Morgunblaðið - 16.11.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.11.1989, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 Bandaríkin: Gervihnöttur á niðurleið Houston. Reuter. RÚMLEGA tveggja tonna gervihnöttur mun falla niður í gufuhvolf jarðar í lok mánað- arins, að sögn talsmanna bandarísku geimvísindastofn- unarinnar, NASA. Hnettinum, er nefnist Solar Max, var skot- ið á loft 1980. Talið er að hann muni að mestu brenna upp-er hann kemur inn í gufu- hvolfið en mögulegt er að allt að 400 kílogramma þungir hlutar úr honum geti fallið til jarðar. Vísindamenn NASA segjast ekki geta sagt um það fyrir fram með mikilli pá- kvæmni hvar hnötturinn komi inn í gufuhvolfið. Braut hnatt- arins liggur ekki yfir ísland. Breskt sjúkrahús: Lík uppgötvað eftir sex daga London. Reuter. LÍK manns, sem orðið hafði bráðkvaddur inni á salerni í St. Bartholomews-sjúkrahús- inu, var ekki uppgötvað fyrr en sex dögum eftir andlátið, að sögn embættismanns hjá heilbrigðisþjónustunni í Lon- don. Maðurinn var 61 árs að aldri, einhleypur og átti enga aðstandendur. Hann var á leið í röntgen-myndatöku en kom við á salerni sem ekki er ætlað sjúklingum á sjúkrahúsinu, heldur gestum. „Að lokum vöknuðu grunsemdir hjá ræsti- tækni vegna þess að sömu dyrnar voru alltaf læstar og hún kallaði á hjálp,“ sagði embættismaðurinn. „En við viljum fá að vita hvers vegna maðurinn fannst ekki fyrr.“ S AS-flug til Lettlands? Stokkhólmi. Reuter. Skandinavíska flugfélagið -SAS mun hefja áætlunarflug til Tallinn í Eistlandi síðar í mánuðinum. I gær skýrði fé- lagið frá því að það myndi ef til vill hefja flug til Riga í Lettlandi á vori komanda og ætti í viðræðum við sovéska flugfélagið Aeroflot um lag- færingar á alþjóðaflugvellin- um í Riga. SAS verður fyrst vestrænna flugfélaga til að fljúga beint til Eystrasalts- landanna en sem stendur þurfa flugfarþegar á leið til þeirra að koma við í Leníngrad. Afg-anistan: Harðar árásir á Jalalabad Isiamabad. Reuter. AFGANSKIR mujahedin- skæruliðar gera nú harða hríð að borginni Jalalabad í austur- hluta Afganistan, að sögn tals- manna skæruliða sem hafa aðsetur í nágrannaríkinu Pa- kistan. Einn þeirra sagði 2.000 - 4.000 skæruliða hafa náð á sitt vald tveim varðstöðvum stjórnarhersins og skriðdreka, auk þess sem þeir hefðu eyði- lagt skötfærageymslur skammt frá borginni. Herlið Najibulla-stjórnarinnar hefur svarað árásunum með harðri sprengjuhríð á virki skæruliða í grennd við borgina. Frá því að Sovétmenn drógu her sinn á brott í febrúar hafa skæru- liðar lagt mikla áherslu á að ná Jalalabad. Talsmaður stjórnarinnar í Kabúl sagði á mánudag að skæruliðar hefðu um 10.000 manna lið við borg- ina. Holkeri útilokar aðild Finna að EB FINNAR munu ekki gera við Evrópubandalagið neina þá samn- inga, sem skerða frelsi þeirra til að taka eigin ákvarðanir. Hefur breska dagblaðið Financial Times þetta eftir Harri Holkeri, forsæt- isráðherra Finnlands, en hann var í þriggja daga opinberri heim- sókn í London í byijun mánaðarins. keri í viðtali við blaðið og útilokaði þar með í raun aðild Finna að EB, jafnt í bráð sem lengd. Hann lagði hins vegar áherslu á, að Finnar vildu taka þátt í þeirri efnahags- legu samræmingu, sem nú ætti sér stað í Evrópu, en útskýrði það ekki nánar. Holkeri sagði, að Finnar legðu mikið upp úr samstarfinu innan EFTA, Fríverslunarbandalags Evr- ópu, þar sem reynt væri „að halda sama takti“ og í EB-ríkjunum með alls kyns reglugerðarbreytingum og öðrum