Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989
33
Þessir hringdu ..
Gamalt kjöt
S.J. hringdi:
„Það er alltaf verið að láta
okkur éta gamalt kjöt sem búið
er að geyma í eitt eða tvö ár og
jafnvel lengur. Hvers vegna er
þetta kjöt ekki frekar soðið niður
og selt sem dýrafóður, fyrir ketti
og hunda. Refabændur gætu svo
fengið restina á niðursetu verði í
stað þess að kasta kjötinu á haug-
ana eins og nú er gert. Það er
mikið flutt inn af niðursoðnum
dýramat og mætti spara töluverð-
an gjaldeyri með þessu móti.“
Villa
Borghildur Sigurðardóttir -
hjá Upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins hringdi: „Vegna
skifa Víkveija í síðustu viku þar
sem vitnað er í Upplýsingarit
landbúnaðarins vil ég gjarnan
koma leiðréttingu á framfæri.
Setningin sem Víkveiji gerir að
umræðuefni átti að hjóða þannig:
„Sexmanna nefnd ákveður verð
til bænda á þeim búvörum sem
háðar eru verðlagsákvæðum."
Beðist er velvirðingar á þessari
villu í ritinu.“
Gullhringur
Gullhringur með perlu tapaðist
í Hjálmholti sl. sunnudag.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 32915.
Gullnisti
Lítið gullnisti sem er hamraður
hringur með steini í miðju tapað-
ist í Miðbænum fyrir skömmu.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í Lindu í síma 623694
að deginum.
Köttur
„Svartur högni með hvíta
bringu og afturfætur og hvítar
hosur á framfóltum fór að heiman
frá sér að Löngubrekku í Kópa-
vogi sl. miðvikudag. Vinsamlegast
hringið í síma 41701 ef hann hef-
ur einhvers staðar komið fram.
Hanskar
Svartir skinnhanskar töpuðust
21. október. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
33813.
Veski
Veski tapaðist í Kópavogs-
strætó eða á leiðinni frá Bröttu-
brekku að Menntaskóla Kópa-
vogs. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 79199.
Fundarlaun.
Sýnið meira frá karate
Til Velvakanda.
Mig langar til að koma með dá-
litla ábendingu til sjónvarpsstöðv-
anna tveggja um áhugaleysi íþrótt-
afréttamanna á karate íþróttinni.
Fyrir tæpum tveimur vikum var
haldið íslandsmót í karate og einn-
ig Norðurlandamót. Þetta voru ör-
ugglega geysiskemmtileg mót, sem
ég því miður missti af en ég hugs-
aði mér gott til glóðarinnar að sjá
þau í sjónvarpinu. En viti menn.
Aðeins nokkir 60 sek. bútar voru
sýndir, þó eignuðumst við fyrsta
Norðurlandameistarann í karate og
fengum nokkur önnur verðlaun.
Þetta var mjög góður árangur mið-
að við hvað Norðurlandaþjóðirnar
eru góðar á alþjóðavettvangi í kar-
ate.
Þetta er alltaf sama sagan, fót-
boltinn er alltaf á skjánum. Ekki
vantar áhuga á karate á íslandi,
því öll karatefélögin eru troðfull af
fólki. Karate er í mikilli uppsveiflu
á íslandi. Svo að maður tali nú
ekki um allan fjöldan sem fer á
karate myndir í bíó eins og t.d.
Tíarate kid. Ég hefði viljað fá að
sjá a.m.k. 30 mínútur frá hvoru
mótinu. Ég bara vona að Bjarni
Felixson og Heimir Karlsson sjái
að sér og sýni meira af karate
íþróttum í framtíðinni, því ekki
vantar áhuga hér á íslandi.
Afgangar
Til Velvakanda.
Fjármálaráðherrann er ekki lítill
á förunum þegar hann boðar lands-
lýðnum gull og græna skóga í pen-
ingamálum. Þegar flestir sjá ekkert
annað en kreppu og gjaldþrot er
kúfur á öllu í hans munni og nógir
afgangar fyrir hann og Svavar að
„negúsera" með.
