Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989
Ungverjaland:
Grosz vill nýjan
kommúnistaflokk
Búdapest. Keuter.
KAROLY Grosz, fyrrum aðalritari ungverska kommúnistaflokksins,
sem var lagður niður fyrir mánuði, hefur ákveðið að ganga til liðs
við þá, sem vilja stolha nýjan kommúnistaflokk eða blása líll í þann
gamla.
Grosz kvaðst hafa ákveðið að spegla vel áhyggjur margra fyrrum
reisa við fallið merki kommúnista- forystumanna flokks og stjórn-
flokksins og hafa í hyggju að gefa valda, sem nú hafa hvergi fast land
út dagblað til að boða hugsjónir undir fótum. Margir starfsmenn
þeirra Marx og Leníns. Kom þetta kommúnistaflokksins fyrrverandi
fram í viðtali við hann í dagblaði á og frammámenn hafa misst atvinn-
landsbyggðinni og þykir endur- una að undanförnu og eiga oft í
______________________erfiðleikum með að finna sér annað
starf.
Skoðanabræður Grosz boðuðu í
fyrrakvöld til útifundar tii að minn-
ast byltingar bolsévika í Rússlandi
en í fyrsta sinn í rúma fjóra ára-
tugi var byltingardagurinn ekki
opinber hátíðisdagur í Ungveija-
landi.
Pólland:
Jórdanía:
Fyrstu þing-
kosningarn-
ar frá 1967
Ný
vaxmynd
afReagan
Nýrri vaxmynd af
Ronald Reagan,
fyrrum forseta
Bandaríkjanna,
hefur verið komið
fyrir í aðalsal
vaxmyndasafns
Madame Tussaud í
Lundúnum. Mun
Reagan framvegis
standa þar stæltur
við hlið forvera
sinna í embætti. A
myndinni lýkur
litunarsérfræðing-
ur safnsins við
verk sitt.
Kommúnistar vilja kasta
marxismanum fyrir róða
Varsjá. Reuter.
Forystumenn pólska komnnmistaflokksins hafa ákveðið að segja ski-
lið við sína marxísku fortíð og breyta flokknum í lýðræðislegan sósíali-
staflokk að vestrænni fyrirmynd. A morgun kemur Helmut Kohl, kansl-
ari Vestur-Þýskalands, í heimsókn til Póllands og er vonast til, að hún
marki nýtt upphafi í samskiptum ríkjanna. Mikið er þó undir því kom-
ið, að vestur-þýska stjórnin viðurkenni formlega núverandi vesturlanda-
mæri Póllands.
Amman. Reuter.
FYRSTU þingkosningarnar í
Jórdaníu frá árinu 1967 fara
fram í dag, miðvikudag. Þetta
er jafhframt í fyrsta sinn frá 1957
sem fleiri en einum stjórnmála-
flokki er heimilað að leggja fram
framboðslista.
Margir frambjóðendur krefjast
stjórnmálaumbóta og þess að endi
verði bundinn á herlögin, sem hafa
verið í gildi frá því stríð araba og
ísraela braust út árið 1967. Þeir
vilja einnig að þeir sem bera ábyrgð
á spillingu í stjórnkerfinu og óstjórn
í efnahagsmálum verði sóttir til
saka.
Stjórnmálaflokkar voru bannaðir
í landinu eftir að tilraun var gerð
til þess að steypa Hussein Jórdaníu-
konungi af stóli árið 1957. Bannið
er enn í gildi en stjórnvöld hafa
haft það að engu í kosningabarátt-
unni, sem stóð í þrjár vikur.
Bræðralag múslíma og Kommún-
istaflokkurinn, flokkar sem tengjast
róttækum Palestínumönnum, var til
að mynda heimilað að leggja fram
framboðslista. Ennfremur fá konur
í fyrsta sinn að vera í framboði.