ráðstöfunum vegna innri markaðarins árið 1992. Hann tók hins vegar skýrt fram, að þótt ein- hver Austur-Evrópuríkjanna, til dæmis Ungveijaland, gerðust aðil- ar að EB myndi það engu breyta fyrir Finna. „Pólitískt frelsi Finnlands er ekki til sölu. Við munum aldrei fallast á, að ákvarðanir í okkar eigin málum verði teknar annars staðar en í Helsinki,“ sagði Hol- Noregur: Ottast að íjórir hafi týnt lífi í flug-slysi Slagsmál á Kýpur Meira en fimm hundruð námsmenn af grískum uppruna reyndu í gær að ráðast yfir grænu línuna svonefndu er skiptir löndum milli Grikkja og Tyrkja á Kýpur. Var þetta gert í tilefni þess að sex ár voru liðin frá því Kýpur:Tyrkir lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á sínum hluta eyjarinnar. Á myndinni sjást lögreglumenn tvístra hópn- um með kylfum. ^ Ósló. Reuter. ÓTTAST er, að sjúkraflugvél með Qóra menn innanborðs hafi farist í (jalllendinu í Norður- Noregi í fyrrinótt. Hafði hún ekki fúndist þegar síðast fréttist enda veður hið versta á þessum slóðum. Flugvélin, sem er af Cessna- gerð, hvarf af ratsjárskjám nokkru áður en hún átti að lenda á flug- vellinum í Bardufoss fyrir sunnan Tromsö en þangað var fyrirhugað að sækja sjúkling. Voru um borð tveir flugmenn, hjúkrunarkona og ungur námsmaður. Leit að vélinni var skipulögð strax en í gær var skyggni lítið sem ekkert vegna mikillar snjókomu og hvassviðris. Könnunarviðræður EB og EFTA: Gert ráð fyrir yfir- þjóðlegum lausnum - sagði Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður í ræðu á aukaþingi Norðurlandaráðs HJÖRLEIFUR Guttormsson al- þingismaður sagði í ræðu er hann flutti á þriðjudag á aukafundi Tékkóslóvakía: Stj órnin sleppir andófsmönnum Prag. Reuter. Tékkneskur dómstóll lét í gær lausa Qóra andófsmenn, sem höfðu verið handteknir fyrir að hvetja fólk til að minnast innrásar Varsjár- bandalagsríkjanna fyrir 21 ári. Hefur sú niðurstaða komið nokkuð á óvart. Andófsmaðurinn Miroslav Kusy var dæmdur í átta mánaða skilorðs- bundið fangelsi og til að vera undir eftirliti í 14 mánuði fyrir að hafa „skaðað hagsmuni ríkisins" en hinir þrír, Vladimir Manak, Hana Ponicka og Anton Selecky, voru sýknaðir af ákæru um að hafa hvatt til, að lagð- ir yrðu blómsveigar á þá staði þar sem fólk beið bana í innrásinni. Alexander Dubcek, burtrekinn formaður kommúnistaflokksins, var viðstaddur réttarhöldin, sem fram fóru í Bratislava, en í næstu viku verður réttað í máli fimmta andófs- mannsins, Jans Carriogurskys. Manet-mál- verká 1.700 milljónir Malibu í Kaliforníu. Reuter. SKÝRT var frá því í gær að J. Paul Getty-safnið í Bandaríkjun- um hefði keypt olíumálverkið „Rue Mosnier, fánum prýtt 30. júní 1878,“ eftir franska impres- sjónistann Edouard Manet fyrir sem svarar 1.700 milljónum ísl.kr. Myndin sýnir örkumla hermann haltra eftir götunni Rue Mosnier í París við lok hátíðardags, um það leyti er lífið við hana er aftur að færast í samt lag. Verkið var í eign listaverkasafnarans Pouls Mellons. Vaclav Maly, sem er framarlega í Mannréttindasamtökunum Charta ’77, sagði, að dómarnir hefðu komið á óvart en varaði þó við bjartsýni á, að harðlínustefna kommúnista væri eitthvað að linast. „Þeir vilja bara forðast beinar ögranir eins og á stendur og hafa nokkrar áhyggjur af ímynd sinni á Vesturlöndum," sagði hann. Norðurlandaráðs að staða Norð- urlanda með tilliti til Vestur- Evrópu væri háð verulegri óvissu um þessar mundir. Kvaðst hann setja spurningarmerki við það