Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989 Basar Kven- félags Hall- grímskirkju HINN árlegi basar Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar í dag, laugardaginn 4. nóvember og hefst klukkan 14. Verður þar að vanda margt góðra muna á boð- stólum, svo sem mikil og íjöl- breytt handavinna félagskvenna sjálfra og margvíslegar jólavörur. Basarinn er megin burðarás Qár- öflunar Kvenfélagsins og að baki býr þrotlaus vinna fárra, fórn- fiísra og atorkusamra félags- kvenna. i Frá upphafi Hallgrímssafnaðar hefur Kvenfélagið unnið mikið starf í þágu kirkjunnar. Allur skrúði kirkj- unnar og mest af búnaði kirkju og safnaðarheimilis er frá Kvenfélaginu kominn og nú nýverið afhentu fé- lagskonur enn einu sinni stórupphæð til orgelsjóðs Hallgrímskirkju. Hallgrímssöfnuður og allir hollvinir Hallgrímskirkju standa í mikilli þakkarskuld við Kvenfélag Hallgr- ímskirkju. Ég vil hvetja safnaðarfólk og aðra • borgarbúa til að íjölmenna á basar- inn, gera góð kaup og styðja jafn- framt starf félagskvenna. - Karl Sigurbjörnsson GENGISSKRÁNING Nr. 211 3. nóvember 1989 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari * 62,23000 62,39000 62,11000 Sterlp. 97,89400 98,14600 97,89800 Kan. dollari 53,05000 53,18600 52,86600 Dönsk kr. 8,69440 8,71670 8,70500 Norsk kr. 8,99670 9,01980 9,03680 Sænsk kr. 9,69310 9,71810 9.71840 Fi. mark 14,61480 14,65240 14,65900 Fr. franki 9,95640 9,98200 9,98070 Belg. franki 1,60950 1,61360 1:61420 Sv. franki 38,47650 38.57540 38,74610 Holl. gyllini 29,92470 30,00170 30,02590 V-þ. mark 33,78670 33,87360 33.89360 ít. líra 0,04601 0,04613 0,04614 Austurr. sch. 4,79930 4,81160 4,81490 Port. escudo 0,39450 0,39550 0,39510 Sp. peseti 0,53390 0,53530 0,53360 Jap. yen 0,43404 0,43515 0,43766 írsktpund 89,63300 89,86300 89,99700 SDR (Sérst.) 79,32830 79,53230 79,47600 ECU, evr.m. 69,24020 69,41820 69,33650 Tollgengi fyrír nóvember er sölugengi 30. október Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Kvikmyndir fyrir börcr BRYDDAÐ verður upp á þeirri nýjung í Norræna húsinu í nóv- ember að sýna kvikmyndir fyrir börn á sunnudögum. Fyrsta kvikmyndasýningin verð- ur á morgun kl. 15.00. Þá verða sýndar tvær sænskar teiknimyndir „Lilla syster Kanin“, sem höfðar til yngri aldurshópa og „Johnny Katt oeh piratvalsen" fyrir börn á aldrinum 8—14 ára. Myndirnar eru með sænsku tali og eru ekki með íslenskum texta. Aðgangur er ókeypis. Messa í minn- ingu látinna Undanfarin ár hefur söftiuður- inn í Grindavík minnst þeirra sóknarbarna er látist hafa firá næstu Allraheilagramessu á undan og verður það einnig gert næstkomandi sunnudag. Messan er með hefðbundnu sniði en að viðbættum sérstökum þætti þar sem nöfn hinna látnu eru lesin upp og klukkum samhringt til að heiðra minningu þeirra. Sóknarprestur hefur skrifað bref til eins aðila úr hverri fjölskyldu syrgjenda og hvatt til þátttöku hans og annarra ættingja og vina. Enda þótt aðeins verði lesin upp nöfn þeirra er látist hafa sl. 12 mánuði er messan um leið ætluð öllum þeim er minnast vilja ástvina sinna og genginna kynslóða, segir í fréttatilkynningu frá séra Erni Bárði Jónssyni. Að þessu sinni verður minnst (í röð eftir dánar- dægri): séra Jóns Árna Sigurðsson- ar, Kristjáns Ottós Mássonar, Jóns Árnasonar, Haraldar Harðar Hjálmarssonar, Stefaníu Sigríðar Guðlaugsdóttur, Hjálmars Sigurð- ar