Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 21
'i'iw'vov s jrji'Aouxi'OiM •in/.f.-vi ••f.ov
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989
21
Söfiiun fyr-
ir björgun-
arþyrlu
Nemendafélag Stýrimanna-
skólans í Reykjavík stendur fyrir
söfnuu til eflingar Björgunar-
sjóði Stýrimannaskólans. Sjóð-
urinn var stofhaður 1988 af nem-
endum með framlögum þeirra.
Markmið sjóðsins er að safna fé
til styrktar kaupum á öflugum
björgunarþyrlum.
Söfnunin fer fram með.símhring-
ingum til félaga og fyrirtækja í
landinu. Með hjálp sjómannakven-
félaganna í Reykjavík, sem munu
leita til kvenfélaga víða um land,
verður fljótlega leitað til almenn-
ings eftir stuðningi. Staðið verður
fyrir söfnun um borð í öllum skip-
um flotans og eru uppi hugmyndir
um afrakstur eins dags frá hverri
skipshöfn og útgerð.
Litabækur hafn-
firskra barna
í TILEFNI JC-dagsins í ár, sem
hafði kjörorðið „Búum börnum
betri framtíð", gaf JC-Hafnar-
Ijörður út fitabók og hélt grímu-
ball í Pélagsmiðstöðinni Vitan-
um í Hafharfírði.
Litabókin var gerð í samráði við
Umferðarráð og var ætluð sem
umferðarfræðsla fyrir börn á aldr-
inum 2-6 ára. Bókinni var dreift á
. allar dagvistarstofnanir í Hafnar-
firði og sá lögreglan um umferðar-
fræðslu og dreifingu endurskins-
merkja í leiðinni. Einnig fengu öll
börn hjá dagmæðrum bókina.
Grímuballið var auglýst fyrir
börn 2-6 ára og mættu 130 börn
og 50 fullorðnir.
Málþing um fisk-
veiðisljórnun
Sjávarútvegsstofnun Háskól-
ans stendur fyrir málþingi og
ráðstefhu um fiskveiðistjórnun.
Málþingið verður haldið fimmtu-
daginn 9. nóvember klukkan 13
í Norræna húsinu. Ráðstefnan
verður á sama stað mánudaginn
13. nóvember og hefst kjukkan
14. í frétt frá Háskóla íslands
segir:
„Að undanförnu hefur verið
lífleg umræða um kvótakerfið í
tengslum við væntanlega endur-
skoðun á lögum um fiskveiðistjóm-
un. Mörg sjónarmið hafa komið
fram og telur stjórn stofnunarinnar
brýnt að þær athuganir og rann-
sóknir sem tengjast þessu við-
fangsefni séu kynntar opinberlega.
A málþinginu verða flutt 15 stutt
erindi. Jakob Jakobsson setur ráð-
stefnuna, en ráðstefnustjóri verður
Davíð Ólafsson, fyn-verandi seðla-
bankastjóri. Að erindunum loknum
verða pallborðsumræður og verður
sjávarútvegsráðherra, Halldór Ás-
grímsson, meðal þátttakenda.
Málþing Félags
íslenskra ft-æða
Félag íslenskra fræða boðar til
málþings í Norræna húsinu,
laugardaginn 11. nóvember,
næstkomandi, þar sem fjallað
verður um hlutverk nokkurra
rannsóknarstofhana á sviði
íslenskra fræða: Sagnfræðistofn-
unar, Bókmenntafræðistofnun-
ar, Þjóðminjasafns, Árnastofn-
unar, Þjóðskjalasafhs og Orða-
bókar Háskóla Islands.
Á þinginu verður spurt um fjölda
starfsmanna, þróun og möguleika
á endurnýjun, ráðningarform,
rannsóknarstefnu og rannsóknar-
verkefni. Þá verður fjallað um verk-
efni undanfarna áratugi, þjónustu
þessara stofnana við almenning og
fræðimenn, hugsanlega samvinnu
við fyrirtæki og samtök á einka-
vettvangi og síðast, en ekki síst,
sjálfstæði rannsóknarstofnana á
vegum ríkisins. Tvö framsöguerindi
verða flutt um hveija stofnun, eitt
af starfsmanni stofnunarinnar og
hitt af starfandi fræðimanni í við-
komandi grein utan hennar.
