Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR' 19. NÓVEMBER 1989 aðurinn áætlaður 17,2 milljarðar króna en með jarðgöngum verður þessi kostnaður 14,6 milljarðar króna. Ennfremur mun bygging- artími styttast í tæp Ijögur ár í stað 5-6 ára. Rekstraröryggi verður meira þar sem vatnið fer um lokaða vatns- vegi í stað opinna skurða og lóna. Mannaflaþörf verður minni og dreif- ist jafnar yfir árið og umhverfisáhrif eru hverfandi miðað við skurðvirkj- um I máli Halldórs Jónatanssonar kemur fram að Fljótsdalsvirkjun sem næsta virkjun á eftir stækkun Búr- fells sé nú hagkvæmasti kosturinn fyrir 185.000 tonna álver. Hún væri það einnig fyrir 120.000 tonna álver ef frekari aukning stóriðju yrði að veruleika um miðjan næsta áratug. Yrði hinsvegar aðeins um stækkun ISAL að ræða væri hagstæðara að ráðast í áframhaldandi uppbyggingu á Þjórsársvæðinu. Orkuverðshugmyndir Almenn samstaða er um það að orkusala til stóriðju megi ekki valda hækkun á orkuverði til almennings- veitna og er ákvæði í lögum um Landsvirkjun til að tryggja þetta. Samningur um orkuverð til nýs ál- vers þarf því að tryggja full skil á því fé sem varið er til framkvæmda í raforkukerfinu sökum hans. Tekjur af orkusölunni verða því að lágmarki að skila Landsvirkjun til baka fjár- festingarkostnaði í viðbótarvirkjun- um með hæfilegum vöxtum. Halldór Jónatansson segir að þeir álíti 5% vexti hæfilega. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur fram að þessu verið lögð áhersla á kanna möguleikana á því að veita afslátt af orkuverðinu á fyrstu starfsárum álversins og tengja orkuverðið við álverð á heimsmark- aði. Möguleikar til afsláttar fyrstu árin byggjast m.a. á því að ekki er fyrirsjáanlegur markaður fyrir stór- an hluta Blönduvirkjunar sem nú er' í smíðum. Fulltrúar Landsvirkjunar munu hafa lagt fram þá grundvallar- hugmynd að orkuverði í viðræðum við ATLANTAL-hópinn um 120.000 tonna stækkunina, að grunnverð ork- unnar skuli vera 18,5 mills og skuli það vera verðtryggt. Fyrstu starfsár- in yrði hinsvegar nauðsynlegt að veita verulegan afslátt af verðinu enda bjóða samkeppnisaðilar eins og Kanada og Venezuela mikinn byijun- arafslátt í samningum sínum við nýjar álbræðslur. Fulltrúar ATLANTAL-hópsins hafa lagt á það áherslu að orkuverð fylgdi þróun álverðs og telur Lands- virkjun slíkt koma vel til greina. Sýnt er að verð á áli hefur fyllilega fylgt verðbólguþróun á undanförnum áratugum og spár sérfræðinga gera ráð fyrir að það haldi áfram í framtíðinni. Orkuverðlagning af þessu tagi þýðir að nokkrar sveiflur verða en til lengri tíma litið ætti full verðtrygging að nást. Hinsvegar er mikilvægt að það álverð sem grunnverð orkunnar er tengt við sé ekki hærra en svo að öruggt megi telja að raungildi þess haldist í framt- íðinni. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins telur Landsvirkjun að ál- verð sem nemur 1650 dollurum fyrir tonnið á heimsmarkaði sé vel viðun- andi. Rökin fyrir framangreindu álverði sem viðmiðun eru einkum þau að sérfræðingar telja þetta verð jafnvel lægra en búast megi við þegar til lengri tíma er litið. Þá er þessari tölu einnig til stuðnings það að ATL- ANTAL-hópurinn valdi hana sem langtímaverð á áli í hagkvæmnis- skýrslu sinni um 185.000 tonna ál- ver. Verður að ætla að hópurinn hafi valið þessa tölu í lægri kantinum til að arðsemisútreikningar þeirra væru ekki taldir byggja á fullmikilli bjartsýni. 