Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989
Pressens Bild
Rúrí tók við orðunni úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs. Hér
heilsar hún Silvíu drottning-u.
Svíþjóð:
Rúrí sæmd listaorðu
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
FIMM listamenn Irá Norðurlönd-
um voru sæmdir Eugon-orðunni
fyrir framúrskarandi listaverk
þann 6. nóvember.
Þeir sem sæmdir voru orðunni
eru myndhöggvarinn Rúrí frá ís-
iandi, teiknarinn Stig Claesson
Morgunblaðsins.
(SLAS), myndhöggvarinn Sivert
Lindblom og listamaðurinn Inge-
gerd Möller frá Svíþjóð, .auk lista-
mannsins Paul Osipow frá Finn-
landi. Karl Gústaf Svíakonungur
veitti þeim orðuna í höll sinni í
Stokkhólmi.
Hljótum að kreflast trygging-
ar eins og aðrar lánastofiianir
- segja talsmenn kortafyrirtækja um greiðslukortafi*umvarp
FULLTRÚAR greiðslukortafyrirtækja segjast verða að krefjast ábyrgð-
ar þriðja aðila, með undirritun tryggingarvíxla, fyrir úttektum kort-
hafa. Þeir segja óeðlilegt að vera krafðir um að byggja viðskiptin á
trausti, á meðan aðrar lánastofnanir eins og bankar geti krafist tveggja
ábyrgðarmanna eða veðs fyrir sínum lánum. Þá segja þeir að engin
trygging sé fyrir lækkun vöruverðs, ef kostnaður af viðskiptunum verð-
ur færður frá verslunum yfir á korthafa. Helstu nýmæli í frumvarpi
um greiðslukortaviðskipti sem Alþingi hefúr nú til meðferðar eru, að
ekki verði lengur leyft að krcfjast trygginga þriðja aðila fyrir úttekt
og að korthafar beri kostnað af viðskiptunum í auknum mæli. Jóhann-
es Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna segist fagna þessum
ákvæðum.
Gunnar Bæringsson fram-
kvæmdastjórj Kreditkorta hf., sem
gefa út Eurocard, og Ragnar Pálsson
framkvæmdastjóri Samkorta hf.,
sem gefa út Samkort, telja báðir að
kortaviðskipti muni dragast saman
ef ákvæðið um tryggingarnar verður
samþykkt. Gunnar segir um 80% við-
skiptavina Kreditkorta vera trausta
og þurfi engar áhyggjur að hafa af
þeim, spurning sé hve stór hluti af
hinum geti haldið viðskiptum áfram.
Ragnar segir óljóst hvað verði um
viðskipti Samkorta, verði ákvæðið
samþykkt. Fyrirtækið starfi ein-
göngu á innanlandsmarkaði, því sé
hugsanlegt að leyfi fáist til að skil-
greina viðskiptin sem undantekningu
VEÐUR
v
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gaer)
VEÐURHORFUR íDAG, 8. NÓVEMBER:
YFIRLIT í GÆR: Austlæg átt um allt land, víða allhvasst og rigning
eða slydda nyrst á landinu, en kaldi og skúrir annars staðar. Hiti
á bilinu 1 til 5 stig.
SPÁ: Austan- og norðaustanátt, sums staðar allhvasst norðan til
á Vestfjörðum, en annars kaldi. Skúrir um sunnanvert landið, en
rigning eða slydda við norðurströndina. Hiti 0 til 5 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Austan- og norðaustanátt. Þurrt vestan-
lands, en él á Vestfjörðum og annesjum norðanlands og skúrir á
Suðaustur- og Austurlandi. Hiti 1-3 stig sunnanlands en vægt frost
nyrðra.
HORFUR FÖSTUDAG: Norðaustanátt með éljum norðanlands en
björtu veðri syðra. Hiti um frostmark sunnanlands en tveggja til
fjögurra stiga frost norðanlands.
