Morgunblaðið - 16.11.1989, Síða 17

Morgunblaðið - 16.11.1989, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 17 Fuglum fækkaði um 14% við Tjöraina á þessu ári komast upp. Hefur þeim fækkað um 54% eða 117 unga. Á þetta við um allar tegundir, þó sérstaklega duggönd og stokkönd. Líklegar skýringar eru taidar vera náttúru- legar sveiflur í helstu fæðustofnum og minnkandi fæða vegna uppfyll- ingar í Norðurtjörn. í skýrslunni kemur fram að ár- lega valda vargar tjóni á anda- varpi, helst sílamáfur, sem tekur litla unga og hrafn, sem rænir hreiður. Þá má nefna svartbak, mink og ketti. Bent er á að auð- velt er að losna við varga aðra en sílamáf sem sækir á Tjörnina vegna brauðgjafa en honum má halda í skefjum með skotum, Grágæsa pör- um hefur fjölgað úr tveimur í sext- án á niu árum og komust 30 ungar upp í sumar. Minna var um hettu- máfs- og kríuhreiður en oft áður en afkoma kríu var góð og urðu um 40 ungar fleygir. í lok skýrslunnar er ítrekuð nauð- syn þess að strax verði hafist handa um að girða borgarfriðlandið í Vatnsmýrinni og koma á eftirliti með Tjarnarfuglunum. Bent er á að á næstu árum verða öll varp- svæði utan flugvallargirðingar eyði- lögð, nema borgarfriðlandið. Tvisvar sinnum fleiri ungar komust á legg í ÁFANGASKÝRSLU um fuglarannsóknir við Tjörnina á þessu ári, kemur fram að fuglum fækkaði um 14% á þessu ári. Ekki er vitað um hvað veldur þessari fækkun en bent á að fyllt hafi verið upp í hluta Norðurtjarnar og gengið á varplönd í Vatnsmýrinni. Rúmlega tvisvar sinnum fleiri ungar komust á legg í ár miðað við 1988 og er líkleg skýring talin vera hagstæð fæðuskilyrði. Um 16% fleiri mýflugur veiddust í flugugildru við Norðurtjörnina í ár miðað við árið á undan. Fijósemi og klakárangur anda var ágætur í ár og góður árangur hjá öndunum í hóhuunum en lélegur hjá þeim sem urpu í Vatnsmýr- innni. Þar rændu hrafnar um 60% hreiðra. Samtals komust upp 143 andarungar. Best var afkoman hjá æðarfugli, skúfönd og gargönd en lélegri hjá stokkönd og duggönd eða 80% afföll. Þrátt fyrir að rúmlega tvisvar sinnum fleiri ungar hafi komist á legg miðað við árið í fyrra, sýnir meðaltal síðustu tveggja ára sam- anborið við meðaltal áranna 1973 til 1981 að færri ungar en áður Stokkönd með unga sína. Samgönguráðuneytið: Kostnaður ekki end- urgreiddur ef RUV feer jarðstöð frá EBU EF Ríkisútvarpið myndi þiggja jarðstöð af Evrópusambandi sjón- varpsstöðva (EBU) myndi það ekki fá endurgreiddan kostnað frá sambandinu, eins og hingað til hefúr tíðkast, að minnsta kosti næstu tvö árin og ef til vill Iengur; segir í frétt frá samgönguráðu- neytinu vegna synjunar beiðni RUV um að eiga og reka jarðstöð til móttöku sjónvarpsefnis. Þar segir að RÚV greiði nálega 15 milljónir króna í þáttöku- og rekstrargjlad árlega til EBU, sem síðan endurgreiði RÚV útlagðan kostnað gegn framvísun reikn- inga. Ákveðið hámark sé á þessum endurgreiðslum og þær geti að hámarki numið 375 þúsund gull- frönkum, sem jafngildi tæplega 10 milljónum íslenskra króna. Þannig hafi EBU endurgreitt ríkissjónvarpinu leigugjald vegna jarðstöðvarinnar í Skyggni.- Síðan segir að niðurstaða ráðu- neytisins hafi orðið sú að gera Pósti og síma að kaupa bráða- birgðalofnet nú og verði uppsetn- ingu þess lokið fyrir áramót. Ekk- ert sé því til fyrirstöðu að það verði staðsett í Efstaleyti, eins og RÚV hafi óskað eftir. Þá komi til greina viðræður um hugsanlegan rekstur RÚV á jarðstöðinni, þó eignarhald komi ekki til greina vegna fjarskiptalaganna. „Ríkisútvarpið og Póstur og sími eru báðar mikilvægar ríkis- stofnanir og eiga með sér fjölþætt samstarf. Samgönguráðuneytið leggur ríka áherslu á að samvinna þessara stofnana sé sem best og er ætíð reiðubúið að leggja sitt lóð á vogarskálina' til að svo megi verða,“ segir að lokum. PC Byrjenda- námskeið Skemmtilegt og gagnlegt nám- skeið fyrir þá sem eru að byrja að fást við tölvur. Tími: 21.. 23.. 28. og 30. nóv. kl. 20—23. BSRB, ASÍ og VR styðja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. Leiðbeinandi: Stefán Magnússon. Tölvufræðslan Borgartúni'28, sími 687590 frá 1 9 9 ACCOUO Nýr ACCORD 1990. Stíl- hreint, svipsterkt og klass- ískt útlitið segir ekki allt. Stórfelldar breytingar eru á bílnum frá fyrri árgerð- um. Má þar fyrst nefna 100% aluminium vél, (feyknalega) kraftmikil, 16-ventla og með tvöfalda jafnvægisása á sveifarás, sparneytin og umfram allt hljóðlát. Frábærir aksturseiginleikar sem eiga sér fáar hliðstæð- ur eru framkallaðir með endurbótum á fjörðun, sjálfstæðri fyrir hvert hjól, sem eykur rásfestu og öryggi í akstri. ACCORD 1990 er stærri, rýmri og vandaðri en áður. Aukin þægindi, meiri hljóðeinangrun, vandaður Honda frágangur og rúm- góður bíll fyrir 5 fullorðna, gerir aksturinn og tilveruna að samfelldri ánægjustund. Honda Accord 1990, glæsi- bifreið á hagstæðu verði sem sannarlega er vert að kynna sér. Sýning laugardag og sunnu- dag. Honda á Islandi, Vatna- görðum 24, sími 689900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.