Miðstjórn pólska kommúnista-
flokksins, sem er skipuð 230 mönn-
um, ákvað á mánudag að breyta
nafni flokksins og einnig, að samin
yrði ný stefnuskrá þar sem áherslan
væri á fjölflokkakerfi, fijálsar kosn-
ingar og félagslegt réttlæti. Verða
stefnuskrárdrögin síðan send ein-
stökum flokksfélögum og endanlega
skorið úr um framhaldið á flokks-
þingi í janúar næstkomandi. Fyrir
liggja um 70 tillögur um nýtt nafn
og þykir „Sósíalíski verkamanna-
flokkurinn í Póllandi" sigurstrang-
legast.
„Pólska þjóðin stendur á tímamót-
um. Sósíalisminn í þeirri mynd, sem
við þekkjum hann, stóðst ekki próf-
ið,“ segir meðal annars í samþykkt
miðstjórnarinnar en hún og stjórn-
málaráð flokksins verða lagt niður í
núverandi mynd. Öllum helstu kenni-
setningum kommúnismans er kastað
fyi'ir róða, til dæmis um alræði öreig-
anna, og hvatt til nýskipunar innan
Comecon, efnahagsbandalags Aust-
ur-Evrópuríkjanna, og samvinnu við
Evrópubandalagið.
Kohl, kanslar Vestur-Þýskalands,
kemur til Póllands á morgun og er
vonast til, að með ferðinni heíjist
nýtt tímabil sátta og vináttu milli
Þjóðvetja og Pólveija. Pólsk stjórn-
völd vænta sér mikillar liðveislu
Vestur-Þjóðveija við endurreisnar-
starfið í landinu en fyrst verða ríkin
að jafna með sér ýmsan erfiðan
ágreining. Má þar til nefna stöðu
þýska þjóðarbrotsins í Póllandi,
skuldir Pólveija, væntanlegan fjár-
stuðning og síðast en ekki síst, að
Vestur-Þjóðveijar viðurkenni form-
lega vesturlandamæri Póllands eins
og þau hafa verið eftir stríð.
Tadeusz Mazowiecki, forsætisráð-
herra Póllands, sagði sl. mánudag,
að hann vildi, að samskipti Pólveija
og Vestur-Þjóðveija yrðu jafn náin
og Vestur-Þjóðveija og Frakka, þess-
ara gömlu ijandmanna, sem nú væru
hyrningarsteinar Evrópubandalags-
ins. Hann lagði síðan áherslu á, að
til að svo gæti orðið yrðu Vestur-
Þjóðveijar að viðurkenna vestur-
landamærin formlega.
Frjálsar kosningar í Namibíu:
Dýrasta eftirlitsaðgerð
SÞ frá Kongóstríðinu
Windhoek. Reuter.
FYRSTI dagur þingkosninganna í Namibíu fór vel firam í gær og
er ekki vitað um nein átök. Sameinuðu þjóðirnar hafa mörg þúsund
manna lið í landinu til að fylgjast með því að allt fari skipulcga
fram og kostar eftirlitið um 400 milljónir Bandaríkjadollara (24
milljarða ísl.kr.) Þetta er dýrasta aðgerð samtakanna frá því að
herlið var sent til belgísku Kongó, nú Zaire, á sjöunda áratugnum.
Þess er vandlega gætt að allir fái
inn en 60% íbúanna eru ólæsir.
Frelsissamtök Suð-Vesturafríku
(SWAPO), er skæruliðahreyfing
sem barist hefur fyrir sjálfstæði
og atkvæðisrétti hvrtra sem svartra
í rúma tvo áratugi. Fyrir kosning-
arnar var birt heilsíðuauglýsing í
blaðinu The Namibian frá Sam
Nujoma, leiðtoga SWAPO, sem
talin eru njóta yfirburða fylgis hjá
svarta meirihlutanum. Hvatti hann
landsmenn til að sýna ábyrgðartil-
finningu og stillingu við kosning-
arnar, m.a. með því að hafa ekki
áfengi um hönd. Helsti keppinautur
SWAPO er Lýðræðislega Turn-
halle-fylkingin (DTA), þar sem
hvítur maður, Dirk Mudge, er í
fararbroddi. Hún boðar fijálslynda
efnahagsstefnu og er líkleg til að
safna hvítum mönnum að baki sér
þótt flestir aðildarflokkar fylking-
arinnar séu úr röðum blökku-
manna. SWAPO hefur reynt að
fullvissa hvíta menn um að ekki
verði gripið til umfangsmikillar
þjóðnýtingar en þeir eiga stærstu
jarðirnar og ráða stórfyrirtækjun-
um.
