Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 5
HfliJflS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 4 rsJrffinr I • . M resutviw'.m-q _ 5 Félagar í ASÍ og BHMR Morgunblaðið/Brynjar Ólafsson Jón Aðalsteinn Jónsson for- stöðumaður orðabókar Há- skóla íslands og Jörgen Pind. Orðabók Háskólans: Jón Aðal- steinn hætt- ir sem for- stöðumaður JörgenPind til- neftidur sem eftir- maður hans JÓN Aðalsteinn Jónsson lætur af starfi forstöðumanns orða- bókar Háskólans um áramót- in. Jörgen Pind hefur verið tilnefndur næsti orðabókar- stjóri úr hópi sérfræðinga við stofnunina til íjögurra ára. Jón Aðalsteinn hyggst sinna ýmsum sérverkefnum við orðabókina og mun á næsta ári vinna að endurútgáfu orðabókar sr. Björns Hall- dórssonar í Sauðlauksdal sem út kom árið 1814 en hefur lengi verið ófáanleg. Jón Aðalsteinn hefur starfað við orðabók Háskólans í 35 ár og verið forstöðumaður frá 1980. Hann lauk cand.mag. prófi í málfræði frá Háskólanum árið 1949 og var lektor við Upp- salaháskóla veturinn eftir. Jón kenndi við Kvennaskólann í Reykjavík flesta vetur á árunum 1943 til 1955 þegar hann hóf störf við orðabók Háskólans. „Ég kveð orðabókina varla endanlega um áramótin, verð þar viðloðandi áfram,“ segir Jón Aðalsteinn. „Það er alllangt síðan ég fór að safna saman orðfari sem snertir gömlu am- boðin; orf, hrífu og ljá; ætli ég reyni ekki að sinna því verkefni á næstunni. Þá mun ég vinna að endurgáfu orðabókar séra Björns Halldórssonar. Bókin er merk heimild um íslensku á 18. öld og hefur lengi verið ófáan- leg. Meitillinn í Þorlákshöfn: Greiðslustöðv- un útrunnin á mánudag GREIÐSLUSTÖÐVUN, sem Meit- illinn í Þorlákshöfn hefur haft undanfarna fimm mánuði, rennur út á mánudag. Að sögn Ríkharðs Jónssonar stjórnarformanns fyrir- tækisins hefúr verið unnið að samningum við lánardrottna og er sú vinna vel á veg kominn. Niðurstaða er enn ekki fengin en ætti að liggja fyrir um næ'stu mánaðamót. Ríkharður sagðist ekki telja að lok greiðslustöðvunar mundu marka nein sérstök tímamót um framtíð fyrirtækisins og kvað ekkert benda til að stjórn fyrirtækisins myndi óska eftir gjaldþrotaskiptum við lok greiðslustöðvunar. Ríkharður vildi ekki greina frá skuldastöðu fyrirtækisins og hvers konar tilboð lánardrottnum hefði verið gert. Hann sagði að einnig stæði yfir vinna í átt að sameiningu fyrirtækisins og Glettings í Þorláks- höfn. Berklar og sullaveiki grein- ast enn í mönnum hér á landi FIMM tilfelli sullaveiki hafa greinst í mönnum á þessum áratug. Oftast hefur sullurinn greinst þegar sjúklingar gangast undir að- gerð við alls óskyldum kvillum, að sögn dr. Jóhannesar Björnssonar yfirlæknis á Rannsóknarstofú Háskóla Islands í meinafræði. Þá kem- ur fram í yfirliti um berklaveiki á íslandi, sem birt er í ágústhefti Læknablaðsins, að 321 inenn hafi veikst af berklum á árunum 1975-’86 og búist er við að berklatilfelli í ár verði á bilinu 15-20. Jóhannes sagði að yfirleitt væri það aldurhnigið fólk sem hefði búið í sveit sem fær sull. Hann sagði að tíðni sjúkdómsins væri ekkert í líkingu við það sem áður var. „Það verður seint eða aldrei hægt að útrýma sullaveiki, en það er hægt að draga mjög úr tíðni sjúk- dómsins," sagði Jóhannes. Að sögn dr. Þorsteins Blöndals berklayfirlæknis voru 12 manns meðhöndlaðir við berklaveiki 1987 og 16 reyndust bera sjúkdóminn 1988. Taldi Þorsteinn að tala berklasjúkra hér á landi á þessu ári yrði eitthvað í líkingu við eða ívið hærri en undangengin tvö ár. Þorsteinn sagði að flestir sjúkl- inganna hefðu áður reynst jákvæðir á berklaprófi, það er að segja að þeir hefðu tekið bakteríuna en ekki sjúkdóminn. Hann gat þess að fæst- ir sem taka bakteríuna yrðu nokk- urn tíma sjúkir. Skjalfest er, að tíðni berklaveiki í 24 Evrópulöndum er lægst á ís- landi ef frá eru talin Noregur, Dan- mörk og Holland. Hæst er tíðnin í Júgóslavíu. I rannsókninni, sem læknarnir Þuríður Árnadóttir, sem starfar nú flóttamannabúðum í Tælandi, Þor- steinn Blöndal, Hrafnkell Helgason, Birna Oddsdóttir deildarmeina- tæknir og Júlíus K. Björnsson sál- fræðingur unnu, var farið yfir til- kynningar sem bárust berklayfir- lækni á tímabilinu og sjúkraskrár. Austurstræti 12 • ® 91 -69-10-10 • Hótel Sögu viö Hagatorg • S 91-62-22-77 Suöurlandsbraut 18 • S 91 -68-91 -91 ■ Akureyri: Skipagötu 14 ■ S 96-2-72-00 Samvinnuferdir - Landsýn Samvinnuferðir-Landsýn gefur félagsmönnun ASÍ og BHMR kost á að komast frá stressinu o$ skammdeginu í suðræna sól á BENIDORM un jólaföstuna. 20 daga ferð á þennan frábæra stað mun kosta aðeins 26.790 kr. Veður, aðstæður og dagskrá verða til þess fallin að fylla mannskapinn yl og fjöri: Fallegt umhverfi, ijúft veður, gott hótel, frábær farar- stjórn og sérsmíðuð dagskrá með kvöldvökum, söng og gleði. Síðan taka við spánskar nætur. Á Benidorm er mikið vöruúrval og á þessum árstíma er verðlag mjög hagstætt og því hægt að gera góð kaup til jólanna. Verð, 26.790 kr., miðastvið staðgreiðslu, 2-4 í íbúð og gengi 16/11 1989. Innifálið er flug fram og til baka, gisting, íslensk fararstjórn og akst- ur til og frá flugvelli erlendis. Okkar fólk á staðnum: Ásthildur Pétursdóttir, KjartanLPálsson og KjartanTraustiSigurðsson. m BHMR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.