Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 30
30------------------------ MORGUÁ’BLAÐIÐ MINNINGAR - 19. NÓVEMBER 1989 Oskar Péturs- son skátaforingí Kveðja frá Skáta- sambandi Reykjavíkur Sumum mönnum er það gefið að þeir deyja ungir, sama hvað árin teljast mörg sem þeir hafa lifað samkvæmt opinberum skýrslum. Einn slíkra manna var Óskar Pét- ursson sem kvaddur er í dag. Hann var af kynslóðinni sem lifði ævin- týri 20. aldarinnar á íslandi, um- byltinguna úr frumstæðu fátæktar- samfélagi til vélvæddrar velferðar nú á dögum. Hann tók sömuleiðis þátt í þessari umbyltingu í starfi sínu, sem starfsmaður í þjónustu- greinum hins nýja tíma. Garðar Öskar Pétursson eins og hann hét fullu nafni, fæddist á ísafirði 2. desember 1906, sonur hjónanna Elínar Eyjólfsdóttur og Péturs Guð- mundssonar vélstjóra. Hann var næstelstur ijögurra systkina. Eftir- lifandi eru tveir bræður Emil Gunn- ar vélstjóri og Amold Falk verslun- armaður. Systir þeirra Hjördís lést árið 1988. Óskar fluttist með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur þar sem faðir hans var vélstjóri á togurum í árdaga íslenskrar togaraútgerðar. Hann stundaði ungur sjómennsku með föður sínum en lagði síðan stund á handverk og gerðist jám- smiður. Það átti fyrir honum að liggja að fást við allar greinar járn- iðnaðar, allt frá málmsteypu til flugvirkjunar og logsuðu til bílasmíði. Hann starfaði að námi loknu hjá föður sínum en síðar hjá helstu fyrirtækjum á sviði járniðn- aðar. Hann var eftirsóttur starfs- maður enda var falast eftir starfs- kröftum hans víða. Hann réðst til bifreiðaverkstæðis Egils Vilhjálms- sonar og starfaði þar m.a. við sam- setningu bíla. Þaðan hvarf hann að verkstjórastarfi í Raftækjaverk- smiðju Hafnarfjarðar en á þeim áram aðstoðaði hann í frístundum fornvin sinn Halldór Siguijónsson yfírflugvirkja Loftleiða við eftirlit og viðgerðir á Lofleiðaflugvélum. Hæfni hans var annáluð og var fast sótt að hann gerðist fastur starfsmaður Loftleiða. Lét hann til leiðast og starfaði að viðhaldi flug- véla félagsins uns sú starfsemi Var flutt til Noregs. Loftleiðir föluðust eftir því við Óskar að hann flytti til Noregs til þess að halda áfram starfi sínu en hann kaus að fara hvergi, enda vora áhugamál hans fjölmörg bundin ættlandinu. Óskar Pétursson var af kynslóð iðnaðarmanna sem kunnu skil á öllum þáttum iðngreina sinna og hann vann við þær allar. Síðast í Vélsmiðjunni Héðni en þar gerðist hann verkstjóri er hann hætti störf- um hjá Loftleiðum. Reyndar bar hann með sér alla ævi neista hag- leiksmannsins sem kunni á öllu skil og í margra augum öll ráð. Hann beitti hagleik sínum af snilld til síðasta dags. Óskar Pétursson var öflugur liðsmaður stéttar sinnar og maður félagslyndur. Þrátt fyrir góða starfsævi og hæfni sem ávann honum virðingu samstarfsmanna verður hans ekki einvörðungu minnst fyrir það. Hann lagði langt- um meira af mörkum á öðram svið- um, þar sem hugsjónir hans lifðu. Ungur, aðeins tíu ára, gekk Óskar Pétursson í skátahreyfinguna. Hann gerðist skáti í Skátafélaginu Væringjum sem starfaði innan vé- banda KFUM. Sá atburður var hon- um ævinlega minnisstæður. Hann hafði beðið með óþreyju að ná lág- marksaldri til þess að ganga í félag- ið. Óskar Pétursson var virkur fé- lagi í Væringjum meðan þeir störf- uðu og síðan í Skátafélagi Reykjavíkur sem stofnað var