Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989
35
faúmR
FOLK
■ SIGURÐUR Sveinsson, leik-
maður Dortmund í Vestur-Þýska-
landi, leikur með landsliðinu í hand-
knattieik á mótinu í Tékkoslóvakíu
í næstu viku. Nafn hans féll niður,
er greint var frá leikmannahópnum
í gær, og er beðist velvirðingar á
því.
■ SIGMAR Þröstur Óskarsson,
markvörður IBV, sem kemur inn í
landsliðshópinn fyrir ferðina til
Tékkoslóvakíu um helgina, á fjóra
landsleiki að baki en hefur aldrei
verið með í taplandsleik. Fyrst lék
hann 1981, gegn Noregi, er ísland
vann 25:19. Næst lék hann í 24:21
sigri á Lúxemborg ytra; á leiðinni
á mót þar sem sigur vannst á
Alsír, 22:17, og jafntefli varð við
Frakka, 23:23.
■ TVEIR íslenskir knattspyrnu-
þjálfarar eru þessa vikuna á þjálf-
aranámskeiði á Tenerife á Spáni;
Guðjón Þórðarson, þjálfari ís-
landsmeistara KA, og Lárus Lofts-
son, þjálfari unglingalandsliðsins.
Margir kunnir kappar eru fyrirles-
arar á námskeiðinu, svo sem Rinus
Michels, þjálfari Hollendinga, er
þeir urðu Evrópumeistarar í fyrra,
Michel Hidalgo, fyrrum landsliðs-
þjálfari Frakka, Bobby Robson,
einvaldur enska landsliðsins og
bræðurnir Bobby og Jackie Charl-
ton.
■ ÞORGRÍMUR Þráinsson var
kjörinn knattspyrnumaður Vals
fyrir síðasta keppnistímabil. Þetta
var kunngert á uppskeruhátíð
knattspyrnudeildar Vals um síðustu
helgi. Guðrún Sæmundsdóttir var
best í meistaraflokki kvenna. Vals-
maður ársins var hins vegar Ragn-
heiður Víkingsdóttir og hlaut hún
Júra-bikarinn til varðveislu í eitt ár.
■ AÐDÁENDUR körfuboltans í
Bandaríkjunum finna eitthvað við
sitt hæfi á skjánum í vetur. CBS
stöðin sýhir 12 leiki beint á tímabil-
inu og TNT kapal-
Gunnar stöðin 50 leiki. Allir
Valgeirsson leikir í úrslitakeppn-
skrifar frá jnnj vel.ga svo vjta.
Bandankjunum gkuld . beinnj -t_
sendingu.
■ PATRICK Ewiiiff hjá New
York er launahæsti leikmaður
NBA-deildarinnar. Hann er nú að
heija sjötta tímabil af 10 ára samn-
ingi — sem hann fær 32,5 miljónir
dala fyrir; 2.015.000.000 — ríflega
tveir milljarðar ísl. króna.
■ DAVID Robinson er að hefja
þriðja árið af átta ára samningi,
þó enn hafi hann ekki leikið fyrir
San Antonio Spurs. Hann var í
hernum síðustu tvö ár, en fékk
engu að síður laun á þeim tíma frá
félaginu — en fyrir árin átta fær
hann 26 milljónir dala.
I „MAGIC“ Johnson hjá Lakers
gerði 5 ára samning upp á 25,2
milljónir dala í fyrra, og Michael
Jordan hjá Chicago einnig.
Sigmar.
Guðjón.
Lárus.
Ewing.
I LARRY Bird hjá Boston er
fimmti launahæsti leikmaðurinn;
hann gerði 4 ára samning í fyrra,
og fær 12 milljónir dala á þeim tíma.
Það skal tekið fram að þessar upp-
hæðir fá kapparnir í grunniaun; að
auki fá þeir miklar fúlgur í upp-
bætur fyrir árangur.
■ HJA veðbönkum er lið Detroit
talið sigurstranglegast 1/3, og La-
kers kemur næst með 1/4. Þau lið
sem eiga minnsta möguleika eru
Charlotte Hornets og Miami með
hlutfallið 1/1.000.000, ognýliðarnir
Minnseota og Orlando með
1/10.000.000 — þ.e. ef einhver
hefði tröllatrú á öðru hverju þeirra,
héldi að það yrði meistari og legði
einn dal undir, stæði sá hinn sami
10 milljón dölum ríkari í lok keppn-
istímabilsins, ef annað þeirra sigr-
aði! Hvað Boston Celtics varðar
er hlutfallið 12/1, hjá San Antonio
1/30 og Philadelphia 1/75.
■ MOSES Malone, miðheiji Atl-
anta, fór síðast út af með 6 villur
í leik í NBA-deildinni í janúar 1978.
Það eru því ellefu ár síðan — og á
þeim tíma hefur hann spilað 985
leiki! Wilt Chamberlain, miðherj-
inn frábæri sem lék með Lakers á
sínum tíma, á metið — fékk aldrei
sex villur í leik á ferlinum. Hann
tók þátt í 1.045 leikjum í deildinni
sjálfri, 160 leikjum í úrslitakeppni
og 19 stjörnuleikjum.
