Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 32
MORGUNBIAPIP MINNIIMGAR gUNWftÁQUiRfl9. NÓVEMBER 1989 Sigrún Magnúsdótt- ir fv. forstöðukona Hinn 9. nóvember sl. lézt á Borg- arspítalanum Sigrún Magnúsdóttir, hjúkrunarkona frá Gilsbakka. Hún var þá á nítugasta og fyrsta aldurs- ári, fædd á Gilsbakka í Borgarfirði 19. apríl 1899. Foreldrar hennar voru þau Sigríður Pétursdóttir Siv- ertsen, bónda í Höfn, en Pétur var sonarsonur Bjama riddara Sivert- sens í Hafnarfirði. Móðir Sigríðar var Sigríður Þorsteinsdóttir Helga- sonar prests í Reykholti og Sigríðar Pálsdóttur sýslumanns í Krossavík Guðmundssonar. Faðir Sigrúnar var séra Magnús Andrésson pró- fastur og alþingismaður á Gils- bakka, Andréssonar bónda á Syðra-Langholti, Magnússonar al- þingismanns Andréssonar í Lang- holti. Hún var í föðurætt komin af bændafólki í allar kynkvíslir. Höfðu forfeður hennar búið í uppsveitum Árnessýslu um aldir. Þeir höfðu margir verið góðir búþegnar, farið með hreppstjórn og setið í Lög- réttu. Mikilsvirtir í héraði og taldir friðsemdar menn. í móðurætt Sigrúnar var margt embættismanna og athafnamanna serrr kunnir voru á sinni tíð. Ekki verða ættir hennar frekar raktar hér, enda eru heimildir um þær auðfengnar. Með láti Sigrúnar Magnúsdóttur eru öll Gilsbakkasystkinin gengin. Hún var reyndar yngst þeirra. Hin voru í aldursröð: Andrés ráðsmaður á Gilsbakka, Sigríður kennari, Pét- ur bankastjóri, Katrín bókavörður, Steinunn biskupsfrú, Guðrún hús- freyja á Gilsbakka og Ragnheiður húsfreyja á Hvítárbakka. Um nám sitt getur Sigrún þess í Hjúkrunarkvennatali að hún hafi stundað skólanám hjá föður sínum heima á Gilsbakka. Bjó hann Sig- rúnu undir framhaldsskólanám. Flesta vetur kenndi séra Magnús heima hjá sér, lengur eða skemur. Hann kenndi sumum undir skóla en öðrum allt að stúdentsprófí. Auk þess kenndi hann unglingum, sem ekki ætluðu í langskólanám. Hann kenndi sjálfur börnum sínum, og gerði ekki upp á milli sona og dætra í þeim efnum frekar en öðrum. Þær fengu ekki síður en drengirnir að læra málfræði, bragfræði og stærð- fræði. Ekki var þeim heldur meinað að læra latínu, ef þær vildu. Þá voru lesnar bókmenntir, inn- lendar og útlendar. Segir frændi þeirra, Magnús Helgason frá Birt- ingaholti, að Shakespeare og Ibsen, hafi þar verið hversdagslestur og umræðuefni. Hann getur þess líka að á Gilsbakka hafi verið gott bóka- safn sem mikið var notað til skemmtunar, fróðleiks og hvíldar. Árið 1918 sagði séra Magnús af sér embætti enda var honum þá mjög farin að daprast sjón. Kona hans hafði dáið árið áður. Hann bjó búi sínu eftir sem áður með dætrum sínum, sem voru heima. Lásu þær fyrir föður sinn og önnuðust bréfa- skriftir fyrir hann. Mun Sigrún hafa tekið fullan þátt í því að létta föður sínum störfin. Séra Magnús hafði lengst af ævinnar lagt stund á læknisfræði og hjálpaði oft sjúku fólki um lyf auk þess sem hann lagði á ráðin um sjúkrameðferð. Pantaði hann efni til meðalagerðar frá Þýzka- landi og fylgdist vel með nýjungum á sviði lyfjaframleiðslu. Ekki er vafi á-því að Sigrún lærði mikið af föður sínum í þessum efn- um, bæði heilsufræði og margt um lyfjanotkun. Þessi þjónusta kom sér vel fyrir almenning í stijálbýlinu, því læknar voru fáir og