Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAQUR ,1:9. NQVEMBER 19þþ, STÚRIOJA UfiSÍMYl eftir Friðrik Indriðason NÝTT sjálfstætt 185.000 tonna álver er nú aftur komið til um- ræðu innan ATLANTAL-hópsins í stað stækkunar ÍSAL um 120.000 tonn sem talinn var hagkvæmari kostur. Fyrir íslendinga hefur þessi stefhubreyting einkum þær afleiðingar að endurmeta þarf virkjanakosti þá sem til greina koma. Er ljóst að komi 185.000 tonna álver til þarf að hefjast. handa við Fljótsdalsvirkjun strax til að fullnægja orkuþörf slíks álvers. Það er ekkert launung- ar mál íslensk stjórnvöld telja að þessar framkvæmdir gætu orð- ið ljós í því dökka efnahagsástandi sem þjóðarbúið siglir nú inn í. Kröfúr um orkuverð munu breytast því Fljótsdalsvirkjun er nokkuð dýrari kostur íyrir fslendinga en þeir virkjanakostir sem nægt hefðu til að anna orkuþörf stækkunar ÍSAL, þ.e. áfram- haldandi uppbygging á Þjórsársvæðinu. Fram hefúr komið að hugmyndir um orkuverð til stækkunar ÍSAL liggja á bilinu 12-18 mills og var lægri talan hugsuð sem afsláttarverð til verksmiðjunn- ar fyrstu árin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefúr Fljóts- dalsvirkun það í fór með sér að þessar orkuverðstölur breytast í 13-19 mills (1 mill er nú 6,3 aurar á KW-stundina). Þegar horft er til þeirra áhrifa sem bygging 185.000 tonna álvers hefði á efnahagslíf íslend- inga kemur ýmislegt for- vitnilegt í ljós. Hugmyndir eru uppi um að tengja orkuverðið sem álverið greiddi við heimsmarkaðsverð á áli, svipað og nú er með orkusamninginn við ÍSAL. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er.rætt um í þessu sambandi að grunnverð orkunnar yrði 18,5 mills miðað við að áltonnið færi á 1650 dollara. Álver af þessari stærðargráðu notar 2700 GW-stund- ir á ári og myndi því greiða 3 millj- arða króna á ári fyrir orkuna miðað við framangreindar forsendur. En á einfaldan máta má segja að hvert áltonn sem framleitt er hérlendis hafi svipuð áhrif á efnahaginn og hvert þorsktonn sem veitt er úr sjó. Samkvæmt því myndi nýtt 185.000 tonna álver hafa ámóta áhrif á efna- hag okkar og ef þorskaflinn myndi aukast um sömu tonnatölu. Nýtt 185.000 tonna álver myndi auka landsframleiðsluna um 5-6%, útflutn- ingsverðmætin um 19% og kaupmátt um allt að 4% svo dæmi séu tekin. Hvað orkuverðið til nýrrar stóriðju varðar er ljóst að það mun í engu hafa áhrif á orkuverð til ahnennings- veitna enda slíkt bundið í lögum. Halldór Jónatansson forstjóri Lands- virkjunar segir að stofnunin vinni nú eftir áætlun.sem feli í sér að raf- orkuverð til almenningsveitna muni lækka að raungildi um 25% fram að aldamótum. Nýir orkusamningar til stóriðju muni ekki hafa áhrif þar á. „Vil knýja á um ákvörðun“ Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir 'að hann vilji nú fyrir sitt leyti knýja á um að ákvörðun verði tekin sem fyrst í þessu máli. Hann bendir á að samstarfssamningur sá sem ATLANTAL-hópurinn gerði með sér í júlí í fyrra renni út um áramót. Eftir þann tima eru þeir sem mynda hópinn með óbundnar