Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.1989, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR 19. NÓVEMBÉR 1989 Nordvision 30 ára: Samstarfið hefiir mikla þýðingu fyrir okkur - segir Pétur Guðfínnsson framkvæmdastjóri Sjónvarps og formaður Nordvisionar Morgunblaðið/Þorkell Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og formaður Nordvisionar. NORDVISION, samtök norr- ænu sjónvarpsstöðvanna, er 30 ára um þessar mundir og verð- ur tímamótanna minnst hér á landi í næstu viku. Pétur Guð- finnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, er formaður Nordvisionar og var hann beð- inn um að segja frá samtökun- um og samstarfi stöðvanna. Sjónvarpið hefur tekið þátt í samstarfi norrænu sjónvarps- stöðvanna allt frá því að það var stofnað," sagði Pétur. „Starfs- bræður okkar á Norðurlöndum veittu ýmsa aðstoð í byijun, menntuðu dagskrárgerðarfólk og tæknimenn þannig að við vorum farin að njóta góðs af þessu sam- starfi löngu áður en útsendingar hófust“ Samstarf innan Nordvisi- onar felst meðal annars í að stöðv- arnar standa saman að fram- leiðslu á sjónvarpsefni auk þess sem skipst er á efni milli landa. Arlegt sjónvarpsefni, sem þannig fer milli stöðvanna, er um 1.000 klukkustundir. Þegar ein stöð fær til sýningar dagskrárefni frá ann- arri, fellur það í hlut framleið- andans að greiða gjöld vegna höf- undarréttar. Engar greiðslur ganga milli stöðvanna fyrir fram- leiðslukostnað og útgjöld vegna skipulags og stjórnunar. Allir fjár- munir sem inntir eru af hendi fara rakleiðis til höfunda og ann- arra rétthafa. „Þetta samstarf hefur mikla þýðingu fyrir okkur,“ sagði Pétur. „Við erum hluti af stærri heild og semjum sem einn aðili við aðr- ar erlendar stöðvar um efni sem við höfum áhuga á. Má þar nefna útsendingar frá Ólympíuleikunum og ensku knattspymunni. Okkar hlutverk er síðan að sjá um að þeir fái fréttir af helstu stórvið- burðum hér og að vera þeim innan handar þegar starfsmenn þeirra koma hingað." Fyrir tveimur ámm var stofn- aður samnorrænn sjóður, sem í renna um 200 milljónir á ári, aðal- lega frá kapalstöðvum á Norðurl- öndum og em það greiðslur fyrir rétt til að flytja sjónvarpsefni frá stöðvunum. „Við erum spenntir að vita hvort fallist verður á um- sókn um fjárveitingu fyrir þátta- röð er nefnist „Hvíti víkingurinn" og Hrafn Gunnlaugsson er upp- hafsmaður að. Ef úr verður mun þetta verða eitt af stærstu verk- efnum sem norrænu sjónvarps- stöðvarnar hafa ráðist í sameigin- lega,“ sagði Pétur. „Annað sam- starf sem fer lítið fyrir er svokall- að textasjónvarp, sem rekið er í öllum löndunum nema hér, en við emm að hugleiða taka upp á næstunni. Þegar stillt er inn á textasjónvarp geta menn aflað sér upplýsinga um helstu fréttir á hvaða tíma sólarhrings sem er. í danska textasjónvarpinu em til dæmis 600 síður og af þeim eru sex frá hveiju hinu Norðurland- anna. Fyrsta skref okkar er að senda héðan daglega síður á íslensku og geta þá Islendingar á Norðurlöndum fengið nýjustu fréttir að heiman með því að kveikja á sjónvarpinu. Seinna er ætlunin að koma upp textasjón- varpi innanlands með helstu frétt- um héðan og frá Norðurlöndum, auk þess sem þar verða upplýsing- ar af ýmsu tagi.