Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989
Dóra Halldórs-
dóttir - Minning
Fædd 14. júlí 1906
Dáin 28. október 1989
Amma mín, Dóra Halldórsdóttir,
lést 28. október sl. Hún fæddist í
Hvammi í Langadal í Húnavatns-
sýslu 14. júlí 1906. Ung flutti hún
til Reykjavíkur og giftist afa mínurn
Einari Þorsteinssyni en hann lést
1971.
I æskuminningunni hefur heimili
afa og ömmu yfir sér ævintýra-
ljóma. Það var einstaklega fallegt
og bar listrænum hæfileikum ömmu
glöggt vitni.
Amma var einstök kona. Falleg
var hún og glæsileg svo af bar.
Hún var listelsk mjög og hafði yndi
af tónlist og ljóðum. Hún var víðles-
in og hafsjór af fróðleik, einkum
er varðar ljóðlist sem hún unni svo
mjög. Alltaf var hægt- að leita til
ömmu, fá lánaða bók, hlusta á hana
fara með hin ýmsu ljóð, eða segja
frá ljóðskáldunum sem mörg voru
hennar samtímamenn. Þannig opn-
aði hún okkur yngri kynslóðinni dyr
inn í áður óþekkt ævintýralönd ljóð-
listarinnar.
Amma var ákaflega lífsglöð
kona. Hún fylgdist grannt með okk-
ur barnabörnunum og því sem við
tókum okkur fyrir hendur. Hún var
góður félagi og hafði alltaf tíma til
að hlusta og gefa góð ráð. Nú þeg-
ar ævi ömmu er á enda, er mér efst
í hug þakklæti fyrir allt það góða
sem hún kenndi okkur, fyrir að
miðla okkur af fróðleik sínum og
visku og síðast en ekki síst fyrir
alla ástúðina og hlýjuna.
Síðustu árin dvaldi amma á
hjúkrunarheimili fyrir aldraða í
Sunnuhlíð í Kópavogi, þar sem hún
naut frábærrar umönnunar.
Lífi ömmu hér á þessari jörð er
lokið, en minningin um þessa ein-
stöku konu mun lifa um ókomin ár.
Megi hún hvíla í friði.
Dóra Lúðvíksdóttir
Dóra Halldórsdóttir fæddist að
Hvammi í Langadal í Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hennar voru hjónin
Halldór Guðmundsson og Guðrún
Bjarnadóttir, sem voru þarna í hús-
mennsku hjá stjúpa og móður Hall-
dórs. Dóra ólst upp með foreldrum
sínum og þar kom að þau fluttu
að Æsustöðum í Langadal. Þangað
kom í heimsókn ungur maður, Ein-
ar Þorsteinsson, sem kom á reið-
hjóli að sunnan og hafði farið heið-
ai’vegi um hálendið, en þær leiðir
voru þá varla farnar. Þetta var
upphaf þess að Dóra fluttist með
Einari suður til Reykjavíkur og
giftu þau sig 1930.
í fyrstu bjuggu þau þröngt í
leiguhúsnæði, en fljótlega byggðu
þau sér hús að Þjórsárgötu 4,
Skeijafirði, sem þá var útborg í
Reykjavík. Þau Dóra og Einar
kunnu vel við sig þarna suður frá
og ræktuðu garðinn sinn í orðsins
beztu merkingu. Þau áttu þar fag-
urt heimili, sem bar húsráðendum
gott vitni. Inni var allt gert af mikl-
um myndarskap húsfreyju en utan
húss var fallegur blómagarður, þar
sem unun var að vera á fallegum
sumardegi. Oft var fjölmenni á
Þjórsárgötu 4 því húsráðendur
höfðu smekk fyrir tónlist og fögrum
söng. Var kunningjahópurinn stór.
Fyrir aldarfjórðungi flutti Dóra
með manni sínum að Einimel 2 í
glæsilegt einbýlishús, þar sem allir
hlutir voru frábærlega smekklegir
og báru höfðingsskap og fegurð
vitni.
Þegar Dóra var flutt á Einimel
má segja að bóndadóttirin úr Húna-
þing væri gengin undir regnbogann.
Það er langur vegur frá litla torf-
bænum í glæsilegt nútímahús í
Reykjavík. En sólin stendur aldrei
lengi í hádegisstað. Stóran skugga
bar á líf Dóru í árslok 1971 þegar
Einar Þorsteinsson maður hennar
féll frá snögglega á rúmlega miðj-
um aldri. Hann starfaði lengst af
hjá_ Olíuverzlun íslands hf. eða
OLÍS og var þar skrifstofustjóri.