Fyrirspurnir og opnar umræður
verða um hveija stofnun og undir
lokin verða pallborðsumræður þar
sem fulltrúi mennamálaráðherra
kynnir stefnu stjómvalda í málefn-
um íslenskra fræða.
Sigrún Eyjólfsdóttir og dætur hennar, Elín og Kristín Andrésdætur,
í verzluninni Blóm og listmunir.
Blóm og list-
munir
BLÖM og listmunir heitir verzl-
un, sem opnuð hefur verið í
Kringlunni 6 í Reykjavík.
Þar eru á boðstólum blóm og
listmunir en aðaleigandi verzlunar-
innar, Sigrún Eyjólfsdóttir, hefur
starfað við blóm og blómaskreyt-
ingar um árabil. Guðjón Magnús-
son, arkitekt, sá um innréttingar.
Verzlunin er opin öll kvöld og um
helgar til klukkan 22.
Leit vegna bil-
unar í ratsjár-
stöð
BILUN í fjarskiptabúnaði í rat-
sjárstöðinni á Gunnólfsvíkur-
Qalli varð þess valdandi að send-
ingar hófust á neyðarbylgju að
morgni mánudags. Björgunar-
sveitir voru kallaðar út á Bakka-
firði og Þórshöfh og fjórir bátar
lióíh leit. Þá var flugvél Land-
helgisgæslunnar send austur til
að miða sendingarnar út og kom
þá í Ijós að þær komu frá ratsjár-
stöðinni á Gunnólfsvíkurfjalli.
Jarðstöð í Bodö í Norður-Noregi
nam sendingar á neyðarbylgju frá
Norðausturlandi frá gervihnettin-
um Cospas-sarsat um klukkan 6 á
mánudagsmorgni. Upplýsingarnar
voru sendar til Qarskiptamiðstöðv-
arinnar í Gufunesi sem kom þeim
áfram til Flugstjórnarmiðstöðvar-
innar, Landhelgisgæslunnar og
Slysavarnafélags íslands. Sendin-
garnar voru þannig að taldar voru
67% líkur á að slys hefði orðið, en
ekki vitað hvernig, að sögn Hálf-
dáns Henryssonar deildarstjóra hjá
Slysavarnafélaginu.
Jón Böðvarsson forstöðumaður
Ratsjárstofnunar segir að bilun í
fjarskiptabúnaði sem verið er að
ganga frá í stöðinni á Gunnólfsvík-
urfjalli hefði orsakað sendingarnar.
Starfsmenn þar hefðu ekki vitað
af þeim fyrr en þeir fengu boð um ,
það eftir að flugvél Gæslunnar”
hafði miðað sendingarnar út.
Félagsmálaslj ór-
ar fylgjandi
ft*umvarpi
„Fundur Samtaka félagsmála-
stjóra á íslandi, sem haldinn er
í Garðabæ dagana 23. og 24.
október 1989, liefur kynnt sér
fyrirliggjandi drög að frumvarpi
til laga um félagslega þjónustu
sveitarfélaga.
Fundurinn lýsir ánægju sinni
yfir öllum meginatriðum frum-
varpsdraganna. Einkum telur fund-
urinn að samræming allra megin-
þátta félagslegrar þjónustu sveitar-
félaga hjá einu ráðuneyti sé í fram-
faraátt og verði heildrænni og
virkri félagsþjónustu, við alla þjóð-
félagshópa, til framdráttar." ,
Gjafir til Eyr-
bekkinga
Að undanförnu hafa borist
gjafir lil Eyrarbakka frá Gísla
Sigurbjörnssyni, forstjóra Elli-
heimilisins Grundar.
Á liðnu ári gaf hann 50.000
krónur til dvalarheimilisins Sól-
valla. Stofnendasjóður Grundar
hefur einnig gefið tvær minningar-
gjafir til Sólvalla á þessu ári. Sú
fyrri var til minningar um Lýð
Guðmundsson (1897-1988) fv.
hreppstjóra í Litlu-Sandvík, en sú
seinni um Vigfús Jónsson (1903-
1988).
