Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989
53
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/ólafur Ormsson:
„Tvo í síma og fjóra á fæti“
Á þessum alvörutímum þegar
nánast er undantekning að sjá
fólk brosa og efnahagsmálin ein-
kenna alla opinbera umræðu og
fjölmiðlar eru sífellt að staglast á
efnahagsvandanum sem sjálfsagt
er ekki lítill hjá þjóð sem eyðir
langt um efni fram og þekkir
ekki sparnað nema af afspum,
þá er það aldrei svo að ekki séu
til menn sem blása í herlúðra og
segja bölsýninni og hinu neikvæða
nöldri stríði á hendur.
Jafnaldri minn, maður kominn
á fimmtugsaldurinn, er aldrei
harðari af sér en einmitt núna
þegar fólk kvartar sem mest, og
er komið að því að gefast upp og
sér enga aðra leið út úr oft á tíðum
eigin sjálfskaparvíti en að flýja
til Svíþjóðar, þar sem sagt er að
fólk lifí í eilífri sælu undir vemdar-
væng sænsku sósíaldemó-
kratanna, sem er auðvitað mikill
misskilningur. Kunningi minn er
með fyrirtæki í miðborg
Reykjavíkur, umfangsmikið fyrir-
tæki, við getum sagt að hann sé
í innflutningi og útflutningi, þó
ef til vill sé starfsemin skyldari
öðmm atvinnurekstri og blóm-
legrí. Hann vinnur þetta tólf til
fjórtán tíma á sólarhring, alla
daga vikunnar og stundum einnig
um helgar, fjölskyldumaður sem
fær mat að heiman og sér konu
og böm varla nema árla morguns
þegar kominn er nýr dagur og
baráttan fyrir hinu daglega brauði
byijar að nýju.
Fyrir aðeins örfáum ámm, tæp-
um áratug eða svo, stefndi hann
á tindinn í athafnalífinu, nýút-
skrifaður frá helstu menntastofn-
un þjóðarinnar, var í hópi þeirra
sem dreymdi stóra drauma um
auð og frama. Fjárfesti í ýmsum
fyrirtækjum, var heppinn, lán sem
hann tók bmnnu upp í óðaverð-
bólgu þeirra ára og hann ók um
miðborgina í glæsivagni sem alls
staðar vakti verðskuldaða athygli.
Skömmu síðar hrundi veldi kunn-
ingja míns til gmnna, nánast eins
og hendi væri veifað. Ýmislegt
sem átti að skila umtalsverðum
gróða gaf varla af sér krónu og
brátt fylltist gangurinn í einbýlis-
húsinu hans af gluggapósti í öllum
regnbogans litum. Þá seldi hann
glæisvagninn, einbýlishúsið og að
lokum sumarbústaðinn sem stóð
í kjarrivöxnum hlíðum einhvers
staðar á landsbyggðinni. Stór
hluti lögmannafélagsins, einir
tuttugu og fímm, vom með hann
efst á blaði og sátu um hann eins
og hópur ránfugla um gimilegt
æti. Það hrönnuðust upp stefnur,
blöðin fluttu í hverri viku tilkynn-
ingar frá borgarfógetaembættinu
um nauðungamppboð á eignum
kunningja míns. Og einmitt þegar
búið var að afskrifa hann skrapp
hann til Ítalíu með fjölskyldu sína
og dvaldi þar í um mánaðartíma.
— Fór þangað til að safna
kröftum, hugsa sitt ráð. Vildi fá
frið frá þessum ofsóknum hér
heima. Auðvitað vom þetta ekkert
annað en ofsóknir. Víst var ég
skuldum vafinn og flest af því var
mér að kenna, vitlaus fjárfesting,
kolvitlausar áætlanir, skýjaborgir.
Ég lærði mína lexíu. Um leið og
ég gat ekki lengur borgað skuldir
fékk ég engan frið. Þeir vildu ná
af mér aleigunni þegar í stað,
jafnvel diska og hnífapör í eldhúsi
og skóáburð. Þeir vom ekki til
viðtals um neinn greiðslufrest,
sagði kunningi minn þegar við
ræddum málin um daginn.
