Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 8
lí __ ........ 0801 ÍI3HM3VO’/ .01 ilMQV.U')V’/' 1 ?. HUQ3V OIOAJfiMUOflOM
DAGBOK SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1989---"*™™^==^^™=™-—= -
T n * persunnudagur 19. nóvember,323.dagurársins
1 UAvJ 1989. Árdegisflóð í Reykjavík ki. 11.01 og síð-
degisflóð kl. 23.42. Sólarupprás er í Reykjavík kl. 10.09 og
sólarlag kl. 16.17. Sólin er í hádegisstað í Reykjavík kl.
13.13 ogtunglið í suðri kl. 6.50. (Almanak Háskóla íslands.)
Þegar skýin eru orðin full af vatni, hella þau regni yfir
jörðina. Og þegar tré fellur til suðurs eða norðurs — á
þeim stað, þar sem tréð fellur, þar liggur það kyrrt.
(Préd. 11,3.)
ÁRNAÐ HEILLA
ára afinæli. Á morgun,
20. nóvember, __ verður
sextugur Hreiðar Ársæls-
son, Haukanesi 19,
Garðabæ. Hann og kona
hans, Guðbjörg Jóhannsdótt-
ir, taka á móti gestum á heim-
ili sínu eftir kl. 18 nk. föstu-
dag, 24. nóvember.
HJÓNABAND:
Gefin hafa verið
saman í hjónaband
Christine Lisel-
otte Rakoczy og
Hákon Jóhannes-
son. Athöfnin fór
fram í Nýju post-
ulakirkjunni í
bænum Stratford
í Ontario-fylki í
Kanada. Gene
Storer, umdæmis-
öldungur, gaf þau
saman. Heimili
brúðhjónanna er í
Kvistaiandi 15,
Reykjavík.
FRÉTTIR/MANNAMÓT
KÓR HJALLASÓKNAR
'heldur tónleika í samkomusal
Digranesskóla í kvöld kl.
20.30. Flutt verður kirkju- og
veraldleg tóniist undir stjórn
Davids Knowles. Fram koma
ungir einsöngvarar og nem-
endur úr Tónlistarskóla
Kópavogs.
FÉLAG Borgfirðinga
eystra Reykjavíker með opið
hús í dag í Skipholti 50A kl.
15-18 í tilefni 40 ára afmælis
félagsins.
FÉLAG eldri borgara hefur
opið hús í Goðheimum, Sig-
túni 3, í dag kl. 14. Fijáls
spii og tafl. Kl. 20 dansað.
Munið skáldakynninguna nk.
þriðjudag, 21. nóv., um Jón
Trausta á Rauðarárstíg 18.
KVENFÉLAG Hreyfils
verður með basar og flóa-
markað á morgun, sunnudag,
kl. 14 í Hreyfilshúsinu.
ITC-deiIdin íris heldur fund
annað kvöld, mánudag, kl.
20.30 í slysavamahúsinu í
Hjallahrauni 9, Hafnarfirði.
Inntaka nýrra félaga. Stef
fundarins: Bækur. Nánari
KROSSGATAN
LÁRÉTT: - 1 logið, 5 í
uppnámi, 8 þor, 9 tryggja,
11 furða, 14 ýlfur, 15 at-
vinnugrein, 16 starfið, 17
elska, 19 skyld, 21 erti, 22
brjóstnælunni, 25 skartgrip-
ur, 26 espi, 27 sefa.
LÓÐRÉTT: - 2 því næst,
3 blekking, 4 trega, 5 fugl-
inn, 6 bandvefur, 7 kven-
mannsnafns, 9 holl, 10 fugl-
inn, 12 montinn, 13 ttjágróð-
urinn, 18 veiðarfæris, 20
fmmefni, 21 samtenging, 23
sjó, 24 tveir eins.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: - 1 ásátt, 5 fálan, 8 arður, 9 fokku, 11 risin,
14 níu, 15 áfátt, 16 nýjar, 17 asa, 19 áður, 21 elja, 22
nátengd,_ 25 aða, 26 ána, 27 sóa.
