Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 43

Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 43
.... SÍDJiGUNBI-AÐIÐ IÞROTTIR NÓVÉMBIÍK 1089 48- HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Héðinn Gilsson skoraði sex sinnum í gær með þrumufleygum utan af velli. Iþróttir helgarinnar Krafllyflingar Bikarmót KRAFT '89 verður haldið i dag í Garðaskóla í Garðabæ og hefst kl. 12.30. Keppendur verða fleiri en nokkru sinni fyrr á kraftlyftingamóti hér á landi — 43 hafa skráð sig til keppni. Að sögn mótshaldara má búast við sþennandi keppni i mörgum flokk- um, og er búist við að fjöldi íslands- meta falli. Pílukast Undanúrslit og úrslit fslandsmótsins í pílukasti fara fram í dag. Nánar ann- ars staðar á síðunni. Körfuknattleikur 1. deild karla Laugardagur Grundarfjörður, Snæfell-UMSB...kl. 14 Hagaskóli, UMFB-UÍA......kl. 14 Hagaskóli, Léttir-UMFL.kl. 15:30 Sunnudagur: Digranes, UBK-ÍA..........kl.20 Hagaskóli, Víkvejji-ÍS...kl. 22 1. deild kvenna Hafnaríjörður, Haukar-.UMFG ...,kl. 20 Hagaskóli, KR-UMFN.......kl. 19 Kennaraháskóli, ÍS-ÍR....kl. 20 Blak Karlar Laugardagur: Neskaupst., ÞrótturN.-HK..kl.14 Akureyri, KA-ÞrótturR.....kl. 14 Sunnudagur: Hagaskóli, ÍS-Fram........kl. 14 Konur Laugardagur:' Neskaupst., ÞrótturN.-Hk.kl. 15:15 Akureyri, KA-Þróttur R...kl. 15:15 Sunnudagur: Hagaskóli, ÍS-Víkingur...kl. 15:15 Handknattleikur 2. deild karla Mánudagur: Selfoss, Selfoss-ValurB...kl. 20 Badminton Unglingameistaramót Reykjavíkur veröur haldið í TBR-húsum á morgun, sunnudag. Keppni hefst kl. 10. Keppt verður i öllum grein- um og flokkum unglinga, en næg þátttaka fæst. Besti leikurinn - en þótap, 21:23, gegn A-liðiTékka ísíðasta leiknum „STRÁKARNIR léku sinn besta leik í ferðinni, voru mjög góðir. Tóku vel á og með smá heppni og meiri ieikreynslu hefðu þeir getað unnið. Það var slæmt í stöðunni 16:15 að missa eina línu- mann okkar, Gunnar Beinteinsson, af leikvelli með rautt spjald — og þá fór Sigurður Bjarnason einnig af velli í tvær mínútur. Við lékum þá fjórir úti á vellinum gegn sex Tékkum, sem kom- ust yfir 16:17, og héldu forystunni út leikinn" sagði Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari íslands, eftir að A-lið Tékka hafði sigrað ísland 23:21 í síðasta leik æfingamótsins í Tékkóslóvakíu í gær. SigmundurÓ. Steinarsson skrifar frá Tékkósfóvakiu Það var einnig mjög slæmt fyrir íslenska liðið, þegar Óskar Armannsson var útilokaður er fimm mínútur voru eftir. 'Staðan var þá 19:21. Hann misnot- aði þá vítakast; skot hans fór f andlitið á tékkneska mark- verðinum. Góðir dómarar leiksins, Anthonsen og Schjerven frá Noregi, gátu ekki annað en sýnt Óskari rauða spjald- ið. Þijár sóknir íslensku leikmann- anna runnu út í sandinn, áður en Sigurður Gunnarsson minnkaði ínémR FOLK H „ÞO það hafi verið deilt á þenn- an stað, Stupava, væri gott að vera á ámóta stað þegar í heims- meistarakeppnina verður komið. Það er gott að vera í rólegheitum útaf fyrir sig, þegar Ieikmenn hugsa eingöngu um handbolta,“ sagði Bogdan landsliðsþjálfari um smábæinn sem landsliðið hefu-r dvalið í þessa viku. ■ SIGURÐUR Gunnarsson var útnefndur besti maður íslenska liðsins í leiknum í gær og fékk að launum postulínsskál. ■ BOGDAN fyrirskipaði fyrir leikinn að bannað væri að vippa yfír markvörð, en það reyndist illa í leiknum gegn b-liði Tékka. Jakob Sigurðsson braut þessa fyrirskipun; lét veija einu sinni frá sér en bætti það upp síðar með því að skora — er hann vippaði yfir markvörðinn og í netið. ■ LEIKURINN í gær var sá eini á mótinu, sem sjónvarpað var beint um Tékkóslóvakíu. I ÍSLENSKI hópurinn átti að halda heim á leið í