Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 4

Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989 Hjörtur O. Aðalsteins- son skipað- ur saka- dómari FORSETI íslands hefur skip- að Hjört O. Aðalsteinsson í embætti dómara við saka- dóm Reykjavíkur I stað Ár- manns Kristinssonar sem lát- ið hefur af störfum fyrir ald- urs sakir. Hjörtur 0. Aðalsteinsson fæddist 27. febrúar 1952. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1977 og hefur síðan starfað við sakadóm 1 Hjörtur O. Aðalsteinsson Reykjavíkur, síðast sem aðalfull- trúi yfirsakadómara. Hjörtur 0. Aðalsteinsson er kvæntur Hafdísi Sigurbjöms- dóttur, fulltrúa við Sparisjóð Kópavogs. Þau eiga tvær dætur. Fækkun fiskvinnslu- fyrirtækja hlýtur að verða á næstu árum - segir Arnar Signrmundsson formaður Sambands fiskvinnslustöðva „SAMTÖK fískvinnslustöðva hafa lagt á það áherslu að ekki sé verið að veita stofnlán til nýrra fiskvinnslufyrirtækja, og á næstu misserum og árum hlýtur að eiga sér stað veruleg fækkun fisk- vinnslufyrirtækja, ýmist með samruna þeirra, eða þá að þau hætta rekstri," segir Arnar Sigurmundsson, formaður sljórnar Sambands fiskvinnslufyrirtækja. Kristján Ragnarsson, formaður LIU, sagði í ræðu sinni við upphaf aðalfundar LÍÚ á fimmtudaginn, að ekki væri úr vegi að velta því fyrir sér hvort æskilegt sé að fækka fiskvinnslustöðvum og auka með því arðsemi vinnslunnar. Arn- ar sagðist vilja benda á að á þessu ári hefði aðilum í saltfiskvinnslu fækkað um rúmlega 80, og væru saltfiskverkendur nú um 300 tals- ins í stað tæplega 400 í fyrra. „Þau fyrirtæki sem hætt hafa störfum eru flest lítil fyrirtæki, og hafa getað hætt vegna þesS að þau skulda ekki mikla peninga. Það hefur einnig orðið dálítil fækkun i frystingunni, og þá annað hvort hreinlega með lokun einstakra fyr- irtækja eða samruna þeirra. Þess- um hefðbundnu frystihúsum mun án efa fækka töluvert á næstu árum, en við leggjum á það áherslu að víða á stöðum úti á landi er aðeins eitt frystihús, þannig að málið snýst ekki eingöngu um það hvort fækka eigi frystihúsum á þeim stöðum, heldur snýst það um byggðastefnu. Þess vegna getum við ekki séð að þar geti átt sér stað fækkun heldur annars staðar þar sem fleiri hús eru til staðar. Ég vil því ekki meina að við höfum neitt verið að draga úr því að fisk- vinnslustöðvum fækki, og í álykt- unum frá okkur höfum við lagt áherslu á að þetta muni gerast,“ sagði Arnar Sigurmundsson. VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR ÍDAG, 18. NÓVEMBER. YFIRLIT í GÆR: Um 900 km suðsuðvestur af landinu er 979 mb djúp og víðáttumikil lægð sem þokast suðaustur en heldur vax- andi 1025 mb hæð yfir Grænlandi hreyfist austur. Veður fer kóln- andi. SPÁ: Norðaustan kaldi eða stinningskaldi um allt land, él norðan- lands og austan en léttskýjað sunnan til. Kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Vestan eða norövestan strekkingur og él við norðurströnding, einkum á sunnudag, en annars hæg breytileg átt og léttskýjað um alit land. Frost 0-10 stig, mest í innsveitum. TÁKN: G Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir = Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri ri-0 hálfskýjað Reykjavík 1 úrkoma í grennd Bergen 8 léttskýjað Helsinki 2 súld Kaupmannah. 