Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989 Og enn aftur um Fæðingarheimilið „Allir hugsa um sig, - það er bara ég sem hugsa um mig!“ eftir Guðjón Guðnason Örfáar leiðréttingar vegna greinar Árna Ingólfssonar læknis í Mbl. 5. þ.m. 1. Það hefur aldrei verið vilji forráðamanna Borgarspítalans að selja eða leigja einum né neinum FHR, þvert á móti er núna mikill áhugi fyrir því að efla vöxt þess og veg, m.a. með aukinni sam- vinnu við lækna og ljósmæður Kvennadeildar Landspítalans. Sú aukna samvinna á að leiða til þess að fæðingum fækkar til muna á Landspítalanum, en fjölgar því sem nemur á FHR. Það pláss sem við höfum núna nægir engan veg- inn til þess að svo verði, auk þess sem núverandi rekstrareining er mjög óhagkvæm. Þetta veit Á.I. og eins að Kvennadeildin annar ekki með góðu móti fleiri en 2.500 fæðingar á ári. Eins hefur það áreiðanlega ekki farið fram hjá neinum sem vinna okkar starf að fæðingar eru á uppleið. Þessvegna „halda þess- ar nýju stormsveitir (kvenna) þvi fram að þörfin fyrir aukinn rúma- fjölda fyrir fæðandi konur sé mik- ill“, svo að notuð séu orð Á.I. Það má géta þess að það voru formæð- ur þessara „stormsveitarkvenna", sem árið 1915 stofnuðu Hjúkruna- rfélagið Likn og stóðu áratugum saman oftast óstuddar að heilsu- verndarmálum hér í borg, m.a. að bama- og mæðravernd. Þær sömu stóðu síðan fremstar í flokki þegar barist var fyrir byggingu Lands- pítalans, sennilega dætur þeirra fyrir byggingu Fæðingadeildar- innar og seinna fyrir stofnun FHR og loks fjölmenntu þær, þessar „stormsveitir“, á palla Alþingis þegar nýbygging Kvennadeildar var á döfinni. Hlutur kvenna hefur verið mjög stór í þessum málum — minnumst þess. 2. Legutími á FHR er núna 5—7 dagar, á Kvennadeildinni heffur komið fyrir að konur eru útskrifaðar á 3.-4. degi eftir fæð- ingu, en eingöngu vegna plássleys- is. Við Á.I. höfum báðir sama læriföður í fæðingarfræðum, Pét- ur H.J. Jakobsson. Hann sagði okkur læknastúdentum fyrir 40 árum að konum veitti ekkert af Guðjón Guðnason „Eigum við ekki að standa öll saman að bættri mæðravernd, því að ég er á þeirri skoð- un, að hún skipti mestu máli, þegar upp er stað- ið“ viku sængurlegu, vegna þess að þetta væri vísast eina fríið sem þær fengju. Þó vora þá meiri möguleikar fyrir konur að fá heim- ilishjálp og aðstoð bæjarljós- mæðra, sem ekki er fyrir hendi i dag. Að mínu áliti hafa forsendur fyrir styttri sængurlegu ekki breyst til batnaðar nema síður sé. Það væri ekkert m ál að útskrifa sængurkonur á 2.-3. degi ef til væri fagfólk sem tæki að sér heimahjúkrun fyrst eftir heim- komu, eins og tíðkast í nágranna- löndum og Á.I. vitnar reyndar til. Þetta mál verðum við að leysa áður en við sendum konur okkar heim snemma eftir fæðingu. 3. Á.I. nefnir í grein sinni nýja fæðingarstofnun, heimilislega, reyndar hluta af háskóladeild (Södersjukhuset). Þar mega kon- ur fara heim eftir 1—2 sólar- hringa, en þær sem óska eftir því að vera lengur, eru fluttar á sæng- urkvennagang sjúkrahússins. Svíarnir hafa líka ljósmæður til að fara heim til kvennanna, en getum við boðið upp á slíka þjón- ustu? 4. Að lokum og sennilega orð- inn alltof langorður. í sömu andrá og ræt er um álagspunkta á fæð- ingarstofnunum, les ég eftirfar- andi: „Það liggur í hlutarins eðli að ekki er alltaf hægt að tryggja jafn góða fæðingarþjónustu alla daga ársins.. . Einnig mun vera viðurkennt að allur viðurbúnaður er ekki eins öruggur að nóttu til og að lokum koma fæðingartoppar sem gera eftirlitið erfitt(!)“ Er það ekki einmitt betri og öruggari fæðingarhjálp sem við tryggjum frekar með því að hafa opið á 2 fæðingarstofnunum í borginni og gefa um leið konum kost á þeirri fæðingarhjálp, sem þær kjósa. Eigum við ekki að standa öll sam- an að bættri mæðravemd, því ég er á þeirri skoðun, að hún skipti mestu máli, þegar upp er staðið og árangur metinn i starfi okkar sem fæðingarlæknar. Fyrir alla muni bijótum staðn- aða kerfismúra (sbr. niðurlag greinar A.I.), en lofið okkur sem höfum verið eingöngu að vinna við mæðravemd og ásamt okkar ágætu ljósmæðrum að taka á móti bömum þessarar borgar, að vinna áfram í friði. Ég gæti líka vel hugsað mér margt skemmti- legra að gera en að standa í svona skrifum til góðs vinar, sem ég met mikils. En fyrst ég á annað borð er að skrifa í Moggann, vil ég nota tækifærið og óska öllum að- standendum þessa máls, hverjar sem skoðanir þeirra em, gleðilegra jóla og árs og friðar. Höfundur er yfírlæknir á Fæðingnrheimili Reykjavíkur. 8>.S>0RGR(MSS0N &C0 Ármúla 29, Reykjavik, sími 38640 FLAUELSMJUK BIRTA FRÁ ÚRVALIÍTALSKRA LJÓSA Sérverslun meö llstræna húsmuni Borgartúni 29 Simi 20640 . mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.