MKAREEM Abdul Jabbar, mið-
heiji LA Lakers til fjölda ára, sem
lagði skóna á hilfuna sl. vor, hefur
ekki alveg sagt skilið við sína gömlu
félaga. Hann hefur að undanförnu
verið með Júgóslavann Divac á
séræfingum; Evfópubúar eru vanir
að spila svæðisvörn, en það er bann-
að í NBA-deildinni, þar sem skylda
er að leika maður-á-mann vörn.
Evrópubúar í deildinni hafa átt erf-
itt með að aðlagast þessu varnar-
kerfi. Segja má að Jabbar hafi
verið að kenna Divac að spila vörn!
KNATTSPYRNA / SKOTLAND
HANDKNATTLEIKUR
Kvennalands-
lið endurvakið
Leikið gegn Finnuim íjanúarog fleiri
verkefni á döfinni
Isl^nska kvennalandsliðið í han-
knattleik byijar vikulegar æfing-
ar á fimmtudag í næstu viku undir
stjórn Slavkos Bambirs, en það leik-
ur gegn Finnum hér heima 5. og
7. janúar. Landsliðið lék gegn Tanz-
aníu um helgina, en hafði þá ekki
komið saman síðan í júní. Stefnt
er að leikjum í febrúar og verið er
að reyna að finna önnur verkefni
fyrir C-keppnina, sem verður næsta
haust. Boð barst um að taka þátt
í B-keppninni í Danmörku í næsta
mánuði, en ákveðið var að taka því
ekki.
„Við treystum okkur ekki að taka
þátt með svona skömmum fyrir-
DOMARAHORNIÐ
vara. Bæði er að íslandsmótið er í
fullum gangi og eins hafa orðið
miklar breytingar á hópnum — við
erum með mjög ungar stúlkur og
þær þurfa meiri undirbúning, en
liðinu var boðið sæti í mjög sterkum
riðli," sagði Helga Magnúsdóttir í
landsliðsnefnd kvenna við Morgun-
blaðið í gærkvöldi.
Landsliðshópur skipaður 19 ára
stúlkum og yngri kemur til með að
æfa með a-liðinu, en Norðurlanda-
mót U-19 verður hér á landi næsta
haust. Þá er stefnt að því að hefja
æfingar fyrir 16 ára stúlkur og
yngri og verður hópurinn valinn
eftir helgi.
Vrlakastið
Ísíðustu grein minni fjallaði ég
aðeins um upplagt tnarkfæri
og vítaköst. Það er því ekki úr
vegi, að taka vítakastið nánar
fyrir.
Vítakast skal dæma í eftirfar-
andi tilfellum:
a) Þegar upplagt markfæri er
eyðilagt á ólögmætan hátt, og
gildir þá einu hvar á vellinum það
er gert. Þetta á ekki einungis við
þegar leikmenn eyðileggja upp-
lagt markfæri, heldur einnig ef
starfsmenn liðs gera hið sama. í
þessu sambandi er mikilvægt að
hafa í huga, að dómarar eiga að
dæma vítakast ef t.d. starfsmaður
liðs eða leikmaður sem er utan
vallar tekur boltann þegar honum
er ieikið til leikmanns sem væri í
upplögðu markfæri, ef hann hefði
fengið hann.
b) Þegar markvörður tekur
boitann utan markteigs og fer
með hann inn á teiginn.
c) Þegar útileikmaður stígur
inn á teiginn til ávinnings gegn
mótherja, sem er með boltann. í
þessu sambandi er rétt að geta
þess, að ef leikmenn nýta sér teig-
inn vísvitandi og ítrekað til varna-
raðgerða, þá eiga dómai-ar að
refsa þeim persónulegri refsingu
vegna óíþróttamannslegrar fram-
komu, þ.e.a.s. að þeir eiga að
veita þeim tiltal, síðan áminningu
og ef það dugar ekki, þá eiga
þeir að vísa þeim af leikvelli í 2
mínútur.
d) Þegar boltanum er leikið vilj-
andi til eigin markvarðar, sem er
á eigin markteig.
Oft og tíðum sjá menn dómara
gefa bendingu um að stigið liafi
verið á markteig til varnaraðgerða
þegar þeir dæma vítakast. Menn
hafa oft sagt að þeir séu með því
að afsaka sig fyrir að dæma víta-
kast. Sjálfsagt geta komið upp
tilvik þar sem þetta er rétt, en
staðreyndin er sú, að það er oftar
sem dómarar dæma aðeins au-
kakast í stað þess að dæma víta-
kast. Menn verða að gera sér
grein fyrir því, að það er nóg ef
varnarleikmaðurinn snertir
iínuna, þar sem línan tilheyrir því
svæði sem hún afmarkar, þ.e.a.s.
þá hafa menn stigið á markteig.
