Morgunblaðið - 18.11.1989, Side 29

Morgunblaðið - 18.11.1989, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989 29 og bindindismál. Að rækta landið og þjóðina voru heitnar hugðarefni. Taldi hún að af áfenginu stafaði hvað mest hætta fyrir þjóðina og brýndi hún okkur barnabörn sín mjög í þeim efnum, og gerði lítið úr mál- flutningi þeirra sem mæltu víninu bót. Eins var með tqáræktina. Þar vann hún ótrauð við að planta og hlúa að plöntum og hafði ekki alltaf erindi sem erfiði. Ef til vill hafa þó þau frækorn sem hún náði að sá í þessum málum ekki öll skotið rótum ennþá, en eiga eftir að spíra landi og þjóð til blessunar. Þegar afi lést, fluttu amma og Herdís systir hennar í Frostastaði til Jórunnar dóttur ömrnu og manns hennar, Frosta. Eyddu þær systur ævikvöldinu þar og var amma þar fram yfir 98. afmælisdag sinn, er hún flutti á elli- og dvalarheimili á Sauðárkróki, en Herdís lést vorið 1985, þá 93 ára gömul. Þar undu þær systur við ptjónaskap, lestur og ýmsa handavinnu og var merkilegt að fylgjast með því að antma sem aldrei hafði tekið í útsaum frá því á Kvennaskólaárunum hóf nú að sauma út komin um áttrætt. Rýja- teppin urðu líka mörg og held ég að hún hafi lokið við það síðasta á 98. aldursárinu. Frosta og Jórunni vet'ður aldrei fullþakkað það erfiða hlutverk sem þau þóku að sér þegar þær systur fengu dvalarstað hjá þeim. Þolin- mæði og þrautseigja var einstök og það vita allir sem tii þekkja að aðrir hefðu ekki leyst þetta hlutverk betur af hendi. Amma vat' södd lífdaga þegar hún kvaddi þennan heint. Hún spurði Guð sinn oft hátt og í hljóði síðustu árin hví hann leyfði henni ekki að fara frekar en að kalla héðan úr heimi ungt fólk sem féll í valinn. Nú hefur hún fengið hvíidina og einnig svörin. Við höfum ekki svörin, en í hugum okkar sem fengum að njóta hennar á þroskaárum okkar, eru minningar sem við geymum með okkur og þökk- um fyrir. „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." G.I.L. s STÆRÐ: 107X127 CM. ATH! OKKAR VERÐ KR. 11.500.- I RAMMA OPIÐ TIL KL. 18 A LAUGARDÖGUM SIGTUN 10 — SÍMI 25054 SERVERSLUN MEÐ INNRÖMMUNARVÖRUR PLAGGATA- SÝNING 10% AFSLÁTTUR LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL.13-18 RAMMA MIÐSTOÐIN • ÁLRAMMAR • SMELLURAMMAR • NÆG BÍLASTÆÐI INNRUMMUN NY SENDING STÓRKOSTLEGT ÚRVAL ALVAREZ EDGAR HOKNEY KLEE KANDINSKY MIRO O'KEEFFE PICASSO CHAGALL O.FL.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.