Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 24
- rr ogíbúðarkaup Lög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða, sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989. Hvað eru húsbréf ? Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar fær hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Hvemig fara íbúðarkaup fram? Greiðslumat. Tilvonandi kaupandi verður að sækja um mat á greiðslugetu sinni til ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar. Skrifleg umsögn. a&'\ \ Að fenginni skriflegri umsögn ráðgjafastöðvarinnar, þar sem m.a. er tilgreint hugsanlegt kaupverð íbúðar, er tímabært að skoða sig um á fasteignamarkaðnum. ^ \ Ibúð fundin - gert kauptilboð. x Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, sækir tilvonandi kaupandi um skuldabréfa- skipti við húsbréfadeildina, þ.e. að skipt verði á fasteignaveðbréfi, útgefnu af kaupanda og húsbréfum, sem verða eign seljanda. Fasteigna- veðbréfið getur numið allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar. vAfgreiðsla húsbréfadeildarinnar. Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðarinnar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs íbúðarkaupanda með tilliti til kaupverðs. Samþykki hún kaupin sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveðbréfið til undirritunar, útgefið á nafni seljanda. Kaupsamningur undirritaður - a fasteignaveðbréf afhent seljanda. íbúðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og seljandinn fær afhent fasteigna- veðbréfið. Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl. og eiga lánsrétt. SAMÞYKKI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR ER SKILYRÐI. Það er skilyrði fyrir skuldabréfaskiptum, að greiðslugeta hlutaðeigandi íbúðarkaupanda og veðhæfni íbúðar hafi verið athuguð áður en íbúðarkaup eiga sér stað og að húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar samþykki íbúðarkaupin. HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI -696900 ^ \ Kaupandinn lætur þinglýsa > ■ \ kaupsamningnum. Z_\ "X Seljandi lætur þinglýsa a fasteignaveðbréfinu. /\ Ql \ Seljandi skiptir á fasteigna- veðbréfi fyrir húsbréf. /\ ^ . Greiðslur kaupanda hefjast. \ Húsnæ.ðisstofnun innheimtir afborganir af fasteignaveðbréfinu af kaupandanum. Þær hefjast á 2. almennum gjalddaga frá útgáfudegi fasteignaveðbréfsins, en gjalddagar eru 4 á ári. iti.flTl-TiTJ. ~M-t_~M._.1-AflK'-i_ABL.-í-JR-- Jt SAMEINAÐA/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.