Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD/HLAÐVARPINN SUNNUDÁGUR 19. NÓVEMBER 1989 Shirley og Bruce gifta sig Bruce og Shirley eru um þrítugt, gyðingatrúar og búa í New York. Þau hafa þekkst í sex ár og búið saman síðustu tvö árin. Þau ákváðu í mars að gera sér lítið fyrir og gifta sig. Það var að minnsta kosti ætlunin að gera sér lítið fyrir. Svo fóru þau að skipuleggja giftinguna, brúð- kaupið og veisluhöldin. Þá kom í ljós að þetta var ekkert smá- mál. Hér er svona lagað stór- mál. Og kostar sjaldan undir 20.000 dollurum (1.200.000 ísl. kr.) efþað á að geraþað al- mennilega. Brúðkaupsdagurinn var ákveð- inn 3. september. Þau gáfu sér þannig góðan tíma til að und- irbúa allt. En þegar líða tók á þennan sjö mánaða undirbúnings- tíma kom í ljós að hann var eigin- lega knappur. Hver einasta vika, frá mars fram á óskastundina í september, fór í að skipuleggja og undirbúa athöfnina. Það var varla að Bruce og Shirley hefðu tíma til að sinna vinnunni. Og svo var annað sem þurfti undirbúnings við. Það var tilfinn- ingalíf hjónakomanna. Þar voru heldur engin smámál á ferðinni. Bruce kom nefnilega jákvæður út úr alnæmisveirurannsókn sl. vetur. Þetta eru erfiðir tímar. Shirley þurfti að gera það upp við sig hvort hún vildi giftast manni sem gat fengið alnæmi hve- nær sem væri. Auðvitað kostaði það átök, en loks sagði hún sem svo: „Mig langar að giftast, þetta er maðurinn sem ég elska, ég gift- ist honum, búið mál.“ En hún vildi samt hafa giftinguna á lágu nótun- um. Hvers vegna? Jú, hún sá fyrir sér að þurfa að standa í löngum útskýringum og réttlætingum á ákvörðun sinni frammi fyrir prúð- búnum skilningslausum ættingj- um. Þetta var nógu erfitt samt. Bmce var a öðru máli. Hann sagði, „Það er allt í lagi að fólk viti að ég gangi með alnæmisveir- una. Það er best að það sé á hreinu hjá öllum. En sú staðreynd á alls ekki að þurfa að umturna öllu okkar lífi. Giftum okkur eins og við myndum annars gera — al- mennilega!" Og það varð úr. Brúðkaupið skyldi fara fram með pompi og pragt. Sumarið fór í að hanna athöfnina, veisluna, brúðarkjólinn, föt bniðgumans, boðskortin og allt hitt. Þau ræddu ekki um anriað sín á milli og við vini og kunningja allan þennan tíma, og þetta tók á. Þau voru sammála um margt, en rifust líka um margt og Shirley minnti Bruce þá á það að það hafi verið hann sem viidi hafa þetta svona veg- legt. Á tímabili hélt maður að þau ætluðu að skilja áður en þau kæm- ust til þess að giftast. Frá sjónarhóli íslendings er oft eins og Bandaríkjamenn geri of mikið mál úr því sem þeir taka sér fyrir hendur. Sami hluturinn er skipulagður sjö sinnum. Af hveiju ekki bara að drífa í þessu? Þarf þetta að vera svona mikið mál? Hvað um það, brúðkaupið fór fram samkvæmt aldagömlum hefðum gyðingdóms en með nokkr- um sérhönnuðum og nútímalegum undantekningum þó. Þau heit- bundust á einkafundi með rabbían- um sínum nokkrum vikum fyrir brúðkaupið. Þau helguðu sig hvort öðru með sérhannaðri athöfn sem var böðuð í orku frá sérstaklega uppstilltum kristöllum (Bruce er háttsettur leiðbeinandi hjá stórfyr- irtæki sem breiðir út sína sérstöku tegund af sjálfsvitundaivíkkun. Þar trúir fólk á mátt kristalla, númeralógíu o.