Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989 Björg Einarsdóttir, formaður Bókrúnar, Valgerður Kristjónsdóttir, ritstjóri minnisbókarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmda- sljóri Hjálparstofhunar kirkjunnar og Elísabet Cochran, hönnuður. ■ MINNISBÓK Bókrúnar fyrir’ ■ KIRKJUBÆJARKLA USTRI- næsta ár er komin út. Minnisbókin er eins konar holufylling í lítt skráðri sögu kvenna, eins og Björg Einarsdóttir, formaður útgáfufé- lagsins Bókrúnar, orðar það. í minnisbókinni er greint frá samtök- unum ITC á íslandi, en slík kynn- ing er fastur þáttur í bókinni. Sagt er frá ritverkum kvenna á árinu 1985 og nafnaskrá gefin úr fyrri minnisbókum. Fimm konur rita um hugðarefni sín í minnisbókina; auk Bjargar Einarsdóttur eru það Kristín Jóhannesdóttir, kvik- myndaleikstjóri, Sigríður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, Edda Kr. Björnsdóttir, bóndi, Þóra Hjaltadóttir, forseti Alþýðusam- bands Norðurlands, og Jónína Mic- haelsdóttir, blaðamaður. Ritstjóri minnisbókarinnar er Valgerður Kristjónsdóttir og hönnuður Elísabet Cochran. ■ KVERIÐ Aðgát skal höfð, eft- ir Helgu Sigurjónsdóttur kennara við fornmámsdeild Menntaskólans í Kópavogi, er komið út. Þar fjall- ar höfundur um skólamál, einkum um grunnskólann, sem stofnsettur var 1974 og um þróun barna- og unglingafræðslu á íslandi eftir síðari heimsstyrjöld. Fyrsti kaflinn er um Fornám í MK, þar sem rakin er saga fomámsdeildar við Mennta- skólann í Kópavogi. I öðrum kafla er rætt um hugmyndir sem starf kennaranna í deildinni byggir á og í þriðja og síðasta kaflanum Skóla- þróun í MK er fjallað um breyting- ar á námsráðgjöf í skólanum síðustu ár. Útgefandi kversins er Mennta- skólinn í Kópavogi. Þann 5. nóvember sl. setti Biskup Íslands, herra Ólafúr Skúlason sr. Sigurjón Einarsson inn í embætti sem prófast Skaftafellsprófasts- dæmis. Athöfnin fór fram við messu í Prestbakkakirkju sem er ein af kirkjum þeim sem sr. Sigur- jón þjónar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem prófastur er settur inn í embætti annars staðar en í Reykjavík, því allt þar til er Ólafur Skúlason varð biskup var það venja að setja prófasta inn í embætti í Dómkirkjunni í Reykjavík við upp- haf prófastafunda í byrjun mars ár hvert. Að lokinni messu var síðan settur héraðsfundur prófastsdæm- isins, en í honum taka þátt um það bil 30 manns, prestar, prófastur og fulltrúar allra sóknarnefnda í um- dæminu og að þessu sinni var bisk- up íslands gestur fundarins. - HFH ■ HÚSAVÍK- Listviðburðir síðustu helgar á Húsavík voru þrír. Píanóleikarinn Vilberg Viggósson hélt tóníeika í sal barnaskólans á sunnudag við góðar undirtektir áheyrenda. Bandalagsdagsins minntist Leik- félag Húsavíkur með upplestri ljóða eftir þingeyska höfunda eða að þeir höfðu dvalið í sýslunni. Framhaldsskólanemendur sýndu sjónleikinn Spanskflugnna í fimmta sinn í Samkomuhúsinu á laugardagskvöldið. Aðsókn að þess- um listviðburðum var minni en ætla mætti, en fjölmenni var á tveimur árshátíðum félaga, sem haldnar voru á föstudags- og laugardags- kvöld. Fréttaritari Starfsfólk Bónusverslunar Kaupfélagsins. Morgunblaoio/Sigurgeir Jónasson ■ VESTMANNAEYJUM— Fyrir skömmu opnaði Kaupfélagið í Eyjum svokallaða Bónusverslun í húsnæði sínu við Bárustíg. Kaup- félagið hefur rekið matvörumarkað í þessu húsi um áraraðir auk þess að reka matvörumarkað við Goða- hraun. Jón Karlsson, verslunar- stjóri, sagði að tilgangurinn með þessum markaði væri að bjóða Eyjamönnum upp á lægra vöruverð og auka með því verslun í byggðar- laginu. - Grímur ■ HIÐ ÍSLENSKA sjóréttarfé- lag heldur hádegisverðarfund mánudaginn 21. nóvember um haf- færi skipa í Víkingasal Hótels Loft- leiða og hefst hann kl. 12.00. Frum- mælandi verður Jón Finnbjörns- son dómarafulltrúi og mun hann fjalla um þýðingu haffæris