Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NOVEMBER 1989 ERLENT INNLENT Skiptar skoðanir á olíukaup- um af Sov- étmönnum Samningur um kaup á olíu og bensíni frá Sovétríkjunum fyrir um 900 milljónir króna var undir- ritaður á þriðjudag. Sovétstjórn hefur enn ekki staðfest sölusamn- ing um 150.000 tonn af saltsíld. Krislján Ragnarsson formaður LÍÚ gagnrýndi viðskiptaráðherra harðlega fýrir undirritun samn- ingsins. Bíleigendur fá endurgreitt Bíleigendur fá yfir 100 milljón- ir endurgreiddar vegna söluskatts á tryggingaiðgjöld fyrir næsta ár, en þau verða þá undanþegin virð- isaukaskatti. Yfirleitt liggja upp- hæðirnar á bilinu 1-2 þúsund krónur. Breytingar á Þjóðleikhúsi Gólf í aðalsal Þjóðleikhússins verður hækkað og svalir sameinaðar í einar. Búist er við að kostnaður verði um 350 milljónir. Vegna framkvæmd- anna verður aðal- sviðið lokað frá 22. febrúar til jólasýningar næsta ár. Aðalfundur LÍÚ Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna sem hald- inn var í liðinni viku var sam- þykkur því að binda veiðiheimildir allra fiskiskipa við aflamark, en hafnaði hugmyndum um sölu veiðileyfa. ERLENT Ný stjórn í Austur- Þýskalandi Ný samsteypustjórn kommún- ista og fyrrum skilyrðislausra bandamanna þeirra í Austur- Þýskalandi hefur boðað róttækar breytingar sem í raun kollvarpa þjóðskipulagi síðustu 40 ára. Blóðbað í EI Salvador Að minnsta kosti 600 manns, þar.af fjölmargir óbreyttir borgar- ar, hafa fallið í hörðum bardögum í E1 Salvador milli stjómarher- manna og skæruliða sem réðust inn í höfuðborgina um siðustu helgi. Gorbatsjov segir sameiningu ekki á dagskrá Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi tók af skarið í vikunni og sagði samein- ingu þýsku ríkjanna ekki vera á dagskrá. Gorbatsjov hrósaði einnig umbót- unum í Austur-Þýskalandi. Walesa vill Marshall-aðstoð Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu í Póllandi, var sýnd sú virðing á RÚV synjað um jarðstöð Samgönguráðherra hefur hafn- að beiðni Ríkisútvarpsins sjón- varps um að fá að reka jarðstöð til að taka á móti útsendingum um gervihnött og talið Póst og síma hafa einkarétt á því. Húsbréfí gildi Húsbréfakerfið tók gildi á mið- vikudag. Samkvæmt samningi Húsnæðisstofnunar og Lands- banka/Landsbréfa um viðskipta- vaka bréfanna er byrjunargengi þeirra 92,5% af nafnverði. Hlutur SÍS í Olíufélaginu veðsettur Samband 'íslenskra samvinnu- félaga hefur sett öll hlutabréf sín í Olíufélaginu, tæp 45% bréfa þar, til tryggingar lánum frá Sam- vinnubanka. Verði af kaupum Landsbanka á Samvinnubanka flytjast bréfin þangað, en þau voru um áramótin metin á 1,1 milljarð króna. Frávísun hafnað Hæstiréttur staðfesti á föstu- dag synjun sakadóms á frávísun- arkröfu veijenda fimm sakbom- inga í Hafskipsmálinu. Stormasamur landsfundur Forysta Alþýðubandalagsins var harðlega gagnrýnd á lands- fundi flokksins fyrir drög að nýrri stefnuskrá. Vítavert þótti að leggja þau fram umræðulaust og deilt var á tillögu um að flokkur- inn gengi í alþjóðasamband jafn- aðarmanna. Bandaríkjaþingi að hann fékk að ávarpa það sem einungis hefur gerst tvisvar áður um menn sem ekki eru þjóðhöfðingjar. Walesa skoraði á Bandaríkjamenn að veita Austur-Evrópuríkjum efna- hagsstuðning í anda Marshall- aðstoðarinnar sem hjálpaði Evr- ópuríkjum að reisa sig úr rústum seinna stríðsins. Tékkum ftjálst að ferðast Ákveðið hefur