þ.h.) Og rabbíninn var kona, sem er trúvilla sam- kvæmt kenningum strangtrúaðra gyðinga. Rabbíninn blessaði þau sjö sinn- um, eða í eitt skipti fyrir hveija sjökru líkamans. Stuttu síðar voru send út 600 boðskort fyrir sjálft brúðkaupið, sem skyldi haldið utan dyra á óðali vitundarfyrirtækisins í Fíladelfíu, vöggu bandarísku bylt- ingarinnar. Gestirnir gátu farið að huga að brúðkaupsgjöfum. í Macy’s-stórmarkaðnum var sett upp sérstök tölvuskrá á nafni brúð- hjónanna, þannig að hægt var að sjá nákvæmlega hvað búið var að kaupa handa þeim (svo fólk færi ekki að kaupa það sama). Um 300 manns komu til veislunnar, sem lukkaðist ekki alveg sem skyldi, að mati brúðarinnar. Kannski var það vegna þess að starfsfólk vit- undarfyrirtækisins sá um matseld- ina og allan viðurgjörning, sem var hvort tveggja mjög meðvitað: Þarna drakk fólk t.d. agúrkujóg- úrtdrykk og heilsute með sellerí- hrísgijónum á heilhveitibrauði. Athöfnin sjálf heppnaðist þó fullkomlega. Brúðhjónin gengu sjö sinnum í kringum hvort annað undir fagurgrænni eikarlaufkrónu í ljósaskiptunum þama í garðinum og urðu eitt meðan rabbínan þuldi brúðkaupsrulluna við hljóðgerfils- undirleik konu sem dagsdaglega þjálfar söngraddir frægra popp- stjama eins og Jon Bon Jovi og Annie Lennox. Brúðurin var hreinlega hrífandi í hvítum kjól, sem spænskur hönn- uður frá Dior hafði teiknað og saumakona nýjasta tónleikabún- ings Mick Jaggers hafði saumað. íslenskur hárgreiðslumeistari sá um brúðkaupsgreiðsluna. Hringar vom úr hvítagulli. Afí brúðarinn- ar, sem kom alla leið frá Ohio, hélt hjartnæma ræðu af hreinni snilld og margt fyrirfólkið, sem hafði komið alla leið frá New York til að upplifa þessa stund, tárað- ist. Ættingjar brúðhjónanna, sem vom allir að hittast í fyrsta skipti, gjóuðu líka tárvotum augum vina- lega hver til annars og brostu kumpánlega til að undirstrika tengslin sem vom að skapast þama. Svo var borðað Shish-Kebab við útigrillið á meðan hljómsveitin, skipuð úrvals hljóðfæraleikumm úr klúbbnum New York, tók til við undirleikinn. Það var kampavín, það var dansað, og það var fjör þetta sunnudagskvöld í Fíladelfíu. Brúðhjónin eyða hveitibrauðs- dögunum í fallegu sjávarþorpi í Mexíkó, þar sem Bmce á pantað pláss í meðferðarprógrammi fyrir fólk með alnæmisveiruna. Þau segjast vera fegin að allt umstang- ið sé afstaðið og þau líta miklu betur út en í sumar. Framtíðin brosir við þeim. Frá sjónarhóli íslendings Oft er eins og Bandaríkjamenn geri of mikið mál úr því sem þeir taka sér fyrir hendur. Sami hluturinn er skipulagður sjö sipnum. Af hveiju ekki bara að drífa í þessu? Þarf þetta að vera svona mikið mál? Fram þjáðir liðsforingjar... Óánægjan, sem kraumar undir niðri í sovéska hernum, braust upp á yfirborðið nú ný- lega þegar varaliðar og nokkr- ir foringjar í miðjum virðingar- stiganum stofnuðu með sér fé- lag, sem