Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989 Þegar K.K. fór að skemmta sér, varð það ríkisstjórn að falli þremur árum síðar. Fréttin sem skók heiminn.1 Aðalhlutverk: John Hurt og Joanne Whalley. Sími 32075 * Alyktun Fiskiþings um stjórnun fískveiða: Tillögur sjávarútvegs- neftidar samþykktar FISKIÞING samþykkti í gær allar tillögur sjávarútvegsnefiidar þings- ins um stjórnun fiskveiða og voru breytingartillögur við þær ýmist felldar eða dregnar til baka. Ein viðbótai'tillaga frá Guðjóni A. Kristj- ánssyni, forseta FFSÍ, var samþykkt. Samþykkt þingsins felur í sér stuðning við framkomin frumvarpsdrög um stjórnun fiskveiða, sem að grunni til eru byggð á úthlutun aflakvóta á skipin og afiiámi sóknar- marks. Tilfærsla á „kvótaárinu" var meðal þeirra markverðari breyt- inga, sem samþykktar voru. Eftirfarandi breytingar á frum- varpsdrögunum voru samþykktar: 1. Breyting við 3. grein: „Heild- araflamark botnfisktegunda fyrir komandi ár verði ákveðið fyrir 1. ágúst ár hvert.“ í lögunum er gert ráð fyrir því að ákvörðun um heiidar- afla verði tekin 1. október. Ennfrem- ur bætist við greinina eftirfarandi setning: „Kvótaárið verði frá 1. sept- ember til 31. ágúst næsta almanaks- árs.“ Þessi breyting er lögð til vegna þess að þá færist fram á sumarið sá tími, þegar verulega er farið að ganga á kvóta. Nú hefur atvinnu- leysi vofað yfir mörgum stöðum á haustmánuðum með minnkandi kvóta, en sá tími færist yfir á sumar- leyfismánuðina og ætti því tæpast að verða eins þungbær og ella. 2. Breyting á 5. grein: „31. des- ember 1990 verði 31. desember 1989. Út falli það, sem eftir stendur af málsgreíninni. Jafnframt falli út síðustu orð sípari málsgreinar, „eða horfið til Úreldingarsjóðs fiski- skipa“. 5. greinin fjallar um veitingu veiðileyfa í atvinnuskyni. Þar er gert ráð fyrir að bátar undir 6 tonn- um, sem verða á skrá hjá Siglinga- málastofnun 31. desember 1990 eða samið hafi verið um smíði á fyrir gildistöku laganna og verði afhentir fyrir 1. júií 1991, fái veiðileyfi. Breytingin felur hins vegar í sér að bátarnir verði að vera komnir á skrá Siglingamálastofnunar fyrir lok þessa árs, eigi þeir að fá veiðileyfi. Ákvæðið um Úreldingarsjóð físki- skipa er fellt út vegna samþykktar þingsins, þar sem lagzt er gegn stofnun hans með þeim hætti, sem gert hefur verið ráð fyrir, það er að hann eignist og selji aflakvóta. 3. Viðbót við 9. grein: „Sama á um sérveiðar á tegundum, sem ekki eru kvótabundnar, em skipta veru- legu máli í aflkomu einstakra lands- hluta, til dæmis steinbít." 9. greinin fjallar um heimild ráðherra til að auka botnfiskaflamark skipa verði þau fyrir verulegum tekjusamdrætti af veiðum á öðrum tegundum en botnfiski og úthafsrækju milli ára. Lagt er til að aðrar tegundir en þarna er kveðið á um geti fallið undir þetta ákvæði. 4. Breytingar á 10. grein „I þriðju málsgrein falli út 10% og í staðinn komi 25%. í ijórðu máls- grein breytist „árs“ í „kvótaárs“, í sjöttu málsgrein falli út afli á ákveðnum fisktegundum og í staðinn komi þorsk- og karfaafli. Kvóta- skerðing verði 15% við útflutning þeirra tegunda.