verið að hætta að krefjast vegabréfsáritana af tékkneskum ferðamönnum til Vesturlanda. Andófsmenn fá þó enn sem fyrr ekki að fara. Aðskilnaðarstefnan á undanhaldi F.W, de Klerk, forseti Suður-Afríku, hefur skýrt frá því að lög um kynþáttaað- skilnað hafi að miklu leyti ver- ið afnumin í landinu. Nú er til dæmis ólöglegt að meina þeldökku fólki aðgang að baðströndum landsins. Hreinsanir í Búlgaríu 10 fyrrum samstarfs- mönnum Tod- ors Zhivkovs, fyrrum flokks- formanns og forseta Búlg- aríu, hefur ver- ið vikið úr emb- ætti. Hinir burtreknu eru allir kunnir harðlínumenn. Forsetakosningarnar í Brasilíu: Hægrimaðurinn Collor de Mello með örugga forustu Sao Paulo. Reuter. Hægrimaðurinn Fernando Collor de Mello, frambjóðandi Þjóðlega endurreisnarflokksins, hafði fengið flest atkvæði í for- setakosningunum í Brasilíu á miðvikudag er um 60 prósent atkvæða höfðu verið talin seint á fostudagskvöld. Luiz Inacio Lula de Silva, frambjóðandi sós- íalista í Verkamannaflokknum, kom næstur og svo virtist sem kosið yrði að nýju á milli þeirra 17.desember. Brasilískir fjölmiðlar spáðu því að Collor fengi um 28% at- kvæða, Lula 17% og sósíalistinn Leonel Brizola 15%. Þetta eru fyrstu fijálsu forsetakosningarnar í landinu í tæpa þijá áratugi en um 82 milljónir manna voru á kjörskrá. Tveir efstu frambjóðendurnir eru taldir róttækir í skoðunum. Collor hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir spillingu og reyndar gengið svo langt að Josey Samey, núver- andi forseti, hefur höfðað mál gegn honum fyrir rógburð. Lula hefur sagt að það fyrsta sem hann myndi gera í forsetaembættinu væri að Ceausescu sagði í viðtali við kínverska blaðið Dagblað al- þýðunnar, að ástandið á alþjóðavett- vangi væri flókið og hættulegt og riði nú á sem aldrei fyrr, að komm- únistaflokkarnir tækju höndum sam- an. Hann veik ekki beint að umbótun- um í Austur-Evrópuríkjunum en austur-evrópskir stjórnarerindrekar segja augljóst við hvað hann hafi átt. fresta greiðslum á erlendum lánum Brasilíumanna, sem nema 108 mill- jörðum Bandaríkjadala, 6.700 mill- jörðum ísl. kr. Talið er mjög ólíklegt, að Kína- stjórn vilji nokkur afskipti hafa af þróuninni í Austur-Evrópu enda hef- ur hún engin tök á því. Ceausescu, sem á sér enga bandamenn í Evr- ópu, sagði ennfremur í viðtalinu, að árið 2000 myndu renna upp miklir dýrðartímar í hinni kommúnísku Rúmeníu en minntist ekkert á skort- inn, sem nú einkennir allt þjóðlífið. Ceausescu Rúmeníuforseti: Biður Kínverja hjálpar Peking. Reuter. NICOLAE Ceausescu, forseti Rúmeníu, sem einangrast æ meir í stalínsk- um sljórnarháttum sínum, hefúr beðið stjórnvöld í Kína að standa með sér í baráttunni fyrir varðveislu kommúnismans. Austur-Þjóöverjar á Islandi; Ekki áhugi fyrir sam- einingu við V-Þýskaland Þýski hópurinn. Morgunblaðið/Þorkell „Við búum ekki yfir neinum Ieyndarmálum," sögðu ferða- langarnir frá Austur-Þýskalandi þegar undirritaður spurði hvort í Iagi væri að samtal okkar yrði tekið upp á band. Það kom líka á óvart hversu opinskátt þau töluðu um ástandið heima fyrir þótt á meðal þeirra væru hátt- settir flokksfélagar. Kunnugir segja að það hefði ekki verið svo fyrir ári síðan á meðan engar umbætur höfðu átt sér stað I landinu. Ég minnist þess t.d. frá ferðalagi í Búlgaríu fyrir nokkr- um árum að gömul austur-þýsk hjón sem voru þar í hópferð sögð- ust ekki geta talað opinskátt