Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVJ^MBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla': Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Olíukaup frá Sovétríkjunum Samningar þeir, sem nú hafa verið gerðir um olíukaup frá Sovétríkjunum, eiga að verða hinir síðustu af þessu tagi. Það er löngu orðið tíma- bært að veita frelsi til olíu- kaupa hvaðan sem það hentar hveiju sinni. Núverandi fyrir- komulag á olíukaupum er for- tíðarfyrirbæri. Það er óskiljan- legt með öllu, að olíufélögin þtjú hafi ekki þann metnað að krefjast þess, að þessi viðskipti verði gefin fijáls eins og önnur viðskipti. Olíukaupin frá Sovétríkjun- um hafa í áratugi verið rök- studd með því, að þau væru nauðsynleg til þess að tryggja sölu á íslenzkum sjávarafurð- um þangað. Þar skiptir mestu frystur fiskur og saltsíld. Ekki skal dregið í efa, að í eina tíð hafi markaðurinn í Sovétríkj- unum haft þýðingu fyrir út- flutning á frystum fiski. Nú er hins vegar slegizt um þann fisk, sem á land kemur. Það er barizt hart um það, hvort hann skuli unninn í frystihúsum hér eða fluttur út ferskur. Það er af og frá, að útflutningur á frystum fiski til Sovétríkjanna hafi sömu þýðingu og áður eða réttlæti úrelt skipulag á olíu- kaupum. Um saltsíldina er annað að segja. Síldarneyzla hefur dregizt svo mikið saman, að markaðir eru mjög takmarkað- ir eins og á stendur. Hins veg- ar er það óþolandi aðstaða fyr- ir okkur, að bíða í spennu á hveiju einasta hausti eftir því, hvort Sovétmönnum þóknast að kaupa af okkur síld. Margt bendir til þess, að aðstæður þar séu að breytast. Sovétmenn vilja vafalaust kaupa af okkur saltsíld, en efnahagur þjóðar- innar er svo þröngur, að þeir hafa bersýnilega ekki gjaldeyri til þess. Þess vegna hljóta síldarsaltendur að leita nýrra leiða til þess að selja saltsíld og gera átak í því að kynna þessa matvöru og vinna henni markað annars staðar. Viðskipti okkar við Sovétrík- in hafa hingað til farið fram á pólitískum forsendum. Sovét- menn hafa talið sér henta að tryggja ákveðin áhrif hér með olíusölu hingað og kaupum á sjávarafurðum héðan. Þeir aðil- ar, sem ha/a annast þessi við- skipti af íslands hálfu, bæði embættismenn og söluaðilar, hafa talið sér henta að nýta þennan pólitíska áhuga Sovét- manna á íslandi. Nú eru við- horfin að breytast í Sovétríkj- unum. Þau eiga að breytast hér líka. Bezt fer á því, að viðskipti þessara þjóða fari fram á fijáls- um og eðlilegum viðskipta- grundvelli. Þótt við hættum að beina meirihluta olíukaupa okkar til Sovétmariha með sér- stökum samningum munum við vafalaust kaupa eitthvað af olíuvörum frá þeim áfram, t.d. svartolíu, vegna gæða. Þeir munu vafalaust hafa áhuga á að kaupa sjávarafurðir frá okk- ur eftir því, sem efni þeirra leyfa. En núverandi viðskipta- háttum verður að linna og þá einokun í olíuviðskiptum, sem byggð hefur verið upp í sam- starfi olíufélaganna, nokkurra embættismanna og vinstri sinnaðra stjórnmálamanna og sölusamtaka í sjávarútvegi, verður að ijúfa. Það voru meiri háttar mistök hjá núverandi ríkisstjórn að undirrita samning um olíukaup við Sovétmenn á dögunum. Þann samning hefði ekki átt að gera heldur nota tilefnið nú til breytinga. Undirrituðum samningl verður ekki breytt en olíufélögin eiga nú þegar að hefjast handa um undirbúning þess að taka upp fijálsa við- skiptahætti á ný. Þau þurfa áreiðanlega tíma til þess að læra slíka viðskiptahætti á ný. Það eru vafalaust ekki margir starfsmenn í þjónustu þessara félaga nú, sem muna þá tíma, þegar olíuvörur voru keyptar með