Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 17 Landbrot trérista, 54x80 cm 1989. nóg og hugmyndirnar eru of ein- hæfar, staðlaðar og fátækar. Margur hefur haft orð á þessu hin síðari ár, en hér er íslensk grafík ekkert einsdæmi, því að hin- ar stóru grafíksýningar ytra virka ekki síður staðlaðar og hafa verið gagnrýndar fyrir það. Verkin á sýn- ingunum hafa þá meiri svip af hóp- efli og hönnun en lifandi grafík, enda vantar iðulega bestu listamenn þjóðanna á þau alþjóðlegu þing. Fyrir 15—20 árum gekk yfir sannkölluð tilraunaalda í grafík- heiminum, sem gekk af ýmsum gömlum grafíkverkstæðum dauð- um, en svo átti sér stað endurreisn gömlu tækninnar, svona líkt og í málverkum ýmissa núlistamanna. Flest er gleymt eða hefur lent á ruslhauga og væri leitt ef slík ein- hæf alda nýjungagirni riði yfir aftur því að það er ekki tæknin sem skipt- ir meginmáli heldur listræni neist- inn. Þessi sýning í Norræna húsinu er þó ekki síðri mörgum fyrri sýn- ingum félagsins, en nú er ferskleik- inn horfinn og afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Réttara hefði sennilega verið að stokka upp spilin og sýna yfirlit þessara tuttugu ára í sögulegu sam- hengi, en það hefði að öllum líkind- um gefið betri raun og sýningin fengið betri hljómgrunn. Hlutlaust kynningarritið, er prýðilegt framtak, sem grafíkfélag- ið mun njóta góðs af, enda í senn kynning á félaginu og félagsmönn- um og sem heimild, en slíkt hefur mjög skort hér á landi til skamms tíma til mikils tjóns. Hefði slíkt framtak ekki verið ónýtt af hálfu FÍM hér áður fyrr, og er félagið var litlu eða engu fjöl- mennara en Grafíkfélagið er nú. Óþarfi er að telja upp einstaka grafíklistamenn, en það má þó koma fram, að mér þykir framlag Hafdísar Ólafsdóttur eitt hið at- hyglisverðasta fyrir því hve hreint hún meðhöndlar miðil sinn trérist- una. Þeir sem vilja fylgjast með fram- þróun lista hérlendis ættu ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara, en henni lýkur nú á sunnu- dag, 19. þ.m. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI BILL FRA HEKLU BORGAR SIG VERÐ FRÁ KR. 1.7 57.000 (stuttur) 2.157.000 (langur) I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Lýsið upp skammdegið m Aldrei meira úrval SÆNSK SMÍÐI Verð frá: 1,980.- Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 í Borás sængurfatnaði JAM - JAM óhefðbundið og skemmtileg litasamsetning. W borás TlFFANY áferðarfallegt og látlaust. W borás Paradiso íburðarmikið með fallegu munstri. GOTT FÓLK/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.