14% Efnahagsáhrif nýs álvers % af útflutningi % aflands- framleiðslu % af kaupmætti 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Heímild: Spá Þjóðhagsstolnunar. Morgunblaðiö/AM Fulltrúar ATLANTAL-hópsins hafa gert kröfu um þak á orkuverðið og Landsvirkjun á móti gerir kröfu um gólf. Orkuverðsformúlan sem verið er að ræða um yrði tekin upp eftir að álverið hefði starfað í sex ár, fyrstu eitt til tvö árin með 45% afslætti frá grunnverði og næstu Qögur árin með 22,5% afslætti. Síðan tæki við þak og gólf sem væru til dæmis 6 mills yfir og undir grunn- verðinu. Yrði þakið því 24,5 mills ög gólfið 12,5 mills. Þessi formúla yrði svo endurskoðuð eftir eitthvert ára- bil og myndi sú endurskoðun taka mið af orkuverði sem stóriðja í Evr- ópu og Ameríku borgar, samkeppnis- aðstöðu hráálsframleiðslu á íslandi á þeim tíma, þróun verðbólgu og þróun innbyrðis gengis þeirra gjaldmiðla sem máli skipta. Endurskoðun sem þessi færi síðan fram á þriggja til fimm ára fresti. Þingleg meðferð málsins Á næstu vikum mun koma í Ijós hvort formlegur grundvöllur er fyrir samningum um nýtt 185.000 tonna álver hérlendis eða 120.000 tonna stækkun ÍSAL. Verði niðurstaðan jákvæð og ákveðið verður að ganga til slíkra samninga hefui- Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra lagt fram áætlun um hvemig standa beri að framhaldi málsins af hálfu stjórn- valda. Jón Sigurðsson gerir ráð fyrir að tillaga til þingsályktunar um nýtingu innlendra orkulinda til atvinnuupp- byggingar verði lögð fram á Alþingi í vetur. Frumvarp til heimildarlaga um nýtt álver verði lagt fram á Al- þingi strax og málið liggur ljóst fyr- ir auk frumvarps til heimildarlaga um nauðsynlegar virkjanafram- kvæmdir. Hvað heimildarlög um nýtt álver varðar má ætla, í ljósi þeirra við- ræðna sem fram hafa farið, að lögin þurfi að vera nokkuð ítarleg ekki síst varðandi skattamál. Hvað aðalsamning milli ríkis- stjórnarinnar og ATLANTAL-hóps- ins varðar um byggingu og rekstur nýs álvers er gert ráð fyrir að samn- ingurinn verði áþekkur að formi til og aðalsamningurinn um Islenska j ámblendifélagið. Ráðgjafamefndin hefur í samtölum sínum við ATLAN- TAL-hópinn leitast við að tryggja AÐRIR STÓRIÐJUMÖGULEIKAR: YFIR 50 VERKEFNI KÖNNUfl Álframleiðsla er ekki eini stóriðjumöguleikinn sem kannaður hefur verið hér á landi á síðustu árum. AIls hafa verið könnuð yfir 50 verkefni á þessu sviði en hér á eftir fylgir stutt yfirlit yfir níu vcrkefni sem þykja einna álitlegust í dag. KÍSILMÁLMVINNSLA var nokkuð í sviðsljósinu hérlendis fyrir nokkrum árum, er hugmynd- ir voru uppi um að reisa slíka verksmiðju á Reyðarfirði. Frumá- ætlun var gerð fyrir verksmiðjuna 1987 og var hún endurskoðuð 1988. Hún leiddi í ijós ört vax- andi stofn- og framleiðslukostnað samfara hægfara hækkun afurða- verðs og þar af leiðandi óhag- kvæman rekstur. Afurðaverð hef- ur aftur hækkað nokkuð að und- anfömu, um allt að 15%, síðan 1987. Hinsvegar er búist við harðnandi samkeppni, enda fyrir- hugað að hefja starfsemi í fjölda verksmiðja víða um heim sem áður var lokað vegna óhagstæðra markaðsaðstæðna. MAGNESÍUMVINNSLA yrði sett upp í nánum tengslum við Jámblendiverksmiðjuna á Grund- artanga. Með hliðsjón af hækk- andi markaðsverði bendir margt til þess að magnesíumvinnsla í smáum stíl geti verið mjög hag- kvæm. Hinsvegar er um áhættu- samt fyrirtæki að ræða, þar sem margir eru að byggja nýjar verk- smiðjur eða að auka framleiðslu sína. Er talið að markaðsverð muni fara lækkandi af þeim sök- um í náinni framtíð. NATRÍUMKLÓRAT- VINNSLA hefur verið til athug- unar í áratugi. Erlendir aðilar, einkum frá Norðurlöndum, hafa ■sýnt áhuga á því að eiga með íslendingum samstarf um þennan iðnað. Afurð hans er einkum not- uð til bleikingar á pappír. Iðnaður þessi virðist á mörkum þess að vera hagkvæmur, þar sem for- senda hans er lágt raforkuverð, eða 12 mill eða minna. Hann hef- ur þar að auki eldhættu í för með sér. TÍTANHVÍTA er algengasta hvíta litarefnið í heiminum. Títan- hvítuvinnsla þarfnast gufu og því er best að koma henni á fót þar sem saman fara háhitasvæði og hafnaraðstaða eins og á Reykja- nesi. Framleiðsla miðað við orku- verð frá Sjóefnavinnslunni (þar sem þessari verksmiðju yrði vænt- anlega komið upp) virðist hag- kvæm og mælir Markaðsskrif- stofa Iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar með framhaldsat- hugunum á þessu sviði fyrir 25.000 tonna verksmiðju. KlSILKARBÍÐ er notað sem slípiefni og til íblöndunar ( stál, en það eykur hitaþolni. Uin er