Morgunblaðið - 07.12.1989, Blaðsíða 49
49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989
Hvað er þekking?
eftir Gunnar Dal
Hvað er þekking? Er allt sem við
skynjum eða teljum okkur skynja
þekking? Er öll reynsla okkar þekk-
ing? Það er hægt að svara þessu
játandi. En það gera menn yfirleitt
ekki. Venjan hefur verið sú að kalla
aðeins hluta af reynslu okkar þekk-
ingu. Hrifning manns yfir fegurð
náttúrunnar t.d. hefur ekki flokkast
undir þekkingu. Trúarleg reynsla
manns, jafnvel þótt hún sé svo
sterk, að hún breyti öllu lífi hans,
er ekki heldur skilgreind sem þekk-
ing. Hinn hugræni þáttur mannsins
er einn lagður til grundvallar, þegar
þekking .er skilgreind og aðeins
hluti hans er sagður marktækur.
Þekking er hugsun, segja menn,
sem lýsir staðreyndum á rökréttan
hátt. Og gæðastimpill þekkingar er
hin vísindalega mælanlega stað-
reynd túlkuð með stærðfræði og
rökhyggju. Þetta er sá bás sem
margir binda þekkingu á. Slík þekk-
ing er talin gild vegna þess að hún
er talin hlutlæg. Innstu tilfinningar
manna teljast hins vegar ekki gild
þekking.
Þeir sem ákveðnast halda fram
þessu sjónarmiði eru gömlu fram-
stefnumennirnir (pósitivistar) frá
byijun aldarinnar. En því fer §arri
að yngri heimspekingar séu þeim
allir sammála. Margir existentiaiist-
ar hafa lagt áherslu á, að maðurinn
væri miklu meira en skynsemisvera;
að mannlegur veruleiki væri annað
og meira en mælanlegar staðreynd-
ir, túlkaðar með stærðfræði. Við
höfum öll reynslu fyrir hinum
mannlega veruleika: gleði og sárs-
auka, metnaði, ótta, hungri og
þorsta, draumum, vonum, hug-
boðum, trúarlegri tilfinningu, feg-
urðarskyni og þannig má endalaust
telja. Og allt er þetta veruleiki
mannsins, sem ekki er hægt að
binda á þann bás, sem gamlir pósi-
tivistar kalla þekkingu. Sumir exist-
entialistar ganga jafnvel svo langj;
að snúa hlutunum alveg við: Þeir
staðhæfa að vísindaleg þekking sé
merkingarlaus vegna þess að hún
sé utanveltu við grundvöll mann-
legrar reynslu.
Notastefnan eða pragmatismi fer
bil beggja. Þar greina menn milli
reynslu, sem birtist sem hugsun og
ÁRNAÐ HEILLA
O A ára afmæli. í dag, 7.
0\/ desember, er áttræður
Sigurjón Sigurðsson, Vall-
argötu 18, Vestmannaeyj-
um. Kona hans er frú Anna
Guðrún Þorkelsdóttir.
Aí\ ára afmæli. í dag, 7.
þ.m. er fertugur Olaf-
ur H. Jónsson, Steinagerði
2, Rvík, aðstoðarsjónvarps-
stjóri Stöðvar tvö. Eiginkona
hans er frú Guðrún Arnadótt-
ir. Taka þau á móti gestum
á morgun, föstudag, í félags-
heimilinu Akóges, Sigtúni 3,
kl. 17 og 19.
reynslu sem ekki er bein hugsun. I
augum þessara heimspekinga er hér
um að ræða tvær hliðar á mann-
legri reynsiu, sem báðar eru veru-
leiki og hafa því fulla merkingu,
þegar um þekkingu er~ að ræða.
En afleiðing af þessari afstöðu hlýt-
ur þá að vera sú, að menningin
verður meira en vísindi. Hver mann-
legur veruleiki birtist þá sem sjálf-
stæður menningarheimur. Allar
skilningsleiðir mannsins eru aðeins
mismunandi andlit sama veruleika.
Og á þessum grunni rís hugmyndin
um hina fimm heima menningarinn-
ar: heima listar, trúar, heimspeki,
vísinda og sagnfræði.