nótt; leggja átti af stað kl. 3 frá Stupava. Fljúga átti kl. 7 frá Vín og liggur leiðin til Frankfurt, síðan til Luxem- borgar og þaðan heim. ■ BOGDAN fer aftur á móti land- leiðina. Ætlaði á Mazda-bifreið sinni 1.000 kílómetra leið heim til Varsjár í Póllandi. ■ ÖRN Eiðsson, heiðursformaður Frjálsíþróttasambandsips, sendi blaðinu eftirfarandi: „í frásógn af ársfundi Evrópusambands Olympíunefnda, sem fram fór í Aþenu í síðasta mánuði og skýrt var frá á íþróttasíðu Mbl. sl. laugar- dag, gætti örlítillar_ónákvæmni. A fundinum var Ágúst Ásgeirs- son kjörinn í tækninefnd sambands- ins eins og skýrt var frá. Skýrt var einnig frá því, að Örn Eiðsson hefði verið tilnefndur í vinnunefnd um fjölmiðlun í fyrra, sem er rétt, en þess láðist að geta, að hann var endurkjörinn í nefndina á fundinum í Aþenu. ■ STOFNAÐ hefur verið nýtt sérsamband um körfuknattleik í Bandaríkjunum, USA Basketball. Svk. lögum FIBA, alþjóða sam- bandsins, getur aðeins eitt sérsam- band frá hveiju landi átt aðild að því. ABA, bandaríska körfuknatt- leikssambandið, hefur verið aðili að FIBA, en stofnaði nýlega USA Basketball ásamt NBA. Þetta þýðir í reynd að leikmenn NBA-deildar- innar geta leikið á Ólympíuleikum. muninn í 20:21. Reynsluleysi ungu leikmannanna bitnaði á þeim undir lokin, og Tékkar stóðu uppi sem sigurvegarar 21:23. Þetta var besti leikur íslenska iiðsins í ferðinni. Eftir að Tékkar koipust yfir 0:2 fóru skytturnar Héðinn Gilsson og Sigurður Gunn- arsson að hrella tékknesku mark- verðina; skoruðu samtals 11 mörk með langskotum í leiknum. Héðinn sex og Sigurður fimm. íslending- arnir náðu að jafna 3:3 og komast yfír 4:3, og 6:4. Síðan var jafnt á öllum tölum frá 8:8 til 12:12, en þannig var staðan í leikhléi. Strákarnir höfðu frumkvæðið í byijun séinni hálfleiks, eða þar til Gunnari Beinteinssyni var vikið af leikvelli og_ útilokaður í stöðunni 16:15 fyrir ísland, og 13 mín. bún- ar af hálfleiknum. Valdimar Grímsson tók stöðu hans, en honum var síðan vikið af leikvelli þegar staðan var 19:19. Alls voru íslensku leikmennirnir færri í 8 mínútur í seinni hálfleik og Tékkarnir nýttu sér það vel. Bestir voru skytturnar Héðinn og Sigurður Gunnarsson og þá voru Óskar og Bjarki mjög ógnandi. Gunnar var sterkur í vörninni með- an hans naut við, en aftur á móti Jakob sér ekki á strik í horninu. Mörkin: Héðinn Gilsson 6, Sigurður Gunn- arsson 6/1, Óskar Ármannsson 4, Bjarki Sig- urðsson 2, Gunnar Beinteinsson 2, Jakob Sig- urðsson 1. Aðrir sem léku: Guðjón Ániason, Konráð Olavson, Valdimar Grímsson, Guð- mundur Hrafnkelsson og Einar Þorvarðarson, sem stóð í markinu allan tímann. Hann varði 7 skot, þar af 4 þar sem Tékkar fengu knött- inn aftur. Bogdan með séræfingar ÞAÐ hefur komið fram hér í Tékkóslóvakíu að margir landsliðsmann- anna eru ekki í nógu góðri æfingu til að ná að einbeita sér í leikn- um. Þá skortir liðið samæfingu. Bogdan landsliðsþjálfari ætlar að bæta úr þessu eftir 1. desember. Þá hefur hann óskað eftir að lands- liðsmennirnir komi saman einu sinni í viku á séræfingar hjá sér. Bogdan kemur heim til íslands eftir viku og verður þar alveg þar til farið verður til Tékkóslóvakíu á ný í heimsmeistarakeppnina. Leikmenn hafa tekið vel í hugmynd Bogdans um aukaæfingar. PILUKAST Keppni um íslands titla lýkur í dag Urslit ráðast á íslandsmótinu í pílukasti í dag. Keppt er í Sportklúbbnum, Borgartúni 32. Undanfarnar tvær helgar var háð mjög hörð og spennandi keppni um sæti í úrslitum, enda 43 sterkustu pílukastarar landsins sem leiddu saman hesta sína. Þeir sem mætast í undanúrslitum í dag eru ajinars vegar Óskar Þor- mundsson frá Keflavík og Kristinn Þ. Kristinsson úr Sandgerði og hins vegar Guðjón Hauksson og Ægir Ágústsson,_ báðir úr Grindavík. Ægir var íslandsmeistari 1986 og ’87, Guðjón er núverandi íslands- toém FOLK ■ TVEIMUR leikjum milli Guate- mala og E1 Salvador í riðlakeppni HM í knattspyrnu hefur verið af- lýst, vegna ástandsins í síðamefnda landinu, en þar geysa nú bardagar. ■ EGYPTAR tryggðu sér í gær þátttökurétt í úrslitakeppni HM á Italíu næsta sumar. Þeir sigruðu Alsírbúa 1:0 í síðari leik liðanna, en hinn fyrri var markalaus. 