Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 10
MCSlÉGUWBI.ÁDrt) SUNNUÐAGÖft H-9.' NÓVEMBEK 11)89 TVEIR HEIMAR Fólkið og pólitíkusamir eftir Önnu Bjarnadóttur. MAÐUR um sextugt var á leið heim eftir að hafa gengið um á Kurfíirstendamm í vesturhluta Berlínar í klukkutíma eftir 28 ára bið. „Ég vildi bara sann- reyna að ég mætti það,“ sagði hann. „En nú held ég aftur heim til Leipzig og tek þátt í kröfu- göngunni þar á mánudag eins og undanfarnar vikur. Barátt- unni er ekki lokið.“ Hann er einn úr fjöidanum sem fékk loks málið eftir að þúsundir flúðu Austur-Þýskaland. Þrýstingur borgaranna’kom því til leiðar að valdamenn opnuðu landa- mærin 9. nóvember og að Kommúnistaflokkurinn er far- inn að tala um kosningar. En íbúar Leipzig halda mótmælun- um áfram. Þeir gera gys að flokknum og krefjast ftjálsra, leynilegra kosninga. „ Við erum orð- vör af vana og höfum lœrt að lesa á milli línanna. En nú þorir fólk að segja sannleik- ann. “ Morgunblaðið á slóðum sögu- legra tímamóta í Austur-Evrópu ustur-þýska þingið gekk í fyrsta sinn svo langt að halda leynilega atkvæðagreiðslu mánudaginn eftir þriggja daga fagnaðarfund þýsku þjóðarinnar. Forseti þess og þingráð höfðu sagt af sér. Kommúnista- flokkurinn bauð ekki fram í embæt- tið en hinir þingflokkarnir fjórir, sem hafa haldið sig á mottunni hingað til, og ein fjöldahreyfingin af fimm, sem eiga fulltrúa á þingi, buðu fram í þingforsetaembættið. Alls 500 sitja á þingi, þar af eru 127 fulltrúar Kommúnistaflokksins sem ber ábyrgð á stjórn og rekstri landsins samkvæmt 1. grein stjórn- arskrárinnar, 208 þingmenn hinna flokkanna og 365 þingmenn fjölda- hreyfinganna. 478 greiddu at- kvæði. Það tók góða stund að telja þau. Einn þingmaður las hvern seð- il upphátt og fulltrúar flokkanna fylgdust grannt með. Enginn fram- bjóðenda náði meirihluta í fyrstu umferð svo að það var kosið aftur á milli dr. Manfreds Gerlachs, fram- bjóðanda Frjálslynda flokksins, og dr. Gúnthers Maleuda, frambjóð- anda Bændaflokksins. Hlé var gert á þingstörfum svo flokkarnir gætu borið saman bækur sínar. Fundin- um var sjónvarpað beint. Frétta- maður austur-þýska sjónvarpsins spurði fulitrúa Æskulýðsfylkingar- innar hvað þeir ætluðu að kjósa. Þeir litu undrandi á spyrjandann og bentu grafalvarlegir á að kosn- ingarnar væru leynilegar. Sigur formanns Bændaflokksins lá loks fyrir en þá höfðu nokkrir heyrst hafa orð á að það þyrfti að tækni- væða þingið og setja upp nútíma tæknibúnað fyrir atkvæðagreiðslur. Maleuda sigraði Gerlach með 16 atkvæða mun. Hann er lítt þekktur og flestir höfðu spáð Gerlach sigri. Ekki er ljóst hvort þingheimur hegndi honum fyrir náið samstarf við Erich Honecker, fv. leiðtoga Kommúnistaflokksins og landsins, í áraraðir eða fyrir umbótasinnaðar skoðanir sem hann hefur látið í ljós að undanförnu. Honecker hefur nú verið vísað úr þingflokki kommún- ista ásamt konu hans og fleirum fyrrum valdamönnum. Þingið kaus Hans Modrow, frambjóðanda Kommúnistaflokksins, forsætisráð- herra. Hann var einn í framboði og aðeins einn greiddi atkvæði gegn honum. Úti fyrir Höll lýðveldisins, þar sem þingið kom saman og keppni í samkvæmisdönsum var haldin í anddyrinu á sunnudag, var verið að setja upp rytjulegt jólatré. Tveir menn höfðu umsjón með því. Annar var jafngamall Alþýðulýðveldinu og hinn níu árum yngri. Þeir höfðu báðir drifið sig yfir í vesturhluta borgarinnar um helgina. ’ „Það skreppa auðvitað allir þangað eins fljótt og þeir geta.“ Þeir hlógu þeg- ar þeim var sagt að ungur, einkenn- isklæddur vörður við höfuðstöðvar Kommúnistaflokksins hefði lýst því yfir að hann hefði engan áhuga á að fara þangað. „Hann segir annað þegar hann er kominn úr búningn- um,“ sögðu þeir. Sá eldri sá ekkert athugavert við að þýsku ríkin myndu sameinast. „Ibúarnir eru jú allir Þjóðverjar," sagði hann. „Af hveiju ættum við ekki að búa í sama landi.“ Félagi hans var ekki eins viss. Honum þótti vænt um Alþýðulýðveldið. „Við þurfum að byggja það upp,“ sagði hann. „Það þarf að leyfa fijálsar kosningar og auka ábyrgð einstaklingsins. Ég sé ekki af hveiju við ættum ekki að geta haft það eins gott í eigin landi og íbúar Sambandslýðveldisins. Við vinnum jafn mikið og þeir.“ Vestur-þýskir stjórnmálamenn og fjölmiðlar endurtaka sí og æ að samruni ríkjanna sé ekki á dag- skrá. Hægri flokkarnir og Willy Brandt, fv. kanslari jafnaðarmanna og borgarstjóri Berlínar, viður- kenna þó að það tíminn einn skeri úr um hvenær það verði. Brandt sagði „nú vex saman það sem til- heyrir saman“, eftir að landamærin voru opnuð og þingflokksformaður kristilegra sósíalista sagði að það ætti að halda þjóðaratkvæða- greiðslu í báðum ríkjunum um samrunann eftir að fijálsar kosn- ingar verða haldnar í Alþýðulýð- veldinu. Jafnaðarmenn og græn- ingjar hamra hins vegar á að Aust- ur-Þýskaland sé og verði sjálfstætt ríki og telja ekki rétt að þýska þjóð- in í vestri ráðleggi þeirri í austri. 61 miiljón manns býr í Sambands- lýðveldinu en 16 milljónir í Al- þýðulýðveldinu. Logum samkvæmt á að halda kosningar árið 1991 í Austur- Þýskalandi. Hvort leiðtogar lands- ins bíða svo lengi er óvíst. Borgar- arnir krefjast kosninga en flokkar og stjórnmálahreyfingar eru óund-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.