Alls búa um 1,2 milljónir manna
tækifæri til að nota atkvæðisrétt-
í Namibíu, þar af 80 þúsund hvítir,
og landið er u.þ.b. átta sinnum
stærra en ísland. Það er ríkt af
ýmsum jarðefnum og við strend-
urnar eru einhver auðugustu fiski-
mið i heimi en erlend skip hafa
stundað þar gífurlega rányrkju
óáreitt. Helsta tekjulindin er út-
flutningur á kvikfé og skinnum af
karakúl-fé. Þorri íbúa er kristinn
og opinber tungumál eru enska og
afrikaans sem er mál hollenskætt-
aðra Búa í Suður-Afríku.
Þjóðveijar lögðu Suð-Vestur-
afríku undir sig 1884, en misstu
það 1915 í hendur Suður-Afríku-
mönnum, sem þá voru undir bresku
krúnunni. Alþjóðadómstóllinn úr-
skurðaði árið 1971 að yfirráð Suð-
ur-Afríku væru ólögleg og Samein-
uðu þjóðirnar kröfðust þess að
Namibía fengi sjálfstæði. Suður-
Afríkumenn létu kjósa til þings
árið 1982 og hlaut þá DTA sigur
en SWAPO hundsaði kosningarnar.
1985 var komið á bráðabirgða-
stjórn nokkurra flokka með tak-
mörkuðu valdi í innanlandsmálum,
eftir sem áður án þátttöku SWAPO.
Reuter
Biðröð á kjörstað skammt fyrir utan Windhoek, höfuðborg Namibíu,
Alþjóðasamningum
framíylgt
Á síðasta ári höfðu Bandaríkja-
menn frumkvæði að viðræðum
stríðandi aðila í Namibíu og An-
gólu og stuðningsríkja þeirra um
friðarsamninga í löndunum. Sam-
komulag var undirritað í New York
í desember og skuldbundu Suður-
Afríkumenn og Angólumenn ásamt
Kúbveijum, sem höfðu 50 þúsund
manna herlið í Angólu, sig til að
tryggja framgang friðaráætlunar á
vegum SÞ. Kosið skyldi í Namibíu
í nó.'jmber 1989 og landið hljóta
fullt sjálfstæði í apríl 1990. Gegn
þessu skyldu Kúbveijar hafa sig á
brott með her sinn frá Angólu og
hætta að styðja við bakið á marx-
istastjórninni sem barist hefur við
skæruliðahreyfingu Jonas Savimbi,
UNITA. Minnstu munaði að frið-
aráætlunin færi út um þúfur er
mörg hundruð vopnaðir liðsmenn
SWÁPO brutu ákvæði samkomu-
lagsins og héldu frá bækistöðvum
í Ángólu yfir landamæri Namibíu
í byijun apríl á þessu ári. Yfir 300
SWAPO-liðar og 27 suður-afrískir
stjórnarhermenn féllu í bardögum
næstu vikurnar áður en tókst að
stilla til friðar.
Frásagnir nokkurra SWAPO-
liða af hryðjuverkum, sem unnin
voru í byijun áratugarins í búðum
þeirra í Ángólu á meintUm and-
stæðingum leiðtoganna, hafa vakið
ótta og geta stofnað sigri þeirra í
hættu. Einnig hefur héraðsstjórnin
í Namibíu, sem er undir yfirstjórn
Suður-Afríkumanna, ekkf leyst upp
illræmdar öryggisveitir sínar.
Gagnkvæm tortryggni milli kyn-
þátta er útbreidd og ekki aðeins
milli hvítra og svartra því að þjóð-
flokkur Ovambomanna hefur töglin
og hagldirnar í forystu SWAPO.
Eftirlitsmönnum SÞ virðist þó hafa
tekist að tryggja að kosningarnar
verði lýðræðislegar hver sem eftir-
leikurinn verður.