Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR. 8. NÓVEMBER 1989 I RUDI Völler, landsliðsmaður V-Þýskalands, sem leikur með ítalska félaginu Róma, mun missa af HM-leik V-Þýskalands gegn Wales 15. nóvember. Völler meidd- ist á hné. Hann er annar leikmaður V-Þýskalands sem meiðist. Fyrir- liðinn Lothar Matthaiis, sem leikur með Inter Mílanó, hefur verið frá keppni eftir að hann var skorinn upp fyrir meiðslum á ökkla. ■ VÖLLER hefur framlengt samning sínum við Róma um tvö ár, eða til 1992. ■ ÁHORFENDAA UKNING hef- ur verið á knattspyrnuleikjum í V-Þýskalandi sem af er keppn- istímabilinu. Rúmiega þijár millj. áhorfenda hafa séð leikina í Bun- desligunni eftir sextán umferðir. Það eru 400 þús. fleiri áhorfendur heldur enm á sama tíma og í fyrra. KNATTSPYRNA / HM „Sárt ef Danir komast ekki í HM á Ítalíu" - segirÁsgeirSigurvinsson, sem er mjög hrifinn af danska landsliðinu Ef Danir tapa fyrir Rúmenum í Búkarest er draumur þeirra um farseðilinn iil HM á Ítalíu orðinn að engu,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, atvinnumaðurinn kunni hjá Stuttgart. „Það yrði sárt því Danir eru með eitt skemmtilegasta landslið Evrópu. Þeir fóru á kostum gegn Rúmen- um í Kaupmannahöfn á dögunum, þar sem þeir unnu, 3:0. Ef þeir leika eins í Búkarest eiga þeir að ná góðum úrslitum. En það verður að hafa það hugfast að Rúmenar eru erfiðir heim að sækja.“ Danir leika gegn Rúmenum í Búkarest í næstu viku, 15. nóv- ember. „Framfarir hafa orðið geysilegar í Danmörku á undanf- örnum áruín. Tæknilega hliðin er vel skipulögð og þeir eiga stóran hóp af mjög ieiknum og skemmti- legum knattspyrnumönnum. Sóknarlína þeirra er ein sú skemmtilegasta í heimi. Bræðurn- ir Brian og Michael Laudrup eru hreinlega snillingar og við hlið þeirra leikur markahrókurinn Fiemming Povisen. Hraðinn og vel skipulagður Ásgeir Sigurvinsson. sóknarleikur er aðall danska landsliðsins. Ég er viss um að all- ir leikmenn danska liðsins hlaupa hundrað metrana undir ellefu sek- úndum - svo mikill er hraði liðs- ins,“ sagði Ásgeir. Ásgeir sagði að allt stefndi í að keppnin á Ítalíu næsta sumar yrði éin mest spennandi heims- meistarakeppni sögunnar. FIMLEIKAR / NM DRENGJA Guðmundur 09 Jón meðal keppenda Guðmundur Brynjólfsson og Jón Finnbogason, báðir í fimleika- félaginu Gerplu, skipa íslenska drengjalandsliðið í fimleikum og taka þátt í Norðurlandamótinu, sem fer fram að Laugarvatni um helg- ina. Norðurlandaþjóðirnar senda sex keppendur hver. Mótið er sérstakt átak Norðurlanda til að gefa ungum fimleikamönnum, sem hafa ekki keppnisrétt á alþjóðlegum vettvangi vegna aldurs, keppnisreynslu og skapa jákvæð samskipti á meðal keppenda. Mótið hefst kl. 14 á laugardag, en kl. 11 á sunnudag hefst úrslita- keppni á einstökum áhöldum. ÍÞR&mR FOLK ■ MÖNCHENGLADBACH ernú í fyrsta skipti á botni Bundesligunn- ar í 32 ára sögu deildarinnar. „Glad- bach“ hefur leikið 832 leiki í deild- inni og orðið fimm sinnum meistari í V-Þýskalandi. ■ ALAN Ball, fyrrum landsliðs- maður Englands í knattspyrnu, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri hjá 2. deildarliði Stoke. Ball tekur við af Mick Mills sem var rekinn frá félaginu. Alan Ball, sem var rekinn frá Portsmouth í jan- úar, var ráðinn til Stoke sem þjálf- ari fyrir tveimur