Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 38
táÖRGÚNBLAÐIÐ IÞROTTIR ráMTUMGÓril NÓVEMBER 1989
Engíniaglar Minni
Gífurlegum fjármunum er árlega
variö í endurbætur og viögeröir,
því skulum við nýta okkur ónegldu
hjólbarðana og haga akstri eftir
aðstæðum.
GATNAMÁIASTJÚRINN í REYKJAVÍK
KRAFTLYFTINGAR
Magnús Ver
Evrópumeistari
Magnús Ver Magnússon hefur
verið úrskurðaður Evrópu-
meistari í kraftlyftingum, í 125 kg
flokki. Hann varð í öðru sæti í
flokknum þegar Evrópumótið fór
fram í Finnlandi 7. maí síðastliðinn,
en Vestur-Þjóðverjinn Ralph Giers,
sem sigraði, féll á lyfjaprófi á mót-
inu og hefur Magnús því verið færð-
ur upp í fyrsta sætið.
„Við vorum að fá þessar upplýs-
ingar. Þær koma seint og því erfitt
að vera með eitthvert „húllumhæ"
í tilefni af árangrinum. Þetta er þó
auðvitað mjög skemmtilegt, Magn-
ús fær verðlaunin og við fögnum
árangrinum. Þetta er í fyrsta skipti
sem íslenskur kraftlyftingamaður
hlýtur Evrópumeistaratitil. Þeir
hafa náð að setja Evrópumet, en
aldrei unnið þennan titil fyrr,“ sagði
Oskar Sigurpálsson, formaður
KRAFT, í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Magnús Ver lyfti samanlagt 885
kg á Evrópumótinu, en Vestur-
Þjóðverjinn 920 kg.
Magnús Ver Magnússon.
BLAK/ HMKVENNA
Kúba heimsmeistari
Lið Kúbu varð heimsmeistari kvenna i blaki. Keppnin hefur staðið yfir í Japan
að undanfömu. Síðasti keppnisdagur var í gær og urðu úrslit þá sem hér segir:
Sovétrikin sigruðu Kanada 3:1 (15:8 13:15 15:9 15:2), Kúba vann Suður Kóreu 3:0
(15:8 15:12 15:4), Austur-Þýskaland vann Perú 3:2 (9:15 6:15 15:7 16:14 15:13) og
Kína sigraði Japan 3:0 (15:13 15:4 15:7). Kúba hlaut 14 stig, Sovétríkin hlutu 13,
Kína 12, Japan 11, Perú, Austur-Þýskaland og Suður Kórea 9 og Kanada rak lestina
með 7. Gefin voru tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir tap.
BESTA HVAÐ?
fBisíÁl er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hreinlætisvörum.
íbestái iivóiif öll efni og áhöid til ræstinga og hreinlætis.
ÍBESÍÁ) VERÐIÐ (BÉSTÁ) þJONUSTAN
Öll hreinsiefni, bón, sápur, hand-
þvottakrem og sérefni til hreinsunar.
Ræstivagnar og séráhöld.
Jani-Jack Moppuvagnar.
Teppahreinsivélar, vatnssugur og
ryksugur. Einnig snúningsburstavélar.
IBESTAI
Hýbýlavegi 18, Kóp.
Sími 91-641988
opið 9-18.
(SÍSTÁ)
Hafnargötu 61,
Keflavík,
Sími 92-14313
opið 13-18.
HANDBOLTI / FELAGASKIPTI
Dagur vonar
FYRIR skömmu var íslenskur handknattleiksmaður, sem skipti
um félag, dæmdur í sex mánaða leikbann hjá Dómstóli HKRR
og Dómstóli HSI vegna þess að félögin, gamla félag viðkom-
andi leikmanns og hið nýja, komust ekki að samkomuiagi um
félagaskiptin. Málinu var áfrýjað tii Dómstóls ÍSÍ, sem vísaði
þvífrá. Dæmt var samkvæmt lögum HSÍ, en bæði Dómstóll
HSÍ og ÍSÍ gagnrýndu harðlega þau reglugerðarákvæði, sem
í gildi eru og farið var eftir.
