Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 27
27. MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUÐAGUR :19. NÓVEMBER 1989 6SF.I Frá Eþíópíu til tölvunáms á íslandi eftir Rafn Jónsson/myndir: Jens Alexandersson UNDANFARNA MÁNUÐI hefur ung stúlka frá Eþíópíu, Almetse- hay Shamebo, verið hérlendis á vegum Norsku hjálparstoínunar- innar við tölvunám. Hún kemur frá höfuðborginni, Addis Ababa, þar sem hún starfar á skrifstofu kirkjunnar við bókhald. Sl. vor lauk hún prófí frá Verslunarháskólanum í Addis Ababa þar sem hún stundaði nám á kvöldin eftir vinnu. * Eg hitti Alemtsehay, þar sem hún sat við tölvuna hjá Gísla J. Johnsen og var að meðtaka fræðin hjá Jóni B. Georgssyni og Sjöfn Ágústsdóttur um hinn fjöl- breytta hugbúnað, sem hún þarf að kunna skil á. Eg spurði hana fyrst, hvað hefði hvatt hana til að koma til íslands í þetta nám. Hef þekkt íslendinga frá blautu barnsbeini „Ferð mín hingað á sér langan aðdraganda,“ sagði Alemtsehay á sinn hæverska hátt. „Faðir minn, Shamebo Kælbero, er prestur og hann þekkir flesta íslendinga, um tíu manns, sem komið hafa til trúboðsstarfa í Eþíópíu síðustu áratugi. Það var mikill samgangur milli Norðmanna og íslendinga þarna og þannig kynntumst við þeim. Allt þetta fólk var einstak- lega geðþekkt og gott og við tengdumst því böndum, sem rofna seint. Það má því segja, að ég hafi þekkt Islendinga frá blautu barnsbeini! Þegar ég hóf störf hjá Hjálparstofnun kirkjunnar í Addis Ababa, eftir að faðir minn flutti þangað, kynntist ég Samúeli Ól- afssyni trúboða og fjölskyldu hans. Hann starfaði þar við neyð- arhjálp hjálparstofnunar norsku kirkjunnar. Þá vaknaði sú hug- mynd, að ég færi til Evrópu til náms í tölvunarfræðum, en um þær mundir var verið að tölvu- væða starfsemina á skrifstofunni. Þar eru nú til margar tölvur, en enginn sem kann almennilega á þær!“ sagði_ Alemtsehay. Samúel Ólafsson segir, að hún sé sérstaklega glögg stúlka og hafi tvímælalaust margt til þess að bera að fara til náms og nema nauðsynleg tölvunarfræði og taka að sér kennslu heima í þeirri grein. Barátta við karlaveldi Þegar þessar hugmyndir komu fram, 1986, hófust miklar bréfa- skriftir varðandi möguleika henn- ar til náms á Norðurlöndum eða Bretlandi. Samúel segir, að allt hafi borið að sama brunni; tilboð Gísla J. Johnsen og Stjórnunarfé- lagsins hafi verið hagstæðast inn- an þessara landa, auk þess sem hægt var að komast lijá uppi- haldskostnaði með því að bjóða henni að búa hjá Samúel og fjöl- skyldu hans. Hún er í einkanámi hjá þessum aðilum og Samúel segist þess fullviss, að hún fái hér betri kennslu en hægt hefði verið að bjóða henni annars staðar. Samúel bætti við, að mikið karla- veldi væri í Eþíópíu og þeir sætu að öllum styrkveitingum til náms erlendis. Þar hefði því verið við ramman reip að draga, því karl- arnir hefðu ekki verið á þeim buxunum að láta styrki renna til kvenna. En þegar styrkur hefði að lokum fengist, hefðu öll vanda- mál verið úr sögunni. Flest ólíkt með Islandi og Eþíópíu „Auk þessa skemmtilega náms hérna hef ég líka fengið tækifæri til að kynn,ást íslandi og íslend- ingum,“ sagði Alemtsehay, „fólki sem mér finnst ég alltaf hafa þekkt! Eg er ekki fyrsta manneskjan í minni fjölskyldu sem heimsækir ísland, heldur kom frændi minn, sem einnig er prestur, einu sinni hingað í heimsókn og hefur sagt mér margt frá henni. Þó er allt svo ólíkt því sem ég þekki að heiman. Veðurfar, — en heldur finnst mér orðið kalt nú- orðið, landið og fólkið. Heima hefur í mörg ár verið barist við hungurvofuna, þótt heldur hafi rofað til í þeim efnum undanfarin misseri. Er þar fyrst og fremst veðurfarinu að þakka; þurrkar hafa ekki verið eins miklir og þeir voru á árunum 1984-87 og auk þess hefur átökum í landinu linnt verulega, þannig að menn einbeita sér nú að ræktun lands. Landbúnaður er náttúrulega aðalatvinnugreinin, fyrst og fremst kaffirækt og útflutningur þess. í landinu búa um 35 milljón- ir manna en ekki nema um tvær milljónir í höfuðborginni Addis Ababa.