Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓNVARP SUNNUDAGUR U). NÓVEMBER 1989 39 19.00 Anna Björk Birgisdóttir. Kvöldstund Vneð Ijúfri tónlist. 22.00 Undirfjöguraugu. Bjarni DagurJóns- son. Síminn á Aðalstöðinni er 626060. 24.00 Næturdagskrá. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunstund gefur gull f mund. Fréttir af veðri færð og samgöngum, kíkt í blöðin, neytendamál, lífshlaup þekktra manna. Sigutsteinn Másson og Haraldur Kristjánsson. 9.00 Páll Þorsteinsson við hljóðnemann, vinir og vandamenn. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Mánudagsveikin tekin fyrir. „Dag- skrárstjóri í 10 mínútur". Umsjónarmaður Valdís Gunnarsdóttir. 15.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. 19.00 Snjólfur Teitsson í uppvaskinu. 20.00 Ágúst Héðinsson. Tónlist og létt spjall. Hvað er að gerast? 22.00 Frostrósin. Pétur Steinn Guðmunds- son í skammdeginu. Tekið á viðkvæmum málum, gestir í hljóðstofu, opin lína 61111 og þitt álit. 24.00 Inní nóttina með Freymóði T. Sig- urðssyni. Ath. fréttir á klukkutíma fresti frá 8-18. EFFEMM 95,7 7.00 Arnar Bjarnason. Morgunhaninn á F.M. býður fyrirtækjum upp á brauð og kökur með kaffinu. 10.00 ivar Guðmundsson. Nýtt og gamalt efni í bland við fróðleiksmola. 13.00 Jóhann Jóhannsson. Gæðapopp og óskalög ráða ríkjum. 16.00 Sigurður Ragnarsson. 19.00 Gunný Mekkinósson. 22.00 Ragnar Már. „Eru menn ófúsir til að taka undir". 1.00 „Lifandi næturvakt". STJARNAN FM 102 7.00 Bjarni Haukur Þórsson. Ungir islend- ingar í spjalli og leigubílaleikurinn á sínum stað kl. 7.30. 11.00 Snorri Sturluson. Hádegisverðarleik- ur Stjörnunnar og Viva-Strætó kl. 11.30 15.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Sfminn er 622939 hann er opinn 24 tima sólar- hrings. 19.00 Ekkert kjaftæði — stanslaus tónlist. 20.00 Kristófer Helgason. Kristó gruggar í stjörnuspeki. Síminn er 622939. 1.00 Björn Sigurðsson er næturhrafri Stjörnunnar og leikur óskalögin. Útvarp HafnarfjörAur 18.00-19.00 Menning á mánudegi. Rætt við listafólk o.fl. Stöð 2: Kofi Tómasar frænda ■■■■ Pjölskyldumyndin -| r 15 Kofi Tómasar frænda, Uncle Tom’s Cabin, er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Myndin byggir á hinni þekktu sögu eftir Harriet Beecher Stowe um öðlinginn Tómas frænda. Með hugrekki sínu'og einlægni stendur hann af sér margan þrælahaldarann og leggur líf sitt að veði til að koma systkin- um sínum til bjargar. Leik- stjóri er Stan Lathan en með aðalhlutverk fara Avery Bro- oks, Phylicia Rashad, Bruce Dern og Edward Woodward. Stjarnan: Boðið í mat ■■■ Snorri Sturluson er maðurinn á bak við hljóðnemann á Stjöm- A00 unni alla virka daga milli kl. 11 og 15. Hádegisverðarpottur ” Stjörnunnar er á sínum stað en þá er fjórum heppnum hlust- endutn boðið út að borða í hádeginu í Te-partý eða á efri hæð Viva- strætó. Ungt fólk lítur inn og spjallar við Snorra. Hann kynnir líka topplögin á breska og bandaríska vinsældarlistanum kl. 20 til 22. Sjónvarp: Líkkistan ■■■■ Sjónvarpsleikritið Líkkistan, The Coffin, er á dagskrá Sjón- 99 30 vaps í kvöld. Aðalpresónan er