“ í tilefni 30 ára afmælis Nord- visionar verður sérstök dagskrá í Norræna húsinu. Avöxtun húsbréfanna getur farið niður í 6% Ekki heppilegl sparnaðarform fyrir ein- staklinga, segir Sigurður B. Stefánsson SIGURÐUR B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðn- aðarbankans hf., telur að húsbréf séu ekki heppilegt sparnaðarform fyrir einstaklinga. Bréfin eru svokölluð kúlubréf og greiðast eiganda með einni greiðslu eftir 25 ár, en árlega eru dregin út bréf og greidd út. Sagði Sigurður að með heppni gæti eigandi húsbréfsins fengið góða ávöxtun á stuttum tíma, en hann þyrfti á sama hátt að búa sig undir að eiga bréfið í 25 ár og fá niður undir 6% ávöxtun. Sigurður sagði að ástæðan fyrir því að afföllin af húsbréfunum væri ekki meiri en um 7 % væri sú að menn gerðu ráð fyrir að greitt væri af þeim ársíjórðungslega í 25 ár. Þetta væri rétt hvað varðaði Húsnæðisstofnun sjálfa nema hvað fyrsta árið væri afborgunarlaust. „En hvert húsbréf sem sparifjár- eigandi fær í hendurnar er kúlubréf, bréf með einni greiðslu í lok láns- tímans, eftir 25 ár. Eigandinn þarf síðan að vera undir það búinn að hans bréf verði dregið út og endur- greitt í heilu lagi hvenær sem er á þessum 25 árum, eftir-fyrsta árið. Ef hans bréf verður dregið út á 13. ári fær hann 6,55% ávöxtun, ef mið- að er við 5,75% vexti og 7 % afföll. Ef bréf hans er dregið út fyrr fær hann hærri ávöxtun, að vísu á styttri tíma, og því hærri sem það er dreg- ið fyrr út. Aftur á móti ef bréfið er dregið út eftir miðjan lánstímann fellur ávöxtunin og ef eigandi þess lendir í því að bréfið er ekki dregið út fyrr en í lok lánstímans fær hann lága ávöxtun, um 6%, á löngum tíma,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að þetta greiðslu- fyrirkomulag skipti ekki máli fyrir stærri aðila, til dæmis lífeyrissjóði, sem væru að ávaxta miklar fjár- Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, voru meðal annars sett skilyrði um stærð bíla og búnað þeirra og tungumála- kunnáttu bílstjóra. Einar sagði að eitt tilboð hefði borist í aksturinn auk þess sem fleiri aðilar hefðu sýnt þessu áhuga. Hann sagði að útboðið væri liður í svo- hæðir til langs tíma, því þeir ættu mörg bréf og þetta jafnaðist út á lánstímanum hjá þeim. Vegna end- urgreiðslufyrirkomulags og ávöxt- unarkröfu væri þetta sparnaðarform hins vegar áhættusamt fyrir ein- staklinga sem væru að kaupa fá bréf, til dæmis eitt eða tvö. Ein- hveijir kynnu þó að vilja taka áhætt- una og vonast eftir að lenda fljótlega í útdrætti og fá þá góða ávöxtun, en þeir yrðu að vera undir það bún- ir að sitja eftir með peningana bundna í langan tíma og að ávöxtun- in sígi niður undir 6%. nefndum „þjónustupakka" sem ráð- gert væri að kynna hér heima og á mörkuðum erlendis eftir áramót. Einar vildi ekki tjá sig um þann kostnað sem af akstrinum kynni að hljótast en sagði að Flugleiðir myndu ráðstafa ákveðinni fjárhæð til þess- arar þjónustu. Akstur Saga-Class-farþega: Þrjár stærstu stöðvarn- ar buðu ekki í aksturinn ÞRJÁR af stærstu leigubílastöðvum landsins sáu sér ekki fært að gera tilboð í akstur farþega Flugleiða á Saga-Class-farrými frá Reykjavík til Keflavíkur. Stöðvunum og fleiri aðilum voru send útboðs- gögn þar að lútandi fyrir skömmu. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var meðal frumsýningargesta og þessi mynd var tekin, þegar forsetinn þakkaði drengjakórnum frammistöðuna í Toscu. Tilþrifamikil Tosca Tónlist Jón Asgeirsson Ópera er margslungið fyrir- bæri. Tónverk, leikrit, söngur, hljóðfæraleikur er samsafnast í leikræna tjáningu, þar sem ystu mörk tilfinningatúlkunar í tónlist og leik eru eðlileg, hafin yfir hversdagslegt raunsæi og endu- róma í dulardjúpun tilfinning- anna. Leikstjórinn Per E. Fosser legg- ur áherslu á hástemmda leik- ræna túlkun og leiðir verkið út á ystu mörk, t.d. í öðrum þætti er Cavaradossi fagnar sigri Napóleons og í þriðja þætti í turnfangelsinu (E luce van le stelle, og dúettinn á eftir). I lok annars þáttar, eftir átökin á milli Toscu og Scarpia, nær hann að gera augnablikin eftir morðið (koss Toscu), sérkennilega óhugguleg. Sýningin í heild var mörkuð sterkum andstæðum og fyrir bragðið leikrænt mjög áhrifa- mikil. Robin Stableton stjórnaði