Morgunblaðið - 16.11.1989, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.11.1989, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 Neyðarástand í San Salvador: Yilja vopnahlé til að hægt verði að hlynna að særðum San Salvador, Genf. Reuter. Reuter Tveir skæruliðar halda vörð í Zacarail-hverfi í San Salvador en hverf- ið er eitt þeirra sem skæruliðar hafa á valdi sínu. Hundruð manna hafa flúið hverfið af ótta við sprengjuárásir stjórnarhersins. RAUÐI krossinn hvatti í gær stjórnarherinn og skæruliða vinstrisinna í E1 Salvador til að Ie&SÍa niður vopn í höfúðborg landsins, San Salvador, til að hægt yrði að flylja særða á sjúkrahús. Barist var með vél- byssum og sprengingar glumdu við í borginni. Að minnsta kosti 600 manns, þar af 50 óbreyttir borgarar, hafa beðið bana í bar- dögunum fi*á því um 1.500 skæruliðar réðust inn í úthverfi borgarinnar á laugardag. Rúm- lega 1.000 hafa særst. í yfirlýsingu frá höfuðstöðvum Rauða krossins í Genf segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi ekki komist inn á átakasvæðin í San Salvador til að hlynna að þeim sem særst hafa í átökunum. Skæruliðamir réðust á laugardag á bústað Alfredos Cristianis, for- seta landsins, og síðan hefur ekk- ert lát verið á bardögum í verka- mannahverfum í útjöðrum borgar- innar. Skæruliðarnir hafast við í skot- gröfum og byggingum og veijast þar árásum herþyrlna. Utgöngu- bann gildir nú allan sólarhringinn og nær það til helmings borg- arbúa, sem eru alls um milljón. Borgarbúar sögðu að matvæli væru nú af skomum skammti á þeim svæðum sem skæruliðar hafa náð á sitt vald. íbúar þessara svæða áræða ekki að fara út á göturnar af ótta við bardagana. Utan átakasvæðanna vom fáir á ferli nema fyrir utan nokkra stór- markaði þar sem fólk reynir í ör- væntingu að tryggja sér þær fáu vömr sem enn em á boðstólum. Skæruliðarnir segjast njóta stuðnings borgarbúa en að sögn stjórnarinnar er borgumnum hald- ið í gíslingu. Útvarpsstöð stjórnar- hersins skýrði frá því að herinn myndi bráðlega gersigra skæmlið- ana, sem einnig era sigurvissir og segjast hafa náð þriðjungi landsins á sitt vald. 19 Lítiö inn tii okkar og skoöiö vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 INNIHURÐIR FATASKÁPAR UNGLINGAHÚSGÖGN HILLUSAMSTÆÐUR RATTAN-HÚSGÖGN SÓFASETT OG MARGT FLEIRA NY VERSLUN! ÁRMÚLI 1 - REYKJAVÍK Nií erum við á tveimur stöðum. BÚSTOFN hefur opnað nýja verslun í Armúla 1, Reykjavík, en rekur vitaskuldþá gömlu, góðu áfram af fullum krafti við Smiðjuveginn íKópavogi. BÚSTOFN er alltaf námer eitt í verðlagi og vörugœðum og nú númer eitt við Armúlann. Smiðjuvegi 6, Kópavogi — Ármúla 1 Sími 44 5 44 Opið á föstudögum til kl. 19. Opið á laugardögum frá kl. 10—16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.