Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 18.11.1989, Síða 44
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Faxaflói: OVITAR A FERÐ Morgunblaðið/Þorkell Gráhærð böm og fullorðið fólk í stuttbuxum vöktu- athygli í Kringlunni í gæE) Þegar betur var að gáð reyndust þar vera á ferð leikarar frá Þjóðleikhús- iriu, en sýningar. á leikriti Guðrúnar Helgadóttur, Óvitum, hefjast að nýju í dag. Óvitar er vinsælasta barnaleikrit sem sýnt hefur verið á íslandi, en um 46.000 áhorfendur hafa séð verkið í tveimur upp- færslum. í þessu leikriti eru börn í hlutverki fullorð- inna og öfugt. Þegar æfingar hófust í haust kom upp einkennilegt vandamál: „Elstu“ leikararnir höfðu vaxið upp úr búningum sínum, en þeir „yngstu" höfðu frekar vaxið á þverveginn. 011 hlutabréf SIS í .Olíufélaginu veðsett SAMBAND íslenskra samvinnu- félaga hefúr sett sem tryggingar öll hlutabréf sín í Olíufélaginu, en þar á Sambandið 44,53% eign- arhlut. Sambandið setti bréfin Heimsfrægir kappaksturs- menn hingað MARIO Andretti og sonur hans Michael eru væntanlegir til íslands í dag. Þeir eru báðir þekktir kappaksturs- menn og Mario Andretti varð t.a.m. heimsmeistari í Form- úlu 1 kappakstri árið 1979. Sonur hans hefur einnig náð langt og þykir einn sá besti í Bandaríkjunum. Andretti-íjölskyldan er á leið frá Bandaríkjunum til Ítalíu í einkaþotu sinni og hyggst dvelja í Reykjavík um helgina í boði Sverris Þóroddssonar sem hefur verið vinur íjölskyldunnar í mörg ár. Mario Andretti er 49 ára en keppir enn. Sonur hans, Mic- hael,, hefur unnið nokkur mót undanfarin ár og er talinn besti ökumaður Bandaríkjanna um þessar mundir. Þeir keppa með sama liði og er í eigu Pauls Newman kvikmyndaleikara. sem tryggingu fyrir lánum sem Samvinnubanki Islands veitti fyr- irtækinu. Þetta hefur Morgun- blaðið samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Nú er búist við því að á næst- unni verði gengið frá kaupum Landsbankans á Samvinnubankan- um, eða þegar Ólafur Nilsson, end- urskoðandi, hefur lokið við úttekt sína á fjármálum Sambandsins, sem hann er að vinna fyrir Landsbank- ann. Verði kaupin frágengin, þá flytjast ofangreind hlutabréf Sam- bandsins í Olíufélaginu yfir í Lands- bankann. Bréfin voru um síðustu áramót metin á 1,1 milljarð króna. Fram hefur komið að skuld SÍS í Samvinnubankanum nemur um 1,6 milljörðum króna. Landsbankanum mun vera það nokkurt kappsmál að tryggingarnar í hlutabréfum Olíufélagsins flytjist til Landsbankans, þar sem þær eru taldar mjög öruggar. Því er ekki þannig farið með allar þær tiygg- ingar sem Sambandið hefur sett að veði, vegna lána frá Landsbankan- um. Því lítur Landsbankinn svo á, að ef illa fer hjá Sambandinu, þá væri þarna um mjög örugga trygg- ingu að ræða, sem myndi síður en svo falla í vevði, þótt hún skipti um eigendur. Helsta niðurstaða fundar Sam- bandsstjórnar, sem haldinn var á þriðjudag og miðvikudag, var sú að hraða beri eignasölu eftir megni, til þess að reyna að greiða niður skammtímaskuldir Sambandsins, en heildarskuldir Sambandsins eru nú talsvert á ellefta milljarð króna. Heildareignir Sambandsins um síðustu áramót voru 10,7 milljarðar króna. Sjá Af innlendum vettvangi: Sam- bandið á heljarþröm á bls. 30. Manns sakn- að af smábáti FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar, TF SÝN, fann 10 tonna bát frá Akranesi mannlausan 15 sjómílur frá Akranesi og 12,5 sjómílur frá Garðskaga klukkan 21.40 í gærkvöldi. Einn maður var á bátnum og er talið að hann hafi fallið útbyrðis. Báturinn tilkynnti sig ekki á venjulegum tíma í gærdag og svar- aði heldgr ekki kalli Tilkynninga- skyldunnar og var leit hafin um klukkan 18. Leitinni var stjórnað frá stjórnstöð Slysavarnafélags ís- lands. Auk flugvélar