Hann sá að stórum hluta um fjár-
málin og þetta var erfitt og slítandi
starf.
Dóra gekk nú um hljóðar stofurn-
ar á Einimelnum, þar sem harpan
var áður svo dýrt slegin. Minning-
arnar lifðu áfram og Dóra undi við
það að taka á móti börnum sínum
og barnabörnum, sem komu í heim-
sókn eða hún leit til þeirra.
Síðustu árin átti Dóra við nokkra
vanheilsu að stríða og dvaldi þá á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi. Hún hlaut þar alla þá
beztu hjúkrun og aðhlynningu sem
hægt var að veita. Eru öllum þar,
bæði starfsfólki og læknum svo og
stjórn heimilisins, færðar alúðar-
þakkir fyrir þá hjálp, sem þeir veittu
Dóru sjúkri.
Dóra átti litríka ævi. Hún flutti
úr sveit í borg, eins og kynslóð
hennar gerði. Hún sá drauma sína
rætast. Hún og maður hennar, Ein-
ar Þorsteinsson, unnu öll störf sín
með miklum sóma og voru hvar-
vetna til fyrirmyndar í öllum hlut-
um. Dóra var 83 ára þegar hún
lést. Hún eignaðist þijú börn og
jafnmörg tengdabörn. Barnabörnin
eru orðin 11 og barnabarnabörnin
4. Og enn bætast nýjar Dórur í fjöl-
skyjduna og erfa landið.
Ég kom ungur á Þjórsárgötu 4
og heimsótti dóttur hennar, Val-
gerði, sem varð svo kona mín. Dóra
tengdamóðir mín tók mér vel og
þetta ber að þakka. Síðan eru meira
en 35 ár.
Ég minnist Dóru fyrst og fremst
sem myndarlegrar húsfreyju, sem
stjórnaði heimili sínum af stórhug
og rausn. Það var ekki hægt að
ræða lengi við hana án þess að finna
ríkan áhuga hennar á skáldskap.
Ef rætt var um höfuðskáldin, þá
mælti hún ljóð þeirra af munni
fram.
Rétt er að ljúka þessum línum
með eftirfarandi kvæði, sem Guð-
mundur Frímann skáld, en hann
var hálfbróðir föður Dóru, orti um
móður sína, Valgerði, látna:
Ég man þig bezt, þegar vorið var
að völdum setzt, með sitt ljóð og sinn draum,
og engið þitt græna blómskrúð bar
og bjarmann af sóleyjaljósum -
er bakkinn við árinnar blakka straum
var bleikur af eyrarrósum.
Jarðarför Dóru fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag. Hún verður jarð-
setti í Fossvogskirkjugarði í reit hjá
látnum manni sínum, Einari, og
móður sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur,
sem dvaldi hjá Dóru öll sín efri ár.
Dóru er beðin blessun Guðs, þeg-
ar hún nú kveður, en fær hvíld með
þeim, sem henni voru kærastir.
Megi hún hvíla í friði.
Lúðvík Gizurarson
Frú Halldóra Halldórsdóttir and-
aðist laugardaginn 28. október sl.
Síðustu árin dvaldist hún á hjúkr-
unarheimilinu Sunnuhlíð í Kðpa-
vogi. Heilsan var farin og þrótturinn
búinn, en. róseminni bélt hún til
hinstu stundar.
Mig langar til að þakka þessu
heimili og starfsfólki þess hvernig
það reyndist henni.
Nú langar mig að hverfa nokkra
áratugi til baka heim að Hvammi
í Langadal. Þar bjuggu hjónin Hall-
dór Guðmundsson og kona hans
Guðrún Bjarnadóttir með börnum
sínum, á þessu heimili var íslensk
menning. Þar voru skyldur foreldr-
anna uppfylltar að hlúa að bóklegri
og verklegrr menningu barna sinna.
Þarna hjálpuðust kynslóðirnar
að. Börnin fræddust af afa og
ömmu og lestri góðra bóka. A þess-
um tímum var ekki auðvelt að setj-
ast á skólabekk, sarnt fór Halldóra
í Kvennaskólann á Blönduósi.