að ræða orkufrekt iðnferli, sem krefst tiltölulega lítils stofnkostn- aðar en er óþrifaleg, „gamaldags'* lotuframleiðsla. Markaðsskrif- stofan telur ástæðu til að fylgjast með markaðinum og taka upp samband við aðila sem þekkja hann í samráði við Jámblendifé- iagið. C-VÍTAMÍNFRAMLEIÐSLA þarfnast mikillar gufu og yrði því reist á háhitasvæði. Ekki er talið arðvænlegt að reisa minni verk- smiðju en 10.000 tonn og er lágt gufuverð grundvöllur hagkvæmni slíkrar verksmiðju. Markaðsskrif- stofan telur að erlendir aðilar hafi hugsanlega áhuga á að fjár- festa í slíkri verksmiðju hér á landi og því nauðsynlegt að fylgjast með markaðinum og hafa sam- band við framleiðendur. TRJÁKVOÐUFRAM- LEIÐSLA þótti of áhættusamt verkefni er það var kannað á ár- unum 1979-83. Hagkvæmni þessa iðnaðar byggir m.a. á verk- smiðjustærð, hagstæðum lang- samningum um hráefniskaup og afurðasölu samfara lágu orku- verði. Ekki var talið ráðlegt að byggja verksmiðjuna nema í sam- vinnu við erlenda pappírsframleið- endur sem tryggðu jafnframt kaup á afurðum hennar. Ekkert hefur breyst, hvað áhættuþáttinn varðar, sem hvetur til að málið verði skoðað á ný. VETNISPEROXÍÐFRAM- LEIÐSLA er órannsökuð að mestu hérlendis. Afurðin er notuð sem bleikingarefni í pappír og segir Markaðsskrifstofan að þetta iðnferli þurfi að koma til athugun- ar um leið og iðnferli annarra bleikingarefna, svo sem natríum- klórats. forgangsrétt innlendra aðila til verk- töku og þjónustu við byggingu og rekstur stækkunar ÍSAL eða nýs álvers. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að starfsemi álversins sam- rýmdist markmiðum stjórnvalda um innlenda iðn- og tækniþróun. Þá hef- ur fast verið sótt eftir því að íslend- ingar hafi, samkvæmt samningnum, rétt til að kaupa ákveðinn hluta, til dæmis 5%, af framleiðslu álversins. Skattamál nýs álvers Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa athuganir á skattlagn- ingu nýs álvers við Straumsvík aðal- lega beinst að tveimur skattlagning- araðferðum. Onnur þeirra byggir á hugmyndum um einn fastan skatt sem ATLANTAL-hópurinn sóttist eftir í upphafi viðræðna um skatta- mál. Hin aðferðin er að miða skatt- lagninguna við íslensk skattalög með þeirri aðlögun sem eðlileg er með tilliti til serstöðu og stærðar félags- ins. Af íslands hálfu hefur verið haldið fast í það sjónarmið að félag- ið verði skattlagt eftir meginreglum íslenskra skattalaga. Svo virðist sem samkomulag geti orðið um þetta sjónarmið og jafnframt að skattar fyrirtækisins verði' lagðir á með venjulegum hætti samkvæmt íslenskum lögum. Skattafyrirkomulag það sem rætt hefur verið um er í aðalatriðum þann- ig: 1. Félagið greiði öll lögboðin at- vinnurekendagjöld samkvæmt gild- andi lögum á hveijum tíma svo sem launatengd gjöld. 2. Félagið greiði fasteignagjöld og önnur þjónustutengd gjöld til Hafn- arfjarðarbæjar samkvæmt gildandi lagaákvæðum. 3. Aðstöðugjald, iðnlánasjóðsgjald og iðnaðargjald verði fellt í eitt gjald sem skiptist nánar eftir ákveðnum reglum. Gjaldið verði lagt á aðstöðu- gjaldstofn og greitt á sömu gjalddög- um og aðstöðugjald. Ákveðinn hluti opinberra gjalda álversins verði ætl- aður til að stuðla að jafnvægi í byggðaþróun. 4. Tekjuskattur verði álagður sam- kvæmt íslenskum skattalögum með þeim hætti að stofn til tekjuskatts verði ákveðinn á grundvelli reiknaðs verðs á áli og súráli og umsömdu gjaldi vegna yfirstjórnar en raun- verulegum kostnaði að öðru leyti. Vonir Stjórnvöld gera sér vonir um að af byggingu nýs álvers verði hér á landi. Slíkt myndi vinna gegn þeirri niðursveiflu sem nú er í efnahagslífi Islendinga. Hinsvegar geta þær von- ir brugðist þótt þessa stundina séu meiri líkur en ekki á því að af áform- um ATLANTAL-hópsins verði. En eins og dr. Jóhannes Nordal bendir á, hefur ekkert af þeim fyrirtækjuin sem mynda hópinn enn gefið út skil- yrðislausa yfirlýsingu um að það ætli sér í álrekstur á íslandi. (Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.