Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARD^GUR 18. NQVEMBEfi 19^9
Líflbeltin tvö og
umhverfísmál
eftir Sveinbjörn
Dngfínnsson
í Morgunblaðinu 11. nóvember
sl. kom fram sjónarmið tveggja
stjórnmálamanna um stjórn og
skipan umhverfismála. Olafur G.
Einarsson alþingismaður segir í við-
tali, að sjálfstæðismenn óttist, að
með umhverfisráðuneyti muni ríkis-
báknið enn þenjst út og „ekki væri
heldur eðlilegt að þau ráðuneyti sem
hingað til hefur haft umhverfis-
málaflokka á sinni könnu yrðu losuð
undan ábyrgð sem þau ættu áfram
að hafa.“
Sjónarmið Ólafs um dreifingu
ábyrgðar eru í samræmi við þá
meginstefnu, sem nú er að komast
á um heim allan í umhverfismálum
og byggist á tillögum nefndar, sem
starfaði á vegum Sameinuðu þjóð-
anna undir forsæti Gros Harlems
Brundtlands. í áliti nefndarinnar
kemur fram, að ekki sé góð reynsla
af þeirri tilhögun sem gilt hefur við
stjóm umhverfismála frá því fyrst
var fárið að stjórna þeim úr um-
hverfisráðuneytum upp úr 1970.
Umhverfisráðuneytin hafi þá tekið
við afleiðingum af ákvörðunum og
háttsemi annarra og reynt að bæta
úr umhverfistjóni sem hafi orðið.
Það fyrirkomulag telur nefndin að
hafi ekki gefist nógu vel.
Nefndarálitið mælir með að allír
þeir Verði gerðir meðvitaðir um
ábyrgð sína sem með gerðum sínum
eða aðgerðarleysi geta haft áhrif á
umhverfið og valdið umhverfistjóni,
hvort sem um er að ræða stjórn-
völd, stofnanir eða einstaklinga. A
þann hátt verði þess allstaðar gætt
við framleiðslu og nýtingu auðlinda,
að ekki sé gengið á þær, og jafn-
framt stefnt að aukningu þeirra.
Viðar Gunnarsson bassasöngvari.
V estmannaeyjar:
í einkaviðtali sem þýski jafnaðar-
maðurinn og stjórnmálamaðurinn
Oskar Lafontaine átti við Alþýðu-
blaðið laugardaginn 2. september
sl., segir m.a.: „Hann sagði t.a.m.
að það gengi ekki að umhverfismál-
um verði steypt í eitt ráðuneyti og
þar væri unnið að þeim meðan önn-
ur ráðuneyti héldu óbreyttri stefnu.
Leggja þyrfti áherslu á að allir
væru jafn ábyrgir."
Á fjárlögum Noregs árið 1989
er veitt 6.348,4 m kr. til umhverfis-
mála.
í grein sem Jón Sigurðsson, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, skrifar
í sama blað, koma fram gagnstæð
sjónarmið við þau sem Ólafur kynn-
ir, þar sem hann segir: „Tillögur
Sjálfstæðisflbkksins um samræmda
yfirstjórn umhverfismála, sem falin
væru einu núverandi ráðuneyti, en
dreifða ábyrgð á framkvæmdinni,
eru gallaðar að því leyti, að almenn-
ingur veit þá ekki hvert hann á að
snúa sér með umhverfiserindi."
Lífbeltin tvö
Kristján heitinn Eldjárn, fyrrver-
andi forseti, mun hafa verið fyrstur
manna til að nefna auðlindir okkar
á landi og í sjó lífbeltin tvö. Það
gerði hann í snjöllu nýársávarpi
1972, þar sem hann sagði m.a.:
„bersýnilegt er að fyrr en varir
verður það talin ein af frumskyldum
allra þjóða að taka virkan þátt i
að friða, rækta og vernda land og
sjó, vernda náttúruna um leið og
þær nytja hana og lifa á henni.“
Síðar segir: „Það má með sanni
tala um lífbeltin tvö, grónu ræmuna
eða beltið upp frá ströndinni og sjó-
ræmuna með ströndum fram ...“
Enn segir, „sumir óttast að hug-
myndir um gróðurvernd séu hættu-
Selma Guðmundsdóttir píanóleik-
ari.
Tónleikar á morgun
VIÐAR Gunnarsson bassasöngvari og Selma Guðmundsdóttir pianó-
leikari halda tónleika í Vestmannaeyjum á morgun, sunnudaginn
19. nóvember. Tónleikarnir verða í Félagsheimilinu við Heiðarveg
og hegast klukkan 17.
Á efnisskránni verða íslensk ein-
söngslög eftir Árna Thorsteinsson,
Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefáns-
son, Karl 0. Runólfsson og aríur úr
óperum eftir W.A. Mozart, G. Verdi
og G. Rossini.