Landhelgis- gæslunnar tóku þátt í leitinni 10 björgunarsveitir, 7 björgunarbátar, 8 fiskibátar frá Akranesi og Akra- borg. Leit að manninum hefst á ný í birtingu í dag. Til bátsins sást síðdegis í gær og var hann þá á siglingu. Virtist þá allt vera í lagi um borð. Atakafiindur í Alþýðubandalaginu: Steingrímur fram gegn Svanfríði? ALLT benti til þess í gærkvöldi að kosið verði í embætti vara- formanns Alþýðubandalangsins milli Steingríms J. Sigfússonar samgönguráðherra og Svanfríð- ar Jónasdóttur núverandi vara- formanns flokksins. Kosið verður í flokkstjórn, framkvæmdastjórn og miðstjórn á landsfundi flokks- ins í dag. Að sögn Ragnars Arnalds for- manns kjörnefndar var þó ekki úti- lokað að samkomulag næðist um varaformannsefni og þannig yrði komist hjá kosningum. Rætt hefur verið um að reyna að ná samstöðu um þriðja aðila í embættið. Einnig er laust sæti gjaldkera flokksins en Bjargey Einarsdóttir gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Mjög hart hefur verið deilt um stefnumál Alþýðubandalagsins á landsfundinum og á tillögur forustu flokksins í því sambandi. Syavar Gestsson menntamálaráðherra og fyrrum formaður flokksins sagði til dæmis að Alþýðubandalagsfólki fyndist að verið væri að færa flokk- inn til. Svavar sagði síðan að Al- þýðubandalagið stæði frammi fyrir miklum vanda, þegar saman kæmu þau vinnubrögð flokksforustunnar að leggja fram tillögur án þess að um þær hefði farið fram nein um- ræða í flokknum, og tillögur á borð við þá að Alþýðubandalagið gangi í Alþjóðasamband jafnaðarmanna. Sjá nánar miðopnu. Hálsbólga að ganga í Reykjavík SLÆM hálsbólga með háum hita og hósta hefúr verið að ganga meðal barna á höfúð- borgarsvæðinu að undan förnu og heimilislæknar hafa haft óvenju mikið að gera. Stefán Finnsson læknir á læknavaktinni í Reykjavík segir að óvenju annasamt hafi verið hjá heimilislæknum í þessum mánuði. Einnig hafi talsvert verið um veikindi í október. Einna mest hafi borið á háls- bólgu í börnum. Mikið væri um að eyrnabólga, bronkítis og þess háttar fylgikvillar kæmu á eftir. Hæstiréttur: Frávísun Hafskips- málsíns var liafhað HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær synjun Sakadóms Reykjavíkur við frávísunarkröfum verjenda fimm sakborninga í Hafskipsmálinu. í niðurstöðum Hæstaréttar segir að eins og mál þetta hafi legið fyrir þegar ákærur voru gefnar út í nóvember á liðnu ári, hafi sérstökum ríkissaksóknara verið heimilt að gefa út ákærur. Veijendurnir fimm höfðu allir haldið því fram að rannsókn máls- ins hafi þá verið svo ábótavant að málið hafi ekki verið ákænahæft. Þá segir Hæstiréttur að ekki hafi verið til úrlausnar fyrir réttin- um hvernig haga skuli málsmeðferð fyrir sakadómi í einstökum atriðum. Verjendur og saksóknari höfðu gagnrýnt það sem fram kom í úr- skurði sakadóms að unnt væri að bæta úr þeim göllum sem dómurinn taldi vera á rannsókninni við dóms- meðferð málsins, með aðstoð RLR. Þrír veijendanna gerðu kröfur um að þar sem Hallvarður Ein- varðsson, ríkissaksóknari og fyrr- um rannsóknarlögreglustjóri, sem talinn var vanhæfur sem ríkissak- sóknari í Hafskipsmálinu, hafi stjórnað meginhluta frumrannsókn- arinnar, yrði ekki á þeirri rannsókn byggt við útgáfu ákæru. Um það segir Hæstiréttur að af rannsóknar- gögnum verði ráðið að sérstakur ríkissaksóknari hafi tekið sjálf- stæða afstöðu til þess, hvernig rannsókn skuli haga. Það leiði því ekki til frávísunar að lögð hafi ver- ið fram gögn úr rannsókn sem framkvæmd hafi verið undir stjórn a^inars manns og ekk.i skipti máli að sá hafi ekki mátt gefa út ákær- ur í málinu. Hæstaréttardómararnir Guð- mundur Jónsson, Hrafn Bragason og Þór Vilhjálmsson kváðu upp dóm Hæstaréttar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.