með samruna Væringja og Skátafélags- ins Arna árið 1938. Stóð hann í eldlínu þessara félaga og sat í stjórn þeirra og bar hita og þunga marg- víslegra viðfangsefna þeirra um áratuga skeið. Hann var og félagi í Hjálparsveit skáta i Reykjavík. Er stofnuð voru Skátafélög í hverf- um Reykjavjkur árið 1969, gekk hann til liðs við hverfisfélag sitt, Skátafélagið Skjöldunga, og var þar virkur félagi til síðasta dags. Rúmri viku fyrir andlátið hafði hann brugðið sér að Úlfljótsvatni til þess að láta ungum skátaforingjum í té hluta af sinni miklu djúptæku reynslu í félagsmálum. Óskar Pét- ursson var á sextugsaldri er hann lagði á sig að taka þátt í Gilwelln- ámskeiði fyrir skátaforingja, er al- þjóðlegum foringjaskóla skáta var komið á fót hér á landi. Hann hafði reyndar lokið hluta þess náms í Þrastaskógi tæpum þijátíu áram fyrr hjá enskum skátaforingja sem hér dvaldi um hríð og hélt nám- skeið. Áhuginn var svo óbilandi að ekkert tafði hann í að taka upp þráðinn á ný, hann naut þess að eiga samvistir við börn og ungl- inga, sjá sköpunargleði og kraft hinna ungu vina sinna leysast úr læðingi. Hann gat stundum verið hijúfur við fyrstu kynni og hann var kröfuharður og krafðist þess að samviskusemi og skyldurækni væra höfð í fyrirrúmi. En ekki þurfti að grafa djúpt til að kynnast hjartahlýjum manni sem kunni þá list að hvetja og kenna án þess að nemandinn yrði þess var. Óskar lærði að ferðast um landið meðan farartálmar voru margir í árdaga vélaaldar sem hann átti sinn þátt í að skapa. Hann þekkti víðáttur ör- æfa og náttúra landsins og kunni þá list skátans að fara með bak- poka sinn og tjald um landið sem hann unni, án þess að velta við steini eða bijóta kvist. Hann kunni þá list að fá menn til liðs við sig og hann var ávallt viðbúinn til starfa er skátahreyfingin kallaði. Hann tók einnig virkan þátt í fé- lagslegu starfi skátahreyfingarinn- ar, hann var virkur þátttakandi í lýðræðislegu uppeldisstarfí skáta. Óskar Pétursson var reyndar alltaf virkur félagi, einnig síðustu árin er hann þjáðist af fótameini, afleið- ingu umferðarslyss. Hann lét það ekki aftra sér þótt hann styddist við hækjur, að ganga um langan veg um vegleysur til að heimsækja unga vini sína á skátamóti sem skátafélag hans stóð fyrir árið 1987. Hann var heill maður og kröfuharður fyrst og fremst við sjálfan sig en einnig við aðra. Fyrir það eram við honum þakklát. Óskar Pétursson var víðförall maður. Hann sótti ijölmörg skáta- mót víða um lönd og þar á meðal alheimsmót skáta, m.a. Jamboree árin 1929, 1933, 1963 og 1975. Hann var sömuleiðis virkur félagi í St. Georgsgildinu, félagsskap eldri skáta, og sat undirbúningsfund að stofnun þeirra samtaka árið 1950. Hann var þar virkur félagi og ferð- aðist víða í þeim hópi. Trú hans á gildi skátahreyfingarinnar, sem friðarboða og brúar milli manna úr öllum samfélagshópum og frá ólík- um heimshornum, var óbilandi til hinsta dags. Hann hélt því oft á lofti a‘ð þau vináttubönd sem knýtt væra í skátahreyfingunni á unga aldri leystust aldrei. Þau yrðu sam- félaginu til góða er skátarnir hans ungu yxu úr grasi og létu að sér kveða í samfélaginu. Hvað ungur nemur gamall temur voru einkunn- arorð hans. Nu skyldu menn ætla að þessi félagsmálastörf Óskars væru ærin verk einum manni, sem átti langan og erfíðan starfsdag við iðn sína. Hann lét sig ekki muna um