oft þurfti að leita langar leiðir til þess að ná fundi þeirra. Trúlega hefur þessi hlutdeild Sigrúnar átt þátt í því að hún stefndi að því að læra hjúkrun. Hún hefur einnig fengið áhuga á heil- brigðismálum vegna kynna sinna af öðrum störfum föður síns á því sviði. Mun séra Magnús t.d. fyrstur manna hafa borið fram tillögur um skipulagðar berklavarnir á Islandi. Og hún byijaði svo að starfa við hjúkrun sem lærlingur í Laugar- nesspítala, þar sem hún vann tvö eða þijú ár. Þá hóf hún hjúkrunar- nám við Nakskov Sygehus í Dan- mörku og lauk prófi þaðan sumarið 1925. Framhaldsnám við Rigs- hospítal í Kaupmannahöfn fylgdi á eftir og þaðan fór hún til frekara náms við sjúkrahús í Nyköbing, þar sem hún dvaldi til ársins 1926. Það ár sneri hún heim og réðst til starfa sem hjúkrunarkona hjá Hjúkrunarfélagi Reykjavíkur. Þetta var erfitt starf og fólst aðallega í heimahjúkrun. Hún hafði föst mán- aðarlaun, en ekkert var spurt um vinnutíma. Sigrún stundaði starf sitt af alúð og ósérplægni, oft þurfti hún að vaka yfir fárveiku fólki og sinna jafnframt öðrum sjúklingum. Fór hún þá á reiðhjóli milli sjúkling- anna hvernig sem viðraði. Þegar Sigrún hóf sinn starfsferil voru einungis örfáar hjúkrunarkon- ur starfandi í Reykjavík. íbúar þess voru þá rúmlega 22.000 og berkla- veiki útbreidd. Á þessum árum eignaðist Sigrún marga vini, sem hún hlynnti að og er víst að marg- ir þeirra mundu hana vel og lengi og báru til hennar hlýjan þakkar- hug. Strax og Sigrún gat komið því við, leitaði hún fyllra náms og reynslu. Árið 1928 dvaldi hún við Royal Infirmary í Skotlandi um hálfs árs skeið, en hóf að því loknu störf við berklavarnarstöð Líknar. Þar starfaði hún frá 1929 til 1944, er hún fór til náms og starfa við Gaylord Farm Sanatorium í Connecticut í Bandaríkjunum. Hún sneri aftur heim á árinu 1945. Stríðinu mikla var þá ekki enn lokið og lenti hún í hinu mikla sjóslysi sem varð á Irlandshafi rétt í stríðslokin, þegar kafbátur skaut niður ms. Dettifoss. Hún sýndi þá mikið hugrekki og þrautseigju, er hún stökk fyrir borð af hinu sökkv- andi skipi og bjargaði sér á sundi uppí björgunarbát, eftir talsverða hrakninga í sjónum. Við heimkomuna hóf hún á ný störf hjá Líkn. Ber öllum saman um það, sem til þekktu að þar hafi hún unnið fórnfúst og óeigingjarnt starf og áttu þær mjög samleið 1 þeim efnum, hún og Bjarneý Samú- elsdóttir, sem hafði verið samstarfs- maður Sigrúnar um langt skeið og vinur hennar alla tíð. Aðrir kunna betur að segja frá hjúkrunarstarfi Sigrúnár og greini ég því ekki frekar frá því. Það skal þó sagt sem mestu máli skiptir að alla starfsævi sína var hún óþreyt- andi Jiðsmaður fyrir því baráttu- máli íslendinga að útrýma berkla- veiki hér á landi. Það er mat þeirra sem bezt þekkja til að þáttur Sig- rúnar í því stríði hafí verið mikill og merkur. Á árinu 1948 var leitað til Sig- rúnar um það að hún tæki að sér að vera forstöðukona hinnar vænt- anlegu heilsuverndarstöðvar í Reykjavík. Var þetta rætt með nokkrum fyrirvara og samþykkti Sigrún hugmyndina. En það lýsir henni vel að hún vildi samt áður kynna sér nýjustu starfsaðferðir á þessu sviði heilbrigðismála og fór því enn í náms- og kynnisferð til Bándaríkjanna. Þannig var farið um starfsframa