Viðar Gunnarsson stundaði
söngnám við Söngskólann í
Reykjavík frá 1978-81 þar sem
Garðar Cortes var aðalkennari hans.
Að loknu 8. stigs prófí frá skólan-
um var Viðar við framhaldsnám hjá
Dr. Folke og Gunvor Sallström í
Stokkhólmi.
Viðar hefur sótt námskeið hjá
Erik Werba, hjá Helene Karusso og
Kostas Paskalis. Viðar hefur haldið
sjálfstæða tónleika bæði í Svíþjóð
sem hér á landi og auk þess hefur
hann sungið ýmis óperuhlutverk hjá
íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu.
í næsta mánuði fer Viðar til
Vínarborgar til þess að syngja við
Kammeróperuna og mun hann
syngja hlutverk Sarastros í Töfra-
flautunni eftir W.A. Mozart.
Selma Guðmundsdóttir lauk ein-
leikaraprófi frá Tónlistarskólanum i
Reykjavík þar sem aðalkennari
hennar var Árni Kristjánsson. Hún
stundaði framhaldsnám hjá Hans
Leygraf, fyrst við Mozarteum í Salz-
burg, síðan við Staatliche Hochsc-
hule fúr Musik und Theater í Hanno-
ver.
Selma hefur sótt námskeið í
píanóleik, m.a. hjá Frantisek Rauch
í Prag og Pierre Sancan í Nice.
Fyrstu opinberu tónleikar Selmu
voru hjá Tónlistarfélaginu í
Reykjavík 1977.
Síðan hefur hún margsinnis kom-
ið fram sem einleikari og í samleik,
bæði á íslandi, í Svíþjóð og í Banda-
ríkjunum.
legar fornum atvinnuvegum," en
....þau ráð er hægt að finna með
nútímaþekkingu og tækni og raun-
ar blasir alls staðar þetta sama við,
að samræma nýtingu og vernd.
(Leturbr. mín Sv.D). Um þetta ættu
allir að geta verið sammála."
Hér kynnir Kristján Eldjárn sömu
sjónarmið og eru meginstefnumið í
skýrslu Brundtland-nefndarinnar
15 áium síðar.
Ráðherrann segir í grein sinni.
„ísland er girt tveimur lífbeltum,
sjónum og gróðurlendinu. Við þurf-
um að gæta að þeim báðum." Hann
nefnir ekki, hvernig við skulum
gæta lífbeltisins í sjónum, en nefnir
sitt hvað varðandi lífbeltið á landi
og segir. „Afskipti stjórnvalda af
búskaparháttum í landinfu verða að
breytast í þá átt að hlífa landinu
við ofbeit. Þetta er hægt að gera
með ýmsu móti, en stöðvun lausa-
göngu búijár er mikilvægasta
skrefið. Einnig á þessu sviði þarf
að leita leiða að málamiðlunum sem
líklega verða samofnar úr efna-
hagslegri hvatningu og beinum til-
skipunum."
Stjórnvöld hafa þegar um fjölda
ára haft afskipti af búskaparháttum
til þess að hlífa landinu við ofbeit.
Beitartími á afréttum hefur verið
styttur og er stjórnað eftir ástandi
gróðurs. Bændur hafa með sára-
fáum undantekningum, löngu sætt
sig við árlegar tillögur Landgræðslu
ríkisins og gróðurverndarnefnda í
þeim efnum.
Upprekstri er hætt á nokkra af-
rétti og er næsta lítill á öðrum og
í markmiðssetningum Land-
græðsju, landbúnaðarráðuneytis og
Skógræktar, sem nýlega hafa verið
kynntar, er gert ráð fyrir að innan
fárra ára linni beitarálagi með öllu
á viðkvæmum afréttarlöndum.
Vinna að þessum viðfangsefnum
er komin vel á veg og felst m.a. í
því að kanna hag og stöðu hvers
bónda og greiða fyrir breyttum
búháttum hjá þeim, sem þess þurfa
með.
Sauðfé hefur fækkað verulega á
fáum árum. Það taldist um 891
þúsund árið 1978 en telst í dag 587
þúsund. Þannig var það 51,8% fleira
fyrir um áratug.
Auk hins almenna samdráttar
sem unnið er að til að laga búvöru-
framleiðsluna að innanlandsmark-
aði, er unnið að sérstökum samn-
ingum við bændur sem vilja minnka
eða láta af sauðijárframleiðslu á
gróðurfarslega veikum svæðum
samkvæmt mati Landgræðslu ríkis-
ins. í þeim tilvikum eru greiddar
hærri bætur en ella og flokkast þá
væntanlega undir þá leið sem ráð-
herra nefnir „málamiðlun samofna
efnahagslegri hvatningu."
