Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C/D 265. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Eistneska þingið: Ný kosningalög samþykkt í andstöðu við Sovétstjórnina Metverð fyr- ir frímerki? HUGSANLEGT er talið að öll met verði slegin er frímerki frá Mauritius verða boðin upp í Genf í þessari viku. Um er að ræða tvö eins-pennís frímerki sem gefin voru út í miklum flýti árið 1847 er Mauritius var bresk nýlenda. Frímerkin voru gefin út til þess að eiginkona land- stjórans gæti kom- ið boðum til þeirra sem hún hafði ákveð- ið að bjóða á ball eitt mikið. Æðibunu- gangurinn var svo mikill að sá sem gróf út prentmótið ritaði „Pósthús" (Post Office) á jaðarinn í stað „Burðargjald greltt" (Postage Paid). Eykur það verð- gildi frímerkjanna. Talsmaður Christi- e’s-uppboðsfyrirtækisins sagði hugsan- legt að 111 til 155 milljónir króna fengj- ust fyrir frímerkin. Bresk öldurhús: Fjandsamlegt við- mót og óhreinlæti Lundúnum. Daily Telegraph. GESTIR breskra öldurhúsa fá ekki eins góðar móttökur og af er látið, að því er segir í nýju riti bresku neytendasamtak- anna. Um helmingur þeirra 80.000 kráa, sem reknar eru í Bretlandi, er fyrir þrönga hópa viðskiptavina og er þar ókunnum mönnum jafnvel tekið fjand- samlega, ef marka má ritið. Hreinlætinu þykir einnig ábótavant, en tekið er fram að maturinn hafi batnað verulega og fisk- réttir séu orðnir nokkuð algengir. Flugmenn með fölsuð skírteini Róm. Daily Telegraph. AÐ MINNSTA kosti tuttugu rétt- indalausir áhuga- flugmenn keyptu fólsuð skírteini sem gerðu þeim kleift að fljúga áætlunar- vélum á Ítalíu. Lögreglan í Róm varaði við því að hún þyrfti að grípa til þess ráðs að innkalla skírteini allra flug- manna, sem starfað hafa fyrir ítölsk flug- félög undanfarin fímm ár. Sjö flugmönn- um hefúr verið vikið úr starfi og verið er að rannsaka mál fjórtán til viðbótar. Talið er að þeir hafi greitt flugkennurum flárhæð sem nemur 350.000 ísl. kr. fyrir að falsa undirskriftir prófdóinara og eft- irlitsmanna ítölsku flugmálastjórnarinn- ar. Moskvu. Reutcr. EISTNESKA þingið samþykkti ný kosn- ingalög í fyrrakvöld þrátt fyrir viðvaran- ir Sovétstjórnarinnar, sem segir, að með þeim sé hlutur Eista sjálfra gerður hærri en innflyljenda af rússneskum ættum. * Inýju kosningalögunum er kveðið á um kjörgengi allra, sem eru 21 árs eða eldri og hafa búið í Eistlandi 10 ár eða lengur, en kosningarétturinn er ekki takmarkaður við tiltekinn búsetutíma í landinu. Lög þess efnis voru þó sett fyrr á árinu en hafa nú verið afnumin. í síðustu viku fordæmdi forsætisnefndi sovéska Æðsta ráðsins lög, sem sett hafa verið í Eystrasaltsríkjunum, um borgara- réttindi og réttindi þjóðtungnanna og á fimmtudag voru leiðtogar litháíska komm- únistaflokksins kvaddir á skyndifund með stjórnmálaráðinu vegna fyrirætlana um að stofna óháðan kommúnistaflokk. í viðtali við litháíska útvarpið á föstudagskvöld sagði Algirdas Brazauskas, formaður kommún- istaflokksins í Litháen, að fundurinn hefði „tekist vel“ og engin breyting orðið á fyrir- ætlunum Litháa. Sofia. Reuter. RÚMLEGA 50.000 Búlgarar komu saman í miðborg Sofiu, höfúðborgarinnar, í gær til að krefjast frjálsra kosninga í landinu. * Afundinum, sem er sá Qölmennasti síðan kommúnistar komust til valda í iandinu fyrir 40 árum, hafði fólkið uppi kröfuspjöJd Þingið í Georgíu kom saman á föstudag og var þá Gíví Gúmbarídze, formaður kommúnistaflokksins, kosinn forseti og einnig rætt um „stjórnarskrármál“ að sögn TASS-fréttastofunnar. þar sem krafist var fijálsra kosninga og Zhivkov, sem var vikið frá fyrir rúmri viku, skipað á bekk með Adolf Hitler. „Við viljum málfrelsi, hugsanafrelsi og frjálsar kosning- ar,“ sagði andófsmaðurinn Petko Símenov á þrepum Nevski-dómkirkjunnar. „Zhivkov á að fara fyrir rétt.“ Búlgaría: Krafist ft*jálsra kosninga TVEÍR HEIMAR BERLÍN /10 MAHnS- MYAD /18 i:n\Kviii)i IHÆTTV STQRIÐJA- LJÓS í MYRKRI ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.