við skoð- un skipa, skipakaup og skipsrúms- samning svo og um dóm Hæsta- réttar Islands frá 13. apríl 1989 þar sem reyndi á 19. grein sjó- mannaiaganna. Fundurinn er öllum opinn. ■ UMRÆÐUFUNDUR á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála um efni fyrirlestra Þorvaldar Amar Árnasonar og Stefáns Bergmanns verður hald- inn þriðjudaginn 21. nóvember kl. 16.30 í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg. Umræðustjóri verður Ólafur Guðmundsson æfinga- kennari. Öllum er heimill aðgangur. ■ HIÐ ÍSLENSKA fornleifafé- lag heldur aðalfund sinn þriðjudag- inn 21. nóvember. Fyrir utan venju- leg aðalfundarstörf verður fluttur fyrirlestur. Margrét Hermanns- Auðardóttir flytur fyrirlesturinn og_ nefnist hann Upphaf byggðar á Islandi í ljósi Herjólfsdalsrann- sókna. Fundurinn verður haldinn á Þjóðminjasafni íslands og hefst kl. 20.30. ■ SÝNINGIN Lýsing fyrir aldr- aða og sjónskerta verður haldin í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð en ekki í húsi Blindra- vinafélagsins eins og sagt var í blaðinu í gær. Oskar Vigfusson formaður Sjómannasambandsins: Þurfiim tvímælalaust að breyta síldarvinnslunni Tilkostnaður allt of hár o g Rússar munu ekki semja aftur á þessum kjörum „EG TEL að við þurfúm tvímælalaust að breyta vinnslunni," segir Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands, en hann átti sæti í samninganefnd þeirri sem samdi við sovéska fyrirtækið Sovryb- flot um saltsíldarkaup sem nú bíða staðfestingar sovéskra yfirvalda. Hann segii' fráleitt að Islendingar geti lengur haft vinnsluna með þeim hætti sem hún er í dag. Staðan sé þannig að nú standi upp á Sovétmenn að standa við gerða samninga, en í framtíðinni verði íslend- ingar að söðla um, Rússar semji ekki á þessum nótum firamar. Til- kostnaður okkar sé langt yfir því sem eðlilegt getur talist, á sama tíma og síldarvinnslustöðvar með fjölda starfsfólks standi verkefnalaus- ar í Sovétríkjunum. „Þegar við hófum viðræður við Sovrybflot, þá lá fyrir að þeir hefðu gjaldeyrisheimild fyrir 120 til 130 þúsund tunnum," segir Óskar. „Hins vegar lögðum við allt kapp á að samið yrði um magn er væri eitt- hvað í samræmi við það sem kæmi fram í viðskiptasamningum þjóð- anna. Það er áð segja 200 til 250 þúsund tunnur. Það lá fyrir þegar staðið var upp úr þessum samninga- viðræðum þar sem Sovrybflot sam- þykkti að kaupa 150 þúsund tunnur að þeir mundu Sækja um gjaldeyris- heimild fyrir því magni og að þeir Ieituðust við að afla frekara gjald- eyrisleyfis fyrir 50 þúsund tunnum til viðbótar." Óskar kveðst teljá skynsamlegt að menn haldi að sér höndum á meðan samningamir fást ekki stað- festir og að fráleitt sé að fara að veiða upp á von og óvon. Hann segir ekki vera hægt að finna aðra markaði fyrir þessa síld, ef Rússlandsmarkaðurinn tapist, þá sé fátt til bjargar varðandi síld og síldarsöltun. „Þetta er alstærsti síldarmarkaður i heimi í dag.“ Óskar kveðst telja að úr því sem komið er, sé síldarsalan að öllu leyti í höndum stjórnmálamanna. „Við töldum okkur vera búna að semja við þá aðiia sem við höfum samn- ingsumboð við, það er Sovrybflot." Hann var spurður hvort hið sov- éska kerfi væri orðið annað en áður var, hvað varðar samninga sem þessa. „Já, tvímælalaust. Þetta er í sjötta skipti sem ég tek þátt í samn- ingaviðræðum í Moskvu og þar hafa orðið gífurlegar breytingar á skömmum tíma og ég held að menn séu famir að hugsa öðruvísi þar, varðandi viðskiptin. Þetta eru orðnir harðir bíssnissmenn og hugsa á þeim nótum í dag.“ Þýðir það að við þurfum að fara að hugsa einhvern veginn öðru vísi? „Já, tvímælalaust. Ég tel að það þurfi að stokka þetta allt upp hjá okkur. Ég tel að við getum ekki haldið áfram eins og hingað til.