Þegar þeir félagar höfðu lokið
við að stela nær öllum Þjóðarbók-
hlöðupeningunum sáu þeir að eftir
varð á Melunum naglfastur afgang-
ur. Svavar brá við hart og ráðstaf-
aði leifunum undir Laxness. Er
gert ráð fyrir að húsnæðið komist
í gagnið á 150 ára afmæli „Barns
náttúrunnar". Mun flýta fyrir fram-
kvæmdum, að Ólafur fjármála fann
afgang hjá Happdrætti háskólans
sem hann ráðstafaði strax til styrkt-
ar málefninu. Þar af leiðir að enn
meiri afgangur verður af Þjóðar-
bókhlöðufé, svo halda má áfram
gripdeildinni þar til styrktar háskól-
anum væntanlega. Eftir er svo að
skipta afganginum á fjárlögum fyr-
ir árið 1989, og hefir Svavar
menntamála skipað stóra nefnd,
sem á að ráðstafa þeim afgangi til
Lánsjóðs íslenskra námsmanna.
Frést hefur um nýjan afgang,
sem grípa má itil. Bankarnir þrír,
sem keyptu_ Utvegsbankann, eru
að kaupa Hus verslunarinnar fyrir
800 milljónir. Þá ganga 200 milljón-
ir af þeim 1.000 milljónum, sem Jón
bankamálaráðherra splæsti í
bankapúkkið. Mun ætlunin að ráð-
stafa þeim afgangi í refarækt og
Stefán Valgeirsson.
Þegar þessi afgangamál komu
til umræðu í heitupottunum varð
gamalli sveitakonu úr Framsóknar-
flokknum að orði að verst væri að
henni virtist ríkisstjórnin sjálf búin
til úr tómum afgöngum. Og svo,
bætti hún við, þegar þeir ætluðu
að krydda kássuna með Borgara-
flokknum reyndist það laxerolía.
Melamaður
Ármúla 29 símar 38640 - 686100
Þ. Þ0RGRIMSS0N & CO
Armstrong LDFTAPLDTUR
KORKDPLABT GÓLFFLÍSAR
SJARM1PLA8T EINANGRUN
GLERULL STEINULL
Ny
slðrsending
Vetrarpils frá Gor-Ray.
Ódýrar blússur,
buxnapils, kjólar,
allar stærðir.
DRAGTIN
Klapparstíg 37, sími 12990.
í Kaupmannahöffn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI
hefjast bráðlega hjá
ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTUNNI
(lýkur um miðjan desember).
Leiðbeinandi Jón Valur Jensson.
Innritun í síma 27101 daglega.
Ættfræðiþjónustan
Royal
skyndibúðingur
Vatnið rennur burt!
Sala á vatnsdýnum hefur minnkað mjög á þessu ári í þeim
löndum Evrópu, sem við höfum spurnir frá. Salan er talin
vera 1/3 þess sem áður var í Danmörku. Ástæður þessa
eru margþættar, svo sem mikil fyrirhöfn notenda og orku-
kostnaður við að hita dýnuna (vatnið).
*
\. sama tíma hefur eftirspurn vaxið eftir sænska dýnukerf-
inu, fjaðradýnunum frá SCAPA, sem er stærsta dýnuverk-
smiðja Norðurlanda. Þannig hefur salan tvöfaldast fyrstu 8
mánuði ársins í IDÉ verslunum í Danmörku á þessum dýnum
og þrefaldast í verslun okkar.
1 Húsgagnahöllinni er sérstök útstilling á SCAPA fjaðradýn-
um sem gerir þér mögulegt á einfaldan hátt að fræðast og
velja. Stífar dýnur, mjúkar og miðlungsstífar dýnur, mikið
bólstraðar og lítið bólstraðar dýnur. Allar með þvottekta
yfirdýnum. Og verðið er frá 11.890,- til 33.550,- sem er
dýrasta dýnan.
IComdu og skoðaðu okkar sérstöku útstillingu á þessum
úrvalsdýnum, fáðu fræðslu og prófaðu dýnurnar. Kannski
finnur þú dýnu sem þér líkar. Aðalatriðið er að þú sofir vel.
SJÁUMST!
Húsgagna-böllln
REYKJAVlK