Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 37
MOfiGVNBLAÐIÐ roLM'fUDAGUR 7. DESEMBER 1989
37
Leiðtogakjör breska íhaldsflokksins:
Thatcher vöruð við afleiðing-
um eingrunar og ósveigjanleika
Lundúnum. The Daily Telegraph, Reuter.
STUÐNINGSMENN Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, túlka niðurstöður leiðtogakjörs íhaldsflokksins á þriðjudag
sem afdráttarlausan stuðning við stefinu hennar. Fréttaskýrendur
virðast þó margir hveijir telja að líta beri á úrslitin sem viðvör-
un; Thatcher hafi verið gefinn ákveðinn frestur til að breyta
stjórnarháttum sínum og stefhumálum, einkum varðandi samstarf-
ið innan Evrópubandalagsins, ætli hún sér að leiða flokkinn í
næstu þingkosningum.
314 þingmenn greiddu Thatch-
er atkvæði sitt en Sir Anthony
Meyer hlaut 33 atkvæði. 27 þing-
menn voru ýmist fjarverandi eða
greiddu ekki atkvæði og er litið
svo á að 60 þingmenn hafi með
þessu móti lýst yfir óánægju sinni
með störf forsætisráðherrans.
Dagblöð á Bretlandi fjölluðu í
gær um úrslit leiðtogakjörsins og
var umfjöllun þeirra að vanda
nokkuð lituð af pólitískri sannfær-
ingu leiðarahöfunda. Athygli
vakti að The Daily Telegraph, sem
jafnan styður málstað og stefnu
íhaldsflokksins, sagði að ekki
væri fyllilega unnt að sætta sig
við úrslitin og að óhjákvæmilegt
væri að staða forsætisráðherrans
yrði áfram rædd í Bretlandi.
Óháðu dagblöðin, The Independ-
ent og Financial Times sögðu að
Thatcher gæti ekki túlkað niður-
stöðuna á þann veg að þingmenn
íhaldsflokksins væru fyllilega
sáttir við störf hennar í þau 14
ár sem hún hefði verið leiðtogi
flokksins. Fyrrnefnda blaðið sagði
að Thatcher hefði fengið umboð
til að halda áfram en afdráttar-
laus hefði stuðningsyfirlýsingin
ekki verið. Framboð Sir Anthonys
Meyers hefði skaðað Thatcher en
sá skaði kynni að reynast lítill
samanborinn við þann sem hún
myndi valda bæði sjálfri sér og
þjóðinni breytti hún ekki stefnu
sinni á vettvangi utanríkismála.'
Margir óttast að Bretar einangrist
innan Evrópu vegna andstöðu
Thatcher við ýmsar þær breyting-
ar sem taldar eru óhjákvæmilegar
vegna hins innri markaðar Evr-
ópubandalagsríkjanna árið 1992.
Var þetta raunar ein helsta mál-
efnaástæðan fyrir því að Sir Ant-
hony ákvað að bjóða sig fram
gegn henni þótt vitað væri að
hann ætti enga möguleika en að
auki hefur Thatcher verið gagn-
rýnd fyrir einræðislega stjómar-
hætti.
Sjálf kvaðst Thatcher fagna
niðurstöðunni og sagði ljóst að
yfirgnæfandi meirihluti þing-
manna styddi hana. Kenneth Bak-
er, formaður flokksins, sagði úr-
slit atkvæðagreiðslunnar sýna að
íhaldsmenn vildu að Thatcher yrði
leiðtogi flokksins í næstu þing-
kosningum en kjörtímabil forsæt-
isráðherrans rennur út 1992.
Reuter
Möguleikar Míkhaíls Gorbatsjovs:
Talinn hafa lítinn skiln-
ing á efhahagsmálum
Kohl vottar Herrhausen
virðingu sína
Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, vottar Alfred Herrhausen virð-
ingu sína við minningarathöfn sem haldin var í dómkirkjunni í Frankfurt
í gær. Herrhausen var myrtur í síðustu viku og hafa hermdarverkasamtök-
in Rauðu herdeildirnar skrifað vestur-þýskum fréttastofum bréf, þar sem
lýst er yfir að þau beri ábyrgð á morðinu. Lögreglan leitar nú tíu manna
sem grunaðir em um að vera félagar í samtökunum.