Á skömmum tíma hefur sauðfé
fækkað samkvæmt slíkum samn-
ingum um nær 7 þúsund ijár. Unn-
ið er áfram að samningum á þessu
sviði. Þeim áfanga hefur verið náð
að mati gróðumýtingardeildar
Rarinsóknarstofnunar landbúnaðar-
ins að fjöldi sauðfjár er ekki meiri
en það sem gróðursvæði landsins
þola með því að beita gróðurlendi
í góðu ástandi og með annarri beit-
arstjórn sem aðstæður kunna að
krefjast.
Lausaganga
Fallist er á með ráðherranum,
að stöðvun lausagöngu búfjár
mundi færa margt til betri vegar
og hefði hún mátt vera komin til
framkvæmda á fleiri svæðum lands-
. ins en þegar er. Mörg sveitarfélög
hafa þó notað sér heimildir í lögum
til að banna lausagöngu búfjár í
þéttbýli og banna lausagöngu
hrossa í sveitum lands. Aðrar heim-
ildir hafa ekki verið í lögum til þess
að þanna lausagöngu búijár.
Á síðasta Alþingi leitaði land-
Sveinbjörn Dagfinnsson
„Nýting lífbeltisins á
landi hlýtur að eiga að
lúta sömu meginreglum
og nýting lífbeltisins í
sjó, þ.e. að atvinnuveg-
urinn og stofnanir hans
hafi stjórnsýslulegt for-
ræði á nýtingu jarðvegs
og gróðurs, en um leið
ábyrgð á verndun auð-
lindarinnar."
búnaðarráðherra eftir auknum
heimildum í þessu skyni. Alþingi
samþykkti að breyta búfjárræktar-
lögum þannig að sveitarstjórnum
er nú heimilt að banna lausagöngu
allra búijártegunda, en áður tak-
markaðist slík heimild við hross.
Landbúnaðarráðherra lagði einnig
fram frumvarp til laga um vörslu-
skyldu búfjáreigenda á Reykjanesi
á skepnum sínum og hefði það
frumvarp, ef að lögum hefði orðið,
tekið fyrir lausagöngu á þeim við-
kvæmu gróðurlendum, sem eru víða
á Reykjanesi. Frumvaip þetta
fékkst ekki samþykkt á síðasta
Alþingi.
Á vegum landbúnaðarráðuneyt-
isins hefur starfað nefnd til að leita
leiða í því skyni að draga úr lausa-
göngu búljár á alfaraleiðum, skipuð
fulltrúum Landgræðslu ríkisins,
Vegagerðar ríkisins, Umferðarráðs
og fulltrúm bændasamtakanna.
Nefndin mun skila lokatillögum
sínum næstu daga, sem horfa til
mikilla bóta, bæði í þágu gróður-
verndar og umferðaröryggis, kom-
ist þær í framkvæmd.
Beinar tilskipanir
Beinar tilskipanir er önnur þeirra
leiða sem ráðherra nefnir í grein
sinni sem leiða til þess að takmarka
ofbeit. Þeir sem farið hafa með
framkvæmd þessara mála, hafa til
þessa leitað allra annarra leiða við
beitarstjórnun og takmörkum á
beitarálagi frekar, en að beita til-
skipunum. Dæmi eiu um að þeim
hafi verið beitt, en oftast með tak-
mörkuðum árangri.
Næsta erfitt er að fylgja eftir
tilskipunum af þessum toga, ef
menn tregðast við að hlíta þeim.
LÖgreglu og hundum hefur ekki
verið beitt.
Fræðsla
Ráðherrann nefnir ekki í grein
sinni leiðina, sem best hefur gefist
til þessa, en það er fræðsla.
Á vegum stofnana landbúnaðar-
ins, Landgræðslu ríkisins, Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins
Skógræktar ríkisins, auk ráðuneytis
og félagssamtaka bænda, hefur
verið unnið mikið fræðslustarf.
Iiundruð funda, ef ekki enn fleiri,
hafa verið haldnir um allt land með
bændum, þar sem landnýting og
gróðurvernd' hafa verið viðfangs-
efni. Saminn hefur verið fjöldi rita
og upplýsingabæklinga, sem dreift
hefur verið meðal bænda.
Kennsla í landnýtingu og um-
hverfisfræðum hefur verið stórauk-
in við bændaskólann að Hólum og
á Hvanneyri og sérstakt kennslurit
samið á því sviði. Ný námsbraut,
umhverfisbraut, var sett á laggirnar
á síðasta ári við Garðyrkjuskólann
á Reykjum, þar sem kennsla er
m.a. í landnýtingar- og skógræktar-
fræðum. Starfsmenn gróðurvernd-
arstofnananna eru þar meðal kenn-
ara.