“ Hvemig á að breyta? „Ég tel að þessu þurfi að breyta þannig að sá tilkostnaður lækki sem virðist vera fyrir hendi hér á landi TÓB AKS.V ARN ARNEFND og Krabbameinsfélag Reykjavíkur efna um þessar mundir til sam- keppni meðal grunnskólanema um land allt í gerð myndefnis til tóbaksvarna. Keppt er í þremur aldursflokkum, 6—9 ára, 10—12 ára og 13—15 ára, og verða veitt ein 20. þúsund króna verðlaun og fern 10 þúsund króna verð- laun í hverjum aldursflokki. Efni myndanna á með einhveij- um hætti að varða baráttuna gegn og gerir það að verkum að við þurf- um að sækja verð sem er að sumra mati óraunhæft í dag. Rússarnir hafa ýmislegt til síns máls þar sem þeir segja að við séum ekki að selja á heimsmarkaðsverði, verð okkar sé langt umfram það. Að vísu verður að taka það fram að þeir sem bjóða síld, aðrir en við, á verði sem við getum .ekki keppt við eru þær þjóðir sem ríkisstyrkja sinn sjávarútveg og þá sérstaklega síldariðnað. Ber þar að. nefna fyrst til Kanadamenn og Norðmenn sem eru að bjóða sannan- lega á miklu lægra verði en við get- um keppt við. Hins vegar er ég sannfærður um að hægt sé að breyta þessu hjá okk- ur þannig að við séum samkeppnis- færari heldur en við erum í dag,“ sagði Óskar Vigfússon. reykingum og annarri tóbaks- neyslu, og fyrir reyklausu samfé- lagi. Ætlunin er að sýna verðlauna- myndirnar og aðrar valdar myndir í Reykjavík og víðar, og einnig kem- ur til greina að nota úrvalsmyndir til myndskreytinga í blöðum og bæklingum, og við fræðslu í skól- um. Fimm manna dómnefnd dæmir myndirnar, en þeim þarf að skila á skrifstofu viðkomandi skóla í síðasta lagi 30. nóvember næstkom- andi. (Úr firéttatilkynningu) Tíu ára nemendur í Hjallaskóla í Kópavogi teikna myndir til tób- aksvarna. Samkeppni í grunnskólum um gerð myndefnis til tóbaksvama „Jákvætt átak“ í Gerðubergi í kvöld í kvöld liuga milljónir manna um allan heim að koma saman til að gera jákvætt átak til betra lífs, þar sem um þessa helgi eru sérstök tímamót, sem sögð eru skipta sköpum í ríkjandi tíðar- anda. Þessi sérstöku tímamót nefnast Tímahvörf (Time Warp) og ganga yfir dagana 17. til 19. nóv- ember, en hápunktur þeirra er klukkan 23.23 í kvöld. í tilefni af þessum tímamótum verður haldin samkoma í Gerðubergi í kvöld og hefst hún klukkan 22.30 og er áætlað að henni ljúki klukk- an 24.00. Sérstakur gestur sam- komunnar er dr. Paula Horan mannúðarsálfræðingur frá Bandaríkjunum og mun hún halda fyrirlestur um þessi sérstöku tímamót. Aðrir þátttakendur eru Kristján Einarsson, miðill, Rafn Geirdal, nuddfræðingur, Gunn- laugur Guðmundsson, stjörnu- spekingur, Diddú (Sigrún Hjálm- týsdóttir) söngkona og Guðrún Oladóttir, fyrsti reikimeistari á íslandi, en hún stýrir samko- munni. Undirrituð átti stutt spjall við þær Guðrúnu Óladóttur og Paulu Horan til að fræðast nánar um hvað hér væri um að vera. Þær sögðu að samkvæmt tímatali Maja, værum við nú á tímamótum í sögu jarðarinnar og ættum, þessa helgi, aðgang að mjög svo magnaðri alheims- eða kosmos- orku. „Við eigum kost á því að nýta þessa orku til þess að heila jörðina og okkur sjálf," sögðu þær stöllur. „Síðastliðin ár hafa spá- dómar Majana, og margra ann- arra, ræst. Austur og vestur hafa verið að mætast og er skýrasta dæmið þar um opnun Berlínarm- úrsins. „1 tímatali Maja, sem byijar 3113 fyrir Kristsburð, eru þrettán góð tímabil og níu slæm. Seinasta slæma tímabilinu iauk 16. ágúst 1987 og þarmeð hófst hið þrett- ánda góða tímabilið, eða það sem við köllum þrettándi Baktum- hringurinn, en hann stendur til 2012, sem er endir á tímatali Maja. Árið 2012 er upphafið að nýjum tíma á jörðinni, tíma friðar. En núna um helgina verður hámark þessa síðasta hrings í tímatali Majana og við, jarðarbú- ar, eigum kost á því að fram- kvæma kraftaverk á okkur og jörðinni, sökum þessarar mögn- uðu orku sem við eigum aðgang að.“ ssv

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.