Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989 Pálmi Jónsson alþingismaður; Halli fjárlaga lík- lega 5-7 milljarðar PÁLMI Jónsson alþingismaður, sem sæti á í fjárveitinganefind, segist álíta að þegar upp verði staðið verði hallinn á Qárlögum ársins 1990 líklega á bilinu 5—7 miHjarðar í stað tæplega 3 milljarða eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. og það er augljóst að bæði er það nokkuð hroðvirknislega unnið og jafnframt að áætlanir frumvarpsins standast ekki,“ sagði Pálmi. ,J>á er einnig óljóst hvemig farið verður með tekjuhlið frumvarpsins, en breytingar verða óhjákvæmilega við þessar vendingar á virðisauka- skattinum, og óljóst hvort ríkisstjóm- inni tekst að ná öðmm sköttum á móti því sem hún hefur gefið eftir í virðisaukaskattinum. Þá er ekki farið að sjást í nein fmmvörp sem varða þær breytingar sem boðaðar em í fmmvarpinu sjálfu. Til dæmis má nefna breytingar á lífeyrisgreiðslum, og verksviði framkvæmdasjóðs aldr- aðra.“ „Það em það mörg atriði í íjár- lagafmmvarpinu það óljós ennþá, að á þessari stundu er ekki hægt að segja hver endanleg niðurstaða þess verður, en mér kæmi ekki á óvart að það vantaði 5—6 milljarða inn í gjaldaliðina til þess að frumvarpið yrði raunhæft. Fmmvarpið er lagt fram með tæplega 3 milljarða halla Grindavík: HGslegið Landsbanka Morgunblaðið/Ámi Sæberg Skipulagsfundur á Borginni Hverfaskipulag gamla miðbæjarins var kynnt á almennum borgarafundi á Hótel Borg í gærkvöldi. Starfs- fólk borgarskipulagsins kynnti nýjar hugmyndir um það, sem betur mætti fara og íjallað var um um- ferðarmál, en þau ásamt útivistarsvæðum og bættri aðstöðu fyrir böm vom meðal helstu áhugamála þeirra sem tóku þátt í umræðunum að loknum framsöguerindum. Bentu menn á að mikið vantar á að nægilega mörg leiksvæði bama og unglinga sé að fínna í þessum borgarhluta og að skortur er á dagvist- arheimilum. Grindavík. HÚS OG aðrar eignir Hraðfrysti- húss Grindavíkur hf. á Ægisgötu 4 voru í gærdag slegnar Lands- bankanum fyrir 47 milljónir króna á uppboði sem Jón Ey- steinsson bæjarfógeti Grindavík- ur hélt í húsi HG. Grindavíkurbær bauð 45 milljónir og Óli Kr. Sigurðsson 46 milljónir áður en Jóhannes Johannessen bauð 47 milljónir fyrir hönd Landsbank- ans. Breytingar á eignarskattslögunum: Stóreignaskattur lækk- aður og tekjutengdur Hallgrímur Bogason skrifstofu- stjóri Landsbankans í Grindavík sagði í samtali við Morgunblaðið að bankinn hefði boðið í eignir HG til þess að tryggja bankann fyrir tapi en ljóst er að miklir hagsmun- ir em í húfi fyrir bankann. Hall- grímur sagði að ef fógeti staðfesti boð bankans lægi ekki annað fyrir en að selja eignimar aftur. Stjóm HG óskaði eftir að eignir fyrirtækisins yrðu teknar til gjald- þrotaskipta sl. mánudag en upp- boðinu var ekki frestað. Landsbankinn hefur á skömmum tíma eignast tvö af stærri fyrirtækj- unum í Grindavík, það er HG og fyrr í haust eignir Lagmetisiðjunn- ar. Hallgrímur sagði að Lands- bankinn væri ekki á leið í útgerð og það væri bankanum kappsmál að koma þessum eignum í verð ef tilboði bankans í þessar eignir verð- ur tekið. FÓ f FRUMVARPI um breytingar á tekju- og eignarsköttum, sem fjár- málaráðherra lagði fram á alþingi í gær, er gert ráð fyrir því að svonefndur stóreignaskattur lækki um helming og verði auk þess tekjutengdur. Fellur skatturinn niður við 850 þúsund króna árstekj- ur einstaklings. bréfa þannig að þau séu jafngild og spariskírteini ríkissjóðs hvað það varðar. Þá er gert ráð fyrir breyt- ingu á lögum um ríkisskattanefnd með það fyrir augum að flýta af- greiðslu máia þar. Á síðasta ári vom eignarskattar hækkaðir úr 0,95% í 1,2% og auk þess var tekið upp sérstakt eigna- skattþrep, 1,5%, sem lagðist þar ofan á, þegar skuldlausar eignir komust yfir ákveðið mark. Nú er lagt til að þetta þrep lækki í 0,75%, og byija einstaklingar að greiða 1,95% eignarskatt þegar skuld- lausar eignir ná 8,05 milljónum króna. Auk þess er gert ráð fyrir að stóreignaskattur byrji að lækka hjá einstaklingum sem hafa 140 þús- und krónur á mánuði í skattskyldar tekjur, eða 1,68 milljónir í árstekj- ur. Stóreignaskatturinn fellur niður við 70 þúsund króna mánaðarlaun eða 850 þúsund króna árstekjur. Þessar upphæðir tvöfaldast hjá hjónum. Tekjur hafa engin áhrif á annan eignarskatt, sem er 1,2% af skuld- lausri eign sem svarar til 2,875 milljóna og þar yfír. Auk þess er enn gert ráð fyrir að 0,25% eignar- skattsauki leggist á