eðlilegum hætti frá öðrum löndum. Þegar ég las • Furstann eft- ir Machiavelli, fannst mér þessar athuga- semdir eiga mest er- indi við íslenzka ráða- menn: Aðalundirstöður hvers ríkis, hvort sem það er nýtt, gamalt eða hvort tveggja, er að hafa góð lög og góðan her. 0g þar sem góð lög fá ekki staðizt nema ríkið eigi sér góðan her, þá fer það saman, að ef það hefur góðan her hlýtur það að eiga sér góð lög. Ég held unnt sé að fullyrða að við höfum afsannað þessa kenn- ingu, en þá höfum við einnig sann- að aðra mikilvæga fullyrðingu Machiavellis: Það er alltaf þannig, að sá, sem er ekki vinur mælist tií hlutleysis, en sá, sem er vinur, mælist til hernaðaraðstoðar. Furst- ar, sem geta ekki gert upp hug sinn, fylgja venjulega hlutleysisstefnu til að afstýra yfírvofandi hættu og það fer venjulega illa fyrir þeim. Það er engu líkara en Machia- velli hafi skrifað þessi orð útúr okk- ar eigin samtíð. Það fer ekki heldur milli mála að þessi fullyrðing Machiavellis er rétt: Bezta varnar- virkið er því að baka sér ekki hatur fólksins. Þótt einhver eigi sér virki, en búi við hatur fólksins, mun það ekki veita honum skjól. Þvíað það mun aldrei skorta erlenda íhlutun, ef fólkið gerir uppreisn... En ég fordæmi hvern þann, sem byggir virki, en lætur sig litlu varða, hvort hann er hataður af fólkinu eða ekki. Margir vinstri menn verða harðari hægri menn, þegar þeir söðla um, en við sem höfum fylgt mannúðarstefnu borgaralegs þjóðfé- lags. Við erum þannig ekki endilega þarfari eða hollari Furstanum en þeir sem voru honum öndverðir í upphafi. Það er því ástæða til að staldra við þessi orð Machiavellis, ekki sízt: Furstar, einkum nýkomn- ir til valda, hafa reynt það, að menn, sem í fyrstu sýndust tor- tryggilegir, urðu síðar hollari og þarfari en þeir, sem upphaflega voru trúir vinir. Pandolfo Petrucci fursti í Síenna, hafði við stjórn ríkis- ins meiri stuðning af þeim sem honum höfðu í fyrstu virzt grun- samlegir... Fursti á aldrei erfitt með að vinna fylgi þeirra sem í upphafi voru honum óvinsamlegir, ef þeir hafa þörf fyrir stuðning. Og þeim er því mun nauðsynlegra að þjóna honum af heilindum sem þeim er brýnni þörf á að breyta með verkum sínum því áliti, sem furstinn hafði á þeim í fyrstu. Þann- ig vinna þeir honum meira gagn en hinir, sem telja sig svo örugga í þjónustu hans, að þeir hirða ekki um að leggja sig fram um að gæta hagsmuna hans. _ En kannski er þetta þó athyglis- verðasta setningin í Furstanum: Og Furstinn getur ávallt komizt hjá hatri, ef hann lætur í friði eignir samborgara sinna. Menn eru fljót- ari að gleyma dauða föður síns en missi föðurarfsins. Stalín sagði páfinn hefði • engar hersveitir. En páfinn svaraði, Mínar hersveitir eru á himnum(!) Hann sagði þetta af full- komnu öryggi og sannfærður um styrk síns víðlenda ríkis. Andlegir furstar einir, þ.e. kirkj- unnar menn, geta stjórnað ríkjum sínum án þess veija þau með vopn- um og þegnum sínum án þess stjórna þeim. Það er rangt að við höfum ekki stjórnað íslenzka ríkinu og varið það í aðra röndina með vopnum. Vopn Atlantshafsbanda- lagsins hafa verið okkar vopn. Við höfum átt í útistöðum við einstök ríki bandalagsins, en hagsmunir okkar hafa ávallt verið hagsmunir þess að lokum. Við höfum séð þetta í þorskastríðum og landvinninga- kröfum okkar á hafinu. Við höfum ekki verið vopnlausir englar í þeirri eldlínu, það er misskilningur. Það er óskhyggja. Það ér blekking. ís- land er ekki andlegt ríki. Þjóðfélag okkar er eins veraldlegt og hvaða ríki sem er. Við getum sagt, því miður. Við getum sagt, Okkar ríki er andlegt ríki. Það byggist á menn- ingu einni saman. Andlegum verð- mætum. En er það svo? Refurinn og Ijónið eru ekki síður á sviðinu nú um stundir en þegar höfundur Njálu horfði yfir sögusvið sitt og annarra sturlunga. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVTKURBRÉF Það er ÁKAFLEGA erfitt að lýsa fyrir ungu fólki þeim tilfinningum, sem atburðimir í Aust- ur-Evrópu og alveg sér- staklega Austur-Þýzka- landi vekja hjá miðaldra og eldra fólki. Átökin á milli tveggja meg- insjónarmiða um þjóðfélagsgerð og upp- byggingu hafa farið fram á þessu svæði í marga áratugi. Þau hafa allan þennan tíma sézt í hnotskurn í Berlín, þessari sögufrægu menningarborg í miðri Evrópu. Austan járntjaldsins hefur staðið yfir tilraun til þess að byggja upp nýja þjóð- félagsgerð. Sú tilraun hefur átt sér marga formælendur víða um lönd, líka hér á Is- landi. Blóðsúthellingarnar í tengslum við þessa tilraun hafa verið ótrúlegar. í Sov- étríkjunum sjálfum hafa milljónir verið drepnar í þágu hinnar sósíalísku bylting- ar. Valdataka -Sovétríkjanna í Austur- Evrópu eftir stríð hafði djúp áhrif á fólk vestan járntjalds. Aðferðirnar, sem notað- ar voru í Tékkóslóvakíu 1948 voru óhugn- anlegar. Uppreisn verkamanna í Austur- Berlín 17. júní 1953 var fyrsta merki þess, að alþýða manna væri ekki tilbúin til að fóma öllu í þágu byltingarinnar. Þremur árum síðar blossuðu upp óeirðir í Poznan í Póllandi og sama ár streymdu sovézkir skriðdrekar inn í Búdapest og börðu niður með hervaldi tilraun Ungveija til þess að koma á lýðræðislegri stjórnarháttum. Ein- um og hálfum áratug síðar vom merki átakanna 1956 enn sjáanleg á húsum í Búdapest. Það vöknuðu ýmsar samvizkuspurning- ar á Vesturlöndum á þessum ámm. Ung- veijar sendu út neyðarkall og báðu um hjálp Vesturlanda. Hún kom aldrei. Fóm þeir af stað gegn ofurefli í þeirri trú, að sú hjálp mundi koma? Hafði þeim verið gefið í skyn, að hjálpin mundi berast? Nú finnst fólki fáránlegt og nánast óhugsandi, að hér á íslandi væri fólk, sem héldi uppi vömum fyrir þessa tilrauna- starfsemi í þágu sósíalismans. En stað- reynd er, að áram og áratugum saman endurspegluðust þessi alheimsátök í stjórnmálabaráttunni hér á íslandi. Sósíal- istar á Islandi hafa aðallega starfað saman undir nafni þriggja stjórnmálaflokka, Kommúnistaflokks Islands, Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins. í öllum meginatrið- um hefur þetta verið sami flokkurinn. Forystumenn og fylgismenn þessa sós- íalíska flokks héldu uppi hörðum vörnum fyrir þjóðfélagshætti austan járntjalds ámm saman. Lýsingar Morgunblaðsins á því, sem þar var að gerast gengu undir nafninu „Moggalygi“. Sú „lygi“ hefur nú verið staðfest í einu og öllu. Jafnvel eftir að sovézkir skriðdrekar murkuðu lífið úr verkamönnum á götum Austur-Berlínar á þjóðhátíðardag okkar íslendinga 1953 og eftir blóðbaðið í Búdapest 1956 héldu þess- ir menn áfram að halda á lofti merki sós- íalismans I Austur-Evrópu. Eftir þessa atburði fór töluverður hópur íslendinga til náms í þessum ríkjum. Þeir nutu fjárstuðn- ings frá þeim stjómvöldum, sem höfðu beitt skriðdrekunum á verkamenn og frels- ishetjur. Nám þeirra var borgað úr vasa þessa fólks. Sósíalistaflokkurinn hafði milligöngu um þessar námsferðir. Hann var eins konar umboðsskrifstofa fyrir há- skólana austan járntjalds, sem hinir ungu íslenzku og sósíalísku námsmenn sóttu nárn til. Verkalýðsforingjar sósíalista fóm reglulega sér til hvíldar og hressingar á hressingarhæli fyrir austan tjald eftir að starfsbræður þeirra höfðu verið