mikla sókn gegn kontra- skæruliðum en að markmið hennar væri að koma á friði í landinu. Ortega sagði að sóknin tengdist viðræðum stríðsaðiljanna, sem áformaðar eru í höfuðstöðvum Sam- einuðu þjóðanna í New York á mánu- dag og þriðjudag. Kontra-liðar hafa fallist á viðræðumar, en auk þeirra taka fulltrúar eftirlitsnefndar Sam- einuðu þjóðanna og Samtaka Ameríkuríkja þátt í þeim. Herforingjar í Managua sögðu að stjórnarherinn hefði hafið sókn í níu hémðum í Norður- og Austur-Nic- aragua. Bílalestir fluttu í gær her- menn og hergögn til þorpsins Santo Domingo, sem er um 120 km frá höfuðborginni. Lestin var á leiðinni til Chantales-héraðs í Mið-Nic- aragua, þar sem stjórnarherinn hyggur á árásir á kontra-liða. „Við höfum fengið fyrirmæli frá stjórn- inni um að fara ekki af svæðinu fyrr en tryggt verður að ekki verði ráðist meir á samyrkjubú, að vegir haldist opnir og að bændumir fái að lifa í friði,“ sagði Francisco Torr- entos höfuðsmaður við fréttamenn. Oscar Arias, forseti Costa Rica, sem átti mestan þátt í að móta frið- aráætlun Mið-Ameríkuríkja, for- dæmdi þá ákvörðun sandinista- stjómarinnar að aflýsa vopnahléi, sem staðið hafði í 19 mánuði. .1 r A GM-VETRASÞJONUSTA Gildistími 1. nóv. - 1. des 1. Mótorþvottur 2. Víftureim athuguð 3. RafgeYmasambönd hreinsuð 4. Loftsía athuguð 5. Skiptumkerti 6. Skipt um platínur 7. Skipt um bensínsíu 8. Hreínsað úr blöndungi 9. Kveikjutímí stilltur 10. Hleðslamæld 11. Kælikerfi þrýstiprófað 12. Frostþolmælt 13. Ljós Yfirfarin og stillt 14. Þurrkur og rúðusprautur athugaðar 15. Smurt í lamir og læsingar 16. Undirvagn og slitfletir athugaðir 1989 Verð með söluskatti: 4cy1. kr. 3.900 6cyl. kr. 4.400 8 cyL kr. 4.700 Athugiö: Ábyrgö tekin ó allri vinnu og varahlutum. Varahlutir ekkl innifaldlr f ofangr. veröi. TÖKUM FLESTAR GERÐIR BÍLA í VETRARSKOÐUN BÍLVANGURst= hofðabakka 9 SÍMAS 68 55 39 og 68 73 00 aðist baráttu gegn hugmyndafræði- leþ-um glæpum, þ. e. pólitískar of- sóknir. Deildin hefur nú verið lögð niður að sögn yfirvalda en margir áhorfendur, sem rætt var við eftir þáttinn, voru vantrúaðir á að ekki væri lengur gerðar skýrslur um hegðun almennra borgara. Karbaj- nov neitaði því aðspurður að KGB berðist gegn Hare Khrisna-hreyf- ingunni og sagði lögregluna ekkert fást við tmarhreyfingar, hvorki nú eða fyrr í sögu sinni og myndi ekki taka að sér slík verkefni. Vaídímír Kijútskov, æðsti yfir- maður KGB, viðurkenndi fyrr í vik- unni að fimmta deild Iögreglunnar hefði gerst „sek um mistök“ en sagði glasnost og aukið lýðræði hafa breytt mörgu í stárfi stofnun- arinnar. Síðastliðið mánudagskvöld efndi hópur fólks til mótmælavöku við aðalstöðvar KGB í Moskvu en þar er m.a. Ljúbjanka-fangelsið ill- ræmda og hélt fólkið á kertaljósum til minningar um fómarlömb lög- reglunnar. KGB sendi frá sér yfír- lýsingu þar sem sagði að fulltrúar stofnunarinnar hefðu átt „hrein- skilnar viðræður" við þátttakend- urna. Jafnframt firrti hún sig allri ábyrgð á því að mótmæli af svipuð- um toga vom brotin á bak aftur annars staðar í borginni sama kvöld. Reuter Vonsviknir kolanámamenn Verkföll kolanámamanna í Vorkuta í norðurhluta Síberíu breiddust út í gær og náði vinnustöðvunin til tólf náma af þrettán. Um 26.000 manns taka þátt í verkföllunum. Námamennimir efndu til fundar í gær og fóm þess á leit við sovésku stjómina að hún sendi nefnd til Vorkula til að ræða kröfur þeirra. Á myndinni má sjá nokkra von- svikna fundarmenn er ljóst var að stjórnin myndi ekki svara erindinu. Þingkosníngar í Grikklandi: Sósíalistar vilja sam- starf við kommúnista Aþenu. Reuter, The Daily Telegraph. MELINA Mercouri, fyrrum menningarmálaráðherra Grikklands, sagði á blaðamannafimdi í Aþenu í gær að sósíalistar vildu mynda samsteypustjóm með kommúnistum eftir