eignir umfram 4,275 milljónir. í frumvarpinu eru einnig gerðar breytingar á lögum um vaxtabætur vegna íbúðakaupa, sem sett voru í tengslum við húsbréfakerfið. Miða breytingamar að því að rýmka rétt þeirra einstaklinga sem hafa Iágar tekjur á kostnað tekjuhærri. Er það m.a. gert með því að setja þak á vaxtabæturnar 107 þúsund fyrir einstaklinga, 140 þúsund fyrir ein- stætt foreldri og 174 þúsund fyrir hjón. Kveðið er á um skattfrelsi hús- Viðræður BSRB og ríkisins um nýja kjarasamninga: Félög ríkisstarfsmanna óska eftir viðræðum Áframhald á viðræðum ASÍ, VSÍ og VMS „Maður situr langa og stranga fundi þegar menn eru tregir og hikandi. Hins vegar erum við hvorki treg né hikandi. Við vitum nákvæmlega hvað það er sem við viljum og í morgua komu saman formenn ríkisstarfsmannafélag- anna innan BSRB, sem eru með Sverrir Hermannsson í nýrri bók: Hlýt að játa að ég braut af mér gagnvart Geir „Áreiðanlega réð mestu um úrslit kosninganna í þingflokknum, að með þessari niðurstöðu var vissa fengin fyrir því í þingliði Sjálfstæðisflokksins, að þeir sextán sem vildu ráðherratign höfðu um fleiri sæti að keppa. Ég var einn í þeim hópi, og hlýt að játa að ég braut af mér gagnvart Geir í þeirri afstöðu." Þannig kemst Sverrir Hermannsson m.a. að orði í bókinni „Skýrt og skorinort, minningabrot Sverris Hermannssonar", eftir Indriða G. Þorsteins- son, sem Almenna bókafélagið hefiir gefíð út. Sverrir er þama að relq'a það, að sjálfstæðismenn áttu kost á að tilnefna forsætisráðherra þeg- ar þeir mynduðu ríkisstjóm með Framsóknarflokknum eftir kosn- ingamar 1983, gegn því að fram- sóknarmenn fengju jafn marga ráðherra, eða fimm hvor flokkur. Sverrir segir í bókinni að þing- flofekur sjálfstæðismanna hafí frekar tekið hinn kostinn, að fá sex ráðherra án forsætisráðherr- ans á móti ijórum ráðheirum framsóknarmanna og þar með hafnað Geir Hallgrímssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Sverrir segir að við þessa nið- urstöðu hafí Geir orðið fyrir einu stóráfallinu enn. Hefði þó mátt búast við að þingflokksmenn hefðu talið nóg að gert gegn honum, fyrst með aðförum Gunnars Thoroddsens og síðan í prófkjörinu þegar hann náði ekki öruggu sæti á framboðslista flokksins. í bókinni skýrir Sverrir einnig m.a. frá því, að forseti íslands hafi verið algerlega andvígur framvarpi hans um að ríkið gæfi Reykjavíkurborg Viðey í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Sverrir segir í bókinni: „Þegar ég hafði lagt framvarpið fram í ríkisstjóm kallaði forsetinn á mig, eitt sinn þegar ég var að fara á ríkisstjómarfund og sagði, að undir slíkt frumvarp eins og þessa gjöf muni hún skrifa grát- andi. Hún væri algjörlega andvíg þessari aðferð minni og alveg út í hött að vera að hlaða undir Davíð Oddsson með þessum hætti. Ég sagðist myndu skýra ríkisstjóminni frá afstöðu henn- ar, en ríkisstjómin gerði ekkert með hana, þótt ég skýrði jafn- framt frá því að forsetanum væri mikið niðri fyrir. Ég fór svo til hennar aftur og sagði að stjómin tæki ekkert tillit til óska hennar. Þá skrifaði hún upp á framvarpið.“ lausa samninga firá því um mán- aðamót, og þar var ákveðið að aðildarfélögin gengu núna hvert um sig að samningaborðinu á grundvelli þeirra könnunarvið- ræðna sem við höfum átt í,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja aðspurður um niðurstöðu fúndar forsvarsmanna BSRB með Qármálaráðherra í fyrra- kvöld um skammtímasamninga. Hann sagðist halda að það væri öllum ljóst og ríkinu líka að það yrði ekfei undan því vikist að sam- ræma kjör innan launakerfísins bæði vegna misræmis sem þar hefði skapast milli hópa og vegna óupp- gerðra hluta í tengslum við lögin um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga. BSRB hefði viljað setja ákveðnar tímaskorður á þessa leið- réttingavinnu og semja til 2-3 mán- aða, en ríkið hefði ekki reynst fáan- legt til þess. „Hins vegar er alveg ljóst að kaupmáttur almenns launafólks er nú orðinn svo lélegur og fer svo ört hrakandi að það má engan tíma missa. Nú þurfa menn að gera kjarasamning þar sem tekið er kaupmættinum og hann tryggður,“ sagði Ögmundur ennfremur. Áframhald var á fundarhöldum Alþýðusambands íslands, Vinnu- veitendasambands fslands og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna í gær og hefur annar fund- ur verið boðaður í dag, en samning- ar félaga innan Alþýðusambandsins verða lausir um áramótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.