á að standa vörð um mannréttindi hermanna. Róttækasta krafa nýja félags- ins er, að allir pólitískir varð- hundar frá kommúnistaflokknum verði reknir burt. Var það einróma samþykkt á fundi þar sem fullyrt var, að Rauði herinn væri síðasta vígi gamla hugsunarháttarins og því löngu kominn tími til að hrista upp í honum. „Við viljum ekki eiga í neinum útistöðum við varnarmálaráðu- neytið. Við viljum umræður og samkomulag," sagði Vítalíj Úrazhtsev, liðsforingi í varaliðinu og einn helsti hvatamaður nýja félagsins. „Ástandið innan hersins er hins vegar mjög alvarlegt og mikil spenna ríkjandi. Við þurfum annars konar her og það á að leyfa verkalýðsfélög innan hans.“ Um það bil 300 manns hlýddu á Úrázhtsev á fundi, sem hann efndi til í einu úthverfa Moskvu- borgar og þar á meðal margir hermenn í einkennisbúningi. Var fundarstaðurinn leigður í nafni manns, sem á sæti á sovéska full- trúaþinginu, og leiguna, um 50.000 ísl. kr., greiddi Þjóðfylk- ingin í Moskvu, ein margra óopin- berra samtaka þar í borg. Her- mannafélagið, sem kallast Skjöld- urinn, hefur það meðal annars á stefnuskránni að fækka í hemum og afnema herskylduna smám saman. Annað, sem mikið er rætt um, er notkun hersins við að bæla niður átök milli þjóða og þjóðar- brota og hugsanlegur ótti við valdatöku hersins. „Hermenn, ég beini máli mínu til ykkar,“ sagði þingmaðurinn Telman Gdlían, sem hefur meðal annars deilt á stjómmálaráðið vegna spillingar á æðstu stöðum, „skjótið ekki á ykkar eigin með- borgara hvaðan sem sú skipun kann að koma.“ Var þessum orð- um hans fagnað með miklu lófa- taki. Margir félagar Skjaldarins gæta nafnleyndar til að komast hjá hugsanlegum refsiaðgerðum og margir~þeirra, sem þora að koma fram undir fullu nafni, hafa nú þegar verið fluttir yfir í varalið- ið. Skoðanakönnun, sem varnar- málaráðuneytið gekkst fyrir og var birt í stjómarmálgagninu íz- vestíju, sýndi, að óánægjan innan hersins er mjög mikil og æ fleiri vilja einfaldlega leggja hann nið- ur. í einu hverfa Leníngradborgar höfðu 200 foringjar í hernum, aðallega ungir menn, sótt um að vera fluttir yfir í varaliðið. Óánægjuefnin em mörg. Meðal annars lág laun, mikil vinna og ömurlegt húsnæði. Herinn á að útvega foringjunum íbúð en reyndin er sú, að meira en helm- ingurinn verður sjálfur að leigja sér úti í bæ fyrir allt að þriðjung mánaðarlaunanna. Vill herinn ekki bæta það upp að neinu leyti. Það er ekki síst martröðin í Áfganistan, sem hefur ýtt undir óánægjuna. Fjölskyldur hermann- anna þar fengu sjaldnast miklar upplýsingar um afdrif þeirra en vom þess í stað mataðar á alls kyns lygum. Valentína Melníkova, sem stofnaði félagsskapinn Her- mannamæðurnar, segir til dæmis, að nýliðar í hemum búi við að- stæður, sem séu ekki mönnum bjóðandi. -JONATHAN STEELE HÚSGANGAR okkar á tniUi ... ■ „Því miður, kæru farþegar, við verðum að millilenda í Briiss- el, þar sem ég er búinn að sulla niður teinu mínu.