Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 34

Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 34
•M9RGUNBLA©IÐ-í ' ffclk f fréttum TÆKI OG TÓL Japönsk þýðingartölva Japanska fyrirtækið Epson hefur hannað hand- hæga þýðingartölvu, sem getur lesið ensk orð °S þýtt þau á japönsku á örfáum sekúndum. Orðaforði þessa galdratækis er um 30.000 orð og kostar hún 32.000 yen, eða 14.000 ísl. kr., í Japan. Á myndinni rennir japönsk stúlka tölv- unni yfir texta á ensku og viti menn, japanska þýðingin birtist snimhendis á litlum skjá á tölv- unni. KARTGRIPUR SEM pierre cardin SAMEIGINLEGA BJÓÐUM VIÐ MESTA ÚRVAL LANDSINS GILBERT URSMIÐUR LAUGAVEGI 62, SIMI: 14 100 JON OG OSKAR LAUGAVEGI 70, SIMI: 2 49 30 GUÐMUNDUR B. HANNAH LAUGAVEGI 55, S: 2 37 10 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Meðal gesta á frumsýningunni var Lilla Hegga sjálf, Helga Jóna Ásbjarnardóttir, sem hér er á milli leikaranna Sigurgeirs Hilmars Friðþjófssonar, sem leikur Sobbegga afa og Esterar Halldórsdóttur sem leikur Mþmmugöggu. Fyrir framan þau eru telpurnar sem leika Lillu Heggu, Iris Magnúsdóttir til vinstri og Guðríður Þorgeirsdóttir. LEIKLIST Sálmurinn féll í góðan jarðveg Góður rómur var gerður að frum- sýningu Leikfélags Selfoss á Sálminum um blómið í leikgerð Jóns Hjartarsonar. Húsfyllir var í leikhúsi félagsins við Sigtún og ekki annað að sjá og heyra en fólk skemmti sér vel. Augu frumsýningargesta beindust eðlilega helst að þeim Sobbegga afa og Lillu Heggu, þar- sem samspil þeirra er uppistaða verksins. Sigur- geir Hilmar Friðþjófsson skilaði sínu hlutverki þannig að fólk hafði á orði að engu væri líkara en meistarinn sjálfur væri á sviðinu. Lilla Hegga er leikin af tveimur stúlkum, Guðríði Þorgeirsdóttur 7 ára og írisi Magn- úsdóttur 10 ára. Telpurnjg skiluðu sínum hlutverk- um af mikilli prýði og auðséð að þær höfðu gaman af því að leika. Barna- leg og hnyttin tilsvör Lillu Heggu í samtölum við Sobbegga afa hittu beint í mark, enda glumdu hlátras- köllin í leikhúsinu. Einlægni telpn- anna var einstök og augljóst að leik- stjóranum hefur tekist að laða fram það besta hjá þeim og reyndar leikur- unum öllum. Tónlistin í verkinu er eftir Jóhann Morávek, en Helgi Kristjánson út- setti hana og æfði söngvana ásamt því að útfæra leikhljóð. Söngurinn skilaði sér vel, enda hefur leikfélagið á að skipa vönu söngfólki. Búist er við góðri aðsókn að sýn- ingunum sem framundan eru og því er rétt að benda fólki á að verða sér úti um miða í tíma, því leikhúsið er ekki stórt. Þessi uppfærsla Jóns Hjartarsonar á eigin leikgerð hefur ekki verið sett upp áður, en það gef- ur sýningum Leikfélags Selfoss mik- ið gildi. Svo er rétt að benda á að þegar fólk fer hlæjandi heim af leik- sýningu þá hefur vel tekist til og því óhætt að mæla með leikhúsferð við aðra. — Sig. Jóns. Leikarar og leikstjóri við lok frumsýningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.