Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989 Endurreisn Þjóðleikhússins og ákvörðun byggingarnefindar: Flestir innanhússmenn fagna en efasemdir hjá aðilum utan dyra Menn vilja gang-a misjafnlega langt mót nútíma kröfiim og tækni Ljósmynd/Sigurhans E. Vignir Mynd tekin á fyrstu hæð Þjóðleikhússins frá aðalsviði út í sal. Samkvæmt ákvörðun byggingarneíhdar mun gólfið í salnum hækka þannig að efsti bekkur í sal verður í sömu hæð og næstefsti bekkur á neðri svölum. Efri og neðri svalir fara burt en einar svalir koma í staðinn sem munu ná lengra fram og vera talsvert neðar en núverandi efri svalir og með talsvert minni halla. í kjölfar ákvörðunar bygging- arnefndar Þjóðleikhússins um skipan verkþátta og ákveðnar breytingar innanhúss í endur- reisn Þjóðleikhússins, sem verða framkvæmdar í febrúar nk., þeg- ar aðalsviði leikhússins verður lokað um tíma, hefúr Morgun- blaðið leitað álits ýmissa aðila á ákvörðun byggingarnefiidar, sem Morgunblaðið greindi frá sl. föstu- dag. Byggingarnefhd byggir nið- urstöður sínar m.a. á áliti eins kunnasta leikhússérfræðings í heimi í dag, Miklos Olvezky, en hann hefur verið ráðgefandi fyrir byggingarnefhd ásamt fjölmörg- um öðrum sérfræðingum. Bygg- ingarnefhd byggir niðurstöður sínar á því að með þeim breyting- um sem verða gerðar verði Þjóð- leikhúsið mun betra leikhús, bæði fyrir leikara og leikhúsgesti, en þó sé lagt kapp á verndun hússins eins og frekast er kostur. I bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins eru: Skúli Guðmundsson formaður, Arni Johnsen varaformaður, Sveinbjörn Oskarsson deildar- stjóri í fjármálaráðuneyti, Runólf- ur Birgir Leifsson deildarsfjóri í menntamálaráðuneyti, Helga Hjörvar skólastjóri Leiklistar- skóla Islands og Guðni Jóhannes- son verkfræðingur. Verkefhis- stjóri byggingarnefhdar er Gunn- ar St.Olafsson verkfræðingur. * Ibréfi byggingarnefndar til hús- friðunarnefndar leggur nefndin áherslu á, að þar sem Þjóðleikhúsið hafi aðeins einn sal sé ljóst að hann verði að nota um ófyrirsjáanlega framtíð til fjölbreyttra leiksýninga. Ef um annan góðan sal hefði verið að ræða hefði verið hugsanlegt að varðveita salinn óbreyttan til ákveð- inna leiksýninga sem ekki krefðust nálægðar. Einnig vitnar nefndin til þess að Guðjón Samúelsson húsa- meistari hafi á árunum eftir stríð * » viljað gera ýmsar breytingar á Þjóð- leikhúsinu til þess að bæta það sem leikhús, en ekki fengið þær í gegn vegna skorts-á fjármagni og tíma. Nefndin undirstrikar að hún hafi unnið eftir sömu nótum og Guðjón Samúelsson, að stuðla að því að Þjóðleikhúsið yrði eins gott leikhús og frekast væri kostur. Hvert sæti verður besta sæti „Afstaða mín til ákvörðunar byggingarnefndar er sú að ég er í TILLÖGUM þingmannanefndar um erfiðleika í kartöfluframleiðslu er lagt til að ákveðið verði opin- bert heildsöluverð á kartöflum og bændum verði endurgreiddur söluskattur í formi niðurgreiðslna á framleiðsluna. Þá er einnig lagt til að framleiðendur grænmetis og garðávaxta myndi heildarsam- tök um afúrðasölu og starfræktir verði sérstakir uppskerumarkaðir á haustin í öllum stærstu kaup- stöðum landsins. Itillögum þingmannanefndarinn- ar segir að markaðs- og sölumál kartöflubænda hafi verið í miklum mjög ánægður með niðurstöðuna," sagði Gísli Alfreðsson Þjóðleikhús- stjóri í samtali við Morgunblaðið. „Eg tel að Þjóðleikhúsið verði miklu betra leikhús að loknum fram- kvæmdum og mér finnst í rauninni ótrúlegt hvað þær breytingar sem á að gera kosta lítið miðað við það sem er óhjákvæmilegt að gera í viðhaldi og endurbótum á Þjóðleikhúsinu og niðurstaðan verður nánast fullkomið leikhús. Það verður að segjast eins og er að salurinn í dag nýtist ekki nema að hluta, nýting á efri svölum er mjög takmörkuð, í sjálfum aðalsaln- um eru dauðir punktar og á neðri svöium eru mikil þrengsli. Ég er því mjög sáttur við ákvörðun byggingar- nefndar. Breytingarnar munu gefa mun meiri möguleika á sviðssetning- um að öllu leyti og hvert sæti í, saln- um verður besta sæti.