Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989
23
Varamaður á þingi:
Arni Johnsen leggur
fram átta ný þingmál
I FJARVERU Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins,
tekur Árni Johnsen, fyrsti varamaður flokksins á Suðurlandi, sæti
á Alþingi. Árni lagði fram í gær átta ný þingmál; Iagafrumvörp og
þingsályktunartillögur.
Þau þingmál sem Árni leggur
fram ásamt ýmsum öðrum þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins eru
eftirfarandi: Tillögur til þingsálykt-
unar um forkönnun á gerð jarð-
ganga milli lands og Eyja, um hita-
lögn í Suðurlandsveg.í Hveradala-
brekku, um einkarétt og íslensk
sérkenni í skráningarkerfi bifreiða,
um áætlun um varnargarða gegn
landbroti sunnan nýju Markarfljóts-
brúarinnar, um könnun á áhrifum
steinatöku í náttúru íslands og hert-
ar reglur í þeim efnum til náttúru-
verndar og um sérstakt veiðieftir-
litsskip og frumvörp til laga um
lyijafræðslunefnd og áfengis-
fræðslu.
Árni Johnsen, fyrsti varamaður
Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi.
STUTTAR ÞINGFRÉTTIR
Tilraunaeldi lúðu
Tilraunaeldisstöð Hafrann-
sóknastofnunar hefur í samvinnu
við tvær norskar stofnanir staðið
að rannsóknum á lúðueldi, sam-
kvæmt rannsóknaráætlun, sem
gerð var til þriggja ára, sagði
Halldór Asgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra í svari við fyrirspurn
Hreggviðs Jónssonar (FH-Rn) sl.
fimmtudag. A næsta ári verður
hafinn undirbúningur að klaki og
seiðaeldi sjávarfiska, en til að
byrja með verður lögð áherzla á
lúðuseiðaeldi.
Höfundarréttargjald af
auðum myndböndum
Ingi Björn Albertsson
(FH/Rvk) spurði Svavar Gestsson
menntamálaráðherra hversvegna
reglugerð, sem ráðherra hefur
gefið út, geri ráð fyrir því að
greiða þurfi höfundarréttargjald
af auðum myndböndum og auðum
segulspólum. Eg ber fulla virðingu
fyrir höfundarréttargjaldi fyrir
notkun efnis í tali og mynd, sagði
þingmaðurinn, en hvers vegna á
ég, spurði hann, að greiða höfund-
arréttargjald til einstaklinga út í
bæ fyrir það t.d. að taka band-
mynd af börnum mínum?
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra vísaði til höfundarréttar-
laga sem gerðu ráð fyrir því að
greiða þurfi höfundarréttargjald
fyrir upptöku verka á bönd til
einkanota. Þessi reglugerð væri
nú í endurskoðun.
Framkvæmdaáætlun
fyrir fatlaða
Síðastliðið eitt og hálft ár hefur
félagsmálaráðuneytið unnið að
könnun og skráningu á þjónustu-
þörf fatlaðra - í öllum landshlut-
um. Könnunin og skráning vóru
forsendur þess að hægt væri að
meta þjónustuþörfina og byggja
framkvæmdaáætlun til að mæta
henni á raunhæfu og faglegu
mati, sagði Jóhanna Sigurðardótt-
ir félagsmálaráðherra, þegar hún
svaraði fyrirspurn frá Inga Birni
Albertssyni (FH/Rvk), þess efnis,
hvort ráðherra hyggist verða við
áskorun Öryrkjabandalags Is-
lands, Landssamtakanna Þroska-
hjálpar, Bandalags háskóla-
manna, Bandalags kennarafélaga
og BSRB og ASI um að leggja
fram á yfirstandandi þingi fjög-
urra ára ætlun um að eyða þeim
neyðarlistum eftir húsnæði og
þjónustu fyrir fatlaða sem nú
liggja fyrir.
Þingmenn, sem þátt tóku í
umræðu um málið, fögnuðu könn-
un og skráningu ráðuneytisins.
Stjórnarandstöðuþingmenn töldu
hinsvegar að heildarkönnun á
málefnum fatlaðra mætti ekki
drepa á dreif tafarlausum fram-
kvæmdum til að leysa úr málum
sem hafa eigi neyðarforgang.
Sjálfstæðismenn í neðri deild:
„Ekknaskatturinn ‘ ‘
verði aftiuminn
ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins í neðri deild hafa lagt fram frumvarp
til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignárskatt, þar sem
afinunin er sú hækkun á eignarsköttum, sem samþykkt var á síðasta
þingi og hinn almenni eignarskattur til ríkisins verði á ný í einu
þrepi, 0,95%. Er gert ráð fyrir að af fyrstu 2.500.000 kr. reiknist eng-
inn skattur.
í greinargerð frumvaipsins segir
meðal annars að ríkisstjórnin hafi
beitt sér á síðasta þingi fyrir hækk-
un hins almenna eignarskatts úr
0,95% í 1,2% og einnig fyrir sérstöku
viðbótarskattþrepi á skattlausa eign
einstaklinga yfir 7 milljónir kr. og
hjóna yfir 14 milljónir kr. Eignar-
skattur á lögaðila hafi og verið
hækkaður í 1,2%. Því hafi eignar-
skattur á einstaklinga í hærra eign-
arskattsþrepinu verið hærri en skatt-
ur á fyrirtæki. „Er það nýjung í
skattamálum hérlendis og athyglis-
vert framlag af hálfu ríkisstjórnar
sem kennir sig við jafnrétti og fé-
lagshyggju,“ segir í greinargerðinni.