hennar. Hún var kvödd til nýrra starfa frekar en að hún hefði sig sjálf í frammi. Ekki er vafi á því að Sigríður Eiríksdóttir, sem var í mörg ár í forsvari fyrir hjúkrunar- stéttinni, átti mikinn þátt í því að Sigrún tókst á hendur forstöðu heilsuverndarstöðvarinnar. Var ætíð gagnkvæmt traust og vinátta með þeim stöllum. Sigríður þekkti hlédrægni Sigrúnar og gerði sér jafnframt glögga grein fyrir því öryggi sem fylgdi verkum hennar og þá um leið nauðsyninni á að virkja krafta hennar. Og í þessu efni naut Sigrún einnig góðra ráða og stuðnings þeirra Sigurðar Sig- urðssonar berklayfirlæknis og Óla Hjaltested læknis, sem báðir voru samstarfsmenn hennar um langt skeið. Sigrún var í starfi forstöðukonu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur til ársloka 1964. Þá dró hún sig í hlé eftir langt og farsælt starf í þágu íslenzkra heilbrigðismála. Systur hennar, þær Sigríður og Katrín, voru þá komnar nokkuð við aldur og heilsa þeirrra að dvína, einkum Katrínar. Þær systurnar höfðu búið saman á Hringbraut 81 í húsi sem þær höfðu byggt fyrir stríð. Það kom nú í hlut Sigrúnar að annast systur sínar og varð sú umönnun með sama hætti og annað sem hún leysti af höndum. Állt var gert af nærgætni og hlýleika. í byijun áttunda áratugarins flutti Ragnheiður á Hvítárbakka til þeirra systra sinna á Hringbraut 81. Katrín lézt 1972 en hinar syst- urnar áttu enn samleið fram yfir 1980. Sigríður lézt þá um haustið og Ragnheiður réttu ári síðar. Þær systurnar áttu þrátt fyrir heilsu- farsáföll fagurt ævikvöld saman. Þær voru samrýndar og ríkti ætíð elskulegt hugarþel og háttvísi þeirra í millum. Var lærdómsríkt að vera í návist þeirra og fá að njóta vitsmuna þeirra, frábærrar þekkingar og þeirrar gleði og góð- vildar, sem umvafði þessar merku konur. En allrar veraldar vegur víkur að sama punkt. Eftir fráfall Ragn- heiðar bjó Sigrún ein í íbúð sinni á Hringbraut 81. Ekki svo að skilja að hún hafi verið ein og yfirgefin. Frænkur og frændur komu oft. Ekki af eintómri umhyggju heldur til þess að eiga skemmtilega stund með Sigrúnu, njóta fyndni hennar og fróðleiks. Og Sólveig Guðmunds- dóttir sem áður starfaði á vegum erfðafræðinefndar kom tíðum til hennar, las fyrir hana og studdi á allan hátt, því nú var Sigrún orðin nær blind. Eru Sólveigu í dag færð- ar alúðarþakkir fyrir tryggðina. En samt bjó Sigrún ein. Og nú sýndi hún enn þrekið og hug- kvæmnina. Hún kepptist við handavinnu sína og pijónaði peysur og fíngerð sjöl, sem bárust víða. Margir skrifuðu frá útlöndum og vildu kaupa þessa góðu gripi. En svo fór að hún varð að hætta þessari iðju. Og þá hófst enn einn merkur þáttur í lífi Sigrúnar. Hugurinn var opinn og sístarfandi þótt hún væri komin á þann aldur þegar fólki fer almennt að hraka. Hún fékk sér tónflutningstæki og hóf að kynna sér æðri tónlist. Náði hún ótrúleg- um árangri á þessu sviði. Hún varð mjög vel menntaður og þroskaður hlustandi. Kunni hún t.d. skil á nær öllum verkum Mozarts. Og nú eru leiðarlok. Fyrir okkur systkinabörn Sigrúnar er fráfall hennar áfangaskipti. Við dáðum hana öll enda fylgdist hún vel með lífi okkar og störfum. Hún gladdist með glöðum og var skilningsríkur huggari ef á móti blés. En öllum var hún okkur ráðgjafi