Morgunblaðið - 18.11.1989, Qupperneq 10
10
SEXTAN
STORAR
SIÐUR
AF
SPENNANDI
í Sprellibókinni
er aö finna leiki,
þrautir, uppskriftir,
föndur og samkeppni
með Floridaferð
í verðlaun.
ALLT ÞETTA
OG MARGT
FLEIRA
FÆST
í MATVÖRUBÚÐUM
Á
LAUGAKDAG.UR L8j nOvEMP£R
Sinfóníu-
tónleikar
_______Tónlist________
Jón Ásgeirsson
Strauss, Prokofiev og Sibelius
skiptu með sér efnisskrá sinfóníu-
tónleikanna sl. fimmtudag. Einleik-
ari var Joshua Bell en stjórnandi
Petri Sakari. Fyrsta verkið var
tónaljóðið Don Juan, eftir Richard
Strauss. Verkið er byggt á ljóði
eftir Lenau um þann Don Juan, sem
leitar án árangurs að hinni full-
komnu kvenímynd en dulbúinn djöf-
ullinn (óvinurinn) kemur um síðir
og sækir hann.
Þrátt fyrir að tilteknum steijum
hafi, frá hendi tónskáldsins, verið
ætlað að tákna ákveðin atriði i sög-
unni, er verkið svo vel gert að það
er fullgilt sem hrein tónlist, þar sem
tónvefnaðurinn einn er leikhús
verksins. Verkið var á margan hátt
vel flutt undir stjórn Petri Sakari
og átti Kristján Þ. Stephensen
þarna ágæta einleikslínu.
Annað verkið var fiðlukonsert
nr. 1 eftir Prokofiev. Einleikari var
Joshua Bell, 21 árs gamall fiðluleik-
ari frá Bloomington. Það má í stuttu
máli segja að Bell er mikill listamað-
ur og ekki aðeins tæknilega, heldur
og í túlkun. Konsertinn er ekki
hefðbundinn að formi til og t.d. er
þar ekki að finna kadensur eða
víxlleik á milli hljómsveitar og ein-
leikara, sem oft einkennir konsert-
formið. Einleikslínurnar og undir-
leikur hljómsveitarinnar er í raun
sinfónískur samleikur og má vera
að þessi gerð verksins hafi valdið
því að það var ekki flutt opinber-
lega fyrr en 1923 og þá í París,
undir stjórn Koussevitzky.
Síðasta verkið var Lemminkáin-
en-svítan eftir Sibelius. Þetta verk
er meingallað og í raun er aðeins
einn þáttur verksins, Svanurinn frá
Tuonela, leikinn. Galli verksins ligg-
ur bæði í formskipaninni og svip-
lausum stefjahugmyndum, enda er
eins og tónskáldið ætli „aldrei að
koma sér að verki“ og þó margoft
bregði fyrir snjöllum blæbrigðum í
hljómsveitarrithættinum, er allt of
mikið um þreytandi „tremolo" í
strengjunum. Hjómsveitin var góð
og Daði Kolbeinsson lék „svaninn"
mjög vel á enska homið sitt.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 513. þáttur
Kvenheitið Svala kemur einu
sinni fyrir í fornsögum okkar, í
Bandamanna sögu, eins og
fram kom í síðasta þætti (vísa
Óspaks Glúmssonar).
Um uppruna fuglsnafnsins
svala eru skiptar skoðanir. Ein-
faldast er að hugsa sér skyld-
leika við lýsingarorðið svalur=
kaldur og Óðinsheitið Svölnir.
Öldum saman hét engin
íslensk kona Svala. Það er fyrst
í manntalinu 1910 að ein heitir
því nafni, einnefnd, enda var þá
fólk Einars Benediktssonar er-
lendis, eins og sagði í síðasta
þætti. Árin 1921-50 voru 129
meyjar skírðar Svala. í þjóð-
skránni 1982 heita þessu nafni
einu eða fyrra af tveimur 181,
skírðar það ár 7 og tvær 1985.