TÁKN:
Heiðskírt
s, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
r r / / Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
/ * /
* * »
* * * * Snjókoma
-j o° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
y Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Suld
OO Mistur
—Skafrenningur
jT Þrumuveður
xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM ki 12:00 i gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 0 slydda Reykjavík 3 skúr
Björgvin 9 skýjað
Helsinki 7 þokumóða
Kaupmannah. 9 rigning
Narssarssuaq +5 skýjað
Nuuk +10 skafrenningur
Ósló 7 skýjað
Stokkhólmur 10 súld
Þórshöfn 8 hálfskýjað
Algarve 20 léttskýjað
Amsterdam 11 léttskýjað
Barcelona 16 hálfskýjað
Berlln 9 rigning
Chicago 6 rigning
Feneyjar 16 léttskýjað
Frankfurt 8 hálfskýjað
Qlasgow 9 úrkoma
Hamborg 5 þokumóða
Las Palmas 23 skýjað
London 12 rignlng
Los Angeles 14 alskýjað
Lúxemborg Madríd 18 vantar léttskýjað
Malaga 21 léttskýjað
Mallorca 18 skýjað
Montreal 5 skýjað
New York 10 heiðskírt
Orlando 18 skýjað
Parfs 9 skýjað
Róm 15 léttskýjað
Vfn 10 léttskýjað
Washington 10 þoka
Winnipeg +1 léttskýjað
og leyft verði að kreijast trygginga.
„Við skiljum ekki af hverju er verið
að flokka okkur frá öðrum lánastofn-
unum sem eru bankar og aðrar stofn-
anir. Þær hafa leyfi til að taka ábek-
inga,“ segir Ragnar.
Gunnar Bæringsson segist telja
að eins og þjóðfélagið er veiti ekki
af ábyrgð þriðja aðila fyrir kortaút-
tektum. „Þess utan þekkist það ekki
hér í landinu að lánað sé nema að
hafa tryggingar."
Hann segir að í umræðum um
óútfyllta víxla megi ekki gleymast,
að það sé gagnkvæmt. „Kortið er
óútfyllt, sá sem ætlar sér að svindla
getur það. Þar af leiðandi teljum við
ekki óeðlilegt að við séum með sams-
konar tryggingar á móti.“
í frumvarpinu eru ákvæði um að
ráðherra ákveði skiptingu kostnaðar
af greiðslukortaviðskiptum þannig
að hámarksgjald verði tekið af
greiðsluviðtakanda, en kostnaður
verði að öðru leyti borinn af korthöf-
um. „Það er komin hefð á þetta hér,
að kaupmenn sitji uppi með þennan
kostnað og við lítum svo á að það
sé orðinn hluti af kostnaði verslunar-
innar sem er auðvitað um leið að
tryggja sér skilvísa greiðslu," segir
Ragnar Pálsson. Hann segir að erfitt
verði að setja þennan kostnað yfir á
korthafana, enda sé engin trygging
fyrir því, að vöruverð lækki við það.
Gunnar tekur í sama streng. „Ég
tel að vöruverð lækki ekki nema
óverulega ef eitthvað. Sú vernd sem
felst í að hafa peninga eigi fremur
að felast í staðgreiðsluafslætti, það
er raunhæfara fyrir Neytendasam-
tökin að beita sér að því.“
Jóhannes Gunnarsson formaður
Neytendasamtakanna segist fagna
því að loksins skuli vera að sjá dags-
ins ljós frumvarp um greiðslukorta-
viðskipti, þar sem í nær áratug hafi
liðist að fyrirtækin settu sjálf regl-
urnar. Hann segir að í frumvarpinu
komi fram ýmis mikilvæg mál sem
samtökin hafi barist fyrir. „Ég nefni
sem dæmi að þarna er gert ráð fyrir
að ekki sé lengur hægt að gera fólk
gjaldþrota vegna þess að það hafi
skrifað undir tryggingarvíxil. Þessi
tryggingarvíxlamál eru einsdæmi
varðandi greiðslukort."
Jóhannes segir Neytendasamtökin
hafa gagnrýnt að kostnaður af notk-
un greiðslukorta fari út í verðlagið
og allir neytendur beri kostnaðinn
óháð því hvort þeir staðgreiði vöruna
eða ekki. Hann segir það vera í sam-
ræmi við stefnu samtakanna frá
upphafi kortaviðskipta hér á landi
að korthafar beri í vaxandi mæli
kostnaðinn. Hann segir ókosti fylgja
staðgreiðsluafslætti, honum fylgi
tvöfalt verðlag. Mikil samkeppni,
einkum í matvöruverslun, tryggi að
lækkun kostnaðarhlutar verslunar-
innar komi fram í lækkuðu vöru-
verði. Jóhannes segir einnig að samn-
ingar kortafyrirtækjanna við versl-
anir hindri staðgreiðsluafslátt. „Ég
veit ekki betur en að til skamms tíma
var í samningum sem kortafyrirtæk-
in útbjuggu sjálf lagt blátt bann við
því að verslanir veittu staðgreiðsluaf-
slátt, vegna þess að það var í
samnngunum atriði um að ekki
mætti veita þeim sem greiddi með
greiðslukorti lakari kjör heldur en
þeim sem staðgreiddi, þannig að ég
fagna því ef þeir hafa bakkað með
þetta atriði,“ sagði Jóhannes.