120.000 áhorfendur sáu Hossam Hassan gera eina mark leiksins strax á 4. mín. ■ SOVÉTMENN hefndu í gær fyrir tapið gegn Bandaríkjamönn- um í úrslitaleik karla í blaki á Ólympíuleikunum í Seoul. Heims- meistarmótið hófst í gær í Japan, og á fyrsta degi lagði sovéska liðið það bandaríska að velli, 3:2 (16:14 5:15 15:11 4:15 15:13). í gær unnu ítalir 3:0 sigur á Kamerún, Kúba vann Brasilíu 3:0, og Suður Kórea sigraði Japan 3:2. meistari f tvímenning. Þeir eiga allir sæti í landsliði íslands. Nú er í fyrsta skipti keppt um íslandsmeistaratitil kvenna. Anna Kristín Bjarnadóttir frá Reykjavík og Kolbrún Tobíasdóttir úr Grindavík keppa til úrslita. Hér er um að ræða eitt sterkasta mót sinnar tegundar til þessa hér á landi. M.a. má nefna að 22 sinn- um sáust „180“ stig á píluborðinu. Guðjón Hauksson Og Ægir Ágústs- son kláruðu báðir leik á 14 pílum, en til samanburðar er meðaltal at- vinnumanna um 16-18 pílur í leik (501). Hæsta útskot átti Þorsteinn Jóhannsson, „tók út“ 134 stig. Robson. lan Crook. Uf6m FOLK ■ CHELSEA, sem færSout- hampton í heimsókn í dag, hefur ekki tapað síðustu 26 heimaleikjum í deild og teflir fram sama liði og sigraði Everton fýrir viku. ■ BRYAN Robson verður senni- lega ekki með Manchester United gegn Luton. Hann fór meiddur af vellj í hálfleik í landsleik Englands og Ítalíu á miðvikudaginn — og var enn slæmur í nára í gær. ■ MAL Donaghy fær lækifærir verði Robson ekki með. ■ COVENTRY, sem hefur ekki fengið á sig mark í síðustu tveimur leikjum, gegn Liverpool og Sout- hampton, stefnir að fyrsta sigrin- um á Villa Park, heimavelli Aston Villa. ■ IAN Crook og Robert Rosario verða með Norwich á ný, en liðið fær Charlton í heimsókn. H NIGEL Martyn, fyrsti mark- vörðurinn í Bretlandi, sem seldur er á milljón pund, leikur sinn fyrsta - leik með Crystal Palace gegn Guðna Bergssyni og félögum hjá Tottenham. ■ COLIN Hendry, varnarmaður- inn sterki hjá Blackburn, var í gær seldur til Manchester City fyrir 700 þúsund pund. ■ LIVERPOOL og Millwall leika á morgun og verður viðureignin sýnt beint í sjónvarpi í Englandi. ■ ENGLENDINGAR hafa boðið Argentínu og Uruguay að vera með í Rous-keppninni í maí. Und- anfarin ár hafa Brasilía, Chile og Colombia tekið þátt auk Englands og Skotlands. Verði Skotar ekki með verður það í fyrsta sinn í 45 ár, sem Englendingar og Skota*# leika ekki landsleik á þessum tíma. H ARGENTÍNA lék síðast gegn Englandi á Wembley 1980 og tap- aði þá 3:1 en þjóðirnar mættust næst í HM í Mexíkó 1986 og þá vann Argentína 2:1, þar sem Maradona gerði umdeilt mark. Laugardagur kl. 14:55 46. LEIKVIKA- 18. nÓV. 1989 11 m m Leikur 1 M’Gladbach - B. Uerdfnoen . Leikur 2 Arsenal Q.P.R. Leikur 3 Aston Villa - Coventry Leikur 4 Chelsea - Southampton Leikur 5 C.Palace - Tottenham Leikur 6 Derby - Sheff. Wed. Leikur 7 Everton - Wimbledon Leikur 8 Luton • Man. Utd. Leikur 9 Man. City - Nott. For. Leikur 10 Norwich - Charlton LeikurH Portsmouth - W.B.A. Leikur 12 Wolves - Blackburn Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og LUKKULÍNAN s. 991002 Munið hópleikinn -84464. 11 Sillliili

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.