Thomsen, Erlu Hjördísar Olafs- dóttur, Ingibjargar Elíasdóttur, Helgu Þórarinsdóttur, Jóhanns Sverris Jóhannssonar og Jóns Örn- óifs Bárðarsonar. Sýningu Kristins að ljúka SÝNINGU Kristins G. Jóhanns- sonar í FÍM-salnum, Garðastræti 6, lýkur á sunnudag. Sýninguna kallar hann Málverk um landslag og er hún 5. einkasýn- ing hans í Reykjavík, en hann hef- ur haldið flölmargar aðrar sýning- ar. Borgin tekur tilboði Vara REYKJAVÍKURBORG mun ganga að tilboði Vara hf. í örygg- isgæslu á vegum borgarinnar. Borgarstjórn staðfesti á fúndi sínum á fimmtudag tillögu stjórnar Innkaupastoftiunar þar að lútandi með 9 atkvæðum sjálf- stæðismanna gegn 5 atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutans. Fulltrúi Kvennalistans sat hjá við atkvæðagreiðsluna. I umræðum um málið á borgar- stjórnarfundinum kom fram, að tvö fyrirtæki hefðu gert tilboð í örygg- isgæslu á vegum borgarinnar, Securitás og Vari, og hefði tilboð Vara verið 20% lægra. Borgarfull- trúar Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks töldu óráðlegt að ganga að því, þar sem Vari byði þjónustu sína út til undir- verktaka," og því fyrirkomulagi fylgdi hætta á því að fyllsta örygg- is yrði ekki gætt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks töldu á hinn bóginn, að þjón- usta þeirra fyrirtækja, sem buðu í verkið, væri fyllilega sambærileg, og því bæri að taka lægra tilboð- inu. Það væri mál starfsmanna fyrirtækjanna sjálfra, en ekki borg- arinnar, að ákveða hvort þeir réðu sig til vinnu sem undirverktakar eða launþegar. Nýja gallerí- ið 10 ára MAGNÚS Þórarinsson opnaði Nýja galleríið 3. nóvember 1979 á Laugavegi 12. í tilefni tíu ára afmælisins eru nú til sýnis og sölu gömul verk Magnúsar, þ.e. olíumálverk, vatns- litamyndir, krítarmyndir og klippi- myndir, sem flestar eru nýjar. Galleríið er opið kl. 9—17 virka daga, nema laugardaga kl. 9—15. Lokað er á sunnudögum. Bláflallagangan hefst á sunnudag Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands hefur á sunnudagsmorg- un gönguferðaröð frá þeim stað þar sem samkvæmt rituðum heimildum hefúr verið elsta sam- fellda byggð á landinu. Gönguferðaröðin hefst í Grófinni kl. 10 (við bólvirkið á bak við Ála- fossbúðina) og verður gengið í áföngum á sunnudagsmorgnum eftir svokallaðri Bláfjallaleið sem liggur eftir helstu útivistarsvæðum borgarinnar og endar við Skíða- skálann í Bláfjöllum. Stansað verður á leiðinni á nokkrum stöðum og settar upp „fræðslustöðvar", þ.e. kynntir verða ákveðnir þættir í jarðfræði, lífríki eða mannvistarsögu svæðis- ins sem gengið verður um. Þá verða þátttakendur aðstoðaðir við að kanna svæðið upp á eigin spýtur. í tengslum við gönguna verða einn- ig settar upp litlar sýningar sgjm kynna náttúrufar, ömefni og mannvistarsögu hluta Bláfjallaleið- ar. Allraheilagra- messa í Laugar- neskirkju AUraheilagramessa verður sungin í Laugarneskirkju á morgun kl.' 17. Sungin verður messa eftir norska tónskáldið Egil Hovland. Allir liðir messunnar eru sungn- ir. Ann Toril Lindstad stjórnar kórnum en Þröstur Eiríksson leikur á orgelið en auk þess leika málm- blásarar undir stjórn Lánisar Sveinssonar. Einsöngvarar verða Laufey G. Geirlaugsdóttir og Þórð- ur Búason. Á morgun verður einn- ig barna- og íjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Leiðrétting I þætti Morgunblaðsins „Hvað er að gerast um helgina“ á föstudag- inn