LÓÐRÉTT: - 2 svo, 3 tak, 4 tranta, 5 furuna, 6 ári, 7 aki,
9 fláráða, 10 krákuna, 12 spjalds, 13 narrana, 18 slen, 20
rá, 21 eg, 23 tá, 24 Na.
Engan skepnuskap góði...
ÞETTA GERÐIST
19. nóvember
uppl. hjá Huldu s. 51622 og
Kristínu s. 50561.
SAMVERKAMENN Móður
Theresu halda mánaðarleg-
an fund sinn í safnaðarheimil-
inu, Hávallagötu 16, á morg-
un, mánudag, kl. 20.30.
BREIÐFIRÐINGAFÉLAG-
IÐ í Reykjavík heldur félags-
vist í Breiðfirðingabúð, Faxa-
feni 14, í dag kl. 14.30. Góð
verðlaun og kaffiveitingar.
KVENNADEILD Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra
heldur fund annað kvöld,
mánudag, kl. 20.30 á Háaleit-
isbraut 11.
SAMTÖK um sorg og sorg-
arviðbrögð verða með opið
hús í safnaðarheimili Laugar-
neskirkju nk. þriðjudagskvöld
kl. 20. Á sama tíma era veitt-
ar upplýsingar og ráðgjöf í
s. 34516.
KVENFÉLAG Krists-
kirkju, Landakoti, heldur
basar, kaffisölu og happ-
drætti í safnaðarheimilinu,
Hávallagötu 16, í dag kl. 15.
KVENFÉLAG Breiðholts
heldur fund í kirkjunni nk.
þriðjudag, 21. nóv., kl. 20.30.
Gestur fundarins: Séra Gísli
Jónasson.
KVENFÉLAGIÐ Seltjörn
heldur félagsfund nk. þriðju-
dag, 21. nóv., í félagsheimili
Seltjarnarness kl. 20.30.
Valdís Ósk verður með jóla-
föndur. Komið með skæri, nál
og tvinna.
VINAHJÁLP. Basarinn
verður sunnudaginn 26. nóv.
kl. 14 í Holiday Inn. Hand-
unnir jólamunir. Happdrætti.
Vinningar frá smámunum
upp í flugfarmiða. Sýnishorn
muna í glugga Helga Guð-
mundssonar úrsmiðs, Lauga-
vegi 82.
NORRÆNA húsið. Tvær
norskar 20 og 24 mínútna
barnamyndir verða sýndar í
dag, báðar með norsku tali.
Ókeypis aðgangur.
FU GLAVERNDARFÉL AG-
IÐ. Fyrsti fræðslufundur
vetrarins verður annað kvöld
kl. 20.30 í stofu 101 í Odda,
húsi hugvísindadeildar Há-
skólans. Kristján Lilliendahl,
fuglafræðingur, segir frá
rannsóknum sínum á fæðu
álku, stuttnelju og langvíu á
grannslóð í Eyjafirði, Skjálf-
anda og Faxaflóa að vetrar-
lagi.
SKIPIN
REYKJAVÍKURHÖFN:
Stapafell hélt á ströndina í
fyrrakvöld og kom þaðan aft-
ur í gær. Kyndill kom af
ströndinni í gær. í dag fara
Pétur Jónasson og Snorri
Sturluson á veiðar og Freri
kemur af veiðum. Á morgun
er Skógafoss væntanlegur að
utan, Jón Baldvinsson af
veiðum og Stapafell fer þá á
ströndina.
HAFNARFJARÐAR-
HÖFN: í fyrradag fór
Mánaberg á veiðar og í fyrra-
kvöld kom japanskt flutn-
ingaskip, Keifu Maru, til að
sækja síldarfarm. í gær kom
ísnes af ströndinni, rækju-
togarinn Nokasa kom með
afla og sömuleiðis Hjalteyri.
ísberg fer á ströndina í dag
og togararnir Haraldur
Krisljánsson og Ýmir á veið-
ar.