Á aðalfundi Landverndar 10.
nóvember sl. mætti meðal annarra
ráðuneytisstjóri umhverfisráðu-
neytisins norska, Oddmund Gra-
ham. Fram kom hjá honum, "að
mikil áhersla væri lögð á fræðslu.
Gildi hennar taldi Graham það mik-
ið, að kæmist fullnægjandi fræðsla
til allra og þeir tileinkuðu sér hana,
þyrfti tæpast umhverfisráðuneyti.
Bændur og aðrir landeigendur
eiga og hafa forræði á því landi,
sem gróðurverndaraðgerðir beinast
að. Þeir eru því þýðingarmestu aðil-
ar þjóðarinnar sem framheijar í
gróðurverndarstarfi. Með auknum
skilningi og fræðslu um meðferð
gróðurs og jarðvegs, hafa flestir
bændur skipað sér þar í sveit. Þeir
sem teljast þar ekki enn, finna og
skilja að þeir gera landinu, stétt
sinni og atvinnuvegi best með því
að hlíta ráðum og reglum, sem
gróðurverndarstofnanir landbúnað-
arins kynna sbr. ályktun aðalfundar
Stéttarsambands bænda 1987.
„Fundurinn skorar á alla bændur,
að sýna þessum málum, þ.e. gróður-
verndarmálum, fullan skilning og
mæta með velvilja og skilningi sjón-
armiðum þeirra, sem af einlægni
vilja stuðla að hóflegri nýtingu
gróðurs og verndun náttúru.“
Það tekur tíma að breyta alda-
gömlum venjum þjóðar án átaka
og yrði vart talinn góður kostur að
valda illdeilum og ófriði meðal
manna fyrir það að friða land.
Landgræðsla ríkisins hefur í gróð-
urverndar- og uppgræðslustarfi
sínu náð góðum árangri og miklir
áfangar eru í sjónmáli. Mjög hefur
hjálpað í þessu starfi að stofnunin
hefur sterk tengsl við landbúnaðinn
og bændur landsins almennt. Þann
trúnað væri óráð að ijúfa nú.
Dreifing ábyrgðar
Ráðherrann bendir á tvö dæmi
þess að í hans ráðuneyti sé unnið
að umhverfismálum. Söfnun áldósa
og mengunarvörnum við álbræðslu.
Ráðherrann segir: „Það er auðvitað
skilyrði fyrir því að ráðist verði í
aukna álbræðslu að mengunarvarn-
ir verði viðunandi."
Af orðum ráðherra er ljóst að
hann ætlar sér og ráðuneyti iðnaðar
að gæta þess við samninga um ál-
verksmiðju eða aðrar verksmiðjur
að mengunarvarnir og tæknilegur
búnaður þeirra vegna sé fullnægj-
andi og á þann hátt fara með um-
hverfismál að þessu leyti.
Lítið hefur farið fyrir hugmynd-
um um að nýtingu auðlinda sjávar
skuli stjórnað úr umhverfisráðu-
neyti en.góð samstaða er um að
ráðuneyti atvinnuvegarins annist
það hlutverk með þeim stofnunum
sem á vegum þess starfa, sem er
rökrétt.
Hins vegar koma þau sjónarmið
fram hjá ýmsum að nýtingu auð-
linda landsins skuli stjórnað úr
umhverfisráðuneyti, m.a. kemur
það sjónarmið fram í grein ráð-_
herrans þar sem segir að gróður-
vernd og landgræðsla eigi auðvitað
að vera í umhverfisi'áðuneyti.
Nýting lífbeltisins á landi hlýtur
að eiga að lúta sömu meginreglum
og nýting lífbeltisins í sjó, þ.e. að
atvinnuvegurinn og stofnanir hans
hafi stjórnsýslulegt forræði á nýt-
ingu jarðvegs og gróðurs, en um
leið ábyrgð á verndun auðlindarinn-
ar. Slíkt er í samræmi við stefnu-
mótun um dreifingu ábyrgðar.
Sú mikla umræða, sem staðið
hefur um nýtingu auðlinda á landi
og sjó, sýnir að nánast ríkir þjóðar-
sátt um að gæta að gróðri jarðar
og lífríki sjávar í öllu sem við ger-
um, eins og ráðherrann hvetur til.
Samt þarf alltaf að gæta þess að
ekki sé út af brugðið og þeim sem
er trúað fyrir meðferð auðlinda
getur líka verið styrkur að því að
svo_ sé gert.
Á sviði eftirlits og fræðslu um
meðferð auðlinda okkar gæti um-
hverfisráðuneyti, sem kapp er lagt
á að stofna, unnið þarft starf.
Höfundur er ráðuneytisstjórí í
landbúnaðarráðuneytinu.