Þá var þar skólastjóri frú Hulda
Stefánsdóttir afburða kennari senr
allir dáðu. Hún hafði nrikil áhrif á
nemendurna sem gleymdust þeim
aldrei. Nú var fallega heimasætan
tilbúin að takast á við lífið, sem hún
líka gerði. Hún kynntist Einari Þor-
steinssyni glæsilegum manni ætt-
uðum úr Árnessýslu. Þau tengdust
tryggðaböndum, sem entust meðan
bæði lifðu. Hann var skrifstofu-
stjóri hjá Olíuverslun Islands. Heim-
ili þeirra var á Þjórsárgötu 4 í
Skerjafirði.: Þau eignuðust þijú
börn, Margrét Sigríður er elst, þá
Valgerður Guðrún og yngstur er
sonurinn Þorsteinn. Þau-eru öll far-
sællega gift og hafa sýnt úr hvaða
jarðvegi þau eru sprottin.
Á fjórða áratugnum réðst ég
kennari að Miðbæjarskólanum og
var beðin að kenna í Skeijafirðinum
og á Grímstaðarholtinu sem var
útibú frá Miðbæjarskólanum, sem
og ég gerði. í nestið fékk ég mörg
heilræði. Úthverfin voru talin erfið.
Mér reyndist það öðruvísi.
Þetta fólk hefur reynst mér sér-
staklega vel og góðir borgarar, frá
því á ég góðar minningar. Þarna
mættumst við Margrét dóttir Hall-
dóru og Einars og urðum við sam-
ferða í fimm ár, það var góður tími.
Okkur kennurunum var oft boðið
heim til þeirra hjóna. Hughrifin sem
maður fékk þarna er ógleymanleg.
Heimilið var fagurt og smekklegt.
Börnin fijálsmannleg og kurteis.
Viðmót hjónanna ógleymanlegt.
Heimilið andaði frá sér hlýju og
menningu.
Ég hef oft hugsað að við þyrftum
að eiga fleiri svona heimili. Nú er
frú Halldóra búin að stíga yfir
þröskuldinn. Þar bíður Einar maður
hennar sem hún saknaði ákaflega
sárt og lést langt um aldur fram.
+
MINNINGARKORT
+
Ástkæreiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR H. PROPPÉ,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember
kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Sólheima
í Grímsnesi.
Ástráður J. Proppé,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar,
GUÐBJARTUR HÓLM GUÐBJARTSSON,
Króki,
Kjalarnesi,
andaðist í J_andspítalanum 6. nóvember.
Guðjón Hólm Guðbjartsson,
Ólafur Hólm Guðbjartsson,
Anna Margrét Hólm Guðbjartsdóttir,
Hólmfríður Hólm Guðbjartsdóttir,
Guðbjartur Hólm Guðbjartsson,
Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN ÚLFARSSON,
Bjarnhólastíg 24,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. nóvember
kl. 10.30.
Margrét Sigurðardóttir,
Kristrún Kristjánsdóttir, Viggó Magnússon,
Sigurður Kristjánsson, Áslaug Sverrisdóttir,
Svanhvít Kristjánsdóttir, Guttormur Rafnkelsson,
Leifur Kristjánsson, Aðalheiður Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okk-
ar, tengdaföður og afa,
HELGA KRISTJÁNS PÁLMARSSONAR,
Hátúni 6.
Halldór Helgason, Selma Antonsdóttir,
Vigdfs Helgadóttir, Ómar Helgason, Guðbrandur Haraldsson,
Ásgeir Helgason, Stafanía Gissurardóttir.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
FANNEY ÞORVARÐARDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
áðurtil heimiiis íYstabæ 13,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. nóvember
kl. 15.00.
Ragnheiður Jónasdóttir, Pálmar Vígmundsson,
Gfsli H. Jónasson, Viktoría Karlsdóttir,
Unnur Jónasdóttir, Hrafnkell Sigurjónsson,
Jóhann R. Jakobsson, Sigrfður A. Pálmadóttir
og barnabörn.
+
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur vinarhug
og samúð við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURJÓNS KRISTJÁNSSONAR
skipstjóra.
Steinar Sigurjónsson,
Oddný Ólaffa Sigurjónsdóttir, Benedikt Hermannsson,
Hreiðar Sigurjónsson, Trenna Mulligan,
Kristján Sigurjónsson, Helga Kristjánsdóttir,
Sigurjón Guðmundsson, Ólöf Hafdís Guðmundsdóttir,
Sigrfður Steinarsdóttir, Einar Þórhailsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ELLERTS TRYGGVASONAR
bifreiðastjóra,
Kársnesbraut 70,
Kópavogi.
Fyrir hönd ættingja,
llse Tryggvason,
Helgi Ellertsson, Árni Ellertsson,
Elín Ellertsdóttir, Gunnar Elfsson
og barnabörn.