vikum. Stoke hef- ur unnið aðeins einn leik á tímabil- inu og um helgina tapaði liðið fyrir Swindon, 6:0 og þá var Mills látinn taka pokann. ■ RUIJI) Gullil, hollenski lands- liðsmaðurinn hjá AC Mílanó, verð- ur ekki ekki kominn í toppæfingu fyrr en í fyrsta lagi í mars. Þetta er haft eftir Silvio Berlusconi, for- seta félagsins. Gullit hefur ekki Þessa ELITE innréttingu getur þú ennþá fengið afgreidda fyrir jól, en þá þaif að panta hana Jyrir miðjan nóvember. Hún Jæst hvít með ávölum brúnum eða þunnum beykiramma og spónlögð eík og beyki — og það aðeinsjyrir kr. 108.040,- án tækja og miðað við gengi DKK 8.70 10 éra ábyrgð ELITE innréttingar Ruud Gullitt. leikið síðan í maí í sumar vegna þrálátra meiðsla. M SÖREN Lerby hefur verið val- inn í danska landsliðshópinn sem mætir Rúmenum í undankeppni HM í næstu viku. Lerby sem er orðinn 31 árs hefur ekki verið inní myndinni hjá Sepp Piontek, lands- liðsþjálfara, síðan í Evrópukeppni landsliða fyrir 18 mánuðum. Danir þurfa minnst annað stigið í Búkar- est til að tryggja sér farseðilinn til Ítalíu. M GUNDER Bengisson er ekki lengur þjálfari hjá gríska knatt- spyrnufélaginu Panathinaikos, en liðið féll úr Evrópukeppni bikar- hafa í síðustu viku. Bengtsson, sem þjálfaði áður Gautaborg, gerði þriggja ára samning við Panat- hinaikos í fyrra. ■ KOLUMBÍA tryggði sér rétt til að leika í urslitakeppni HM í knattspyrnu á Italiu 1990, með því að gera jafntefli, 0:0, við Israel í seinni leik þjóðanna, sem fór fram í Israel. Kolumbía vann fyrri leik- inn, 1:0, á heimavelli. Fjórar þjóðir frá S-Ameríku taka því þátt í loka- keppni HM. Kolumbía, Brasilía, Uruguay og Argentína. ■ KÍNA, sem er núverandi heims meistari kvenna í blaki, sigraði Austur-Þýskaland 3:0 (15:9, 15:1, 15:5) í fyrsta leik sínum í á heims- meistaramóti kvenna í blaki sem hófst í Tokyo í gær. Kúba sigraði Peru 3:0 og Sovétríkin sigraði Suður-Kóreu 3:0. Kíua, Kúba og Sovétríkin eru talin líklegust til að berjast um heimsmeistaratitilinn að þessu sinni. SUND KR-ingar í 1. deild KR sigraði í 2. deildarkeppninni í sundi sem fram fór í Vestmannaeyj- um um helgina og flyst því upp í 1. deild. Sigurður Guðmundsson, UMSB, setti tvö unglingamet í 100 og 200 metra bringusundi hnokka á mót- inu. Hann synti 100 metrana á 1:37.26 mín. og 200 metrana á 3:24.07 mínútum. Helstu úrslit: 800 m skriðsund kvenna: Dagný Kristjánsdóttir, Ármannii,...10.07,39 Jóhanna B. Gísladóttir, Ármanni, ...10.24,18 Hugrúníris Jónsdóttir, UMSB,.....10.26,49 800 m skriúsuml karia: Logi Kristjánsson, ÍBV............0926,71 Garðar Örn Þorvarðarson, ÍA......09.30,09 Kristján Eggertsson, KR..........09.48,64 200 m fjórsund kvenna: Anna Lilja Sigurðardóttir, ÍBV,..02.40,41 Dagný Kristjánsdóttir, Ármanni...02.43,16 Ingunn Guðlaugsdóttir, ÍA,.......02.43,28 200 m fjórsund karla: Grétar Árnason, KR,..............02.17,76 GarðarÖrn Þorvarðarson, ÍA........02.25,6 Árni Eyþórsson, Ármanni,.........02.38,71 100 m skriðsund kvenna: Hildur Einarsdóttir, KR..........01.03,26 Heba Friðriksdóttir, SFS,........01.05,03 JóhannaB. Gísladóttir, Ármanni,...01.05,44 100 m baksund karla: Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS,......00.59,63 Jón Hugi Harðarson, ÍA...........01.09,34 Stefán Jökull Jakobsson, KR,.....01.10,23 100 