markmið Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) að koma á fót sameiginlegu, evrópsku efiia- hagssvæði og taldi gagnrýnisvert hvernig að þessu stefnumiði hefði verið unnið. Hjörleifur minnti á að hann hefði sem aðili að efnhagsnefnd Norður- landaráðs sett skýran fyrirvara um frelsi í fjármagnshreyfingum og ijármálaþjónustu hvað ísland áhrærði. Kvað hann sýnt að tillögur um evrópskt efnahagssvæði fælu m.a. í sér að reglur innri markaðar EB, sem verða mun að veruleika í árslok 1992, yrðu yfirfærðar á Norðurlönd. Slíkt teldi hann ekki eftirsóknarvert fyrir þau Norðurl- önd, sem aðild eiga að EFTA og að minnsta kosti ekki fyrir ísland. Hjörleifur sagði að mörg orð hefðu fallið um að aðild EFTA- ríkjanna að sameiginlega efna- hagssvæðinu mætti ekki fela í sér að þau gengjust undir yfirþjóðlegt vald. „Eftir könnunarviðræður sumarsins er Ijóst að framkvæmd á evrópsku efnahagssvæði felur í reynd í sér yfirþjóðlegar lausnir varðandi stofnanir, eftirlit og dóm- stóla, þótt reynt verði að breiða yfir þá staðreynd á pappírnum." Könnunarviðræður þær sem fram hefðu farið milli bandalaganna tveggja í framhaldi af Óslóarfund- inum í mars væru andstæða lýðræð- islegra vinnubragða. Gagnrýnislaus aðlögun Norðurlanda að EB væri ógnun við mörg norræn gildi. í ræðu sinni hvatti Hjörleifur Guttormsson ennfremur til þess að skjótt yrði brugðist við þeim hug- myndum sem Míkhaíl S. Gorbatsjov kynnti í heimsókn sinni til Finn- lands nýverið og kvaðst styðja ábendingar um hvernig auka mætti samskipti sovéskra valdhafa og ein- stakra sovétlýðvelda og Norður- landa. Lagði hann m.a. til að fulltrú- um Eystrasaltsríkjanna þriggja og Karelíu yrði boðað að koma sem áheyrnarfulltrúar á 38. þing Norð- urlandaráðs í Reykjavík. Bandaríkj aþing: Flykkjast um lög'gjöf í málum fiskmetiseftirlits ^ Washingtoh. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁTTA frumvörp til laga um fiskmetiseftirlit og breytingartillögur við þau liggja nú fyrir í báðum deildum Bandarikjaþings, sjö í fúlltrúadeildinni og eitt í öldungadeildinni. Umfangsmesta frum- varpið um þetta efni er borið fram í fúlltrúadeildinni. Flutningsmaður frumvarpsins trúadeildarinnar, hefir gerst mik- var upphaflega E. de la Gaza, sem er formaður landbúnaðarnefndar deildarinnar. Frumvarp hans gerir ráð fyrir “nákvæmri skoðun á og eftirliti með fiskmeti, sem selt er til neyslu I Bandaríkjunum, á borð við það, sem er krafist af eftirlits- aðilum með kjöti og öðrum hráum matvælum". John Dingell þingmaður, sem er formaður viðskiptanefndar full- ilvirkur stuðningsmaður lagasetn- ingar um fiskeftirlit. Hann vill láta neytendur bera kostnaðinn af eftirlitinu. Dingell lét svo um- mælt fyrir skömmu, að hann myndi stuðla að því, að lög verði sett um fiskeftirlitið áður en árinu lýkur. Síðan hefir umræðum í nefnd um málið verið frestað. Það er skoðun margra sem kunnugir eru starfsvenjum þings- ins, að fiskeftirlitsmálið sé orðið að bitbeini meðal þingmanna, sem telja, að mál þetta sé vinsælt meðal almennings og vilja því eigna sér heiðurinn af lagasetn- ingu um eftirlit á þessu sviði. Fiskimálastofnun Banda- ríkjanna (NFI) hefir gefið út nýjar og endurbættar reglur og ráð- leggingar um flutning á ferskum fiski og fiskmeti með flugvélum. Reglurnar eru samdar í samvinnu við Alþjóðaflugmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna (ATA) og eru afhentar félögnm í NFI, en meðal þeirra eru margir íslendingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.