að leggja öðru hugsjónamáli sínu lið, íþróttum, og átti dijúgan þátt í stofnun Knattspyrnufélagsins Þróttar, en sú saga verður vafa- laust rakin af öðrum. Þá var hann um áratuga skeið formaður skíða- sveitar skáta. Óskar Pétursson var maður sem tengdi gamalt og nýtt í skátahreyf- ingunni. Hann hafði starfað í henni nánast frá upphafi, er hann gerðist skáti á fjórða ári hreyfingarinnar hérlendis. Skátaár hans era nú að leiðarlokum orðin 83. Skátahreyf- ingin mat Störf Óskars Péturssonar að verðleikum og var hann gerður heiðursfélagi í Skátafélaginu Vær- ingjum árið 1937, Skátafélagi Reykjavíkur árið 1938 og Skátafé- laginu Skjöldungum árið 1976. Hann var sæmdur öllum æðstu heiðursmerkjum skáta. Á áttræðis- afmæli hans var hann sæmdur silf- urúlfínum, æðsta heiðursmerki skáta. Hann hlaut einnig fyrstur manna riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að málefnum skátahreyfíngarinnar. Óskar Pétursson kvæntist árið 1934 Sigríði Ólafsdóttur og áttu þau tvo syni, Sverri Garðarsson hljómlistarmann í Reykjavík og Pétur Garðarsson skólastjóra á Siglufirði. Þau Óskar og Sigríður slitu samvistir. Skátar í Reykjavík flytja frjöl- skyldu hans dýpstu samúðarkveðjur og hafa ákveðið að reisa Óskari Péturssyni minnisvarða að Úlfljóts- vatni, þar sem hann dvaldi Iöngum og átti dýrðardaga. Sótti skátamót, kenndi á námskeiðum og lagði hag- leikshönd á það sem lagfæri þurfti í húsakynnum. Ólafur Ásgeirsson Á morgun verður til moldar bor- inn afi okkar, Garðar Óskar Péturs- son járniðnaðarmaður. Frá okkar fyrstu tíð bjó afi Óskar á heimilinu og tók þátt í gleði og sorgum barnabarna sinni af þeirri einlægni og fölskvalausu vináttu sem einkenndi allt hans líf. Hann tók þátt í að leggja okkur lífsregl- urnar og þótt stundum þætti okkur nokkuð fast gengið eftir því að þeim væri fylgt höfum við fyrir löngu Iært að meta heilræðin hans og þann góða hug sem bjó að baki. Sjálfur tók afí alvarlega þær hug- sjónir sem hann undirgekkst með inngöngu í skátahreyfinguna aðeins tíu ára að aldri. Allt til síðasta dags var skátastarfið líf hans og yndi. I það mannræktarstarf sótti hann styrk og seinna meir sínar ljúfustu minningar. Þegar eitthvað var um að vera í bænum bauðst afi oft til að fara með okkur systkinin. Stundum fór- um við bara í bíltúr um bæinn og hlustuðum á afa segja frá gömlu Reykjávík og leikjunum sem hann og jafnaldrar hans fóru í. Skemmti- legast af öllu var þó þegar hann spurði hvort við vildum koma með austur að Úlfljótsvatni. í veröldinni var enginn staður sveipaður eins miklum ævintýraljóma, þótt fyrstu árin stæði manni nokkur ógn af þessum ljótu úlfum sem staðurinn hlaut að draga nafn sitt af og aldr- ei var að vita hvenær gægðust fram úr grenjum sínu til að bíta okkur afa. En úlfarnir komu aldrei og óttinn við þá gleymdist fljótt í þessu notalega samfélagi þar sem afí og félagar hans voru öllum stundum að kenna okkur eitthvað uppbyggi- Iegt og skemmtilegt. Þær stundir voru svo góðar að eftir stendur Úlfljótsvatnið í hugum okkar eins og helgur staður. Heima á Langholtsveginum var afi sá sem gerði við alla hluti. Á því sviði var hann hreinn töframað- ur og fengu margir að njóta þess. Hlutir sem almennt voru taldir ónýtir urðu sem nýir í höndum afa. Og frekar en að gefast upp tók hann sig oft til og smíðaði bara nýjan hlut sem stundum var bæði betri og