hljóm- sveitinni og það var ekki aðeins að hljórrisveitin léki vel, nær alla óper- una, heidur og með sterkum undir- tóni tilfinninga, þannig að Stableton og hljómsveitin átti mikinn þátt í að styrkja drama verksins. Tosoca var sungin af Margareta Haverinen, semer ágæt söngkona. Sérkennileg raddmótun og snöggar hreyfingar einkenndu túlkun henn- ar en í „Vissi d’arte" (öðrum þætti) og í upphafi þriðja þáttar, er hún segir frá viðskiptum sínum við Scarpia, var söngur hennar glæsi- legur og þrunginn sterkum tilfinn- ingum. Stein Arild Thorsen lék Scarpia mjög vel og náði á köflum að syngja sig upp en dalaði nokkuð á milli. Scarpia, þessa spilltu persónu, sem „öll Rómaborg óttaðist", þarf að túlka með skipandi og ógnþrunginni röddu, þá verður fall hans fyrir „konuhendi" áhrifamikið, en til þess var rödd Thorsens of mjúk og „týp- an“ sjálf allt að því góðleg. Cavaradossi var sunginn af Garð- ari Cortes og þrátt fyrir að túlkun- in og gervið, einkum í tveimur seinni þáttunum, væri nálægt því að-vera yfirdrifið, hafði hann fullt vald á túlkuninni, með þeim glæsi- brag að trúlega hefur honum ekki áður tekist betur upp, eins og t.d. í turnaríunni og í „O dolci mani“. Túlkun og söngur Garðars í hlut- verki Cavaradossi var stórkostlegur listasigur og sýnir hversu fjölhæfur söngvari Garðar er. Guðjón Óskarsson var sérlega góður í hlutverki skrúðhúsvarðar og aðrir söngvarar, Viðar Gunnars- son, Sigurður Björnsson, voru sömuleiðis góðir. Smaladrengurinn var að þessu sinni ágætlega sung- inn af Sigurgeir Agnarssyni og aðrir er komu smálega við sögu voru Sigurður Þórðarson og Ragnar Davíðsson. Kór óperunnar og drengjakór áttu þátt í að gera mess- Morgunblaðið/Bjami Garðar Cortes og Margareta Haverinen fagna að Iokinni frum- sýningu. una í fyrsta þætti sönglega áhrifa- mikla. Leikmynd og búningar voru verk Lubos Hruza. Yfirbragð sýningar- innar var í það drungalegasta, sér- staklega vinnustofa Scarpia. Pípu- hattarnir og höfuðföt nunnanna stungu í augu, eða voru of áber- andi „kompóneruð" inn í sviðs- myndina. Peter Locke var æfinga- stjóri, konsertmeistari Zbigniew Dubik og sýningarstjóri Kristín S. Kristjánsdóttir, en öll stuðluðu þau að öruggri framvindu sýningarinn- ar. í tengslum við sýninguna á Toscu heldur Jón M. Baldvinsson málverkasýningu í hliðarsölum óperunnar og er sýningin opin dag- lega frá 16 til 19, en einnig óperu- gestum eftir kl. 19. Nú fyrir stuttu var starf óperunn- ar mikið til umræðu í dagblöðum því viðkvæmni og heimóttarskapur okkar íslendinga þolir illa gesta- glennu, eins og þá sem Hilaiy Finch gerði okkur, þá henni var af hér- lendum menningarvitum boðið til íslands. Hún taldi að íslenska óp- eran ætti að sníða sér stakk eftir vexti og færa upp kammeróperur, þar sem frekar yrði lögð áhersla á listræn og vönduð vinnubrögð en að færa upp vinsæl verkefni. Þetta er að því leyti til villandi framsetn- ing, því í henni er fólgin sú stað- hæfing að forstöðumenn íslensku óperunnar hafi ekki haft til að bera nokkurn listrænan metnað og starf- ið verið byggt á ómerkilegu vin- sældastreði. Tosca er átjánda verkefni ís- lensku óperunnar á tíu ára starfs- ferli og menn geta velt því fyrir sér hver staðan væri ef Islenska óperan væri enn draumsýn. Það vill svo til, að á sviði lista hafa íslendingar ekki kunnað að sníða sér stakk eft- ir vexti og þar er saga Sinfóníu- hljómsveitar Islands eitt skýrasta dæmið. Reyndar er saga íslands eitt alsheijardæmi um óráðsíu for- sjónarinnar, furðuleg þversögn í samanburði við sögu annarra þjóða. Vonandi tekst okkur íslendingum að viðhalda þessari sérstöðu og vera í eilífri ósátt við þann stakk, sem aðrir vilja sníða okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.