hendur í að leita samstarfs við aðra. í máli Jóns kemur fram að viðræð- ur hans við Per Olof Aronson for- stjóra Gránges í Svíþjóð í liðinni viku hafi sýnt að Gránges hafi mikinn áhuga á að ráðast í þessa fram- kvæmd. Hann mun í næstu viku eiga svipaðar viðræður við forstjóra Ho- ogovens í Hollandi. Jón segir að hann eigi von á að málin skýrist á fundi ATLANTAL- hópsins með íslensku stóriðjunefnd- inni í byijun næsta mánaðar en sá fundur verður haldinn í Zúrich.„Von- andi fæst einhver niðurstaða á þeim fundi,“ segir Jón. „Mitt áhugamál er að botn fáist í þetta mál.“ Jón bendir á að tækifæri til að auka álframleiðslu hér.á landi gefist vart betra í annan tíma. Fari svo að ATLANTAL-hópurinn detti út úr myndinni sem slíkur séu nokkrir möguleikar á að fá aðra aðila til samstarfs með þeim sem áfram hafa áhuga á framkvæmdum. Hinsvegar verði íslendingar að átta sig á því að erlend stóriðjufyrirtæki standa ekki beinlíns í röðum eftir því að fá að ijárfesta á þessum vettvangi hér- lendis. Samkeppni um nýiðnaðar- verkefni sé mikil milli landa. Per Olof Aronson forstjóri Gráng- es segir að hann telji að óhófleg seinkun hafi þegar orðið á ákvörðun í þessu máli. Það sé ósk þeirra hjá Gránges að hraða þessu máli enda tímamörk þau sem ATLANTAL- hópurinn setti sér upphaflega að renna út. Per Olof segist hóflega bjartsýnn á að jákvæð niðurstaða næðist í málinu en að boltinn væri nú hjá Alusuisse, þeir yrðu að segja af eða á um hvort þeir ætluðu sér að vera með í nýju sjálfstæðu fyrir- tæki. J.G.D. van der Ros, einn af for- ráðamönnum Hoogovens Aluminium, er sammála Per Olof Aronson um að nauðsynlegt væri að hraða þessu máli nú með tilliti til þess að sam- starfssamningur ATLANTAfyhóps- ins rennur út um áramót. I máli hans kemur fram að ein af höfuð- ástæðum þess að aftur var farið að kanna nýtt sjálfstætt álver var að stækkun ISAL hafi reynst of flókin framkvæmd hvað ýmis stjórnaratriði varðar. Hinsvegar væri enn ekki búið að afskrifa þann möguleika. Ekki tókst að ná tali af forráða- mönnum Alusuisse nú fyrir helgina. Nýtt 185.000 tonna álver kostar 56 milljarða í ATLANTAL-hópnum eru þijú fyrirtæki. Hið flórða, Austria Metall, tilkynnti í september sl. að það hefði dregið sig úr hópnum. Þau sem eftir standa eru Alusuisse, Gránges Al- uminium í Svíþjóð og Hoogovens í Hollandi. í fyrstu miðuðust athugan- ir hópsins við að byggt yrði 185.000 tonna álver í Straumsvík. Bandaríska verkfræði-og verktakafyrirtækið Bechtel og kanadíska verkfræðifyrir- tækið Lavaiin voru fengin til að kanna stofnkostnað og rekstrarhag- kvæmni slíks álvers. Niðurstöður þeirrar könnunar lágu fyrir í mars- mánuði. í Ijós kom að 185.000 tonna álver var ekki eins hagkvæmt og talið var og stækkun ÍSAL um 120.000 tonn sögð vænlegri kostur. Helsta ástæða þessa var að sökum uppgangs í áliðnaði í heiminum hafði mikil hækkun orðið á verði véla og tækja til álframleiðslu. Heildarstofn- kostnaður nýs 185.000 tonna álvers var áætlaður um 56 milljarðar króna. Viðbrcjgð fyrirtækjanna fjögurra voru þannig