fallegri en sá gamli. Svona afar voru ekki á hverju strái sem smíðuðu allt sem um var beðið, leik- föng, snjósleða og ef með þurfti full herklæði, sverð og skjöld, þegar ófriðarblikur voru á lofti. Vegna útsjónarsemi sinnar og ósérhlífni var afi eftirsóttur af vinnuveitendum sem báru til hans takmarkalaust traust. Hann var líka maður þeirrar gerðar sem hugsaði um það eitt að gera skyldu sína og ganga svo frá hveiju verki að þar mætti enga hnökra á finna. En samviskusemin einskorðaðist ekki við handverkið heldur var hún leiðarljós afa Óskars í lífínu sjálfu. Hann vandaði sitt líf, var reglumað- ur og lét aldrei hvarfla að sér að sýna öðram fláttskap og undir- hyggju. Hann var tilfinningamaður sem tók nærri sér sorgir og raunir annarra en flíkaði ekki sínum eigin, allra síst þeim sem þungbærastar voru. Ekkert var afa Óskari íjær skapi en að sækja sinn rétt gagnvart sam- félaginu og kom það lífsviðhorf áþreifanlega í ljós nú síðustu árin þegar hann átti við erfið veikindi að stríða og þurfti að styðjast við hækjur til að komast ferða sinna, sem oftar en ekki voru farnar til þess eins að rétta öðram hjálpar- hönd eða kaupa einhvern glaðning handa langafabörnum sínum. Á fimmtudögum var hann vanur að taka á móti fimm ára langafasyni og mátti ekki á milli sjá hvor hlakk- aði meira til þeirra samverastunda. Þessar heimsóknir undirbjó afi með ýmsu góðgæti sem hann sótti úr nálægum verslunum. Það er tákn- rænt fyrir hugulsemi hans að hann var einmitt á leið þeirra erinda þeg- ar kraftarnir þrutu í hinsta sinn. Þann dag lauk virðulegri og virðing- arverðri ævi afa Óskars sem með hjartalagi sínu og góðu fordæmi kenndi okkur dýrmætustu lexíu sem hægt er að læra. Fyrir það vega- nésti munum við alla tíð vera honum þakklát. Ásdís og Garðar Með Óskari Péturssyni er geng- inn sá maður, sem Knattspyrnufé- lagið Þróttur í Reykjavík á einna mest að þakka, jafnvel líf sitt. í fjörtíu ár fyrir daga Þróttar höfðu öll knattspyrnufélög sem stofnuð voru í Reykjavík lognast út af. En félagið litla úr Grímsstaðaholtinu varð fyrst til þess að lifa af alla byijunarörðugleika og barnasjúk- dóma og komast til fullorðinsára. Svo er örfáum mönnum fyrir að þakka. Einn þeirra var Óskar Pét- ursson. Hann tók við formennsku í félaginu, þegar baráttan fyrir til- vera þess var sem hörðust. Segja mér kunnugir, að eftir það hafi Þróttur aldrei verið í iífshættu. Árið 1975 er ég tók við formennsku í Þrótti, kynntist ég Óskari Péturs- syni. Hann var þá kominn fast að sjötugu en brennandi í andanum sem ungur eldhugi. Nýja Þróttar- stjórnin hófst þegar handa um hús- byggingu, stórhýsi á mælikvarða íþróttafélaga. Um það leyti sem húsið var að rísa, fór Óskar á eftir- laun og er óhætt að segja að hann hafi fyrstur Þróttara flutt í nýja húsið. Hann var þar öllum stundum, sívinnandi og vakandi yfir öllu. Listasmiður var hann, einkum á járn og kom það sér oft vel. Allt þetta starf vann hann óbeðinn og ólaunað. Svo vel gætti Óskar húss- ins meðan það var í byggingu, að ég efast um að þar hafí nokkurn tímann verið skilinn eftir opinn gluggi, sem ekki átti að vera það. Félagsstarfi áhugamanna fylgir mikið basl og erfiði en einnig margvísleg ánægja. Ein ánægjuleg- asta stund min í Þrótti var að halda Óskari Péturssyni boð á heimili mínu er hann varð sjötugur og til- kynna honum ákvörðun Þróttar um að gera hann