var frá því greint að Aðal- heiður Valgeirsdóttir sýndi akríl- og þurrkrítarmyndir í Ásmundar- sal. Þetta er ekki með öllu rétt, hún sýnir grafík- og þurrkrítar- myndir. Haustmót Taflfé- lags Reykjavíkur HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavíkur 1989 hefst á morg- un og verður að minnsta kosti fyrst um sinn teflt í húsakynnum félagsins á Grensásvegi 44—46. Lokaskráning í aðalkeppnina er í dag kl. 14—18. Keppni í flokki 14 ára og yngri á haustmótinu hefst laugardaginn 18. nóvember kl. 14. Tefldar verðá níu umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsunartími er 40 mínútur á skák. Keppnin tekur þqár iaugar- daga, þqár umferðir í senn. Haustmótið er jafnframt meist- aramót Taflfélags Reykjavíkur og hlýtur sigurvegari í efsta flokki tit- ilinn „Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur“. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 3. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 71,00 40,00 66,20 6,689 442.850 Þorskur(ósf) 80,00 38,00 70,93 6,710 475.902 Þorsk(umálósl) 20,00 20,00 20,00 0,043 860 Ysa 88,00 49,00 76,71 . 6,790 520.925 Ýsa(ósl.) 97,00 62,00 69,56 7,904 549.797 Smáýsa(ósL) 26,00 26,00 26,00 0,044 1.131 Karfi 33,00 20,00 31,52 0,251 7.896 Ufsi 27,00 27,00 27,00 0,380 10.247 Ufsi(ósL) ' 27,00 27,00 27,00 0,036 972 Steinbítur 81,00 72,00 79,33 1,035 22.071 Hlýri 55,00 55,00 55,00 0,204 11.220 Langa 32,00 32,00 32,00 0,134 4.288 Langa(ósf) 32,00 32,00 32,00 0,518 16.560 Lúða 330,00 190,00 244,72 0,566 138.485 Koli 66,00 35,00 44,15 0,197 8.676 Kolaflök 112,00 112,00 112,00 0,238 26.656 Keila 24,00 24,00 24,00 0,735 17.628 Keila(ósf) 24,00 24,00 24,00 0,505 12.120 Samtals 70,72 33,227 2.349.839 Á mánudag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 87,00 25,00 78,26 11,841 926.665 Ýsa 80,00 50,00 67,80 17,267 1.170.664 Karfi 36,00 32,00 35,59 105,262 3.745.821 Ufsi 27,00 27,00 27,00 0,066 1.782 Steinbítur 67,00 57,50 65,19 0,926 60.362 Langa 26,00 26.00 26,00 0,038 982 Lúða 400,00 110,00 204,30 0,471 96.225 Keila 12,00 12,00 12,00 0,106 1.272 , Lýsa 18,00 18,00 18,00 0,531 9.558 Samtals 43,77 138,1236.045.124 Á mánudag verður selt óákveðið magn úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 67,00 49,00 59,57 29,795 1.775.023 Ýsa 73,00 39,00 66,26 16,660 1.103.864 Karfi 27,00 . 15,00 23,98 1,167 27.981 Ufsi 22,50 21,00 21,70 0,879 19.075 Steinbítur 35,00 15,00 30,05 0,323 9.705 Langa 35,00 29,00 33,40 1,531 51.132 Lúða 195,00 70,00 146,51 0,115 16.775 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,005 175 Keila 19,50 10,00 16,95 3,363 57.014 Skata '70,00 70,00 70,00 0,250 17.500 Tindaskata 10,00 10,00 10,00 0,130 1.300 Skötuselur 110,00 110,00 110,00 0,010 1.100 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,040 200 Samtals 56,56 54,545 3.084.999 Selt var úr Búrfelli KE og öðrum dagróðrabátum. í dag verður selt úr dagróðrabátum og hefst uppboðið klukkan 14.30. jWeðður á morguti Guðsþjónustur í Reykjavikurpróf- astsdæmi sunnudag 5. nóvember 1989.Allra heilagra messa. DÓMKIRKJAN: Laugardag 4. nóv.: Barnasamkoma kl. 10.30. Egill Hallgrímsson. Sunnudag 5. nóv.: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur Organisti Marteinn Hunger Friðriks- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 14 fjölskylduguðsþjónusta. Forsöngvarí Hallur Vilhelmsson. Organisti Mar- teinn Hunger Friðriksson. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að koma. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. Miðvikudag 8. nóv. kl. 20.30. Tónlistardagar Dómkirkjunnar hefj- ast með orgeltónleikum prófessors Flemming Dreisig. Laugardagur 11. nóv. kl. 17. Tónleíkar Dómkórsins. Sunnudag 12. nóv. kl. 17. Tónleikar Dómkórsins. Prestarnir. ÁRBÆJAflPRESTAKALL: Barna- samkoma kl. 11 árdegis. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Guðsþjónusta kl. 14. Allra heilagra messa. Organ- leikari Jón Mýrdal. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Öldunarstarf í safnaðarheimili Árbæjarkirkju: Mánudag 6. nóv. fótsnyrting kl. 15—17, tímapantanir í síma 74521. Þriðjudag: Leikfimi eldri borgara kl. 14. Miðvikudag: Opið hús í safnaðar- heimilinu frá kl. 13.30. Fyrirbæna- stund kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor- stpji3§S9r).|,|. ;-c ti.OS.; ii)il:r ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Munið kirkjubíltnn. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14, áltaris- ganga. Organisti Daníel Jónasson. Að lokinni messu verður kaffisala til fjáröflunar starfs kirkjukórsins. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta kl. 18.30. Fimmtudag: Biblíulestur kl. 20.30 í umsjá sr. Jónasar Gíslason- ar, vígslubiskups. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Allra heilagra messa. Minnst látinna. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Einsöngur Eiríkur Hreinn Helgason. Félagsstarf aldraðra mið- vikudag e.h. Æskulýðsfundur mið- vikudagskvöld kl. 20. Sr. Pálmi Matt- híasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Cecil Haraldsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organ- isti Pavel Smid ásamt söngfólki Fríkirkjunnar. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Sunnu- dag: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðspjall dagsins: Jesús prédikar um sælu. Matt.5. Messa kl. 14, altarisganga. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Mánudag: Æskulýðsfundur kl. 20.30. Þriðjudag: Starf fyrir 12 ára börn kl. 17—18. Miðvikudag: Guðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 20. Sóknarprestar. FRÍKIRKJAN í Reykjavík. Barna- guðsþjónusta kl. 11, Guðsþjónusta kl. 14, orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KFUM óg K. Almenn samkoma kl. 20.30 Amtmannsstíg 2B. Upphafs- orð Bjarni Gunnarsson. Ræða sr. Guðmundur Óli Ólafsson. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Barnamessa kl. 11 í Félagsmiðstöð- inni Fjörgyn við Foldaskóla. Sunnu- dagspóstur/söngvar. Skólabíll ferfrá Hamrahverfi kl. 10.30. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Sunnudag 5. nóv. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, sameiginleg fyrir öll börn í barna- samkomunum. Nýir sálmar. Foreldr- ar velkomnir með börnunum. Guðs- þjónusta kl. 14. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boðin. Kynningarfundur fyrir foreldra ferm- ingarbarna eftir guðsþjónustuna. Kaffiveitingar. Fimmtudag 9. nóv. Almenn samkoma kl. 20.30. Ungt fólk með hlutverk. Föstudag 10. nóv. Unglingastarfið fyrir 10—12 ára börn kl. 17. Laugardag: Biblíulestur, og bænastund kl. 10. Prestarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabilinn. Messa kl. 14. Altarisganga. Einsöng-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.