Evrópuþingið:
Ummælum Banda-
ríkjaforseta fagnað
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
LEIÐTOGI íhaldsmanna á þingi Evrópubandalagsins (EB) í Strass-
borg, Christopher Prout, sagði í gær að ummæli George Bush
forseta Bandaríkjanna um nauðsyn nánari tengsla aðildarríkja
EB ættu að vera trygging fyrir því að aðild Breta að EB hefði
engin áhrif á góð samskipti Bretlands og Bandaríkjanna.
Prout sagði að það væri ljóst í höfuðstöðvum Atlantshafs-
Brussel. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti og fleiri vestrænir leiðtogar eru
þeirra skoðunar að Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hafi lítinn
skilning á efiiahagsmálum og Bush sagði á leiðtogafundi ríkja Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) á mánudag að Gorbatsjov botnaði „ekkert
í vestrænni hagfræði." Efast menn um að hann sé fær um að endur-
reisa efiiahag landsins úr rústum, að sögn stjórnarerindreka frá
NATO-ríkjum.
Brian Mulroney, forsætisráðherra
Kanada, var ekkert að skafa utan
af því er hann lýsti áliti sínu á efna-
hag Sovétríkjanna en Mulroney hitti
Gorbatsjov í Moskvu í síðasta mán-
uði. „Efnahagurinn er í svo hroða-
legum ólestri að jafnvel þótt ríkis-
sjóðir allra þeirra ríkja sem hér eiga
fulltrúa legðu saman kraftana til að
bæta úr dygði það ekki til,“ sagði
forsætisráðherrann. Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði erfiðleika Sovétmanna
gífurlega og þeir hefðu engan skiln-
in á tengslunum milli kostnaðar og
verðs. Stjórnarerindrekar segja ótt-
ann við efnahagslegt hrun í Sov-
étríkjunum áberandi hjá vestrænum
leiðtogum þótt þeir láti annars í
veðri vaka mikla ánægju með það
sem áunnist hefur í tíð Gorbatsjovs.
Sumir þeirra telji hættu á blóðugum
óeirðum komi til algers hruns.
Þar sem rúblan er ekki gjaldgeng
í alþjóðaviðskiptum skortir Sovét-
menn mjög erlendan gjaldeyri.
Starfsaðferðir í iðnverum eru langt
á eftir tímanum, sama er að segja
um vörugæði og það er stöðugur
skortur á ýmsum lífsnauðsynjum.
Enn þá er einkaframtaki ekki leyft
að spreyta sig svo nokkru nemi.
„Eitt mesta vandamál Gorbatsjovs
er að hann getur ekki uppfyllt þær
vonir sem bylting hans gaf fólki,"
sagði Mulroney á blaðamannafundi
á mánudag.
að góð tengsl við Bandaríkin
byggðu á því að Bretar tækju í
framtíðinni að fullu þátt í þróun-
inni innan EB.
ERLENT
bandalagsins í Brussel á mánudag
lagði Bush áherslu á hlutverk
Evrópubandalagsins í auknum
samskiptum Vestur-Evrópuríkja
við Austur-Evrópu og hvatti til
þess að þróuninni innan EB yrði
hraðað. Prout sagði að nánari
samvinna innan EB þyrfti engan
veginn að þýða aukna miðstýr-
ingu. Hann sagði að gott sam-
komulag væri um að EB beitti sér
í þeim málum sem betur væru
komin á þeim vettvangi. Eftir sem
áður yrðu flest mál á snærum
ríkisstjórna aðildarríkja.
Morgunblaðið/Bæjarpósturinn, Dalvík
Rækju landað úr togaranum Ishav á Dalvík 28. október sl.
Noregur:
14 mönnum bjargað
af brennandi togara
FJÓRTÁN sjómönnum af norska rækjutogaranum Ishav var bjargað
um borð í þyrlu norska hersins í gærmorgun. Eldur kviknaði í togaran-
um og urðu skipverjar að yfirgefa hann og fara í björgunarbáta.
Heimahöfn Ishavs er í bænum
Öksnes í Nordland i Norður-Noregi.
Hafði hann verið að rækjuveiðum á
Atlantshafi. Hann hefur iðulega
komið til hafnar hér á landi. Var
hann á heimleið á Noregshafi þegar
eldur kviknaði um borð og staddur
100 sjómílur á hafi úti.