uppfinningamaður sem orð- ið hefur ríkur á uppfinningum sínum. Síðasta uppfinning hans er ný tegund af líkkistu. Spurningin er hins vegar hvort hún er sérstaklega ætluð sem gjöf til yngri bróður hans sem bæði er ágjarn og öfundsjúkur. Með aðalhlutverk fara Denholm Elliott og Dan O’Herlihy. ■■■■ Þátturinn Litróf hefst að þessu sinni á sýningu dansflokks- 9fl 35 'ns P^RS PRO TOTO er sýnir atriði úr ballettinum ORZUTE “89 og spjallað verður við höfund ballettsins, Hollendinginn Sylviu von Kospoth. Síðan liggur leiðin í nýja Borgar- leikhúsið á fund Ljósvíkingsins Olafs Kárasonar og sýnt verður at- riði úr Höll Sumarlandsins. Að svo búnu ræðir Arthúr Björgvin Bolla- son við Vigdísi Grímsdóttur skáldkonu er lesa mun kafla úr nýrri skáldsögu sinni er heitir, Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón. í framhaldi af umfjöliun um nýjar bækur mun Artúr taka fyrir hinn fyrirhugaða virðisaukaskatt á bækur og annað menningarefni og væntanleg áhrif hans á bókaútgáfu í landinu. Þá verður litið inn í „Litla fjölskyldufyrirtækið” og rabbað við nokkra af „eigendum” þess. Að lokum munu svo fjórir strengjaleikar- ar flytja kafla úr sónötu eftir Rossini. Sjónvarpið: Litróf Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Upplfsingar: Þjónusta engin! Nístandi verkur í tönn. Lítið hefur orðið um svefn þeg- ar morgunskíman fer að seytla inn um gluggann. Verður að drífa sig. til tannlæknis hið fyrsta. Fá einhvetja hjálp. En æ! Það er laugardagur, komin helgi. Mogginn er kominn. í Dagbókinni fást upplýsingar um helgar og næturþjónustu fyrir þjáða, slysa- vakt á sjúkrahúsi, læknavakt og vaktir í lyfjabúðum í Reykjavík og fleiri bæjum, upplýsingasímar fyrir þá sem hafa eða telja sig hafa krabbamein, alnæmi, ónæm- istæringu, MS-veiki, alkóhólisma o.fl., um kvennaráðgjöf og at- hvarf fyrir barðar konur, - semsagt hvers konar neyðartilfelli. Enginn skal þjást aðstoðar- laus í velferð- arþjóðfélaginu. Meira að segja er þarna vakt- þjónusta vegna bilana á raf- magni, vatni og hitaveitu. Semsagt fyrir hvers konar óvænt böl, jafnt um helg- ar sem virka daga. Ogþarna stendur líka: Tannlæknafélagið, símsvari 18888 gefur upplýsingar. Kon- unni með tannpínuna til mikils léttis. Hún lyftir tólinu, velur númerið og hlustar: Þetta er símsvari Læknafélags Reyjavíkur. Kvöld- varsla lyfjabúða vikuna 10.-16. nóvember er í Reykjavíkurapóteki og Borgarapóteki, nætur og helg- arvarslan er í Reykjavíkurapóteki, segir ljúf og þægileg konurödd. Hvern fjandann varðar mig um það? Þjáða konan með tannpínuna er ekkert móttækileg fyrir slíkt hjal. Ef þér þurfið læknishjálp á virkum degi frá kl. 17 til klukkan átta að morgni þá hringið í 21230. Helgarvakt hefst kl. 17 á föstu- degi og lýkur klukkan kl. 8 á mánudagsmorgni. Sími 21230. Ég þarf ekki læknishjálp á virk- um degi, það er heigi, hvæsir nú sú með tannpínuna. Og ég er að drepast úr tannpínu! Á læknavaktinni á Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg er einnig hægt að panta viðtalstíma við heimilislækni um kvöld og helgar. Upplýsingar um það fáið þér í síma 21230, heldur þægilega röddin áfram eins og enginn þjak- aður sé við hinn endann á línunni. Ég vil fá tannlæknaþjónustuna. Hjálp! stynur konukindin upp- gefin. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhringinn. Sími 696600. En aðeins fyrir slys og alger neyðartilfelli. Þetta er neyðartiifelli, æpir nú sögukona okkar. En rétt í þann mund kemur loks Tannlæknafé- lagið:_ Neyðarvakt Tannlæknafé- lags íslands er aðeins á stórhátí- ðum, segir ljúfa röddin. Hver ætli láti allan ársins hring birta í útbreiddu blaði símanúmer, sem veiti upplýsingar frá Tann- læknafélaginu. Því ekki að birta bara vikulega: Tannlæknafélagið veitir enga þjónustu! Eða hreint ekki neitt! Er sá sem gefur upp upplýsingasímann að gera gys að sárþjáðum, láta þá sitja með símtólið? Bæta gráu ofan á svart, hvæsir konan með tannpínuna. Von að hún spyiji: Til hvers? Þetta minnir á söguna af mann- inum, sem keypti alfræðiorðabók- ina. Sagan sú sögð til að vekja hlátur, sem aldrei bregst. Hér kemur hún: Maður nokkur gerðist áskrifandi að lexikoni, sem átti að koma út á löngum tíma. Fyrsta bindi við greiðslu áskriftar og síðan eitt bindi á ári. Nú var hann orðinn fær í flestan sjó, gat glað- ur flett upp því sem hann vildi vita. Ekki stóð á vandamáli eftir að áskrifandinn hafði fengið fyrstu bókina í aifræðisafninu. Hann fletti upp orðinu bruggun! Svarið: Sjá öl! Svona líður eflaust þeim sem fá tannpínu, bijóta tönn eða missa um helgar. Þeir verða að bíða í símanum þar til komið er aftur að T fyrir Tannlæknafélagið. Og kveljast svo áfram fram á mánu- dag. Okkar maður var svo óhepp- inn að lenda á pínubekknum á laugardagsmorgni. Fjárans óheppni! Er ekki óþarfi að vera að vekja vonir í blöðum um hjálp. Því er hér lagt til að Tannlæknafé- lagið verði sett í bann í upplýs- ingadálkum blaðanna, nema bara þessa fáu stórhátíðardaga. Þá getur tannpínufólkið í öngum sínum snúið sér beint að þvf að láta draga úr sér tönnina, eins og títt var áður fyrr, fyrir daga tánnlæknanna. Þá var það al- gengt og eina úrræðið til að losna við bölvaldinn. Hvað borgar hið opinbera annars mikið fyrir tann- læknaþjónustu fyrir þurfandi ? Það voru einar litlar 712 milljónir króna á árinu 1988. Dugar ekki til. Gildir bara fyrir virka daga. Lengi gekk hér á landi brand- ari um hvað gera skyldi á hættu,JU stundum á íslaridi. Svarið var að ** leita í myrkrinu, þegar allt raf- magn væri farið, aftur á blaðsíðu í miðri símaskránni. Nú hefur Landsíminn bætt þar úr og hefur á öftustu blaðsíðu í símaskránni staðsetningu neyðartalstöðva al- mannavarna umland allt. Upplýs- ir líka fremst í efnisyfirliti í skránni hvar leita skal leiðbein- inga um viðbrögð við vá. Það er á blaðsíðu 854. Má vel finna við kertaljós, efnisyfirlitið á blaðsíðu 2, aftan á síðu eitt, sem blasir við þegar skráin er opnuð. En á síðu eitt verður auðvitað að hafa rúm fyrir það sem bi-ýnast er. Neðst á síðunni í áberandi lit: Dægra- dvöl 991001, Lukkulínan 991002, Popplínan 991003, Íþróttalínan 991004 og Dagbókin 991005. Eða eins og þar stendur: Eitt er nauð- synlegt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.