drepnir á götunum í Búdapest og Berlin. Sumir þess- ara ungu námsmanna em nú i forystu fyrir Alþýðubandalaginu. Bæði Hjörleifur Guttormsson og Svavar Gestsson stunduðu með þessum hætti nám austan járntjalds. í Búdapest var ungur íslendingur við nám, þegar uppreisnin varð haustið 1956, þ.e. Hjalti Kristgeirsson. í frægu útvarpsviðtali 1956 kom það berlega í ljós, að Hjalti Kristgeirsson hafði Laugardagur 18. nóvember enga samúð með uppreisnarmönnunum á götum Búdapest. Samúð hans var annars staðar. En allir eiga rétt á að læra af reynslunni. Hjalti Kristgeirsson skrifaði merkar greinar hér ív Morgunblaðið sl. sumar, þar sem hann lýsti m.a. endurreisn frelsishetjanna frá 1956 og það fór ekkert á milli mála við lestur þeirra, að skoðanir hans eru aðrar í dag en þá. Þess ber að geta, að þeir vom margir, sem snera baki við Sósíalistaflokknum eftir atburðina í Ungveijalandi 1956 en' þeir vora líka margir, sem héldu áfram að halda fram málstað byltingarinnar í austri. Samskipti sósíalista á Islandi við bræðraflokkana austan járntjalds héldu áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Það er meira að segja hægt að færa rök að því, að í mörg ár eftir þessa atburði hafi fjárstuðningur borizt frá Austur-Evrópu til sósíalista á íslandi með ýmsum hætti. Þegar Þjóðviljann vantaði nýja prentvél komu bræðraflokkarnir til sögunnar. Og útgáfustarfsemi sósíalista á Islandi stóð með blóma í krafti margvíslegrar útgáfu, sem prentuð var fyrir austan tjald áreiðan- lega fyrir ótrúlega lágt verð en seld hér á markaðsverði. Það var í rauninni ekki fyrr en sovézku skriðdrekarnir branuðu aftur um stræti í Austur-Evrópu, að þessu sinni í Prag, að sósíalistar á íslandi gáfust upp við að halda uppi vörnum fýrir það, sem var að gerast í sæluríkinu austan járntjalds. En þrátt fyrir það héldu þeir samt vissum tengslum við bræðraflokkana í austri eins og m.a. mátti sjá á sérkennilegum sam- skiptum Alþýðubandalagsins eftir að það var orðið formlegur stjórnmálaflokkur 1968, við Kommúnistaflokkinn í Rúmeníu, sem nú þykir argasta afturhald í allri aust- urblokkinni. Óneitanlega kemur það mönnum spánskt fyrir sjónir nú, þegar þessir sömu menn, þessir sömu talsmenn sósíalismans á íslandi, sem hafa í áratugi kallað sannar frásagnir af atburðunum í Austur-Evrópu „Moggalygi" , koma nú hver á fætur öðr- um fram í fjölmiðlum og fagna því, að það þjóðskipulag er hrunið til granna, sem þeir hafa barizt hatrammlega fyrir í ára- tugi og hefur sú barátta m.a. átt dijúgan þátt í að skipta íslenzku þjóðinni í tvær stríðandi fylkingar. En vissulega eiga þess- ir menn rétt á því að skipta um skoðun og viðurkenna mistök sín. En gera þeir það? Ekki er svo að sjá, á þeim lands- fundi Alþýðubandalagsins, sem lýkur um þessa helgi. Þegar Berlínar- múrinn reis BERLINARMUR- inn fyllti mælinn. Þegar hann reis varð hann æsku þeirra tíma gífurleg hvatning til þess að sameinast gegn þeirri þjóðfélagslegu til- raun, sem stóð yfir fyrir austan múrinn. Það voru margar pílagrímsferðir farnar að þeim múr, ekki sízt af ungu fólki. En það var líka furðulegt að fylgjast með þeim, sem höfðu uppi tilburði til þess að veija byggingu Berlínarmúrsins og þeir vora ótrálega margir, líka hér á íslandi. Þetta finnst fólki kannski ótrúlegt í dag en er engu að síður staðreynd. Berlínarmúrinn varð æsku þeirra tíma hvatning til þess að' sameinast í harðri baráttu gegn sósíalismanum. Á þeim tíma átti hinn fijálsi heimur leiðtoga, sem hafði hæfileika til að blása nýjum kynslóðum í bijóst baráttuanda og vilja til þess að