Við gerum ráð fyrir því að öll
mannleg þekking sé þekking á
veruleika. En er þekking okkar
sama og veruleiki? Hvað er veru-
leiki? Hvernig í ósköpunum eiga
menn að hafa svar við því án þess
að hafa svar við spurningunni:
Hvað var fyrst? Var það Guð eða
efnið? Upphafsforsendurnar breyta
öllu eðli veruleikans. En hverfum
aftur til spumingarinnar: Hvað er
veruleiki? Það virðist augljóst að
maðurinn kemst aldrei út fyrir
hring sinna eigin hugsana. Vitundin
getur ekki staðið fyrir utan sjálfa
sig til að kanna tilveruna. Hvernig
getur þá maðurinn þekkt nokkurn
annan veruleika en sinn eigin? Þýski
heimspekingurinn Kant greinir,
eins og menn vita, milli hlutanna
eins og við skynjum þá og skiljum
(Das Ding an mich) og hlutanna
eins og þeir eru i sjálfu sér (Das
Ding an sich). Hér gerir Kant ráð
fyrir tvenns konar veruleika: þeim
veruleika sem byggist á mannlegum
skilningi og skynjun annars vegar,
og hins vegar veruleika sem manns-
hugurinn getur ekki náð til. Hver
þeirra milljóna tegunda af lífverum
sem búa með okkur á þessari jörð
hefur sína sérstöku skynjun og þess
vegna sinn sérstaka veruleika. Ef
skynjun er grundvöllur veruleika
hljóta veruleikarnir að skipta millj-
ónum. Hver tegund á þá sinn veru-
leika sem takmarkast af hennar
eigin takmörkunum. Lítil ástæða
er til þess að ætla, að manns-
hugurinn hafi neina sérstöðu í
grundvallaratriðum. Veruleiki
Gunnar Dal
„Þekking getur verið
tilfinning og innsæi
listamanns og trú-
manns og hún getur
líka verið mælanlegar
staðreyndir, stærðfræði
og rökhyggja heim-
spekings eða vísinda-
manns.“
mannsins takmarkast líka af skynj-
un hans og skilningi. Þetta þýðir
að maðurinn þekkir óendanlega lítið
brot veruleikans. Þó er e.t.v. engin
ástæða til að álíta þetta hið síðasta
orð um getu mannsins. Vitund er
annað en heilastarfsemi. Vitund er
leyndardómur, sem við þekkjum
ekki. Menn þykjast sjá að lokuð
kerfi séu ekki til. Allt tengist öllu
með einhverjum hætti. Það er vel
hægt að trúa því, að með einhveij-
um hætti gæti vitund mannsins náð
til hvers sem er. Vitund mannsins
er ekki flatarmálsfræði. Hún er
ekki föst og óhagganleg. Hún er
þvert á móti stöðug hreyfing. Hún
er sífellt að breytast. Og hún er í
þróun. Þetta þýðir að við höfum
engin endanleg svör við spurning-
um eins og: Hvað er veruleikí? En
þetta þýðir ekki að spurningin hafi
ekki fulla merkingu. Þessi spurning
er í góðu gildi eins og sjá má með-
al annars af því að allar heimspeki-
stefnur eru mismunandi svör við
henni. Um sinn verðum við samt
að snúa frá henni í sambandi við
hugtakið menning. Við verðum að
sætta okkur við takmarkanir okkar
og halda okkur við þann veruleika,
sem er innan þess hrings, sem af-
markast af mannlegri skynjun og
skilningi. Á þann hátt verður veru-
leikinn sjálfsagður: hann er líf okk-
ar. Augljóslega rangt svar, en ann-
að betra höfum við víst ekki, nema
þeir sem telja sig þekkja veruleika
a priori.
Þegar við ræðum um menningu,
þá erum við að ræða um mannlega
sköpun. Og það er ekki hægt að
segja að einhver ein grein menning-
ar sé nær veruleikanum eða sann-
leikanurru en önnur. Sá sem reynir
slíkan samanburð hlýtur að telja
sig standa á einhverri sjónarhæð
utan við heim mannsins. En slík
sjónarhæð er mönnum ekki gefin.
Reynsla trúmannsins og lista-
mannsins stendur ekki fjær veru-
leika eða sannleika en hugmyndir
vísindamanna og heimspekinga. Við
verðum að kanna Öll svið menning-
arinnar jafnt. Þau eru öll jafn mik-
ill veruleiki. Þekking getur verið
tilfinning og innsæi listamanns og
trúmanns og hún getur líka verið
mælanlegar staðreyndir, stærð-
fræði og rökhyggja heimspekings
eða vísindamanns. Hér er um að
ræða tvær tegundir þekkingar og
önnur er ekki skuggi hinnar. Stað-
reynd túlkuð með stærðfræði þarf
engan veginn að vera meiri veru- *
leiki eða sannleiki en trúarleg
reynsla eða innsæi mikils lista-
manns. I allri menningu tengjast
þessir Jiættir saman á margvíslegan
hátt. I daglegu lífi notum við rök-
hyggju og innsæi jöfnum höndum
og hvert mál hefur í huga okkar
tvær hliðar, aðra hagnýta og hina
siðferðilega. Og alltaf smýgur föst
skilgreining eins og sandur um
greipar okkar. Um hugtakið „þekk-
ing“ hafa menn skrifað heilt bóka-
safn og hin sundurleitu svör við t____
spurningunni: „Hvað er þekking?"
eru löngu orðin sérstök grein innan
heimspekinnar. En af þessum fáu
og sjálfsagt yfirborðslegu athuga-
semdum, ætti öllum að vera það
ljóst, að orðið þekking er eitt þeirra
orða, sem vill ekki láta taka af sér
mynd. Mynd stendur kyrr. Þekking-
in er í þróun og hún er stöðugt að
breytast.