“ 10. grein frum- Morgunblaðiö/Bjarní Vestfirðingar greiða atkvæði á Fiskiþingi. Frá vinstri eru Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík (standandi), Guðjón Indriðason, Tálkna- firði, Reynir Traustason, Flateyri og Guðjón A. Kristjánsson, Hnífsdal, forseti FFSÍ og nýkjörinn varafískimálastjóri. varpsdraganna flallar meðal annars um heimild til að flytja aflaheimildar frá einu ári yfir á það næsta. Þar er gert ráð fyrir að heimilt verði að flytja 10% aflamarks hverrar teg- undar milli ára, en lagt er til að það verði 25%. Breytingin úr ári yfir í kvótaár er vegna tillögu um annað kvótaár en almanaksár. Breytingin úr ákveðnum fisktegundum í þorsk og karfa kveður nánar á um kvótaá- lag vegna útflutnings á ísuðum fiski svo og að það álag skuli vera 15%, en í drögunum er álagið ekki ákveð- ið. Hugmyndir eru hins vegar uppi um að það verði 25%. 5. Viðbót við 11. grein: „Við sölu fiskiskips, sem hefur veiðiheim- ildir samkvæmt lögum þessum, skal viðkomandi sveitarstjórn í samráði við aðila í atvinnugreininni í viðkom- andi sveitarfélagi hafa forkaupsrétt á jafnréttisgrundvelli." Viðbót þessi er ætluð til að gefa heimamönnum kost á því að kaupa skip, sem til sölu eru í viðkomandi byggðarlagi. Ætlunin er sú, að skipin verði ekki seld úr byggðarlaginu án vitundar þeirra þar, sem kynnu að hafa áhuga á kaupunum og jafnframt eigi þeir kost á því að ganga inn í hæsta til- boð. 6. Breyting á 17. grein. „Gjöld vegna veiðileyfa skulu renna í sér- stakan sjóð á vegum ráðuneytisins í því skyni að standa undir hluta kostnaðar vegna eftirlits með lögum þessúm. Önnur málsgrein greinar- innar falli niður.“ Inn í fyrstu máls- grein 17. greinarinnar er fellt orðið hluta, en í drögunum er gert ráð fyrir að gjöldin standi undir öllum kostnaði. Greinin, sem lagt er til að falli niður, hljóðar svo: „Telji ráðu- nejAið sérstaka þörf á að hafa eftir- litsmann um borð í fiskiskipi, til dæmis skipi, sem vinnur afla um borð eða stundar tilraunaveiðar, get- ur ráðuneytið krafið útgerð skipsins um endurgreiðslu kostnaðar vegna eftirlitsmanns um borð í skipinu." 7. Viðbót við 20. grein: „Við bætist í samráði við hagsmunaað- ila.“ 20. greinin hljóðar svo: „Þrátt fyrir ákvæði 3. greinar laga nr. 81, 31. mái 1976, með áorðnum breyt- ingum, skulu veiðar með vörpu heim- ilaðar á vannýttum fisktegundum á ákveðnum svæðum samkvæmt regl- um er ráðherra setur.“ 8. Breyting á 22. grein: „1. jan- úar 1991 verði 1. september 1990.“ 22. greinin fjallar það, hvenær lögin komi til framkvæmda. Breyting þessi er í samræmi við tillöguna um að „kvótaárið" hefjist 1. september. 9. Breyting á ákvæðum til bráðabirgða, Kafii I. „í þriðju máls- grein: skuli falla úr XX% og koma í staðin 40%. Út falli í þriðju máls- grein „Auk uppbótar og út máls- greinina. í staðinn komi: Afli á línu mánuðina nóvember, desember, jan- úar og febrúar verði áfram að hálfu utan kvóta." Ákvæði þetta fjallar um færslu sóknarmarksskipa yfir í aflamark. 40% miða að því að jafna út, því sem til skipta er fyrir sóknar- marksskip, sem bera skarðan lilut frá borði. Tillagan um að línuveið- arnar skuli að hálfu utan kvóta umrædda mánuði er samhljóða gild- andi ákvæðum og kemur í stað sérs- takra uppbóta, sem eru í drögunum. 