Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989 28_________ St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag er röðin komin að umfjöllun um ástalíf hins dæmigerða Bogmanns (22. nóvember — 21. desember) og Steingeitar (21. desem- ber — 20. janúar). Haftaleysi Tilfinningar Bogmannsins eru opinskáar og jákvæðar og hann er að öllu jöfnu hress og bjart- sýnn. Hann hefur þörf fyrir tilfinningalega og félagslega fjölbreytni og vill því ekki vera of bundinn af öðru fólki. Hann þolir ekki höft í mannlegum samskiptum né heldur fólk sem gerir of miklar kröfur eða ætl- ast til þess að hann hegði sér á ákveðinn hátt en láti annað ógert. Þekkingarleit Þar sem Bogmaðurinn er for- vitinn og leitar þekkingar lað- ast hann oft að fólki sem víkkar sjóndeildarhring hans. Ástvinir hans verða því að vera áhuga- verðir og helst öðruvísi en hann sjálfur og það fólk sem hann hefur áður þekkt. Hann laðast einnig að jákvæðu fólki. Hreinn og beinn Bogmaðurinn er hreinn og beinn og oftast laus við bæling- ar í ástalífinu. Fyrir hann er ástin oft leikur og því vill hann að umhverfi ástarleikjanna sé létt og jákvætt. Bogmaðurinn er einlægur og vill gleði í um- hverfi sitt. Hann þolir ekki nið- urdrepandi aðstæður, nöldur og tuð, eða falska og eigin- gjarna ást. Hann staðnæmist þar sem hann fær notið raun- verulegrar ástar, en ella leitar hann áfram. Varkárni Steingeitin er lítið fyrir að sýna ást sína á opinskáan hátt eða jafnvel með því að segja svo einfalda hluti sem: „Ég elska þig, ástin mín.“ Hún er hinn þögli elskhugi. Þú átt að skiija að það að hann fór út í búð fyrir þig táknar að hann elskar þig. Eftirvinna til að þéna fyrir stærra húsi er einnig tii merkis um ást. Ástkona Steingeitar sem bíður eftir tunglskinsorð- um eða því að hann kyssi sig í Hagkaupum getur því þurft að bíða lengi. Þegar eitthvað bjátar á og bjarga þarf málinu er Steingeitin hins vegar fyrst á vettvang. Þar bregst ekki hin fræga ábyrgðarkennd. Enda þykir hún tryggur vinur vina sinna. Samviskuelskh ugi Vegna þess að Steingeitin er oft öguð og heldur köld á yfir- borðinu halda menn að hún sé ekkert sérstök í hlutverki elsk- hugans. Það er ekki rétt. Hún á til að halda aftur af sér, en þess meiri verður krafturinn þegar á hólminn er komið. Reyndar má skipta Steingeit- um í tvo flokka. í fyrsta lagi er það stífa Steingeitin sem ekki getur slappað af. Sem elskhugi getur hún vissulega verið samviskusöm og traust, en oft full vanabundin. Hið já- kvæða er þó að samviskusemin gerir að hún hugsar til þess að félaginn fái sitt, jafnvel á eigin kostnað. Ástríöumaöur í öðru lagi og það sem færri vita, er að inn við beinið er Steingeitin töluverður nautna- maður. Þær Steingeitur eru því til sem njóta ásta af miklum krafti og ástríðuhita. Það er því svo að þegar hin járnbenta orka Steingeitarinnar losnar úr læðingi, kemur í Ijós að hún er jarðarmerki, er líkamlega næm og ber gott skynbragð á nautnir og líkamlegan unað. GARPUR (S/tePOR, Hán BPO KLIPOHSZÓBAJIR. (XS/'SÖK/N. BN BS SB<SI y«OR þ/tÐ EH ÖHSEINT-- SKIPSTJÓR/HN BP. ÞEOAe ALLUR-.i þ/E> BP /tLDREl OP SB/NTAB BJAP6A /yiAÁ/MS 