Hrefiia er aðeins nefnd ein í
fomum bókmenntum,_ Ásgeirs-
dóttir, kona Kjartans Ölafssonar
í Laxdælu. Nafnið var síðan
ekki til öldum saman, t.d. hvorki
í manntalinu 1855 né 1870. En
1910 eru Hrefnur orðnar 58,
skírðar 1921-50 alls 286. í þjóð-
skránni 1982 heita Hrefna einu
nafni eða fyrra 466, skírðar það
ár 13 og þremur árum seinna 8.
Örn er fornt mannsnafn og
alþekkt fuglsheiti. En öldum
saman var karlmannsnafnið ekki
notað hérlendis, enda munu
margir hafa skynjað orðið örn
í kvenkyni og beygt það eins og
tjörn. Enginn Orn er 1703,
1801, 1845, 1855 né 1870. Og
Ernir eru ekki nema 7 1910.
En svo kemur stökkið. Árin
1921-50 fá 504 sveinar nafnið
Örn. í þjóðskrá 1982 eru þeir
2.411, og skipar nafnið 9. sæti
karla. Sama ár, 1982, voru
hvorki fleiri né færri en 116
skírðir Örn (nr. 2) og 1985 97
(nr. 2). Langoftast er það síðara
nafn.
Hefur þá verið gerð grein fyr-
ir fuglaheitum þeim sem Einar
Benediktsson og Valgerður
Zoéga gáfu börnum sínum að
síðara skírnarnafni. Þau sýnast
hafa vakið öll þessi nöfn til
lífsins eða átt a.m.k. ríkan þátt
í því, sjá síðasta þátt.
★
Jón Á. Gissurarson í Reykja-
vík skrifar svo:
„í laugardagsþætti þínum
þann 21/10 sl. spyr þú, hvernig
mönnum líki er breytt er ávarps-
formi minn Jesú í minn Jesús.
í fæstum orðum sýnist mér að
hér séu herfilegustu málspjöll á
ferð, sem kveða bæri niður hið
bráðasta. Amma mín kenndi mér
að lesa. Þetta var fyrir daga
Litlu gulu hænunnar svo að Jó-
hannesar guðspjall varð fyrir
vali. Samtímis lét hún mig hafa
eftir sér og læra eitthvað úr
Passíusálmum Hallgríms Pét-
urssonar. Mér er enn í minni er
mér varð á sú skyssa að tafsa
Víst ertu, Jesús, kóngur klár,
að amma leiðrétti af bragði í
Jesú svo að eftir var munað.
Hún sagði engum heimilt að
breyta sálmum sr. Hallgríms,
[hann] hefði sagt aðra menn
geta ort betri sálma og færi vel
á því, en sína skyldu þeir láta
óáreitta.
Sálmabók til kirkju- og
heimasöngs var gefin út 1972
og síðan endurprentuð níu sinn-
um óbreytt, síðast 1988. í þess-
ari útgáfu er ávarpsfallinu Jesú
sleppt en í st,að þess alls staðar
sett Jesús. Ég skrifaði nokkrar
línur í Morgunblaðið og fann að
þessu, taldi hér rangt að staðið.
Biskup íslands, Sigurbjörn Ein-
arsson, hélt uppi vörnum fyrir
ritnefnd, enda formaður hennar.
Rök hans voru að ávarpsformið
Jesú væri orðið fólki svo fram-
andi, að jafnvel prestlingum
gengi treglega að tileinka sér
það skammlaust.
Þess má geta að sumir sálmar
verða ósönghæfir með þessum
nýja stíl, enda kirja kirkjukórar
sem fyrr Víst ertu, Jesú, kóngur
klár.
Gísli, haf þökk fyrir að hefja
þessa umræðu. Beittu áhrifa-
mætti þínum svo að sálmar sr.
Hallgríms birtist í nýrri sálma-
bók svo sem hann kvað þá og
kynslóðir hafa lært þá og sungið
í röskar þijár aldir.
Með bestu kveðjum."
Eg þakka Jóni fyrir bréf hans
gott og önnur slík fyrri. Góður
þykir mér stuðningur hans í
sambandi við beygingu nafnsins
Jesús. En um áhrifamátt minn
í þessu efni er ekki mikið að
segja. Ég skrifaði tvisvar um
þetta í þáttum þessum 1982
(með góðum stuðningi Baldurs
Símonarsonar og sr. Bjartmars
Kristjánssonar) og síðan sér-
staka grein hér í blaðið í júlí
1983. En ég er því miður hrædd-
ur um að það hafi verið „með
öllu forgefins", svo ég grípi til
dönskuskotins máls Sveins lög-
manns Sölvasonar um annað
efni. En seint er fullreynt, og
„það munar um mannsliðið,
drengir".