10. Viðbót við ákvæði til bráða- birgða. Kafli III: „Þó skulu þeir síldarbátar, sem skiluðu inn síldveiðileyfum sínum gegn bótum í botnfiskveiðiheimildum, fá að velja hvort þeir vilji endurheimta síldveiði- leyfi sín gegn því að skila inn þeim botnfiskveiðiheimildum, sem þeir fengu í bætur fyrir síldveiðileyfin." III kafli ákvæða til bráðabirgða fjall- ar um úthlutun á sérveiðileyfum, síld, loðnu og humri auk hörpudisks og inníjarðarrækju. Þingfulltrúar samþykktu frum- varpsdrögin með þessum breyting- um með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Ennfremur voru sam- þykktar ýmsar aðrar ályktanir um stjórnun fiskveiða. Meðal annars var samþykkt; Að álag skyldi ekki lagt á loðnu, sem seld væri erlendis úr loðnuskipum; Að stjórn á ísvörðum fiski skuli vera á einni hendi og bent í því sambandi á samkomulag, sem gert var í verðlagsráði sjávarútvegs- ins síðastliðinn vetur um aflamiðlun og stjórn á útflutningi á ísvörðum fiski. í því sambandi skuli greiðsla fyrir landaðan afla í gegn um afla- miðlun vera tryggð. Aflamiðlun skuli staðsett hjá Fiskifélagi íslands; Fiskiþing leggur til að ákvæði í lög- um nr. 33 frá 19. júní 1922, sem banna erlendum fiskiskipum að selja afla sinn á íslandi, verði breytt þann- ig að þeim verði heimilt að selja afla til vinnslu á íslandi; Samþykkt var að veiðar á hrefnu yrði teknar upp á næsta ári og hvalarannsóknum skyldi haldið áfram. Loks var sam- þykkt að beina þeim tilmælum til stjórnvalda að takmörkun á botn- fiskveiðum dragnótarbáta í Faxaflóa verði úr gildi numin 'enda eigi við- komandi bátar til þess kvóta. Allar breytingartillögur við álits- gerð sjávarútvegsnefndar voru felld- ar eða dregnar til baka. Þær fjölluðu meðal annars um aukna takmörkun á útflutningi á ísuðum fiski og svæðaskiptingu vegna grálúðuveiða á sóknarmarki á næsta ári. Hins vegar var samþykkt viðbótartillaga frá Guðjóni A. Kristjánssyni þess efnis að innan tveggja til þriggja ára yrðu rofin þau fjárhagslegu tengsl, sem nú fylgdu úthlutun aflakvóta. Hann benti á, að með árunum myndu miklar aflaheimildir geta safnazt á fárra hendur og yrði ekki tekið fyrir það, að útgerðar- menn gætu hagnazt stórlega á sölu á óveiddum fiski myndi almenningur taka í taumana og kollvarpa þessu kerfi í almennum alþingiskosning- um. Hörðust andstaða gegn kvóta- kerfinu kom frá Vestfirðingum og Snæfellingum, en þeir beygðu sig fyrir meirihlutanum og þeim rökum að lengra yrði ekki komizt og betra væri að hafa takmörkuð áhrif á stefnumótunina en engin. Einar K. Guðfinnsson frá Bolungarvík líkti líðan sinni við líðan verkalýðsfor- ingja að lokinni langri og strangri samningagerð. Hann væri langt frá því að vera ánægður, en teldi að lengra yrði ekki komizt. Reynir Traustason frá Flateyri hélt uppi harðastri mótspyrnu og var sá eini, sem greiddi atkvæði gegn tillögum sjávarútvegsnefndar um breytingar á frumvarpsdrögunum. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið, að það hefði hreinlega verið rúllað yfir sjónarmið Vestfirðinga og útkoman væri ekkert nema enn meiri skerðing en áður, einkum á grálúðuveiðunum. „Ég er á móti frumvarpsdrögunum í heild. Það er í raun tekizt á um tvær leiðir, al- menna sóknarstýringu eða kvóta- kerfi, sem leiðir ótvírætt til auðlinda- skatts. Annars er samþykkt tillögu Guðjóns sigur, því að mínu mati fel- ur hún í sér að horfið verði frá kvóta- kerfinu," sagði Reynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.