Báðir voru þeir Lýður og Vigfús
um árabil í elliheimilisnefnd Árnes-
sýslu og áhugamenn um starfið á
heimilunum í Ási/Ásbyrgi í Hvera-
gerði. Hvor minningargjöfin var
að upphæð 100.000 krónur.
Silo heimsækir
*
Island
Argentínumaðurinn Mario
Rodriguez Cobos, sem þekktur
er undir rithöfundarnafiiinu
Silo, kemur hingað til lands,
fóstudaginn 10. nóvember. Þetta
er þriðja heimsókn hans til
landsins.
Þessi þriðja
heimsókna Silo
er í tengslum
við útkomu
bókar hans „Að
gera jörðina
mennska“, sem
bókaútgáfan ,
Hildurgefurút.
Fyrst . kom
hann árið 1980 til að vera viðstadd-
ur útgáfu bókar sinnar Innri ró,
ári síðar, 1981, kom Silo hingað
öðru sinni og flutti þá m.a. ávarp
á fundi í Háskólabíói fyrir fullu
húsi.
Mánudaginn 13. nóvember mun
Silo flytja fyrirlestur á Kjarvals-
stöðum. Þar fjallar hann um efni
bókarinnar og túlkun sína á Háva-
málum og Völuspá sem undirstöðu
evrópskrar menningar.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 7. nóvember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 93,00 85,00 87,62 10,620 930.489
Ýsa 108,00 92,00 104,92 8,629 905.363
Karfi 56,00 50,00 55,28 0,335 18.520
Ufsi 41,00 41,00 41,00 2,371 97.217
Steinbítur 70,00 51,00 54,08 0,567 30.665
Hlýri 50,00 50,00 50,00 0,148 7.400
Langa 53,00 53,00 53,00 0,694 36.782
Lúða 345,00 255,00 329,32 0,120 39.370
Keila 19,00 19,00 19,00 0,445 8.455
Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,343 1.717
Samtals 85,53 24,272 2.075.978
Selt var meðal annars úr Stakkavík ÁR. í dag verður selt óákveð-
ið magn af blönduðum afla úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 102,00 66,00 80,41 24,313 1.954.951
Ýsa 105,00 25,00 85,25 7,026 598.942
Karfi 44,00 36,00 41,03 2,123 87.101
Ufsi 47,00 31,00 42,92 0,844 36.228
Hlýri+steinb. 65,00 51,00 51,33 0,371 19.045
Langa 38,00 38,00 38,00 0,162 6.156
Lúða 280,00 190,00 224,31 0,311 69.760
Skarkoli 44,00 25,00 29,79 0,107 3.188
Keila 21,00 21,00 21,00 0,079 1.659
Skötuselur 140,00 140,00 140,00 0,019 2.660
Lýsa 18,00 18,00 18,00 0,071 1.278
Blandað 26,00 26,00 26,00 0,358 9.308
Samtals 77,98 35,784 2.790.276
1 dag verða meðal annars seld 100 tonn af karfa, 7 tonn af
ufsa og óákveðið magn af ýsu og fleiri tegundum úr Margréti
EA, Jóni Vidalin AR og fleirum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 69,00 30,00 65,20 19,538 1.273.833
Þorskur(umál) 38,00 30,00 36,23 0,451 16.338
Ýsa 90,00 40,00 82,31 7,570 623.100
Ufsi 20,00 10,00 14,26 0,373 5.320
Steinbítur 21,00 21,00 21,00 0,067 1.407
Langa 53,00 15,00 42,74 1,734 74.104
Lúða 300,00 200,00 201,82 1,749 352.985
Keila 24,00 10,00 18,60 2,090 38.873
Blandað 15,00 15,00 15,00 0,110 1.650
Samtals 70,89 33,682 2.387.610
Selt var úr Sæmundi HF, Nirði EA, Víði KE, Ólafi GK, Sigrúnu
GK og Reyni GK. 1 dag verður meðal annars selt úr Búrfelli KE
og Víkingi III. IS.