“ ólestri á síðustu ánjm, og ríkt hafi glundroði og skipulagsleysi á mark- aðnum. Mikil misskipting hafi átt sér stað meðal bændanna, dreifing- arfyrirtækin hafi verið rekin með miklu tapi, og þrátt fyrir mikla samkeppni sem ríkt hafi verði ekki séð að verðlag til neytenda hafi lækkað. Verðlag á kartöflum hafi um langt skeið verið inun hærra en áður var, og heildsala, smásala og ríki hirði orðið 60-70% af heildar- verðinu. Nefndin telur mikilvægt að kart- öflubændur nái samstöðu hvað varðar skipulag og sölufyrirkomu- Fagna ákvörðun byggingarnelhdar „Ég er mjög ánægð með niður- stöður byggingarnefndar," sagði Þuríður Pálsdóttir formaður Þjóð- leikhúsráðs, „í heild verður salurinn betri og sviðið betra og stór þáttur í því er mun betra samband á milli leikara og leikhúsgesta. Með þessum breytingum og lagfæringum verður Þjóðleikhúsið gott leikhús og ég held að þetta geti ekki verið betra. Að mínu mati verður mun betri nýt- ing á salnum og ég vil undirstrika hrifningu mína. Öll aðstaða verður mun þægilegri bæði fyrir leikara og leikhúsgesti. Við verðum að horfast í augu við breytta tíma og ríma við það eins og kostur er án þess að varpa öilu öðru frá, en menn mega ekki vera hræddir við að gera nauð- synlegar breytingar til betri árang- lag, og telur æskilegast að allir framleiðendur grænmetis og garð- ávaxta myndi heildarsamtök um afurðasölu og vöruþróun, en slíkt fyrirkomulag myndi lækka verð til neytenda. Ríkisvaldinu beri að stuðla að slíkri endurskipulagningu með því að endurgreiða söluskatt eða væntanlegan virðisaukaskatt af þfessum vörum beint til bænda í formi niðurgreiðslna. Auk þess verði ákveðið öpinbert heildsöluverð g framfylgt ströngu verðlagseftir- ti varðandi smásöluálagningu, en með því mætti lækka verð á hveiju kílói af kartöflum um 40-50 kr. frá því sem nú er. urs. Metropolitan var aldeilis hús á gömlum grunni, en því var gjör- breytt með tilliti til nýrrar tækni, breyttra aðstæðna og aukinnar kröfugerðar í nútíma leikhúsum. Leikhús má ekki enda sem safngrip- ur ef menn ætla á annað borð að nota það.“ Efast um að breyting sé réttlætanleg „Ég verð að viðurkenna að ég tala af mikilli vanþekkingu vegna þess að ég hef ekki sett mig inn í grundvöllinn á bak við niðurstöður byggingarnefndar," sagði Stefán Benediktsson formaður Arkitektafé- lags íslands, „en það er alveg ljóst að leikhús þarf að fylgjast með tímanum. Tækninni fleygir mikið fram og það þarf að nýta hana. Mér finnst ekki undarlegt þótt menn vilji endurbæta Þjóðleikhúsið þó ekki væri nema með tilliti til samkeppni og mér finnst mjög skemmtilegt að heyra að byggingarnefnd hefur ákveðið að færa suma hluti aftur til upprunalegrar gerðar. Handbragðið á þessu húsi hefur alltaf heillað og ég minnist þess sem sveinstauli að hafa veitt því athygli þá þegar. Breyting á salnum er skiljanleg ef mjög er horft til hagsmuna áhorf- enda, en það er mikið alvörumál að breyta grónu svipmóti húss mjög mikið og ég leyfi mér að efast um að það sé réttlætanlegt. Um innviði gildir eins og um útlit að það er ekki hægt að leyfa sér að gera hvað sem er. Þjóðleikhúsið hefur áunnið sér ákveðinn sess og það þarf að hugsa dæmið til enda.