Þórður Magnússon, ft,amkvæmda-
stjóri hjá Eimskip:
Ábataskiptakerfi tryggir
verkafólki 15% launaálag
ÞÓRÐUR Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Eimskipafélagi Islands,
segir að út um allan heim sé hafnarvinna viðkvæmur starfsvettvang-
ur, þar sem haldið sé stíft í fornar hefðir, en gott samstarf hafi tekist
með félaginu, starfsmönnum þess og Dagsbrún um þær breytingar sem
tæknivæðingin hafi valdið í hafnarvinnu hér. Þannig heyri það nánast
sögunni til að gripið sé til skæruverkfalla eða annara aðgerða. Segir
hann margt koma til meðal annars ábataskiptakerfi, sem tryggi að
hagræðing í rekstrinum komi verkamönnum til góða eins og félaginu,
en kerfið tryggi verkamönnum að meðaltali 15-17% álag á laun í
hverri viku. Oánægja sem komið hefði fram á fúndi verkamanna í
síðustu viku beindist miklu fremur gegn ástandinu í efnahagsmálum
almennt en gegn Eimskip, að hans mati.
Vegna óánægju verkamanna í hafi tæknivæðing hafnarvinnu á und-
Sundahöfn með aðgerðir félagsins anförnum árum gjörbreytt vinnuum-
til þess að fá menn til að hætta fyr-
ir sjötugt, sagði Þórður að enginn
hefði verið neyddur til þess að hætta
og enginn breyting hefði orðið á
þeirri stefnu félagsins að menn
fengju að halda starfi sínu til sjö-
tugs. Hins vegar hefði þeim sem
orðnir væru 67 ára og eldri eða
væru með skerta starfsorku verið
boðið upp á þann möguleika að hætta
gegn ákveðinni greiðslu. Þetta hefði
verið gert í framhaldi af námsskeiði
sem hefði verið haldið fyrr á þessu
ári, þar sem verkamönnum sem
komnir voru yfir sextugt, voru kynnt
þau viðhorf sem skapast þegar líður
að starfslokum og þeir möguleikar
sem þeim standa til boða. Fimm
verkamenn hefðu þegið þetta boð og
aðrir fimm ákveðið að hætta í fram-
haldi af námskeiðinu eftir að þeir
hefðu fengið upplýsingar um rétt
sinn.
Þórður sagði að Eimskip væri fyrst
íslenskra fyrirtækja til að halda
námsskeið sem þetta, en eðlilegt sé
að það sé fastur liður í starfsemi
hvers fyrirtækis. Breytingar séu
mjög örar nú á tímum og oft á tíðum
viti fólk ekki hver réttur þess sé og
það haldi áfram að vinna án þess
kannski að hafa til þess heilsu. Þá
hverfinu við höfnina og það verði
einnig að taka tillit til þess þegar
þessi mál séu skoðuð. Félagið hefði
hins vegar reynt að gæta þess að
finna störf í samræmi við getu hvers
og eins og ætti fremur skilið lof en
last fyrir afstöðuna gagnvart sínum
eldri starfsmönnum.
Þórður sagði að sams konar nám-
skeið yrði einnig haldið fyrir starfs-
menn á skrifstofum og skipum fé-
iagsins. í núverandi efnahagsástandi
verði það æ tíðara að fyrirtæki neyð-
ist til að segja upp starfsfólki. Eim-
skip grípi ekki til þess ráðs fyrr en
í lengstu lög, en með þessari fræðslu
hafi verið gerð tilraun til að bjóða
þeim að hætta sem eigi stutt eftir
af sínum starfstima.
Hann sagði að við íslendingar
værum aftarlega á merinni varðandi
allt það sem snerti að búa fólk undir
starfslok. Ekkert væri gert til þess
að upplýsa fólk um þessi tímamót í
lífinu og í mörgum tilfellum óttaðist
fólk þau. Erlendis væru hlutunum
öðru vísi fyrir komið og þar litu
menn víða með tilhlökkun til þess
að geta sest í helgan stein og tækju
ekki í mál að vinna lengur en þeim
bæri skylda til.