“ Þessa óvenju- legn flugstjóratilkynningu gat að heyra nýlega í vél frá flugfélag- inu Dan-Air sem var nýlögð af stað frá London til Grikklands. Flugstjórinn hafði raunar gert betur en að hella niður teinu sínu. Hann hafði hellt því yfir mæla- borð flugvélarinnar með þeim afleiðingum að skammhlaup varð í ýmsum tækjum. I „Júgóslavar eru Evrópu- meistarar í því að stelast úr vinnu. Kom þetta fram í nýlegu viðtali þarlends vikurits við hag- fræðiprófessor að nafni Stejpan Han. Hann hélt því fram að þó að vinnudagurinn eigi að teljast átta stundir vinni Júgóslavar að meðaltali einungis þrjár stundir á dag. Hann vildi útskýra þessa hroðalegu útkomu með því, að fjárhagsleg örvun í kerfinu væri nær engin. Þannig séu laun for- stjóra í verksmiðjum oft ekki mikið hærri en ræstingarfólks- ins. ■ í japönskum blöðum gat ný- lega að sjá mikið af fréttum um að japanskar konur er byggju í Vestur-Þýskalandi væru upp til hópa hamingjusamari en stöllur þeirra í heimalandinu. Fréttimar vom byggðar á könnun sem rannsóknarstoftiun stærsta verkalýðsfélags Japans hafði lát- ið framkvæma. Neftidu japönsku konurnar það sér helst til ham- ingjuauka, að eiginmenn þeirra hefðu meira tima til að sinna þeim í Vestur-Þýskalandi en þeir höfðu haft í Japan. Vestur-þýskar konur búsettar í Japan kvörtuðu hins vegar yfir því gagnstæða. ■ í Frakklandi er nú smám saman verið að leggja afgamla stöðumælakerfið. I stað þess að troða smápeningum í mæla munu menn í framtíðinni kaupa sér- stakt kort ekki ósvipað því sem notað er í símsala í dag. Kerfið verður í fyrstu tekið upp í borg- unum París, Bordeaux og Grenoble og verður á næstunni hægt að kaupa í söluturnum í þessum borgum kort fyrir um þúsund ísl. kr. sem veitir afiiot af bílastæði í alls 25 klukkustund- ir. ■ Sauðfjárrækt er ekki meö öllu háskalaus. í bænum Bagner- es-de-Bigorre í suðvestur Frakk- landi varð hrútur nýlega 62 ára gömlum manni að bana. Að sögn lögreglunnar átti atburðurinn sér stað er maðurinn var við Qár- rekstur. Missti hrúturinn stjórn á skapi sinu og gekk í skrokk á hirðinum. ■ Óvenjulegt skilnaðarmál er nú fyrir dómstól í ísraelsku borg- inni Tel Aviv. Samkvæmt frétt í ísraelska blaðinu Jediot Achron- ot vill eiginmaður einn skilja við konu sína „vegna þess að hún þegir i 24 klukkustundir á sólar- hring og er þar með að gera mig vitlausan". Manngarmurinn bað réttinn um leyfi til að fá að leggja fram „segulband með upptöku af þögninni" sem sönnunargagn. ■ Viðskiptajöfúrinn og vopna- salinn Adnan Khasoggi, sem nú situr í varðhaldi í Bandaríkjun- um, grunaður um fjármálamis- ferli, ætlar að opna veitingastað í svissnesku borginni Bem.Hinn nýi veitingastaður mun bera naftiið „Die Zelle“ eða „klefinn". Khasoggi sat fyrr á þessu ári í fangaklefa í Bern í níutíu og einn dag, áður en hann var afhentur bandarískum yfirvöldum. — sts. ■ Hið þýska vín ársins 1989 heitir „Gorbaschoppen". Var þetta niðurstaða atkvæða- greiðslu sem haldinn var á þýsku vínhátíðinni i bænum Neustadt og um tvö þúsund gestir tóku þátt í. Var einhver að tala um vestur-þýska „Gorba-maníu“? — sts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.