7 léttskýjað Narssarssuaq +10 léttskýjað Nuuk +7 léttskýjað Osló 2 léttskýjað Stokkhóimur 5 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 13 þrumuv.á s.klst. Amsterdam 6 léttskýjað Barcelona 16 skýjað Berlfn 5 heiðskírt Chicago +9 skýjað Feneyjar 9 léttskýjað Frankfurt 6 heiðskirt Glasgow 8 skýjað Hamborg 5 heiðskirt Las Palmas vantar London 6 mistur Los Angeles 12 heiðskirt Lúxemborg 5 léttskýjað Madríd 14 alskýjað Malaga 16 rigning á sfð.klst. Mallorca 20 skýjað Montreal +0 urkoma i grennd New York 3 léttskýjað Orlando 8 skýjað Parfs 7 léttskýjað Róm 12 rigningásíð.klst. Vín 2 léttskýjað Washington 2 léttskýjað Winnipeg +16 snjókoma Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Tranströmer o g Nordbrandt í hópi tilneftidra Kaupmannahöfn. Frá NJ.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. NÚ HEFUR verið skýrt írá hverjir hafa verið tilnefhdir til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs á árinu 1990. Verður verðlaun- unum, rúmlega 1,3 millj. ísl. kr., úthlutað á fúndi Norðurlandaráðs í Reykjavík 28. febrúar nk. Svíar tilnefna tvö ljóðskáld, Ragnar Thoursie fyrir ljóðasafnið „Krákorna skrattar" o'g Tomas Tranströmer fyrir ljóðasafnið „För levande- och o döda“. Norðmenn nefna til Tor Áke Bringsværd fyr- ir skáldsöguna „Gobi“ og Bergljot Hobæk Haff fyrir skáldsögu, sem nefnist „Den_ guddommelige tra- gedie“. Frá íslandi koma rithöf- undurinn Svava Jakobsdóttir og skáldið Matthías Johannessen og, frá Finnlandi rithöfundurinn Rosa Liksom og ljóðskáldið Solveig von Schoulz. Samar tefla sínum eigin manni fram og heitir hann Nils- Aslak Valkeapáa. Rithöfundurinn Peer Hultberg og ljóðskáldið Hen- Bærinn er á Snæ- fellsnesi Á miðvikudaginn birti Morgun- blaðið frétt um auglýsingu bandaríska símafyrirtækisins AT&T, þar sem ísland var notað til að auglýsa þjónustu félagsins. í auglýsingunni voru mynd af sveitabæ og nafn og símanúmer, sem áttu að vera í Vík í Mýrdal. Bærinn á myndinni er hins vegar ekki í Mýrdalnum frekar en síma- númerið, heldur er þar um að ræða bæinn Lágafell - Syðra í Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi, sem nú er í eyði. Fjallið, sem bærinn stend- ur undir, heitir Elliðahamar. rik Nordbrandt verða fulltrúar Dana. Innlend tilboð í Arna Friðriksson: I athugun að greiða það sem á vantar Hafrannsóknastofhun hef- ur ekki næga peninga til að taka íslensku tilboði í breyt- ingar á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, að sögn Halldors Ásgrímssonar sjáv- anitvegsráðherra. Hann segir að í athugun sé að greiða það sem á vantar svo að taka megi innlendu til- boði. Gert var ráð fyrir að Ha- frannsóknastofnun hefði 64 milljónir króna til að greiða allmiklar breytingar á Áma Friðrikssyni. Halldór Ásgríms- son segir að um það bil 26 milljónir vanti á þessa upphæð til að taka lægsta íslenska til- boðinu í verkið. Innlendu til- boðin séu mjög áþekk, en sam- kvæmt lauslegu mati sé lægsta erlenda tilboðið um 13 milljón- um lægra, eða nálægt 77 millj- ónum kr. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að ákvörðun um hvaða tilboði verði tekið muni að líkindum tekin nú um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.