að Alusuisse var ekki tilbúið að taka þátt í nýju 185.000 tonna álveri en lýsti sig reiðubúið til að kanna stækkun ÍSAL. Gránges taldi rétt að kanna stækkun ÍSAL en ef samningar um slíkt tækjust ekki kæmi nýtt 120.000 tonna álver til greina. Gránges vildi þar að auki ekki útiloka 185.000 tonna mögu- leikann. Hoogovens taldi einnig rétt að kanna stækkun ISAL. Austr- ia Metall er sem fyrr segir nú út úr þessu dæmi en var á þessum tíma reiðubúið að kanna 90-120.000 tonna stækkun ÍSAL. Stækkun ÍSAL könnuð í lok maí samdi ATLANTALr hópurinn við sænska ráðgjafarfyrir- tækið SIAB um að það gerði áætlun um stofn- og rekstrarkostnað fyrir 120.000 tonna stækkun ÍSAL. Jafn- framt hófust viðræður milli Aiusuisse og hinna fyrirtækjanna þriggja um samstarf ef af stækkuninni yrði. Helsta niðurstaða SIAB var að stofnkostnaður var áætlaður á bilinu 28-31 milljarður króna. Gert var ráð fyrir því að 1.000-1.100 ársverk þyrfti til þess að ljúka framkvæmd- um við stækkunina og að hámarks- fjöldi á vinnustað meðan á henni stæði væri 600 manns. Reiknað var með að framkvæmdir við stækkunina hæfust um tíu mánuðum eftir að ákvörðun hefði verið tekin og stæðu í um þijú ár. Mannaflaþörf vegna virkjanaframkvæmda var áætluð 1.400-1.500 ársverk sem myndu dreifast á fjögur ár. Áætlað var að stækkun hefði í för með sér að bæta þyrfti við 350-400 manns til reksturs hins stækkaða álvers. Þessi kostur er nú sem fyrr segir út úr myndinni í bili, einkum vegna þess að ekki tókst samkomulag milli Alusuisse og hinna fyrirtækjanna um hvernig standa bæri að ýmsum þátt- um í rekstri hins stækkaða ÍSAL. Mun forráðamönnum Gránges og Hoogovens hafa þótt Alusuisse ætla sér að vera um of einrátt. Báðar leiðir enn á borðinu Dr. Jóhannes Nordal formaður íslensku ráðgjafanefndarinnar um áiiðnað segir- að í raun hafi engum leiðum enn verið lokað. „Það voru mismunandi skoðanir uppi strax í vor. Alusuisse hafði þá mestan áhuga á stækkun ÍSAL en hin fyrirtækin vildu skoða báða möguleikana," seg- ir Jóhannes. „Megináherslan hefur hingað til verið á stækkun ISAL en upphaflega hugmyndin var 185.000 STIKLAD A STÚR-IÐJU Saga stóriðju á íslandi er ekki löng eða ýýa flókin, raunar eru aðeins tvö stóriðjufyrir- itæki starfandi á landinu, ÍS AL og íslenska járnblendifélagið. Rammasamningurinn um ÍSAL mill Alusuisse og íslenskra stjórnvalda var undirritaður 28.3. 1966. Sam- hliða honum var ráðist í Búrfells- virkjun. Fyrsti straumdagurinn í álverinu, þ.e. þegar rafmagninu var fyrst, hleypt á var svo 25.9. 1969. Á síðustu árum hefur verksmiðja ÍSAL verið stækkuð og endurbætt og nemur fram- leiðsla hennar nú um 87.000 tonnum á ári. Rammasamningurinn um Járnblendifélagið milli Elkem og íslenskra stjórnvalda var undir- ritaður 28.5. 1975. Jafnframt var ráðist virkjun Sigöldu. Fyrsti straumdagurinn var svo 27.4. 1979. Þrátt fyrir að reksturinn gengi illa framan af hefur Járn- blendifélagið heldur betur rétt úr kútnum og sýndi í fyrra um 500 milljón króna hagnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.