Mitt í öllu þessu efnahagslega
öngþveiti, þegar hann var skuld-
um vafinn og missti svo að lokum
flest í hendur lögfræðinga og
dómstóla, þá hélt hann samt alltaf
sinni reisn. Alltaf í klæðskera-
saumuðum fötum og eins og
klipptur út úr tískublaði. Hann
var talinn gjaldþrota. Var um tíma
innanbúðar í fískbúð hér í borg-
inni. Og eitt árið fékk hann svo
einn hæsta happdrættisvinning
sem um getur í happdrætti hér á
landi. Hann lærði það ungur í
foreldrahúsum að gefast aldrei
upp; standa á eigin fótum og herð-
ast við hveija raun.
Hann gat gert upp við alla
helstu skuldunauta og samið um
greiðslufrest við aðra. Hann hætti
í fískbúðinni, fór af stað með eig-
in atvinnurekstur á ný og þá emm
við komin að upphafi þessarar
greinar.
Ég leit inn á skrifstofu hans í
miðborginni í miðri viku nú í októ-
bermánuði. Hann er reynslunni
ríkari. Sagði að það væri svo sem
í lagi að ég segði sögu hans ef
það mætti verða ungum ofur-
hugum í viðskiptalífinu lærdómur
á þessum síðustu og verstu tímum
eins og hann orðaði það.
Hann var í símanum þegar ég
kom. Brosti út undir eym, gerði
að gamni sínu, bjartsýnn á lífið
og tilvemna. Allt í kring umferð,
bílar á ferð um nærliggjandi göt-
ur. Það var daginn sem Alþingi
íslendinga kom saman að loknu
löngu sumarleyfi þingmanna. Að
Alþingishúsinu óku bílar erlendra
sendiráða og löreglan stóð í allt
i kring um Dómkirkjuna og al-
þingishúsið og stjómaði umferð
bifreiða og gangandi vegfaranda.
Úr glugga sá ég hvar Jón Sigur-
björnsson, leikari, kom gangandi
uppáklæddur og svipaði að mörgu
leyti til þeirrar persónu sem hann
leikur í kvikmyndinni Magnúsi.
Jón var svolítið þungur á svipinn,
líkt og hann hefði átt í einhveijum
útistöðum við verði laganna og
væri á leið út á Austurvöll að vitja
um hestinn sem var félagi hans
og vinur í kvikmynd Þráins Bert-
elssonar.
Kunningi minn var allt í einu
hættur að tala í símann, nokkrir
menn biðu viðtals á skrifstofunni.
Hann brosti, ekki lengur neitt
basl, komnir nýir tímar, stór við-
skipti í vændum, kvað mikið að
gera þrátt fyrir kreppuhljóðið í
mönnum. Hann er að nýju ekki
langt frá tindinum, með nýja vöru,
nýjar áætlanir og handan götunn-
ar ný framtíð, þar sem sér til allra
átta. Hann er athafnamaður af
lífí og sál. Einn af þeim sem þrátt
fyrir allt gera það mögulegt að
lifa í þessu landi.
— Ég er hér á skrifstofunni
með tvo menn í síma og fjóra á
fæti, sagði hann, þegar ég spurði
hvemig hann færi að því að af-
greiða fjölda manna samtímis.
— Um fram allt er það bjart-
sýni, þor og kjarkur sem skiptir
máli. Að gefast aldrei upp, þótt
einhveijir erfiðleikar geri vart við
sig um tíma. Það má alltaf fá
annað skip og annað fömneyti,
sagði hann og enn hringdi
síminn...
__________Brids____________
ArnórRagnarsson
Sigoirður og Valur öruggir
sigurvegarar í
Rvikurmótinu
Úrslit Reykjavíkurmótsins í tvímenn-
ingi réðust um sl. helgi. Þar sannaðist
að máltækið „fall er fararheill“ getur
oft átt vel við, því sigurvegaramir
fengu stóran skell í 1. umferð eða -f-37
stig og skorti einungis 7 stig til að
þeir fengju algjört 0 út úr setunni. Sig-
urvegararnir, þeir Sigurður Vilhjálms-
son og Valur Sigurðsson, klifruðu þó
hratt aftur upp töfluna og höfðu fyrir
síðustu umferð nánast tiyggt sér sigur-
inn eftir harða og jafna baráttu við
Ólaf og Hermann Lárussyni annarsveg-
ar og Karl Sigurhjartarson og Sævar
Þorbjömsson hinsvegar. Þessi þrjú pör
vom þau einu sem náðu að skora yfir
100 stig. Röð efstu para varð eftirfar-
andi:
Sigurður Vilhj álmsson - Valur Sigurðsson 145
ÓlafurLárusson-HermannLárusson 123
Sævar Þorbjömsson - Karl Sigurhjartarson 106
GuðlaugurR.Jóhannsson-ÖmAmþórsson 99
Ásmundur Pálsson - Guðmundur Pétursson 66
Bjöm Eysteinss. - Guðmundur Sv. Hermannss. 26
HrólfurHjaltason-ÁsgeirÁsbjömsson 24
AðalsteinnJörgensen-MatthíasÞorvaldsson 24
RagnarMagnússon-RúnarMagnússon 22
Með sigrinum tryggðu Sigurður og
Valur sér rétt til þátttöku í úrslitum
íslandsmóts í tvímenningi, samkvæmt
breyttum reglum sem samþykktar vom
á síðasta þingi Bridssambands íslands.