'mík H ANOARTAK/ S/ÐAR EN 6PETT/R. LAGBUP AF~ STAO i H/HA hætwlego for upp ÍSTAPANN. " ' ÞeSS/ TAE/EPl &/NS hAll OG TOHGA SMTAÐfSAtSA. SJAUM T/L HTONT HANN STEHST/OSAFT GRETTIR GHETTlRi th/AÐ KOM FyRIR >. ^^ Æ41 / J UiLr^ fr 3-^3 BRENDA STARR LJÓSKA SMÁFÓLK H'ES,MAAá\,|'/V\ part OF THE P-MINUS COMMUNITV... Já, kennari, ég tilheyri d-mínus þjóðflokknum. WELL, I APMIT l;P RATHER BE SOlNé TO CAMP IN5TEAP OF 5UMMER 5CHOOL.. Ja, ég viðurkenni að ég vildi heldur fara í sumar- búðir en í sumarskól- ann... BUT VOU CAN BET VOUR LIFE l'M GONNA 5TUPV REAL HARP BECAU5E MAVBE I CAN 5TILLMAKE ITTOCAMP' En þú getur veðjað að ég ætla að læra mjög vel því að kannske kemst ég enn í sumarbúðirnar. _______Brids__________ Amór Ragnarsson íslandsmót kvenna og yngri spilara í tvímenningi Helgina 21.-22. október sl. fór fram íslandsmót kvenna og yngri spilara í tvímenningi. Nítján pör mættu til leiks í kvennaflokki sem er einu pari fleira en í fyrra. í þeirri keppni unnu öruggan sigur mæðgurn- ar Esther Jakobsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir, en þær leiddu mestalla keppnina. Þetta er í fyrsta sinn sem mæðgur verða íslandsmeistar- ar í tvímenningi. Lokastaða efstu para í kvennaflokki varð þannig: Esther Jakobsdóttir — Anna Þóra Jónsdóttir 124 Guðbjörg Þorvarðardóttir — Stefanía Skarphéðinsdóttir 84 Erla Siguijónsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir 66 Margrét Þórðardóttir — Dóra Friðleifsdpttir 63 Lovísa Eyþórsdóttir — Ragnheiður Tómasdóttir 56 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 52 í flokki yngri spilara mættu til leiks 13 pör, sem er einnig einu pari fleira en í fyrra. Keppni var öllu jafnari þar, en Matthías Þor- valdsson og Hrannar Erlingsson, sem unnu keppnina í fyrra, höfðu sigur einnig að þessu sinni. Loka- staða efstu para varð þannig: Matthías Þorvaldsson — Hrannar Erlingsson 64 Jón Hersir Elíasson — Sigurpáll Ingibergsson 50 Hjördís Eyþórsdóttir — Júlíus Siguijónsson 21 Daði Björnsson — Guðjón Bragason 14 Sveinn R. Eiríksson — Steingrímur Pétursson 10 Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensson og reiknimeistari Kristján Hauksson. Umsjón Margeir Pétursson 1 heimsmeistarakeppni lands- liða í Luzern í Sviss kom þessi staða upp í skák bandaríska stór- meistarans Larry Christiansen (2.550), sem hafði hvítt og átti leik, og ungverska alþjóðámeistar- ans Tibor Tolnai (2.470). Svartur lék síðast 27. — Rc4-d2 og skildi drottninguna eftir í uppnámi. Hann féll á eigin bragði: Hvítur féll auðvitað ekki í gildr- una 28. Hxe2? - Rf3+, 29. Kg2 — Rxd4, 30. Hxc8 — Hxc8, 31. Re7+ — Kf8, 32. Rxc8 — Rxe2 og staðan er jafntefli, heldur lék hann: 28. Rf6+! og svartur gafst upp, því eftir 28. — gxf6, 29. Dxd8+ — Hxd8, 30. Hxe2 er hann skipta- mun undir. Staðan að loknum sjö umferð- um af níu var þannig: 1. Sovétrík- in 22 ti v. 2.-3. England og Júgó- slavía 16 v. 4. Bandaríkin 15 v. og biðskák. 5. Ungveijaland 14 % v. 6. Kúba 13 '/■• v. 7. Sviss 12 % v. og biðskák. 8. Holland 10 v. 9. Kína 9á v. og biðskák. 10. Afríka 9 v. og biðskák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.