Bændur fá 100 milljónir
króna of lítið fyrir ullina
Syðra-Laiigholti, Hrunamannahreppi.
ÁTAK til kynningar meðal sauð-
fjárhænda á úrbótum í ullarmál-
um hófst í síðustu viku. Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins hélt
Qóra fundi, einn í hveijum lands-
fjórðungi, með íhlltrúum bænda.
Á fundina komu íslenskir og nor-
skir ullarmatsmenn, fulltrúar frá
Álafossi hf., Framleiðsluráði land-
búnaðarins og ullarþvottastöðinni
í Hveragerði. Fyrsti leiðbeining-
arfundurinn var haldinn að
Hrafhkelsstöðum og Flúðum í
Hrunaniannahreppi mánudaginn
30. október og síðan voru haldnir
fundir á Hesti í Borgarfirði, í
Eyjafirði og Skriðuklaustri í
Fljótsdal. Átakinu verður haldið
áfram m.a. með útgáfu leiðbein-
ingabæklinga til sauðfjárbænda
og gerð inyndbands, svo og með
frekari menntun ullarmatsmanna.
Snemma á þessu ári tók til starfa,
að frumkvæði Framleiðsluráðs land-
búnaðarins, starfshópur sem falið
var að vinna að úrbótum í ullarmál-
um. Þórarinn Þoi’valdsson stjórnar-
maður í Framleiðsluráði landbúnað-
arins er formaður fyrir hópnurn og
stjórnar leiðbeiningarátakinu. Til-
gangur þess er að auka verðmæti
ullarinnar. Talið er að bændur fái
um 100 milljónum króna minna fyr-
ir ull en gert er ráð fyrir í verðlags-
grundvelli landbúnaðarins.
Á leiðbeiningafundinum á Hrafn-
kelsstöðum rúðu tveir kunnir rún-
ingsmenn góðan hóp af veturgöml-
um ám og Emma Eyþórsdóttir ullar-
Morgunbladið/Sigurður Sigmundsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson og Enima Eyþórsdóttir meta ull á Hrafn-
kelsstöðum, Þórarinn Þorvaldsson stjórnar samkoinunni.
matsformaður og Aðalsteinn Aðal-
steinsson á Vaðbrekku, ullarmats-
maður á Austurlandi, sýndu sauð-
fjárbændum á hvern hátt bæri að
meðhöndla ullina eftir að búið væri
að rýja með því að taka strax frá
gula hnakka og skæklull svo og
dökka bletti úr hvítum reyfum. Einn-
ig að ganga frá hveiju reyfi fyrir sig
í ullarpokana. Það kom frarn í máli
leiðbeinéndanna að alltof mikill hluti
ullarinnar hjá íslenskum bændum
væri sem næst verðlaus vara og er
þá átt við sumarrúna ull svo og þá
flóka sem búnir eru að vera á fénu
fram á haust. Á árinu 1988 flokkuð-
ust t.d. 226 tonn eða 16% af allri
innlagðri ull það ár 1 flóka sem er
algerlega verðlaus vara. Á hinn bóg-
inn voru á sl. hausti lögð inn um
70 tonn af haustull, þ.e. ull af fé
sem rúið var í nóvember, nær ein-
göngu af Norðurlandi. Af þeirri ull
voru 43% metin í úrvalsflokk.
Það kom fram hjá leiðbeinendun-
um að þeir hvetja bændur eindregið
til að rýja sauðfé sitt tvisvar á ári,
þ.e. í nóvembermánuði og aftur í
mars. Gæði ullarinnar séu mest áður
en hún fari að þófna á fénu í fjár-
húsunum en þar komi í hana óhrein-
indi og mor. Verðmæti þeirrar ullar
er mest en nú eru greiddar kr. 390
fyrir úi”valsflokk af slíkri ull og kr.
340 fyrir 1. flokk. Af veturgömlum
ám getur því verðmæti reyfisins
verið 600-700 kr. Þá kom það fram
hjá leiðbeinendunum að þeir leggja
áherslu á að fækka mislitu fé. Sam-
kvæmt tölum' frá sláturleyfishöfum
er mislitt fé um 15% af fjárstofnin-
um. - Sig.Signi.