að heiðursfélaga, en einungis stofnandi félagsins, Hall- dór Sigurðsson, hafði verið það áður. Óskar lét ekki deigan síga þótt árin færðust yfir og líkaminn yrði fyrir ýmsum skakkaföllum. Alltaf reis hann upp og var mættur til hvers þess leiks og starfs sem Þrótt- ur tók þátt í. Hann var höfðingi i sjón og raun og setti svip á um- hverfíð hvar sem hann fór. Oft var ég stoltur af þessum heiðursfélaga, sem með verkum sínum og fram- komu var sífelld fyrirmynd. Ég minnist atviks við Þróttarhúsið fyr- ir nokkram árum. Þar hafði verið grafin hola eða skurður og moldar- haugur skilinn eftir vikum saman að verki loknu. Margt manna var fyrir utan húsið, líklega í leikhléi. Óskar var þá farinn að styðjast- við staf, sem hann lagði frá sér, tók reku og hóf að moka ofan í skurð- inn. Ungu mennirnir sáu þetta og eftir andartak var hópur manna farinn að moka og verkinu lokið á svipstundu. Ég sagði einhveiju sinni og vil endurtaka hér, að það væri beinlínis mannbætandi að umgang- ast Óskar Pétursson. Nú er þessi kempa fallin frá. Þrátt fyrir háan aldur kom andlát hans á óvart. Örfáum dögum áður kom hann í Þróttarheimilið hress og áhugasamur sem endranær. Nú kveður Þróttur heiðursfélaga sinn með söknuði og þakklæti. Ég geri ráð fyrir að sjá Þróttarfánann við útför hans, á fánastönginni sem hann smíðaði sjálfur af list. Magnús Óskarsson Tendraðu lítið skátaljós, láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og ajlt sem göfugt er. Þá verður litla ljósið þitt ljómandi stjama skær, lýsir lýð nær og fjær alla tíð. (H.T. skátasöngb.) Óskar Pétursson, einn besti og traustasti hlekkurinn í bræðralagi skáta, hefur lokið jarðvist sinni, og er kominn heim. Við vitum það öll, að einn af öðram yfirgefur hópinn, hvað það snertir, við vitum bara ekki hvernig og hvenær. Óskar Pé, eins og við ætíð kölluð- um hann í okkar hópi, var snemma tengdur skátahreyfingunni eða allt frá 10 ára aldri. Hann hafði því verið skáti í yfír 70 ár, og sannar- lega bar hann það með sér hvert sem hann fór, „ætíð hress og ætíð glaður, aðrir þó að barmi sér“, eins og lesa má í gömlum skátasöng. Já, hann tendraði litla skátaljósið sitt 10 ára gamall, og það bætti stöðugt við sig, seinast var hann sjálfur orðinn eins og stórt skátaljós — og með það fór hann í hinstu ferðina. En svona Ijós hafa þann eigin- leika að skilja eftir sig endurskin — þau verða eins og giögg og skýr endurskinsmerki, sem vísa mönnum veg — vara við hættum og finna leiðir, sem óhætt er að fara. Óskar var ætíð boðinn og búinn til að hjálpa. Hugvitsamur og hagur í höndum færði hann margt til betri vegar, styrkti það sem nærri lá við hruni, jók og endurbætti. Oft lauk hann verki sínu með þessum orðum: „Þetta ætti að duga.“ Við gömlu skátavinirnir frá Úlf- ljótsvatnsárunum og gamla skáta- heimilinu minnumst með virðingu og þakklæti þessa sístarfandi og síbætandi skátabróður. Hann hafði i mörg ár átt við erfíðleika að stríða vegna slysa og erfiðra aðgerða á fótum, en vilja- styrkurinn og æðruleysið virtust óbilandi. Öllu eru takmörk sett, það kemur að leiðarlokum. Ég veit að andláti vina og ættingja fylgir sorg og söknuður, en þegar vinir eða ættingjar, sem lifað hafa langa ævi og orðið að líða miklar þjáningar era snögglega kallaðir heim, þá er ekki annað hægt en að samgleðjast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.