veija frelsið og beijast fyrir frelsinu. Þessi leið- togi var John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, sem flutti ógleymanlega ræðu á svölum ráðhússins í Berlín. Þeir dagar í Berlín voru ógleymanlegir þeim, sem þar voru. Berlínarmúrinn varð tákn þessarar bar- áttu. Hann sýndi öllu öðru fremur, að sós- íalisminn gat ekki keppt við vestrænt lýð- ræði á jafnréttisgrandvelli. Hann var til marks um, að «011 Austur-Evrópa hafði verið gerð að risavöxnum fangabúðum. Það var í þessi átök og þessar andstæður, Júníbylting þýzkrn verknmnnnn vnr vægðnrlnust bæld niðnr nf rússneskúm skriðdreknsveitnm sem þjóðir Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku sóttu kraft og þrek til þess að byggja upp viðtækt vamarkerfi. Þá komu talsmenn þjóðfélagsins í austri og héldu því fram, að vamarbandalag vestrænna þjóða og hernaðarbandalag Sovétríkjanna og leppríkja þeirra væru sambærileg bandalög! Þetta var uppistaðan í málflutn- ingi talsmanna Alþýðubandalagsins um utanríkismál árum og áratugum saman og er enn, eins og sjá má, ef menn leggja það á sig að kynna sér ræðu Ólafs Ragn- ars Grímssonar á landsfundi Alþýðubanda- lagsins. Ekkert var fjær sanni. Þessi bandalög hafá aldrei verið sambærileg og verða aldrei. Nú er sósíalisminn í Austur-Evrópu hruninn til grunna. Mennirnir í Kreml beijast fyrir lífi sínu. Enginn getur fullyrt neitt um það, hvað kann að gerast í Sovét- ríkjunum á næstu misserum en Austur- Evrópa er fallin. Sósíalistar á íslandi sækja enga fyrirmynd þangað. Átökunum um þjóðfélagskerfin tvö, sem hófust að marki í kjölfar heimsstyijaldarinnar síðari, er lokið með fullum sigri velferðarþjóðfélaga Vesturlanda. En það er ekki aðeins sósíal- isminn í Austur-Evrópu, sem er hraninn. Sósíalisminn, sem stjómmálastefna er gjaldþrota. Þeir flokkar, sem kenna sig’ við þá stjómmálastefnu hafa ekki lengur nokkurn grandvöll til að byggja á. Al- þýðubandalagið á íslandi hefur ekki nokk- urn grundvöll til að byggja á. Þetta eru m.a. afleiðingar þess, sem hefur verið að gerast lyrir austan járntjald. Alþýðu- bandalagsmenn hafa talað á landsfundi sínum um nýja heimsmynd, sem þeir ætli að beijast fyrir. Hvaða heimsmynd er það með leyfi? Úr rústum sósíalismans í Austur-Evrópu eiga eftir að rísa ný og öflug menning- arríki, sem eiga sér merka sögu og byggja á gamalli hefð. En hvað skyldi rísa úr rástum sósíalismans á íslandi? Það er ekki' að sjá, að Alþýðubandalagsmönnum hafi tekizt að finna út úr því á landsfundi sínum og því síður hefur formaður flokksins gert sér grein fyrir því. Á sögulegu augnabliki í lífi sósíalista á íslandi gekk Ólafur Ragn- ar Grímsson fram á sjónarsviðið — og féll á prófinu. Þótt ótrálegt megi virðast er enga nýja pólitíska hugsun að finna í ræðu hans við setningu landsfundar Al- þýðubandalagsins á þessum tímamótum. Aðeins orðaglamur. Þeir vilja gjarnan hætta að vera kommar en þeir geta ekki hætt að vera kommar! FYRIR 50 ÁRUM klofnaði Alþýðu- flokkurinn og árum vinstri armur hans gekk til samstarfs við Kommúnistaflokk Islands um stofnun Sameiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins. Þetta er ein- hver sögulegasti atburður stjórnmálabar- áttunnar á þessari öld og hefur markað íslenzk stjórnmál síðan. Ef Alþýðubanda- lagið undir forystu Ólafs Ragnars hefði getað gert upp við sig að snúa baki við hinni kommúnísku fortíð sinni var ekki óhugsandi, að klofningur jafnaðarmanna mundi ganga til baka. En það fer ekki á milli mála, að Alþýðubandalagið getur ekki með nokkra móti sagt skilið við for- tíðina. Þeir mega