m baksund karla: Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS.......00.59,63 Jón Hugi Harðarson, ÍA,..........01.09,34 Stefán Jökull J akobsson, KR.....01.10,23 200 m bringusund kvenna: Auður Ásgeirsdóttir, ÍBV,.......02.523,38 Ingunn Guðlaugsdóttir, ÍA,.......02.56,85 Anna Lilja Sigurðardóttir, IBV...02.59,45 100 m bringusund karla: f’riðrik Ó. Bertelsen, KR,.......01.11,39 Arnoddur Erlendsson, ÍBV,........01.11,95 Þorbergur Viðarsson, ÍA..........01.16,14 100 m flugsund kvcnna: Eygló Traustadóttir, Ármanni.....01.11,86 Hildur Einarsdóttir, KR..........01.13,24 Radinka Hadzic, ÍBV,.............01.16,36 200 m skriðsund karla: GrétarÁrnason, KR,...............02.06,90 Jón Bjarni Björnsson, UMSB,......02.09,64 Kristján Eggertsson, KR..........02.10,34 200 m baksund kvenna: Eygló Traustadóttir, Ármanni,....02.34,86 Sesselja Ómarsdóttir, SFS,.......02.43,49 Bjarney Guðbjömsdóttir, ÍA.......02.53,25 4x100 m íjórsund karla: A-karlasveit KR..................04.22,10 A-karlasveit_ÍBV,................04.30,68 B-Piltasveit ÍA,.................04.39,58 4x100 m skriðsund kvenna: A-kvennasveit Ármanns............04.22,78 A-kvennasveit KR,................04.26,25 A-kvennasveit ÍBV,...............04.31,04 200 m fjórsund karla: Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS.......02.15,13 Þorbergur Viðarsson, ÍA,.........02.33,03 Ólafur Sigurðsson, ÍA............02.35,49 200 m flugsund kvenna: Jóhanna B. Gísladóttir, Ármanni, ...02.45,38 Radinka Hadzic, ÍBV,.............02.49,94 Berglind Libungan, Ármanni.......03.00,77 100 m skriðsund karla: Friðrik Ó. Bertelsen, KR,........00.58,40 Birgir Ágústsson, ÍBV............00.58,82 Jón Bjarni Björnsson, UMSB.......00.59,04 100 m baksund kvenna: Eygló Traustadóttir, Ármanni,....01.12,33 Heba Friðriksdóttir, SFS.........01.14,85 Sesselja Ómarsdóttir, SFS........01.16,05 200 m bringusund karla: Arnoddur Erlendsson, ÍBV,........02.37,29 BirgirMagnússon, KR..............02.46,88 Þorbergur Viðarsson, ÍA..........02.49,06 100 m bringusund kvenna: Anna Lilja Sigurðardóttir, ÍBV,..01.23,46 Ingunn Guðlaugsdóttir, ÍA........01.23,59 Hugrún íris Jónsdóttir, UMSB,....01.24,96 100 m fltigsund karla: Grétar Árnason, KR...............01.02,47 Jón Valur Jónsson, ÍA............01.08,01 Ólafur Eiríksson, KR.............01.10,70 200 m skriðsund kvenna: Hildur Einarsdóttir, KR,.........02.17,42 Dagný Kristjánsdóttir, Ármanni...02.18,32 Heba Friðriksdóttir, SFS.........02.27,18 200 m baksund karla: Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS,......02.10,17 Logi Kristjánsson, ÍBV,..........02.17,82 GarðarÖrn Þorvarðarson, ÍA.......02.30,30 4x100 m (jórsund kvenna: A-kvennasveit Ármanns............05.04,56 A-kvennasveit SFS................05.06,36 A-kvennasveit ÍBV,...............05.11,61 4x100 m skriðsund karla: A-karlasveit KR,.................03.54,43 A-karlasveit ÍBV.................03.57,91 B-piltasveit í A.................04.00,73 Lokastaðan: KR..................................20487 ÍA..................................18859 ÍBV.................................18091 SFS.................................17932 Ármanni.............................17601 UMSB................................11763

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.