og alltaf vinur og félagi. Er þá nokkuð sagt en þó ekkert ofsagt. Þótt Sigrún væri dagfarslega mild í máli og umgengni var hún föst fyrir, einkum ef henni var mis- boðið. Orð Sigrúnar misstu ekki marks. Sterkur persónuleiki hennar fylgdi orðum þétt eftir. Fyrir tveim árum flutti Sigrún í dvalarheimilið Seljahlíð. Henni leið þar vel og naut ágætrar umönnunar starfsfólks. Hugsun Sigrúnar var skýr og minnið fqott til leiðarloka. Hún hélt gleði sinni og góðlátlegri kímni deildi hún með vinum sínum. Hún lifði mikil aldahvörf og skil- aði giftudijúgu dagsverki. Hún átti sér djúpar rætur í fortíðinni og síðustu óskir hgnnar voru þær að þjóðinni mætti farnast sem bezt í framtíðinni. Ásgeir Pétursson Sigrún Magnúsdóttir, fyrrver- andi forstöðukona Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, lést í hárri elli þann 9. nóvember sl. Það var haustið 1958, að ég lagði leið mína á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, sem þá var nýiega tekin til starfa í glæsilegri bygg- ingu, til að spyijast fyrir um starf. Ég hitti að máli forstöðukonuna. Þar mætti mér falleg, virðuleg og vingjarnleg kona. Er ekki að orð- lengja það að með okkur tókst sam- komulag og hóf ég þar störf um haustið. Varð þetta upphaf okkar kynna og vináttu sem staðið hefur þar til andlát hennar bar að garði. Sigrún fæddist að Gilsbakka í Hvítársíðu þann 19. apríl 1899 og var því rétt liðlega 90 ára þegar hún lézt. Hún var komin af sterkum ættstofnum, faðir hennar var Magnús Andrésson, prófastur þar og alþingismaður, en móðir hennar Sigríður Pétursdóttir. Sigrún hlaut sitt almenna skólanám í föður- húsum. Hún lauk hjúkrunarnámi við Nakskov sygehus í Danmörku árið 1925, stundaði síðan fram- haldsnám við fæðingardeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn og í geðhjúkrun við Geðsjúkrahúsið Nyköbing, Sjálandi, kynnti sér heilsuvernd í Detroit í Bandaríkjun- um sumarið 1948, og lauk fram- haldsnámi í heilsuvernd við háskól- ann í Toronto, Kanada, í júní 1949. Sigrún starfaði víða, m.a. hjá Hjúkrunarfélagi Reykjavíkur, í Skotlandi, Bandaríkjunum en lengst af hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn. Hún var fyrsta forstöðukona Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, hóf þar starf 1. nóvember 1953 og starfaði þar óslitið til 1. ágúst 1964. Sigrún lét mikið að sér kveða í félagsmálum Hjúkrunarfélags ís- lands, sat m.a. í stjórn félagsins í 12 ár, sótti fundi og þing heima og erlendis, m.a. hjá Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlönd- um, skrifaði greinar t.d. í Tímarit Hjúkrunarfélags íslands. Sigrún var víðförul kona. Ekki verður Sigrúnar minnzt án þess að geta þeirrar ótrúlegu lífsreynslu hennar að vera farþegi á Dettifossi þegar hann var skotinn niður á stríðsárunum, meðal þeirra sem fórust var góð vinkona Sigrúnar. Rek ég þá sögu ekki en vísa til heimilda um þennan atburð. Sigrún þurfti að sjálfsögðu oft að fljúga milli landa, en kveið ævin- lega fluginu og fékk sér því koní- aksdreitil áður til að hressa sig. Eitt sinn sagði einn af norrænu kollegum hennar: „Sigrún, þú sem lentir í hræðilegum sjávarháska, það er skrýtið hvað þú ert hrædd að fljúga eftir þá miklu lífsreynslu." Sigrún svaraði: „Ég kann að synda, ekki fljúga.