þingkosningarnar, sem fram fara á morgun, sunnudag. Kommúnistar sátu í fráfarandi stjóm með hægri mönnum en stjórain var mynduð eftir kosningaraar í júní til þess að unnt væri að rannsaka spillingu í valdatíð Andreas Papandreous, fyrrum forsætisráðherra Melina Mercouri, sem sögð er einn helsti ráðgjafi Papandreous, sagði að einungis kæmi til greina að ganga til samstarfs við kommún- ista eftir kosningarnar. Hún gagn- rýndi hins vegar leiðtoga kommún- ista harðlega fyrir að hafa myndað stjórn með Nýja.lýðræðisflokknum, flokki hægri maiina í Grikklandi. Ríkisstjórnin beitti sér fyrir rann- sókn á spillingu í átta ára valdatíð Papandreous og mun hann ásamt fjórum fyrrum ráðherrum í ríkis- stjórn hans þurfa að svara til saka frammi fyrir sérstökum dómstóli. Sagði Melina Mercouri að ríkis- stjórnin hefði verið mynduð í þeim tilgangi einum að koma höggi á ast að finna lausn á þeim fjölmörgu vandamálum sem við blöstu. Eitt helsta stefnumál hægri manna er að hert verði mjög barátta gegn starfsemi skipulagðra hryðjuverka- hópa. Auk spillingar sósíalista- stjórnarinnar hefur hryðjuverka- starfsemi borið einna hæst í kosn- ingabaráttunni. Fyrir um tveimur vikum var Mitsotakis sýnt banatil- ræði og er talið að þar hafi samtök- in „17 nóvember" verið að verki. Félagar í samtökunum hafa myrt 14 manns á undanförnum 14 árum og síðasta fórnarlamb þeirra var Pavlas Bacoyannis, tengdasonur Mitsotakis. Herferð sú sem hægri menn hafa boðað hefur fært þeim nokkurt fylgi einkum frá kommún- istum. Þannig hefur tónskaldið ' fræga Mikis Theodorakis, lýst yfir stuðningi við Nýja lýðræðisflokkinn en hann fylgdi áður kommúnistum að málum. Skoðanakannanir hafa verið nokkuð misvísandi en gefa þó til kynna að hægri menn vinni á en að fylgisaukningin nægi tæpast til að tryggja þeim meirihluta. Flokk- inn vantaði sex menn eftir kosning- arnar í júní til að ná hreinum meiri- hluta en 300 fulltrúar sitja á þingi. Svo virðist sem Sósíalistaflokkurinn haldi sínu en flokkurinn missti meirihluta á þingi í síðustu kosning- um. ROSE: Sósíalistaflokk Papandreous. Kommúnistar hafa hins vegar sett það sem skilyrði fyrir sam- starfi við sósíalista að Papandreou verði útilokaður frá frekari þátttöku í grískum stjórnmálum. Hægri menn stefna að hreinum meirihluta á þingi. Konstantin Mit- sotakis, leiðtogi Nýja lýðræðis- flokksins, sagði í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna að nauðsynlegt væri að koma á auknum stöðugleika í grískum stjómmálum ætti að tak- Rúmenar þversum í umhverfismálum Sofia. Reutcr. RÚMENAR komu í gær í veg fyrir samþykkt um umhverfismál á ráðstefiiunni um öryggi og samvinnu í Evrópu (ROSE), sem hald- in er í Sofia í Búlgaríu. Reyndu Sovétmenn og aðrir að tala um fyrir þeim en án árangurs. Ættfræðiþjönustan Kynnið ykkur þjónustuna: Ættfræðinámskeið, ættrakning (ættartölur og niðjatöl), leit að týndum ættmennum og önnur upplýsingaöflun, sala ættfræði- bóka og hjálpargagna í ættfræði. Sími27101 Andstaða Rúmena getur gert að engu umhverfismálasamþykktina en það, sem þeir setja fyrir sig, er, að í henni segir, að einstaklingar og óopinber félagasamtök hafi rétt lil að taka þátt í umræðum um umhverfismál. Á fimmtudag skor- uðu Sovétmenn á Rúmena að sam- þykkja yfirlýsinguna og haft er eft- ir heimildum, að Todor Zhivkov, forseti Búlgaríu, hafi reynt að fá Nicolae' Ceausescu Rúmeníuforseta til að skipta um skoðun. Að ráðstefnunni standa öll Evr- ópuríkin nema Albanía og Banda- ríkin og Kanada eiga þar einnig fulltrúa. í umhverfismálasamþykkt- inni er aðallega fjallað um þrennt: Mengun í ám og vötnum, meðferð hættulegra efna og hvernig unnt er að koma í veg fyrir, að iðnaðar- slys í einu landi hafi skaðleg áhrif í öðru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.