Höfundur er rithöfundur.
í 8. FLOKKI 1989-1990
Vinningur til íbúðarkaupa, kr. 1.000.000
2320
Vinningur til bílakaupa á kr. 300.000
15627 29049 70847 73030
Utanlandsferðir eftir vali, kr. 50.000
18 7687 13897 24077 30321 37560 47972 55076 65840 74356
225 7854 14053 24224 30796 38292 48332 55215 66118 74788
234 8357 15507 24721 30886 38774 48555 55471 66399 75164
468 9004 16469 24813 31759 38821 49194 55779 66554 75363
530 9343 16524 24931 31843 39256 49361 57366 66576 75516
581 9383 16997 25008 31928 40223 49437 57751 66808 76065
963 9496 17448 25541 32335 40273 50072 57830 67167 76109
976 9826 17595 25599 32443 40303 50411 57842 67814 76180
1112 9925 18151 26344 32568 40604 51019 57856 68473 76814
1174 10248 18429 27043 33221 41245 51155 58008 68697 76876
1258 10276 18947 27660 33545 42906 51170 58191 69224 77035
1930 10450 19458 27859 33556 42966 51460 58518 69262 77084
2796 10576 19850 28177 33951 43360 51564 59809 69914 773B0
3144 10691 20948 28286 33984 43869 51646 59901 70095 77698
3348 10791 20984 28695 34289 44766 51741 60095 70489 78352
3354 10821 21590 28745 35000 46153 52004 60109 70789 78400
4999 12009 21877 29302 35586 46722 52123 60197 71385 78446
5338 12615 22171 29585 35805 47191 52837 60405 71582 78690
5654 13183 22478 29645 35868 47269 53071 60804 71695 78773
6605 13241 23123 29729 36125 47328 53119 61436 72737 78806
6993 13658 23502 29861 36202 47467 53698 63376 72755 78929
7130 13661 23526 30069 36333 47708 54447 64492 73846 78965
7567 13807 23982 30112 36797 47943 54457 64540 73911 79320
Utanlandsferðir eftir vali, kr. 75.000
890 8182 13208 14748 15006 19897 22851 27405 31084 39634 39731 40801 42221 47677 53316 56152 58536 59046 59498 76743
Húsbúnaður eftir vali, kr. 10.000
104 7886 14430 25144 34758 44288 54009 62291 67526 74102
279 8051 14601 25315 34822 45128 54293 62820 67689 74348
734 8356 14844 25902 34999 45197 54465 62884 67782 74400
737 8509 15102 26216 35120 45421 54504 63129 68377 74902
779 9115 15206 26407 35140 45777 54540 63216 68379 74942
1146 9362 15541 26851 35397 45783 54623 63234 68796 74970
1458 9436 16228 27009 35732 46388 55249 63369 68974 75181
2352 9446 16236 27351 36402 46410 55325 63462 69120 75490
2518 10177 16356 27882 36856 47000 55464 63515 69122 75909
2907 10322 16392 28251 37577 47097 55696 63617 69329 75966
2914 10328 16629 29017 37606 47594 55708 63685 69354 76057
2946 10392 16843 29156 37757 48085 56240 63715 69438 76251
3313 10661 17532 29410 38220 48126 56679 63819 69455 76296
3346 10672 17690 29455 38599 48506 56910 63970 69534 76410
3558 10916 17766 29619 39018 48776 56934 63973 69685 76429
3897 10980 18705 29932 ’ 39246 49057 57054 64045 69920 76588
4031 11027 19175 29937 39948 49306 57076 64070 70346 76962
4100 11619 19323 30295 40467 49976 57303 64165 70620 77078
4459 11781 19334 30866 40596 50162 58359 64507 70624 77628
4512 11888 19400 30937 40741 50669 58657 64546 70982 777B2
4550 12394 19521 30988 40899 50697 58758 64992 71120 78197
5005 12565 19894 31963 41366 50840 58866 65101 71211 78250
5238 12691 20192 32099 41879 51024 58981 65138 71356 78518
5336 12809 20750 32407 42003 51137 59203 65326 72120 78549
5342 13335 21391 32475 42582 51348 59314 65384 72380 78584
5878 13362 21986 32948 42626 51453 59483 65783 72573 78845
6035 13413 22292 33088 42657 51714 59830 65858 72679 79084
6070 13590 22583 33333 42761 51791 60238 66054 72879 79149
6162 13682 22722 33432 42870 51901 60242 66138 73074 79298
6371 13856 23352 33491 43019 51986 60310 66402 73223 79861
6535 13869 24259 33637 43161 52298 60457 66755 73454
6761 13874 24269 34014 43207 52583 60875 66795 73613
6833 13909 24671 34018 43535 53128 61038 66978 73676
6835 14001 24820 34386 43555 53160 61590 67062 73698
6930 14355 25050 34618 43950 53728 62226 67150 73954