Safnar ám-
aðaróskum
Sjö ára piltur að nafni
Craig Shercold berst
fyrir lífi sínu á Marsden-
sjúkrahúsinu í London
en hann er með illkynja
æxli í heila og mænu.
Er hann talinn eiga
skammt ólifað. Hefúr
hann þann metnað að fá
send fleiri árnaðaróskir
en nokkur annar og
komast sem slíkur í
heimsmetabók Guinness.
Hægt er að senda honum
kort á eftirfarandi heim-
ilisfang:
Craig Shercold, 56 Selby
Road, Carsinalton, Surr-
ey AMS LLD, England.
ERLENDIS:
1493: Kristofer Kolumbus
finnur Puerto Rico.
1792: Franska byltingar-
stjórnin býður aðstoð ölum
þjóðum, sem vilja steypa
ríkisstjórnum.
1807: Steyn kemur á sveitar-
stjórnum í Prússlandi.
1809: Frakkar sigra Spán-
veija við Ocana og ná allri
Andalúsíu nema Cadiz.
1828: Franz Schubert, tón-
skáld, látinn.
1858: Brezka-Kólombía í
Kanada verður krúnunýlenda.
1919: Öldungadeild Banda-
ríkjaþings hafnar Versala-
samningunum.
1942: Þýzki herinn í Stal-
ingrad umkringdur.
1946: Fyrsta ráðstefna
UNESCO haldin í París.
1962: Fyrst haldnir jazztón-
leikar í Hvíta húsinu.
1969: Önnur lending mann-
aðs geimfars á tunglinu
(Conrad og Bean).
1973: Orkukreppa veldur
mestu verðbréfalækkun í 11
ár í New York.
1976: Auðmannsdótturinni
Patriciu Hearst sleppt úr
haldi.
1977: Anwar Sadat kemur til
ísraels í friðarferð.
HÉRLENDIS:
1216: Páll Sæmundarson frá
Odda látinn.
1770: Albert Thorvaldsen
fæddur.
1796: Þorkell Fjeldsted stift-
amtmaður látinn.
1875: Myndastytta Thorvald-
sens afhjúpuð á Austurvelli.
1899: Fríkirkjan í Reykjavík
stofnuð.
1949: Skógaskóli fyrst settur.
1962: Jón Stefánsson listmál-
ari látinn.
1965: Bjarni Jónsson vígslu-
biskup látinn.
1974: Geirfinnur Einarsson
hverfur. (Geirfinnsmálið.)
ORÐABOKIN
VETUR
Nú þegar vetur er geng-
inn í garð samkv. almanak-
inu, sakar ekki að athuga
einmitt beygingu no. vetur.
Hún hefur lengi verið nokk-
uð óregluleg, enda snemma
komið upp ýmis frávik í
munni manna. í málfræði-
orðabókum er sagt, að nf.og
þf. í et. sé vetur, þgf. vetri
og ef. vetrar. Allir segja líka
vetrarfrakki, vetrarveður
o.s.frv. Samt tel ég mig
hafa heyrt sagt veturs í ef.,
geyma e-ð til vetursins. Þá
er nf. og þf. í ft. vetur, t.d.
harðir vetur. Samt heyrist
á stundum sagt: harðir vetr-
ar. Ekkert af þessu er talið
æskilegt mál, enda forðást
menn slík frávik í vönduðu
máli. En hér er fleira að
athuga, og sumt af því er
eitthvað staðbundið. Það er
vel þekkt um Suðurland
a.m.k. að segja: á vetrin í
stað hins upprunalega: á
veturna. Dæmi eru samt
víðar að. Eins þekkist að
nota kvk.-beygingu, þegar
greinir bætist við. Þá er
sagt á veturnar. Ekkert af
þessum undantekningum
eða frávikum er talið vand-
að eða gott mál. Þess vegna
er á þetta bent hér. Mörg
önnur no. í íslenzku geta
verið vandbeygð, eins og
frændsemisorðin, sem svo
eru kölluð. Verður smám
saman minnzt á þau í þessu
horni. — J.A.J.