“ Hlakkar til jólanna Námi Alemtshay lýkur hér í lok nóvember og þá heldur hún til Noregs. „Norska hjálparstofnunin hefur boðoið mér að dveljast um mánað- arskeið í Noregi, áður en ég held heim til starfa á ný,“ sagði Al- emtsehay. „Ég hlakka til að sjá evrópsk jól, ég hef heyrt mikið um þau, en aldr’ei notið þeirra. Þótt ég hafi notið dvalarinnar hér meira en orð fá lýst, hefur vaknað hjá mér heimþrá, sérstaklega eft- ir að kólnaði svo mikið. Þó er ís- land mér kært land, sérstaklega sú friðsæld og frelsi sem ríkir hér meðal manna. Heima er útgöngu- bann eftir myrkur og mjög tak- markað ferðafrelsi. Eg gæti vel hugsað mér að setjast einhvern tímann hér að, en nú þarfnast fólkið min heima og þangað held ég í lok þessa árs,“ sagði þessi geðþekki fulltrúi Eþíópíu að lok- um. Talið frá vinstri, fremri röð: Arnar Ólafsson, Júlía Andersen, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari og Jón Þór Bjarnason kennari. Aftari röð frá vinstri: Bjarni Ragnarsson, Friðfinnur Skaftason, Ágúst Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Gunnar Jóhannsson, Magnús Sigurðsson og Einar Örn Jónsson. ■ NÝLEGA hiuk 30 rúmlesta haustnámskeiði Stýrimannaskól- ans í Reykjavík og luku 9 nemend- ur prófum. Kennt var þijú kvöld í viku og á laugardagsmorgnum en samtals var námskeiðið 114 kennslustundir. Kennslugreinar voru siglingafræði, siglingatæki, ijarskipti, slysavarnir og eldvarnir í Slysavarnaskóla sjómanna, skyndihjálp, alþjóðasiglingareglur, stöðugleiki og veðurfræði. Komið hefur til tals að veita einhvetja til- sögn í undirstöðuatriðum við gæslu véla í smábátum og trillum og umhirðu þeirra. Innritun á vornám- skeið hefst strax eftir áramót, en kennsla byijar 15. janúar. ■ KÖNNUN á gildi starfsmennt- unar í atvinnulífinu verður gerð á næstu dögum. Vegna þess verður leitað til um 200 Sóknarstarfs- manna sem sótt hafa starfsmennt- unarnámskeið og um 100 sem ekki hafa sótt umrædd námskeið. Mark- mið könnunarinnar er að fá yfirsýn yfir hvort þessi námskeið hafi verið gagnleg fyrir starfsmanninn. Til þessa verks hafa verið ráðnar þær Herdís D. Baldvinsdóttir og Hansína B. Einarsdóttir. Starfs- mannafélagið Sókn og Námsflokk- ar Reykjavíkur standa fyrir þess- ari könnun með styrk frá Félags- málaráðuneytinu. ‘ STOFNUN OG REKSTUR FYRIRTÆKJA Námskeið ætlað þeim sem hyggjast stofna fyrirtæki, hafa stofnað fyrirtæki eða hafa áhuga á rekstri fyrirtækja. Markmiðið er að bæta rekstrarþekkingu og auka yfirsýn þátttakenda. Meöal annars er fjallaö um: - Frumkvöðla - Stofnáætlun - Fjármál - Form fyrirtækja - Markaösmál - Reynslu stofnanda Kennt er á Iðntæknistofnun íslands, dagana 28. nóvember til 9. desember 1989. Leiöbeinendur: Daníel Helgason, Emil Thóroddsen, Guöbjörg Pétursdóttir og Ingvar Kristinsson. Upplýsingar og skráning í síma 91-68 7000. Iðntæknistof nun 11 IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholt, 112 Reykjavík FLUGLEIDIR London BORGARPAKKI verð frá kr. 28.500,- FERÐA SKRJ FSTOFA STÚDENTA 6l'56‘56 o IO I 3 FUJGLEIDIR Glasgow BORGARPAKKI verð frá kr. 23.900,- FERÐASKRIFSTOFA STÚDENTA 61-56-56 o í (Q Ó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.