ekki til þess hugsa, jafn- vel þótt sósíalisminn, sú lífshugsjón, sem Alþýðubandalagið byggir á, sé hruninn. Og þar með hefur formennska Ólafs Ragnars Grímssonar í Alþýðubandalaginu engan tilgang. Hún gat haft tilgang. Olaf- ur Ragnar var fyrsti maðurinn, sem kjör- inn var formaður Alþýðubandalagsins, sem ekki átti með einum eða öðrum hætti ræt- ur í hinum gamla kommúnistakjarna í stjórnmálahreyfingu sósíalista á íslandi. Kjör hans gat verið vísbending um, að þessi flokkur væri að breytast, sem hefði vissulega haft mikla pólitíska þýðingu. Ólafur Ragnar átti ekkert annað erindi í formennsku þessa flokks en að breyta honum. Landsfundurinn nú gefur til kynna, að honum hafi mistekizt þetta verk- efni og þar með hefur forysta hans ekki lengur nokkra pólitíska þýðingu. Þegar þetta er ritað liggur endanleg niðurstaða landsfundarins ekki fyrir, en ljóst er að ágreiningurinn er djúpstæður. Ákveðinn hópur fólks vill uppgjör við fortíðina ’en sterkur kjarni er því bersýnilega andvígur. Auðvitað er hugsanlegt, að það gerist á næstu misserum eða næstu árum, að Fyrir 50 einhver hópur þess fólks, sem nú vildi uppgjör við fortíðina i Alþýðubandalaginu, gangi til samstarfs við Alþýðuflokkinn. En staðreynd er, að sá flokkur veit ekki heldur hver hann er. Fyrir síðustu kosning- ar virtist Alþýðuflokkurinn stefna að því að verða Alþýðuflokkur viðreisnaráranna, sem byggði á nánu samstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn. Nú blasir fremur við okkur Alþýðuflokkur kreppuáranna milli 1930 og 1940. Vel má vera, að sá flokkur muni hugnast væntanlegum flóttamönnum úr Alþýðubandalaginu, en hugnast hann kjós- endum? Það blasir skyndilega við okkur, að kommúnistar, sósíalistar og sósíaldemó- kratar verða að gera upp við fortíð sína og sjálfa sig. Þetta á við um þessa flokka og fólk um allan heim. Á meðan það upp- gjör hefur ekki farið fram, svífa þeir í lausu lofti og vita ekki hvað þeir vilja, að hveiju skal stefna eins og glögglega má sjá á landsstjórninni hér um þessar mundir. mmmmmmmm stundum er HvaríW það sv0’ þegar nvaosvo. menn hafa unnið mikla sigra, að tómleiki tekur við. Hvað svo? Það er ekkert fráleitt, að hinar fijálsu þjóðir Vesturlanda spyiji sig þessarar spurningar, þegar fylgzt er með hinni hröðu atburðarás í Evrópu. Svarið er í fyrsta lagi, að þótt sósíalism- inn í Austur-Evrópu sé hraninn stendur hið kommúníska herveldi í Sovétríkjunum enn af fullum styrkleika. Þess vegna er enn ekki tímabært að slaka á vörnum vest- rænna ríkja. í annan stað er auðvitað ljóst, að fram- undan er stórkostlegt átak og stórbrotið verkefni við endurreisn hinna gömlu menn- ingarríkja í Mið-Evrópu, sem nú eru að losna undan járnhæl Sovétmanna og þróun lýðræðislegra stjórnarhátta í þessum ríkjum. Þau þurfa á allri aðstoð að halda, sem hægt er að veita þeim. í þriðja lagi fer ekki á milli mála, að Evrópa er öll í deiglu. Þar er ný öld að ganga í garð, sem enginn getur út af fyr- ir sig séð hvernig verður. Sigurvegara kalda stríðsins skortir því engan veginn verkefni. „Eftir þessa at- burði fór tölu- * verður hópur Is- lendinga til náms í þessum ríkjum. Þeir nutu fjár- stuðnings frá þeim stjórnvöld- um, sem höfðu beitt skriðdrek- unum á verka- menn og frelsis- hetjur. Nám þeirra var borgað úr vasa þessa fólks. Sósíaiista- flokkurinn hafði milligöngu um þessar námsferð- ir. Hann var eins konar umboðs- skrifstofa fyrir háskólana austan járntjalds, sem hinir ungu íslenzku og sós- íalísku námsmenn sóttu nám til.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.