Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 Fjórum íslenskum þátttakendum er boðið að taka þátt í keppninni. Þeir fá greiddar ferðir og uppihald og efniskostnað að auki. Rífleg peningaverðlaun eru í boði fyrir Norðurlandameistarann. Skilafrestur á teikningum og efnis- sýnishornum er til 15.desember 1989. Skilafrestur á flíkum er til 22. janúar 1990. (slandsmeistarinn fær peningaverð- laun og boð um þátttöku í Smirnoff UK Fashion Show Awards i Royal Albert Hall í London 1. mars 1990. Nánari upplýsingar veitir: Athygli hf. Brautarholti 8 105 Reykjavík Sími 623277 Guörúnar Hrundar Sigurðardóttur ÍSmimoff-keppninni 1989 Smimoff umboðið Júlíus P. Guðjónsson hf. Norræna Smirnoff-nemenda- samkeppnin í fatahönnun verður haldin í Helsinki í Finnlandi 29. janúar næstkomandi. Tímamóta- sýning ________Myndlist_____________ BragiÁsgeirsson Það verður að teljast nokkur við- burður, er félagið íslenzk grafík heldur upp á tuttugu ára afmæli sitt. Raunar er félagið nokkuð eldra, því árið 1954 komu nokkrir kunnir listamenn saman og stofnuðu félag með þessu nafni, en það starfaði aldrei af neinum krafti, þótt mikill hugur væri í mönnum, en ekki rek ég þá sögu, því að hér kom margt til. En það var nokkuð unnið í list- greininni allan tímann og þá helst í skólum erlendis og innan veggja MHÍ og sú vinna, er þar fór fram, lagði grunninn að endurreisn fé- lagsins árið 1969, er fyrrum nem- endur tóku að streyma heim frá námi í útlöndum. Ailt frá þeim tíma hefur verið unnið samfellt og af krafti í list- greininni og hafa m.a. verið haldnar átta félagssýningar og gefnar út grafíkmöppur annað hvert ár. En sennilega vegur þyngst þátttaka íslenskra listamanna á sýningum víða um heim, en á slíkum grafík- þingum hafa þeir margsinnis fengið verðlaun og viðurkenningar. En ennþá eimir af þeirri áráttu íslenzkra listamanna að vinna hver í sínu horni eða einangruðum smá- hópum í stað þess að bæta aðstöðu allra með sameiginlegu átaki. Á ég hér við grunnaðstöðu fyrst og fremst, og hefur skilningurinn auk- ist á mikilvægi þess hin síðari ár. Ennþá er ekkert opið verkstæði í grafík til hér á landi, og er svo er komið, er fjöldi einstaklinga er með eigið verkstæði, væri jafnvel heppilegra að styrkja þá, sem vilja vinna á slíkum verkstæðum ytra. Kraftarnir hafa einfaldlega dreifst í svo margar áttir. Farsælast hefði vafalítið verið að hafa slíkt verkstæði í tengslum við MHÍ, en opið fyrir félagsmenn utan kennslutíma eins og var lengi um fijálsa grafíska skólann við Listahá- skólann í Kaupmannahöfn, sem um áratuga skeið útskrifaði marga af snjöllustu grafíklistamönnum og teiknurum á Norðurlöndum. En fólk hljóp hvert í sína átt í stað þess að styðja þá hugmynd! Og þar að auki átti listgreinin erf- itt uppdráttar vegna andstöðu ein- stakra kennara, þrátt fyrir, og kannski einmitt vegna mikilla vin- sælda meðal nemenda. Fyrir ma- regt má sjá afleiðingarnar á sýning- um grafíklistamanna, en það er al- kunna, hve mikilvægt verkstæðis- andrúmsloft er fyrir þróun grafík- lista. Þótt allt virðist ágætt á yfir- borðinu, eru hlutirnir of sléttir og felldir, hér skortir eitthvað — ein- hvern herslumun, en það er alveg Til greinahöfunda Aldrei hefur meira aðsent eftii borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt er, að greinar verði að jafnaði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birtingu. Minningar- og aftnælisgreinar Af sömu ástæðum eru það eindregin tilmæli ritstjóra Morg- unblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endurtekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama einstakl- ing. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morg- unblaðið sé beðið um að birta ræður, sem haldnar eru á fund- um, ráðstefnum eða öðrum mannamótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningart- ilvikum. Ritstj. Svífðu inn í svefninn Sea stílhreint og glæsilegt. Seiðandi og mjúkur Borás sængur- fatnaður er sænsk gæðavara úr 100% mjúkri bómull. Borás sængur- fatnað færðu í fallegum litum og mynstrum sem prýða svefnherberg- ið. Hentug og góð gjafavara. Borás sængurfatnaður er strau- léttur, mjög endingargóður og sér- saumaður fyrir íslensk heimili. Þú færð Borás sængurfatnað í öll- um helstu heimilis- og vefnaðar- vöruverslunum landsins. w borðs ZAM V/ fallegir og mildir litir. borás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.