svo hinir heyrðu því alltaf mætti bú- ast við þvi að útsendari flokksins væri þar á meðal. * Ihópnum sem hér var staddur í boði Vináttufélags íslands og Austur-Þýskalands voru Austur- Þjóðveijar á milli tvítugs og þrítugs. Flest eru þau frá Dresden nema túlkurinn og fararstjórinn. Fæst höfðu komið áður til vest- ræns ríkis. Hópurinn var mjög blandað- ur; kennari, snyrtifræðing- ur, verkfræð- ' ingur, fóstra og háskólanemi svo eitthvað sé nefnt. Það er algengt að austur- þýsk ungmenni ferðist á þennan hátt til Vesturlanda. Þau sem hingað komu höfðu sótt um ferð til vestræns ríkis og nefndu tiltek- in lönd sem þau vildu helst fara til. Ekkert þeirra hafði nefnt ís- land heldur var þeim úthlutað þessari ferð sem þau og þáðu með þökkum. Og ekki var á þeim að heyra að þau sæju eftir því! Öll voru' þau sammála um að opnun Iandamæranna milli þýsku ríkjanna fyrir rúmri viku hefði verið nauðsynleg ráðstöfun. Þau höfðu frekar neikvæða afstöðu til þeirra landa sinna sem flúðu land vikurnar áður en múrinn var rof- inn. „Það var fólk sem vildi fá hlutdeild í neyslunni, stærri bíl og svoleiðis,“ varð einum að orði. Annar sagði að svo margt væri ógert í Austur-Þýskalandi og svo lítil þörf fyrir fólk í Vestur-Þýska- landi að segja mætti að þeir sem flýðu skildu eftir skarð öðrum megin en træðu fólki um tær hin- um megin. Margir höfðu mikið álit á Hans Modrow sem nú er orðinn forsætisráð- herra Austur- Þýskalands. Nefnt var sem dæmi að á meðan hann var flokks- formaður í Dresden hafi hann endurvakið óperuna þar í borg. Hvað Egon Krenz varðaði sagði einn þátttakenda í umræðunum skrítið hvað hægri hönd Honeck- ers væri allt í einu orðin umbóta- sinnuð. Fólk væri ekki búið að gleyma fortíð Krenz og þess vegna fengi hann ekki starfsfrið fyrstu vikurnar í embætti eins og tíðkaðist um ráðamenn á Vestur- löndum. Þegar spurt var um álit á at- burðum undanfarinna vikna sagði einn Þjóðveijanna mikilsvert að ekki hefði komið til verkfalla, því allir vissu að þau kæmu bara nið- ur á fólkinu sjálfu. Annár þakkaði forsjóninni fyrir að ekki hefði komið til átaka á yfirstandandi umbrotatímum og sá þriðji sagði mest um vert að nú væru fleiri skoðanir reifaðar opinberlega en skoðun kommúnistaflokksins. En öll tóku þau undir þegar ein stúlk- an sagði að ferðafrelsið væri vissulega merkur áfangi en ekki mætti halda að það væri mönnum efst í huga, lausn efnahagsvand- ans væri t.d. brýnni. Þegar talið barst að samband- inu við Vestur-Þýskaland kom berlega í ljós stolt ungmennanna. Þau vildu fyrir enga muni samein- ingu við nágrannaríkið, óttuðust að hún myndi fela í sér að Vestur- Þýskaland gleypti Austur-Þýska- land með húð og hári. Þeim fannst neysluhyggjan of mikil í Vestur- Þýskalandi, tengsl manna á milli hefðu þar rofnað. Eigi að síður virtist öllum keppikefli að Aust- ur-Þjóðveijar fengju hlutdeild í tækniframförum vestrænna ríkja, einn gat þess t.d. með beiskju í röddinni að tölvubyltingin hefði alveg farið fram hjá Austur- Þjóðveijum og fannst mikið til um hvað smáþjóð eins og íslendingar væri tæknivædd. Þau virtust líka horfa nokkuð björtum augum til framtíðarinnar, nú tæki við mikið uppbyggingarstarf þar sem Aust- ur-Þjóðveijar stæðu að mörgu leyti betur að vígi en önnur aust- antjaldsríki, t.d. vegna lítilla er- lendra skulda. BAKSVIÐ eftir Pál Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.