HSÍ segir m. a. í sinni greinar-
gerð um málið að stöðugt
sé verið að vinna að endurskoðun
á starfsreglunum. „í dag gilda
AF ákveðnar reglur
innlendum um félagaskipti
VETTVANGI sem félögin hafa
^ sett sér, að vissu
leyti taka þær niið
að handbolti á ís-
landi er á „heims-
mælikvarða" og
stefna hefur verið
tekin á „hálf-
atvinnumennsku“
Steinþór
Guðbjartsaon
skrifar
framtíðinni“
Frelsi einstaklingsins
HSÍ fer þarna undan í flæm-
ingi. Sambandið er með áhuga-
mannareglur í gildi hvað sem allri
hálfatvinnumennsku líður og
menn hljóta að leggja þann skiln-
ing í áhugamennsku að ieikmanni
sé í sjálfsvald sett með hvaða fé-
lagi hann leikur, sé vissum grund-
vallarskilyrðum uppfyllt sbr.
ákvæði 5. gr. 2. c og d í lögum
ÍSÍ um réttindi og skyldur. Reglu-
gerðin um félagaskipti í dag á
kannski rétt á sér í háifatvinnu-
mennsku á morgun, en það er
alit annar handleggur.
„Leikmaður sem óskar eftir
félagaskiptum skal fá undirskrift
hins nýja svo og síns gamla félags
á félagaskiptaeyðublað HSÍ. Séu
félögin ekki sammála um félaga-
skipti viðkomandi leikmanns fyrir
1. ágúst skal ieikmaður sæta leik-
banni með sinu nýja félagi í 6
mánuði frá 1. ágúst að telja.“
Þannig er sá hluti 3. gr. B.4 reglu-
gerðar HSÍ um handknattleiks-
mót, sem málið snýst fyrst og
fremst um.
Dómamir bera þess augljós
merki að reglugerðin um félaga-
skipti innaniands er út í hött og
henni verður að breyta.
„Það verður að teljast að-
finnsluvert að við setningu þessa
reglugerðarákvæðis skuli ekki
hafa verið veittur frestur á gildis-
töku leikheimildar, eða leikbanns
eftir atvikum til þess að gefa fé-
lögunum færi á að ræðast við og
ná samkomulagi um félagaskiptin
eða krefjast rökstuddrar neitunar
fyrir félagaskiptum“, segir m. a.
í rökstuðningi dómstóls HSÍ.
„Ákvæði þetta heggur nærri
gmndvallarreglum laga ÍSÍ, sbr.
5.gr. 2. c og d, um ftjálsa félags-
aðild, þátttöku í félagsstarfi og
jafnrétti félagsmanna, og getur
bersýnilega leitt til ósanngjarnar
niðurstöðu fyrir einstaka félags-
menn...Þrátt fyrir ágalla hins
umdeilda ákvæðis í mótareglu-
gerð HSÍ telur Dómstóll ÍSÍ sig
ekki hafa nægilega heimild í lög-
um ÍSf til að víkja þvi til hliðar“,
segir m. a. í dómi dómstóls ÍSÍ.
„Grundvaliaratriðið er að regl-
urnar eru ekki nógu góðar. Það
er búið að hræra svo oft í þeim
að þær era ónothæfar og það er
skitalykt af þessu máli,“ sagði
Kjartan Steinbach, formaður
dómaranefndar HSÍ og í laga-
nefnd, aðspurður um þetta mál
og margir aðrir tóku í sama
streng.
Spurningar
Ýmsar spurningar hljóta að
vakna. Getur félag neitað að
sk,rifa undir félagaskipti, þegar
áhugamaður er skuldlaus ( al-
mennt átt við félags- og æfinga-
gjöld ) við það? Hafa áhuga-
mannafélög yfir höfuð nokkurn
rétt til að skipta sér af og semja
um félagaskipti áhugamanns? Er
hægt að binda áhugamenn í átt-
hagafjötra? Og svo má lengi halda
áfram.
Umræddum dómi verður ekki
breytt, en meðan á málinu stóð
fékk HSÍ bakþanka og skipaði
nefnd til að endurskoða félaga-
skiptalögin. Mistök hafa verið við-
urkennd, reglunum verður breytt,
en til þess varð að gera áhuga-
mann að fórnarlambi. Er það ekki
of langt gengið?