Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 57
tMflRgl/jfl3LAÐjÐ fáílegar vörur frá fallegri verslun fyrir falleg heimili Álfabakka 14 • Mjódd • sími 76622 Templarasundi 3 • simi 19935 SKÚTUVOGI16 SÍMI 687700 Ætla menn aldrei að sættast? efitir Guðmund Jóhannsson Átök tveggja fylkinga á nýliðn- um aðalfundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, vekja upp þá spurn- ingu, hvort ungir sjálfstæðismenn ætli aldrei að sættast. Verður óein- ingin viðvarandi eða munu menn taka höndum saman í þeirri bar- áttu, sem framundan er? Þannig spyija margir þessa dagana og ég get ekki orða bundizt vegna þessa máls. Allt frá því að þeir ágætu menn, Árni Sigfússon og Sigurbjörn Magnússon, leiddu saman hesta sína í kjöri til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna haustið 1987, hafa þær tvær fylkingar, er þá mynduðust, sífellt átt í eijum sín á milli og enn sér ekki fyrir endann á þeim deilum. _Um hvað er svo verið að deila? í raun og veru ekkert sem máli skiptir. Eng- inn raunverulegur málefnaágrein- ingur er milli þessara fylkinga, heldur er það persónuleg úlfúð, sem mestu hefur valdið og dregið ungt sjálfstæðisfólk í dilka. Átökin í Heimdalli Eftir SUS-þingið ‘ 1987 hafa átökin einkum speglast í form- annskosningum í Heimdalli í fyrra og í ár. í bæði skiptin voru átökin heiftúðleg. Fylkingamar smöluðu saman liði, jafnt flokksmanna sem annarra, til að kjósa sinn mann og því fylgdi tilheyrandi baktal og rógur um mótaðilann. Ég átti bágt með að trúa eigin augum á nýliðnum aðalfundi. Þangað hrúgaðist fólk, sem sumt hvert þekkti nær ekkert til fram- bjóðendanna og það þurfti ekki að sýna nein skilríki eða sýna fram á að það væri sjálfstæðisfólk, til að fá að kjósa. Þegar kosningar í félagi fara fram með þessum hætti er eitthvað meira en lítið að. Skrípaleikur sögðu fjölmargir fundarmenn hver við annan, skrípaleikur sögðu fulltrúar fylk- inganna beggja og skrípaleikur segi ég. Svona uppákomur eru til van- sæmdar og sjást vonandi ekki oft- ar meðal ungra sjálfstæðismanna. Réttast væri að einungis þeir fé- lagsmenn í Heimdalli, sem greitt hafa árgjald liðins starfsárs, fái að kjósa á aðalfundi. Einnig ætti síðasti frestur til að skrá sig í fé- lagið til að öðlast kosningarétt á aðalfund að vera mánuði fyrir fundinn. En það er ekki nóg að breyta fyrirkomulagi kosninga í ákveðnu félagi. Hugarfarið þarf að breyt- ast. Ég hef starfað mikið með fólki úr báðum fylkingum og eignast „Deilurnar fara að minna óhugnanlega á átökin innan Alþýðu- bandalagsins en það er sú stjórnmálahreyfíng, sem ungt sjálfstæðis- fólk hefiir hvað sízt vilj- að hafa að fyrirmynd hingað til.“ marga góða vini í þeirra hópi. Þess vegna finnst mér þáð hryggi- legt að heyra menn sífellt vera að agnúast út í samherja sína, nánast fyrir það eitt, hvað þeir kusu á SUS-þingi fyrir tveimur árum. Hver verður fi*amtíðin? Óeiningin er ekki sízt alvarleg fyrir þær sakir, að eftir nokkur ár verða þeir ungu menn, sem eiga svo erfitt með að umgangast hver annan, burðarásinn í Sjálfstæðis- flokknum. Ósættið meðal ungs sjálfstæðisfólks er því að mínum dómi mesta ógnunin, sem flokkur- inn glímir við nú. Takist mönnum ekki að sættast nú, kann það að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í framtíðinni. Deilurnar fara að minna óhugn- anlega á átökin innan Alþýðu- bandalagsins en það er sú stjórn- málahreyfing, sem ungt sjálfstæð- isfólk hefur hvað sízt viljað hafa að fyrirmynd hingað til. Auk þess verður Sjálfstæðis- flokkurinn ekki beinlínis trúverð- ugur kostur í augum ungra kjós- enda, ef allt logar í illdeilum með_- al jafnaldra þeirra í flokknum. Á meðan sú ríkisstjórn, sem nú sit- ur, þenur sífellt út ríkisbáknið, og skattpínir þjóðina, ertími til harðr- ar andstöðu við stefnu en ekki til tilgangslausra bræðravíga. í bar- áttunni framundan þurfa ungir sjálfstæðismenn að vera heilir og samhuga. Höfundur er háskólanemi og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs. Guðmundur Jóhannsson Jólatilboð Húsasmiðjuimar Brauðrist kr. 2.965,- Holz-her hleðsluborvél kr. 16.079,- Ljóskastarar kr. 3.343,- í verslun Húsasmiðjunnar fást nytsamar jólagjafir við allra hæfi og á jólamarkaði á 2. hæð er mikið úrval skrauts og gjafavara. í Húsasmiðjunni fæst einnig allur húsbúnaður og heimilistæki, öll áhöld og efni sem þarf til að fegra og prýða heimilið fyrir jólin. Fondusett fyrir 6 manns kr. 6.224,- Peugeot juðari/pússivél kr. 4.894,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.