★
Tíningur:
1) „Mikil breidd í gæðum“,
heyrðist í auglýsingu. Þetta er
álappalegur, óíslenskur nafn-
orðastíll. Líklega á þetta að
merkja að gæði (vörunnar) séu
margvísleg eða fjölbreytileg.
Kannski merkir þetta þó það
eitt á mannamáli, að mikið sé
til af góðum vörum.
2) Nú heyri ég sjaldan orðið
ös um mannmergð, t.d. í búðum.
Mér sýnist ös í nokkurri hættu,
svo stutt og laggott sem orðið
er, vegna sínotkunar orðsins
örtröð. Látum tilbreytingu og
orðauðgi lifa!
3) Fyrirsögn í blaði: „Fjalla-
lambið þyngra en fyrir ári
síðan“. Þegar fréttin er Iesin,
kemur í ljós að fallþungi dilka
var meiri en í fyrra.
4) Viljið þið senda mér stutt
og hentugt orð yfir þann árdeg-
isverð sem Englendingar kalla
brunch, hjá þeim samandregið
úr breakfast og lunch, þegar
slíkum máltíðum er slengt sam-
an.
★
Hlymrekur handan kvað:
Skiptir engu þótt Giúmur sé gnafinn,
um greiniieg svör er hann krafinn:
í Þinghólaskarði
er þítt undir barði,
og þar liggur hundurinn grafinn.
Basar kvennadeildar Rauða krossins
KVENNADEILD Reykjavíkurdeildar Rauða krossins heldur hinn árlega
basar sinn í Hótel'Lind, Rauðarárstíg 18, sunnudaginn 19. nóv. og hefst
hann kl. 14 e.h. Þar verða konurnar með á boðstólum margskonar handa-
vinnu, heimabakaðar kökur, jólakort félagsins og margt fleira. Allur ágóði
rennur til bókakaupa fyrir sjúkrabókasöfn spítalanna.
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
‘p^ARMA
PLAST
ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640
Þ.ÞDRCBÍMSSOHfcCO
E30iaE3OH0.
gólfflísar - kverklistar
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
01 i Cft OH Q7A LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri
L\ I UU " L I 0 / U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LOGG. FASTEIGNASr
Til sölu eru að koma m.a. þessar eignir:
Glæsileg íbúð í Fossvogi
2ja herb. stór íb. 62,3 fm á 1. hæð við Kelduland. Sérhiti. Allar Innr.
eins og nýjar. Sérlóð. Sólverönd. Útsýni.
Sérþvottahús - bílhýsi - útsýni
Stór og góð 4ra herb. íb. 109,5 fm á útsýnisstað við Dalsel. Sér-
þvottah. 3 góð svefnherb.
Góð sérhæð í Laugarneshverfi
5 herb. íb. á 2. hæð í reisui. steinh. um 120 fm. Sólsvalir. Sérhiti.
Ágæt sameign. Bílskréttur. Eignaskipti mögul.
Suðuríbúð í Álftamýri
2ja herb. á 4. hæð 59,5 fm vel með farin. Útsýni. Gott verð.
Skammt frá Hlemmtorgi
endurn. 3ja herb. íb. á 2. hæð í reisul. steinh. 72,6 fm nettó. Risherb.
fylgir. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. í lyftuh. í Hólahverfi.
Endaraðhús - ein hæð - bílskúr
Gott endaraðh. ein hæð um 140 fm við Hraunbæ. Góður bílsk. fylg-
ir. Laust strax. Sanngjarnt verð.
Glæsilegt endaraðhús í Seljahverfi
með 6 herb. íb. á tveimur hæðum auk jarðhæðar sem getur verið lítil
séríb. Bílsk. fylgir.
Opið í dag laugardag
frákl. 10.00-16.00
Óvenju margir
fjársterkir kaupendur.
LAUGAVEG118 SfMAR 21150-21370
AIMENNA
FASTEIGNASALAH