Ekki verður hjá því komist að
benda mönnum á, að það er eng-
inn mælikvarði á frammistöðu
dómara, hvort þeir dæma 10 víti
á annað liðið og aðeins 1 á hitt
liðið, en það kemur oft fyrir að
þeir eru gagnrýndir þegar slíkt
kemur fyrir. Menn ættu að reyna
að fylgjast með fótaburði varnar-
leikmannanna og spytja sfðan
hvort dómarinn hafi e.t.v. rétt
fyrir sér þegar hann gefur merki
um að stigið hafi verið á markteig.
Það má þó ekki gieyma því,
að það skiptir máli af hveiju leik-
maður steig á teiginn. Það má
t.d. ekki refsa með vítakasti ef
honum hefur verið hrint inn á
teiginn eða verið „pressaður“
þangað.
Kveðja,
Kjai-tan K. Steinbach
formaður dómaranefiid-
ar HSÍ
Guðmundur frá um
tíma eftir samstuð
„ÉG kann mjög vel við mig hjá
St. Mirren, en okkur hefur ekki
gengið nægilega vel að undan-
förnu. Höfum verið klatifar og
tapað dýrmætum stigum á
lokamínútum leikjanna. Eins og
til dæmis gegn Motherwell á
laugardaginn. Við náðum ekki
að byrja með knöttinn á miðju
eftir að Motherwell hafði jafn-
að, 2:2,“ sagði Guðmundur
Torfason, landsliðsmiðherji,
sem leikur með St. Mirren.
Guðmundur er markahæsti leik-
maður liðsins — hefur skorað
sex mörk og er ofarlega á blaði
yfir markahæstu leikmenn Skot-
lands. „Það má segja að hjá St.
Mirren hafi ég náð að finna mig,
eftir að hafa verið úti og inni hjá
Beveren, Winterslag og Gent í
Belgíu og Rapid Vín í Austurríki.
Óvissutímabilið er úti,“ sagði Guð-
mundur.
Guðmundur lenti heldur betur í
samstuði við enska landsliðsmann-
inn Terry Butcher hjá Glasgow
Rangers á dögunum. „Ég fékk
slæmt högg á ökkla og um tíma
hélt ég að ég væri fótbrotinn. Sem
betur fer var það ekki. Ég bólgnaði
mikið, en var orðinn góður fyrir
leikinn gegn Motherwell.“
Guðmundur er nú í stuttu fríi á
íslandi. „Þjálfarinn gaf okkur frí
því að ekki er leikið í Skotlandi
fyrr en eftir heimsmeistaraleik
Skota og Norðmanna, sem fer fram
í Glasgow á miðvikudaginn í næstu
viku. Leikurinn er mjög þýðingar-
mikill fyrir Skota. Þeir þurfa að ná
einu stigi til að tryggja sér farseðil-
inn til ltalíu,“ sagði Guðmundur.
Kolbrún Jóhannsdóttir, mark-
vörður Fram, er ein þeirra sem eiga
sæti í landsliðshópnum.
URSLIT
Körftiknattleikur
NBA-deildin:
Einn leikur fór fram aðfararnótt þnðjudags:
Orlando Magic - New York Knicks ..118:110
Knattspyrna
England - 3. uniferð deildarbikarsins,
aukaleikir:
Bolton - Swindon.....................1:1
(eftir framlengingu. Að venjulegum leiktíma
loknum var staðan 0:0. Liðin þurfa að
mætast enn einu sinni, og sigui-vegarinn
úr þeirri viðureign mætir Southampton á
heiniavelli í A. umferðinni.)
Bournemouth - Sunderland.............0:1
Frakkland, 1. deild:
Bordeaux-Toulouse....................1:0
Klaus Allofs gerði eina mark leiksins.
KRAFT
Bikarmót í Garðabæ
B!
t
ikarmót KRAFT fer fram í
Garðaskóla, Garðabæ, á laug-
ardag. Mótið, sem er að hluta til
úrtökumót fyrir EM ’90, er verður
hér á landi í maí, hefst kl. 12:30,
en ráðgert er að Jón Páll Sigmars-
son sýni ýmsar aflraunir um kl. 15.
Frestur til að tilkynna þátttöku
rennur út í dag (Óskar s. 46900
eða Halldór s. 40146).
Guðmundur Torfason.
HAGGUJNDS DENISON
VÖKVADÆLUR
☆ Olfumagn frá 19-318 l/mfn.
☆ Þrýstingur allt að 240 bar.
☆ Öxul-flans staðall sá sami
og á öðrum skófludælum.
☆ Hljóðlátar, endingargóðar.
☆ Einnig fjölbreytt úrval af
stimpildælum, mótorum
og ventlum.
☆ Hagstætt verð.
☆ Ýmsar geröir á lager.
☆ Varahlutaþjónusta.
☆ Hönnum og byggjum upp
vökvakerfi.
SIG. SVEINBJÖRNSSON HF.
Skeiðarásl, Carðabæ
Símar 52850 -52661