“ Húsameistari vildi minni breytingar „Það liggur ljóst fyrir að umsögn sú sem ég og mínir samstarfsmenn höfum áður kynnt byggingarnefnd mælti með því að valin yt'ði svoköll- uð A-tillaga í staðinn fyrir E-tillögu sem byggingarnefnd valdi,“ sagði Garðar Halldórsson húsameistan, en embætti húsameþstara vinnur fyrir byggingarnefnd. í tillögu A er gert ráð fyrir að hvorartveggju svalir haldist en salargólf hækki mest aft- ast. Tillaga A varð ofan á að okkar mati, þrátt fyrir ýmsa ágæta kosti tillögu E, vegna tillits til hugverks Guðjóns Samúelssonar og þeirra sér- stæðu mannvit'kja sem þjóðin á í Þjóðleikhúsinu. Við úrvinnslu á til- lögu E höfum við ekki leyst öll vandamál sem við blasa, enda er sú tillaga í eðli sínu málamiðlunartil- laga miðað við þær hugmyndir sem gengu lengst í breytingum.Við mun- um hins vegar vinna þetta verkefni eins og byggingarnefnd hefur ákveð- ið.“ Þjóðleikhúsið eitt af þjóðminnismerkjunum „Við höfum í greinargerð lagst gegn stórvægilegum breytingum á Þjóðleikhúsinu," sagði Þór Magnús- son formaður Húsft'iðunarnefndar," einkum því sem snýr að breytingum á sal og áhorfendasvæðum. Það þarf að bæta alla sviðsaðstöðu, leik- myndagerð, verkstæði og við höfum ekki lagst gegn nýrri sviðstækni svo sem stækkun á hljómsveitargryfju, en við erum dálitlir bremsumenn á það sem snertir aðalstíl hússins sem er eitt af okkar þjóðminnismerkjum. Þjóðleikhúsið heyrir ekki undir Hús- friðunarnefnd, en nefndin hefur far- ið fram á það að húsið verði friðað og við munum á næstunni óska eft- ir friðun ýmissa húsa frá síðari tímum. Yngsta húsið sem nú er frið- að er Landsbókasafnshúsið sem var byggt 1908. Þjóðleikhúsið var hins vegar tekið í notkun 1950 svo það má segja að heil kynslóð sé á milli.“ Mönnum opnast sýn að miklu betra leikhúsi „Mér líst mjög vel á ákvörðun byggingarnefndar, því það er ljóst að tillögur nefndarinnar munu gera Þjóðleikhúsið að betra leikhúsi," sagði Þórhallur Sigurðsson leikari og fulltrúi leikara í samráðsnefnd við byggingarnefnd. „Það er aug- ljóst,“ sagði Þórhallur, „að nýjum kröfum fylgja breytingar bæði með tilliti til öryggis og ýmissa annarra þátta. Vegna óhjákvæmilegra fram- kvæmda við viðhald og lagfæringar á húsinu þarf að rífa æði mikið í húsinu og því er eðlilegt að gera eins gott og hægt er úr málinu bæði með tilliti til hefðar og nútíma hagkvæmni. Mér finnst sú breyting, sem hefur verið ákveðin, ákaflega spennandi, ekki síst með tilliti til þess að nú mun rými hússins nýtast mun betur í salnum og nálægðin sem skiptir miklu máli í leikhúsi verður mun meiri. Nýtt rými fæst fyrir aft- an núverandi efri svalir og það er spennandi kostur og þótt sætum fækki eitthvað í heild ætti nýtingin ekki að versna. Á Norðurlöndum hefur sú þróun átt sér stað í end- urnýjun leikhúsa að allt nýtanlegt rými er tekið undir leikstarfsemi. Meðalsætanýting í Þjóðleikhúsinu undanfarin 20 ár er 420 sæti af um 650 sætum, en nú verða sætin alls um 550, allt góð sæti. í stórum drátt- um er þetta gctt mál og mitt mat er að yfirbragð hússins breytist ekki svo ýkja mikið. Nefnd leikara sem hefur fylgst með gangi mála og starfsmenn hafa lýst yfir ánægju sinni með niðurstöður. Skiljanlega brá mönnum nokkuð í brún við fyrstu sýn, en þegar rökin á bak við eru könnuð opnast mönnum sýn að miklu betra leikhúsi, ég er sannfærð- ut' um það og til dæmis aðeins sú breyting að. gangstígar verða með- fram veggjum í sal býður upp á al- veg nýja möguleika í innkomum á svið. Óll þessi framkvæmd er mjög til bóta og er mjög spennandi.“ Erfiðleikar kartöflubænda: Tillögnr um niðurgreiðslur til bænda og opinbera verðlagningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.