Hið versta veður var á miðunum
þegar atvikið áttí sér stað og svarta-
myrkur. Gekk björgun áhafnarinnar
vel þótt björgunarbáturinn velktist
um á úfnu hafinu. Það var herflug-
vél sem varð logandi bátsins vör er
hún var á flugi yfir Atlantshafi.
Talsmaður norsku strandgæslunnar
sagði að áhöfnina hefði ekki sakað.
Samkvæmt upplýsingum blaða-
manna á Lofotposten í Norður-
Noregi var togarinn á reki 90 sjómíl-
ur frá landi í gærkvöldi. Fyrirhugað
var að reyna að koma taug um borð
í hann og draga hann til hafnar en
veður var enn mjög slæmt á þeim
slóðum þar sem hann er á reki.
Ishav var gamall enskur síðutog-
ari, smíðaður 1947 í Middlesboro-
ugh. Hann var 48 metra langur og
426 tonn.
Vestur-þýski flugkappinn Mathias Rust:
15 ára fangelsi fyrir
tilraun til manndráps?
MATHIAS Rust, flugkappinn ungi sem lenti flugvél sinni á Rauða
torginu í Moskvu í maimánuði árið 1987, situr nú í varðhaldi og
á yfir höfði sér 15 ára vist innan fangelsismúra. Rust stakk unga
hjúkrunarkonu með hnífi þann 23. nóvember síðastliðinn er hún
varðist ástleitni hans en þau störfuðu bæði við sjúkrahús í Rissen
skammt frá Hamborg í Vestur-Þýskalandi.
Þær upplýsingar fengust í
Hamborg í gær að Rust, sem er
21 árs, hefði játað á sig verknað-
inn. Læknum tókst að bjarga lífi
Stephanie Walura, sem var að
hefja nám í hjúkrunarfræði ög er
hún nú á batavegi. Verði Rust
fundinn sekur um tilraun til
manndráps á hann yfir höfði sér
15 ára fangelsisdóm’. Hann hafði
starfað á sj’ukrahúsinu frá 4.
september og átti sú vinna að
vera framlag hans til þjóðfélags-
ins en hann neitaði að gegna her-
þjónustu.
Samstarfsmenn Rust segja að
hann hafi hrifist mjög af hinni
18 ára gömlu Stephanie Walura
er hún tók til starfa á sjúkrahús-
inu en hún hafði þá nýhafið nám
í hjúkrunarfræðum. Harmleikur-
inn átti sér stað þann 23. nóvemb-
er er Rust króaði stúlkuna af í
búningsherbergi einu og tjáði
benni að hann elskaði hana. Er
stúlkan varðist ástleitni hans
greip hann hníf og stakk hana
tvívegis í kviðinn. Hnífinn faldi
hann innan klæða og því næst
hljóp hann út úr húsinu að Merce-
des Benz-bifreið sinni sem hann
keypti fyrir þau ríflegu höfundar-
laun er hann þáði fyrir að segja
vestur-þýskum blaðamönnum
söguna af ævintýralegu flugi sínu
til Moskvu og vistinni í Levf-
ortovo-fangelsi þar í borg. Þótt
stúlkan væri helsærð tókst henni
að skríða fram á ganginn og hrópa
á hjálp. Gekkst hún þegar undir
aðgerð og tókst læknum með
naumindum að bjarga lífi hennar.
Rust ók á ofsahraða til Klö-
vensteener-skógar en þar í Bir-
kenhof geymir hann hest sinn „La
Bamba“ sem kunnugir segja að
hann hafi tekið miklu ástfóstri
við. Síðar ók hann að veitinga-
húsi einu þar skammt 'frá og
hringdi í lögregluna. Átta lög-
Mathias Rust efitir að lögreglu-
menn höfðu handtekið hann
skammt frá Hamborg.
reglumenn umkringdu staðinn en
Rust kom gangandi út með árás-
arvopnið í hönd sér.
Mathias Rust sagði eftir að
hann var handtekinn að hann
hygðist boða blaðamenn til fundar
við sig til að skýra mál sitt en
yfirvöld í Hamborg hafa tekið
fyrir slík fundahöld. Enn er ekki
vitað hvenær mál hans verður
tekið fyrir.
I