Um framkvæmd skattlagningar-
innar segir í greinargerðinni að þá
hafi í ljós komið, það sem spáð hafði
verið; hækkunin hafi komið sérlega
illa við ekkjur, ekkla, einstæða for-
eldra og aðra þá sem einir stæðu
að heimilisrekstri. í mörgum tilvik-
Veitingarekstur
til leigu
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur auglýsir til
leigu veitingarekstur í sjómannastofunni Vör frá 1.
jan. 1990. Nánari upplýsingar veita Hinrik eða Sævar
í síma 92-68655.
Tilboðum má skila til félagsins, Hafnargötu 9,
Grindavík, fyrir 25. nóv.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Stjórnin.
um hafi margfaldast það óréttlæti
sem þessir einstaklingar hafi áður
þurft að búa við.
Frumvarpið miðar einvörðungu
að því að afnema þá hækkun sem
ákveðin hafi verið á síðasta þingi,
en hins vegar er þeirri spurningu
varpað fram í greinargerð hvort í
eldri skipan hafi verið fólgið nægjan-
legt réttlæti gagnvart einstaklingum
miðað við hjón.
Ættfræðiþjonustan
Kynnið ykkur þjónustuna:
Ættfræðinámskeið, ættrakning
(ættartölur og niðjatöl), leit að
týndum ættmennum og önnur
upplýsingaöflun, sala ættfræði-
bóka og hjálpargagna í ættfræði.
Sími27101
ATVINNUAUGráNGAR
RIKISSPITALAR
Barna-og
unglingadeild
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa.
Um er að ræða heilar stöður í vaktavinnu.
Fóstra óskast á bamadeild í fullt starf í vakta-
vinnu.
Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur
Anna Ásmundsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, í síma 602500.
Reykjavík8. nóvember 1989.
snaca auglýsingar
t*JÓNUSTA
Rafl. og dyrasímaþj.
Gestur rafverkt. s. 623445,19637.
Wélagslíf
I.O.O.F. 7 = 1711188V2 =
□ HELGAFELL 59891187 VI 2.
I.O.O.F. 8 = 1711188V2 = E.T.1.
V.H. 9.I.
□ Glitnir 59898117 - 1
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Sálarrannsóknarfélagið
í Hafnarfirði
heldur fund í Góðtemplarahus-
inu á morgun fimmtudaginn 9.
nóvember kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg fundarstörf.
2. Skyggnilýsing: Þórhallur Guð-
mundsson, miðill.
Aðgöngumiðar fást i bókabúð
Ólivers Steins.
Stjórnin.
H+H SAMBAND ÍSLENSKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Samkoma i Krlstniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58 í kvöld kl.
20.30. Ræðumaður Páll Friðriks-
son. Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Ferðafélag íslands -
myndakvöld
Ferðafélagið efnir til mynda-
kvölds miðvikudaginn'8. nóv. i
Sóknarsalnum, Skipholti 50a og
hefst það kl. 20.30 stundvislega.
Efni: Karl Ingólfsson og Jón Við-
ar Sigurðsson segja frá í máli
og myndum terð sem þeir fóru
'í sumar til Kákasusfjalla, en þar
klifu þeir hæsta tind í A-Evrópu
sem heitir E L B R U S (5642
m). Kákasusfjallgarðurinn liggur
milli Svartahafs og Kaspíahafs i
Rússlandi. Forvitnilegt og fram-
andi ferðalag.
Þorsteinn Bjarnar sýnir myndir
frá Austfjörðum og viðar eftir
kaffihlé. Aðgangur kr. 200,-.
Allir velkomnir félagar og aðrir.
Miðvikudaginn 22. nóv. verður
fyrsta kvöldvaka vetrarins.
Ferðafélag íslands.
Hvítasunnukirkjan
Ffiadelfía
Almennur bibliulestur í kvöld kl.
20.30.
SJÁLPSTÆDISFLOKKURINN
F É L A G S S T A R F
Ungt sjálfstæðis-
fólk- herðum
sóknina!
Óðinn á Austurlandi heldur opinn stjórnar-
fund á Seyðisfirði, laugardaginn 11. nóv-
ember kl. 14.00. Gestur fundarins verður
Guölaugur Þór Þórðarson, varaformaður
SUS og mun hann ræða starf SUS, sam-
starf SUS og félaganna með tilliti til sveitar-
stjórnaskosninga og sjórnmálaástandið.
Allt ungt sjálfstæðisfólk velkomið.
Samband ungra sjálfstæðismanna.
Herðum sóknina
Aðalfundur Kjördæmissamtaka
ungra sjálfstæðismanna á Vestfjörðum
Aðalfundur Kjördæmissamtaka ungra sjálf-
stæðismanna á Vestfjörðum verður haldinn
i Sjálfstæðishúsinu á Ísafírði sunnudaginn
12. nóvember kl. 16.00.
Gestur fundarins verður Belinda Theriault
mun ræða störf SUS, samstarf SUS og
félaganna með tilliti til sveitastjórnarkosn-
inga og stjórnmálaástandsins.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Erindi: Belinda Theriault.
Ungt sjálfstæðisfólk á Vestfjörðum er hvatt til að mæta.
Stjórnin.
Sjálfstæðisfélagið Kópavogi
Fundur um bæjarmálefni
Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20.30 í Hamraborg 1 veröur haldinn
fundur um bæjarmálefni í Kópavogi. Sérstaklega verður fjallað um
skipulagsmál bæjarins. Framsögumenn verða Richard Björgvinsson,
Guðni Stefánsson og Kristinn Kristinsson.
Mætum öll.
Stjórnin.