Þessi breyting hefur það í for með sér
að tvímenningsmeistarar á hveiju
svæði öðlast rétt til að spila í úrslitum
íslandsmóts í tvímenningi. Mótið fór í
alla staði mjög vel fram undir keppnis-
stjóm Agnars Jörgensonar.
Bóksala Bridssambandsins
Bridssambandi íslands hefur borist
bóksending og kennir þar margra
grasa, m.a. bækur eftir heimsþekkta
höfunda á borð við H.W. Kelsey, Ter-
ence Reese og Fred L. Karpin. Þessar
bækur em til sölu í Sigtúni 9 og sé
þess óskað er unnt að fá þær sendar
í póstkröfu hvert á land sem er. Síma-
númer Bridssambandsins er 91-689360
og er skrifstofa sambandsins opin frá
kl. 13.00-17.00 alla virka daga. Hér á
eftir er listi yfir helstu titlana sem liú
er unnt að fá keyptæ
Howtoimproveyourbridge H.W.Kelsey
Improveyourpartneredefence H.W.Kelsey
AdvancedPlayatBridge H.W. Kelsey
Slam Bidding H.W. Kelsey
KillingDefenceatBridge H.W.Kelsey
Strip-Squeezes H.W. Kelsey
Double-Squeezes H.W. Kelsey
Adyentures in Card Play H.W. Kelsey/Geza Ottik
TheToughGame H.W.Kelsey
Bridgc Tricks of the Trade
TereneéReese/David Bird
Master Play in Contract Bridge TerenceReese
BridgeStrategyatTrickOne FredLKarpin
DefenceinDepth ýartin Hoffman
BridgealaCarte Victor Mollo
FindtheMistakes EricJannereten
Endplay in Bridge George Coffm
The offícial encyclopedia of Bridge, íjórða útgáfa.
Rifrvélar
í úrvali
Verð frá kr. 17.900,-stgr.
EinarJ. Skúlasonhf.
Grensásvegi 10, sími 686933
NILFISK
j'JÍJ jjJáíJ jJjlIUjjJ
\\l
J1
rt
yfefy. _
Mótor með 2000 tíma holaendingu
Kónísk slanga
10 lítra pappirspoki
Þreföldryksíun
Nilfiskernúmednýrri ennbetri
útblósturssiu "Mikro-Static-Filter".
Hreinni útblóstur en áöur
hefurpekkst.
/rOniX
HATUNI 6A SIMI (91J24420
Herraúr rneð 6!,
demantur á kl. 12.
Gullplett. Hertgler.
Dömuúr með gult-
húðaðri keðju. Vatns-
þétt og með hertu gleri.
Verðkr. 8.251.
Verðkr. 11.140.-*)
PIERPONT
ORIENT
Sportlegt herraúr með
tunglkomu, vitudegi
og dagatali. Vatnsþétt
með hertu gleri.
Dömuúr meðfesti,
gullplett, fytir
‘ vandlátar konur.
Dömuúr með leðuról.
Sérstak/ega þunnt úr.
l Fjölbreyttir skífulitir.
Verðkr. 12.917.-*)
Verðkr. 10.700.-*)
Verð kr. 9.980.-*)
*) Uppgeftð verð innflytjanda
ORIENT
PIERPONT
ORIENT
OTT ÚR ER GÓÐ GJÖF
---------Lá■c;‘Hl lt(j - 1 ( il :,ií:'hhT Itl-" ■> f.-i i
-1L::L'1.L.....ILJL
sS
P.s. Úr eru toll- og vörugjaldsfriáls á íslandi.
i•> ..A m .r n .................tj. - :■ _■
J