“ Þetta tilsvar lýsir Sig- rúnu nokkuð. Það var vel vandað til undirbún- ings Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur. Sigrún tók þátt í því starfi frá upphafi. Til að búa sig sem bezt undir hið ábyrgðarmikla starf sem forstöðukona hinnar nýju stofnunar fór hún, þegar árið 1948, í framhaldsnám í heilsuvernd til Bandaríkjanna, eins og áður er getið. Heilsuverndarstöðin tók við starfi Líknar og jafnframt öðrum greinum heilsuverndar. Átti Sigrún t'íkan þátt í að efla starf hennar og gera hana að „fullkominni heilsuverndar- stöð, sem starfaði sem ein heild sem stefndi að því marki að efla heil- brigði og. hreysti bæjarbúa“, eins og segir í gömlum fundargerðum. M.a. átti hún ríkan þátt í því að geðverndardeild barna var komið á fót árið 1960, en slíkt var þá ný- mæli hér. Sigrún naut mikillar virð- ingar og sinnti sínu starfi af mynd- ugleik og alúð. Heilsuvernd og þjónusta utan sjúkrahúsa naut þó ekki mikils skilnings og átti undir högg að sækja gagnvart sjúkrahúsum eins og raunar á sér stað enn þann dag í dag. Eilífur skortur á hjúkrunar- fræðingum og fjárskortur til starf- seminnar gerði starf Sigrúnar mjög erfitt. Hún átti þó því láni að fagna að hafa til liðs við sig frábærar hjúkrunarkonur, sem öxluðu ábyrgðina með henni og störfuðu við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur megnið af starfsævi sinni. Það er kannski erfitt að gera sér grein fyrir því í dag hvílíkt átak það var, ekki sízt fyrir konur, að mennta sig á þeim tímum, þegar Sigrún var ung. Það var stórt skref að fara til fjarlægra landa, burt frá fjölskyldu og vinum, þegar haft er í huga hvernig samgöngur og önnur samskipti milli íslands og annarra landa voru fyrir 60 árum. Þeim konum, sem lögðu þetta á sig, eig- um við íslenzkar konur ómælda skuld að gjalda. Sigrún hafði þær hugsjónir, gáfur og þann metnað að hún lagði þetta á sig og nutum við sem á íslandi búum árangurs erfiðis hennar. Sigrún var í raun ákaflega hlé- dræg kona, jafnvel feimin, en hafði kímnigáfu í bezta lagi. Hún var húsbóndaholl, heiðarleg og mann- vinur mikill. Hún virti vissulega lög og reglur, en það húsbóndavald sem hiýtur að felast í öllum stjórnunar- störfum, nýtti hún af viti og mann- kærleik, enda mat hún sitt starfs- fólk og þótti vænt um það. Þess fékk undirrituð að njóta á erfiðum tímum. Sigrún var hispurslaus og skemmtileg. Árið 1963 sagði þessi geðvonda kona, að hún væri orðin þreytt á þessu „stappi“ og „geð- vond“, það væri kominn tími til að hætta — ekki urðum við samstarfs- fólk hennar vör við neina skap- bresti. Yissulega var Sigrún orðin þreytt á erilsömu starfi en þó var önnur ástæða sem lá að baki þeirri ákvörðun að láta af starfi sem réð úrslitum. Tvær systur hennar, þær + Útför ástkærs eiginmanns míns, ÁRMANNS FRIÐRIKSSONAR útgerðarmanns, ferframfrá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 21. nóvemberkl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Rósa Aðalheiður Georgsdóttir. Eiginmaður minn, HERMANN GUÐMUNDSSON, Kaplaskjólsvegi 53, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21. nóv. kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Clara Lúthersdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.